Morgunblaðið - 23.05.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989
39
ur, munu læra að hafa marga hluti
eins og Erna amma hafði þá.
Hvíli hún í friði.
Hannes, Jón og Þórdís
Ég frétti það fyrir þrem árum
að hún Ema væri komin með ill-
kynja sjúkdóm. Núna á þessu kalda
vori kvaddi hún okkur. Stóra stelp-
an mín var heimagangur hjá henni
°g þegar litla stelpan mín þorði
ekki að vera ein heima þennan
klukkutíma milli skólaloka og heim-
komu minnar, tók Erna hana undir
sinn verndarvæng.
Mér er minnistætt að lengi eftir
þetta sagði litla dóttir mín oft við
mig þegar ég var að fara í vinnuna
„Svo veit ég auðvitað að Erna er
heima.“
Þegar mömmurnar eru útivinn-
andi, jafnvel þó að það sé aðeins
hálfan daginn, er gott að vita af
tryggum vini, sem er heima og
hægt er að hafa samband við ef á
þarf að halda.
Áður en Erna veiktist kom hún
einu sinni á yndislegum júnídegi,
til okkar, með afmælisgjöf til dóttur
minnar. Hún varð með litlu dóttur-
dóttur sína með sér í kerru. Erna
ljómaði og naut þess greinilega að
vera með nöfnu sína. Afmælisgjöfín
reyndist vera forláta postulínsdisk-
ur, sem Ema hafði sjálf málað á,
af sinni einstöku smekkvísi. Þetta
segir mikið um Ernu, hún gaf þess-
um bömum, sem hún tók ástfóstri
við, einhvem veginn svo mikið af
sér. Ekki hefðu allir gefið sér tíma
til að dútla svona við afmælisgjöf
handa lítilli stelpu.
Ema var sérstök, hún vildi vera
heima, til taks, ef bömin þyrftu á
henni að halda. Því miður fer þeim
fækkandi konunum, sem em svona.
Sjálf er ég amma, en vegna úti-
vinnu og annarra áhugamála gef
ég bamabarni mínu ekki mikinn
tíma og stundum hefur maður líka
áhyggjur af börnunum í þessu þjóð-
félagi. Hvernig ætli þeim reiði af
þegar hvorki mamman né amman
em heirriavinnandi? Nei, við höfum
ekki efn£ á því að missa svona gott
fólk fyrir aldur fram, en maðurinn
með ljáinn spyr ekki um slíkt. Ég
er þakklát fyrir að hafa verið ná-
granni Emu og geymi minningam-
ar um hana.
Oddur, Gunni, Ella, Jóna og fjöl-
skyldur, ég samhryggist ykkur og
bið góðan Guð að gefa ykkur styrk
í sorg ykkar. __
Steinunn ísfeld Karlsdóttir
í dag er til moldar borin vinkona
mín Ema Jónsdóttir en hún lést á
Landsspítalanum 13. maí sl. Ég er
Sambyggðar
trésmíðavélar
Hjólsagir,
bandsagir,
spónsagir,
þess fullviss að fleiri skrifa um
Ernu, ætt hennar og uppruna, þar
af leiðandi mun ég ekki gera það
enda ekki vel heima í þeim efnum.
Við kynntumst fyrst þar sem böm-
in okkar vom skólafélagar og vinir.
Ema var einstakur persónuleiki.
Ég man aldrei eftir að hafa orðið
vitni að því að hún skipti skapi.
Ávallt glaðleg og yfirveguð en þó
svo ákveðin og traust. Fyrir mig
sem hefur skapgerð líka íslenskri
veðráttu, margbreytileg sama sól-
arhringinn er það góður skóli að
hafa átt vinkonu sem Ernu. Við
áttum það sameiginlegt að við nut-
um þess að vera heimavinnandi
húsmæður og litum á það sem for-
réttindi. Orðin „bara húsmóðir"
fengu engan hljómgmnn hjá okkur.
Erna var gæfusöm í einkalífi
sínu. Eiginmaðurinn, Oddur Jóns-
son, bar hana á höndum sér og það
ieyndi sér ekki hvað þau mátu hvort
annað mikils. Hjónaband þeirra var
byggt á gagnkvæmri ást og virð-
ingu. Þau áttu barnaláni að fagna,
þijú urðu börnin, Jóna, Elín og
Gunnar, öll uppkomin. Samheldni
ríkti á heimili þeirra, það var gott
og friðsælt, sannarlega góður hom-
steinn þjóðfélagsins. Óskandi að við
bæmm gæfu til að eiga fleiri slík
heimili. Auk þeirra eigin barna áttu
Nonni og Ásta litla Ernu mömmu
líka. Nonni og Ásta vom hjá Emu
mömmu á daginn á meðan foreldrar
þeirra vom í vinnu. Ég man eins
og það hafi gerst í gær: Eins og
oft áður kom ég við í Efstasundinu
og hitti vinkonu mína glaða og bros-
andi að vanda. Hún dró mig strax
inn í stofu. Það var nokkuð sem
hún vildi sýna mér. „Sjáðu hvað
mér var fært í gær.“ Hún tók fram
nýjan hlut úr glerskápnum. Postul-
ínsstyttu með tveimur börnum og
talan 10 var letmð á styttuna. Það
vom 10 ár frá því að Nonni eignað-
ist Ernu mömmu og mamma Erna
Nonna. Styttan átti að tákna Nonna
og Ástu litlu. „Að Hanna Kristín
og Svenni skyldu færa mér þessa
dýrmætu gjöf“, og Ema mamma
geislaði af hamingju. Þennan morg-
un sendi ég í huganum hlýjar kveðj-
ur til ungra foreldra barnanna er
sýndu í orði og verki hvað þau
mátu mikils að börnin vom í ömgg-
um höndum á meðan þau vom í
vinnu. Reyndar vissi ég að oft áður
höfðu þau látið þakklæti sitt í ljós.
í langan tíma eyddum við þriðju-
dögunum saman. Þá gáfum við list-
inni okkur á vald og sóttum tíma
í postulínsmálun. Við gerðum okkur
Ijóst að við vorum ekki listakonur
á heimsmælikvarða. En þegar mun-
irnir okkar voru teknir úr brennslu-
ofninum tilbúnir dáðumst við að
listsköpun hvor annarrar. Það jafn-
aðist enginn á við okkur þá stund-
ina. Við vomm bestar.
Fyrir rúmlega þremur ámm kom
reiðarslagið. Erna fékk að vita að
hún gengi með ólæknandi sjúkdóm.
Sjúkdóm sem leggur svo marga að
velli. Ég neitaði að trúa þessu.
Ekki Erna, við máttum ekki missa
hana. Lengi vel var ég þess fullviss
að lyfið sem læknað gæti allar teg-
undir krabbameins kæmi fram áður
en Ema yrði öll. Þetta sagði ég
henni og þá svaraði hún því til að
lyfið kæmi. En hvort það kæmi í
tæka tíð fyrir hana, var hún ekki
viss um. Svo bætti hún við — það
kemur einhvern timann. Erna vissi
sjálf að tíminn var naumur. Hún
undirbjó ástvini sína eins vel og
kostur var. Litlu dótturdætrunum,
augasteinunum hennar ömmu, þeim
Ernu litlu Heiðrúnu alnöfnu hennar
og Gunnhildi Völu hefði hún svo
gjarnan óskað að fá að vera með
lengur. En úr því sem komið var
þá var um að gera að njóta stund-
anna með þeim meðan kostur var.
Ég man hvað við biðum þess með
óþreyju að verða ömmur. Og ömm-
ur urðum við nærri samtímis. Við
vorum sammála um að það að vera
amma var hápunktur alls.
Nú er komið að kveðjustundinni
og í hugann kemur fyrst og fremst
þakklæti fyrir að hafa fengið að
eiga hana að vinkonu. Hún sem
ævinlega va_r svo sterk að með ólík-
indum var. I öllum hennar veikind-
um heyrði enginn hana kvarta. Það
var hún sem var sterk fyrir okkur
hin. Eitt er víst að ummæli Emu
um allt það góða fólk sem annaðist
hana í veikindum hennar, þá á ég
við starfsfólk Krabbameinsdeildar
Landspítalans, hafa gert það að
verkum að óttinn við hræðilegan
sjúkdóm verður ekki eins óttalegur.
Vitnisburður Ernu um samvalinn
hóp lækna og hjúkrunarfólks sem
er boðinn og búinn nótt og dag að
lina þjáningar þeirra sem þurfa svo
sárt á þeim að halda gleymist okk-
ur ekki.
Þegar ég heimsótti Ernu í síðasta
sinn, hálfum mánuði fyrir andlátið,
lá hún heima í stofunni þeirra hjóna
'á Háaleitisbrautinni. Þama var
Oddur að hlúa að Ernu sinni en
mjög var af henni dregið. Við gátum
ekki talað saman því nú hafði hún
misst málið. Aðeins tvö orð hvíslaði
hún aftur og aftur. „Jesús minn,
Jesús minn.“ Ég hefði ekki getað
óskað mér betri kveðju. Ég trúi því
að nafnið Jesús sé það sem öllu
máli skiptir. í lífi og dauða emm
við háð náð hans og miskunn.
Elsku Oddur, Jóna, Ella og
Gunni. Þið hafið misst svo óendan-
lega mikið. Við ykkur vil ég segja
þetta: Meiri umhyggju og ástúð
hefi ég aldrei fyrr orðið vitni að og
með sóma getið þið kvatt elskulega
eiginkonu og móður. Við Páll og
fjölskyldur okkar sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur einnig
tengdabörnunum Jóni, Hannesi og
Þórdísi. Góður Guð blessi litlu
ömmutelpurnar, Ernu Heiðrúnu og
Gunnhildi Völu.
Engin neyð og engin gifta.
Úr hans faðmi má oss svipta.
Vinur er hann vina bestur.
Veit um allt, er hjartað brestur.
Susie Bachmann
í dag er til moldar borin elskuleg
vinkona mína, Erna Heiðrún Jóns-
dóttir. Ég kynntist Ernu árið 1979
er hún bjó í Efstasundi 87. Ég á
fallegar og góðar minningar um
Ernu og þau ár sem ég var heima-
gangur hjá henni og eiginmanni
hennar, Oddi Jónssyni. Erna var
mikill náttúruunnandi, hún elskaði
blóm og ræktaði þau af alúð jafnt
úti sem inni. Hún var jafnlynd og
glaðlynd og ákaflega bamgóð. Hún
vafði fjölskyldu sína ástúð og um-
hyggju og sama kærleika sýndi hún
þeim börnum sem hún annaðist.
Það var því stór stund í lífi hennar
er hún varð amma, fyrst árið 1984
og síðan 1987. Litlu ömmustelpurn-
ar áttu hug hennar allan hin síðari
ár.
Erna og Oddur vom samlynd og
samrýnd hjón og því vom það mik-
il sorgartíðindi fyrir Odd og fjöl-
skylduna er í ljós kom snemma árs
1986 að Ema hafði fengið illskeytt-
an sjúkdóm. í 3 ár barðist hún við
hinn erfiða vágest, en hélt þó ótrú-
legri hugarró og sálarstyrk.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
þann tíma sem ég fékk að njóta
samvista við Emu. Minningin um
hana er minning um yndislega konu
og í huganum birtist hún mér bros-
andi, umvafín blómum. Ég bý að
því að hafa fengið að kynnast
henni. Blessuð sé minning hennar.
Elsku Oddur, Jóna, Gunni, Ella,
tengdaböm og barnaböm, megi
góður guð styrkja ykkur á þessum
erfíðu tímamótum.
Svala
Blómastofa
Friöfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö Öll tilefni.
Gjafavörur.
MAZDA 323...
EITT MERKI
- ÓTAL GERÐIR
Þaö fást yfir 20 gerðir af MAZDA
323, ein þeirra hentar þér örugg-
lega. Til dæmis MAZDA 323
SUPER SPECIAL 4 dyra;
• Nóg pláss fyrir fjölskylduna
og farangurinn.
• Ný, glæsileg luxusinnrétting,
niðurfellanlegt aftursæti.
• 1.3 L eða 1.5 L vélar.
• 5 gíra eða sjálfskiptur, fæst
með vökvastýri.
• Belti við öll sæti og dagljósa-
búnaður.
• Sérlega hagstætt verð.
Opið laugardaga frá kl. 10-16
mazDa
BÍLABORG HF.
FOSSHALSI 1, S. 68 12 99.
Athugið sérstaklega:
Greiðslukjör
við allra hæfi!!