Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR. 4.. JÚNÍ .1989 £ 13 SIGURÐUR HARALDSSON SKIPSTJÓR[ Á BJÖRGÚLFI FRÁ DALVÍK: Fiskimönnum stendur viss ógn afávaxandi 7 7 . O y bvaiastopn „Það hafa orðið geysimiklar breytingar á þessu öllu saman. Þetta er að vísu sami sjórinn sem við sækjum á, en allur aðbúnaður hefur breyst mjög mikið. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var að byija að það voru nánast engar matargeymslur um borð þannig að ekki var allt beinlínis lystilegt sem boðið var upp á.“ Sigurður segir einnig miklar breytingar hafa orðið á sjósókninni frá því fiskveiðar voru fijálsar og nú þegar menn veiði samkvæmt fyrirfram úthlutuðum veiðiheimild- um. „Maður hafði miklar áhyggur af því að veiða ekki nóg á meðan allir máttu veiða sem þeir gátu,<en nú er þessu öfugt farið, maður er hræddur við að veiða of mikið.“ Björgúlfur hefur nú kvóta upp á 2.019 þorskígildi og er þegar kom- inn langt með kvóta sinn. A síðasta ári var Björgúlfur á sóknarmarki og veiddi þá um 800 tonn af grá- lúðu, en nú var skipinu úthlutað um 400 tonnum af grálúðu. Sigurð- ur fer ekki dult með þá skoðun sína að veiðiheimildimar fyrir þetta ár séu of rýrar. Hann bendir á að á þijátíu ára tímabili, frá 1950- 1980, hafi íslendingar veitt að meðaltali um 418 þúsund tonn á ári. Nú séu veiðiheimildimar ekki upp á nema um 325 þúsund tonn. Hann segir ofveiði undanfarinna ára sem skýringu á rýmm veiði- heimildum nú vera heldur léttvæg- ar. Eða hvers vegna hafi þessi of- veiði ekki komið niður á stofninum fyrr á þessu þijátíu ára tímabili. „Ég var nokkuð sáttur þegar kvótakerfið var tekið upp og taldi að það yrði réttlátara en skrap- dagakerfíð sem viðháft var þar á undan, en nú er ég ekki sáttur við þær úthlutunarreglur sem gilda. Það er ekki endalaust hægt að nota sömu viðmiðunarárin varðandi úthlutun á kvóta. Það hafa orðið miklar breytingar, nýir menn komnir inn sem síðan þurfa að taka við kvóta sem aðrir hafa áunnið sér. Þá þykir manni líka sárt að horfa upp á það sem er að gerast í dag, stærstu og sterkustu útgerð- irnar eru að ná til sín æ meiri hluta af kvótanum, hann safnast á fárra hendur og ég kem ekki auga á að það verði til góðs,“ segir Sigurður. Hann bætir því við að sér þyki stjómmálamenn lítið gera af því að setja fyrirbyggjandi lög. Lög sem komi í veg fyrir að í óefni komist. „Það er sífellt verið að gera eitthvað eftir á, þegar afleið- ingamar eru komnar fram og skað- inn skeður reyna menn að fínna bestu lausnir út úr vandanum, en aldrei fyrr.“ Á meðan Sigurður skipstjóri ber fram ylvolg vínarbrauð með kaffínu gerir hann hvalina að umtalsefni. Hann segir fískimönnum standa viss ógn af sívaxandi hvalastofni, en nú sé áætlað að stórhvalir við íslandsstrendur séu um fímmtán þúsund og jafnvel fleiri. Enginn viti með vissu hversu mikið hvalur- inn éti af físki og sjómenn líti svo á að þeir séu í samkeppni við hval- ina um fískinn. „Við getum vaknað upp við það einn góðan veðurdag að við höfum ekki lengur neinn físk til að selja, en fískveiðar eru nú einu sinn lifíbrauð okkar íslend- inga,“ segir hann og saknar sam- stöðu landans um þetta mál, sam- stöðu sem hafi verið fyrir hendi í landhelgismálinu. Sigurður veltir upp þeirri spumingu hvort verið geti að nú þurfí að draga svo mjög úr sókninni í fískistofnana vegna þess að hvalastofninn sé orðinn svo stór. Hann leggur á það ríka áherslu að jafnvægi þurfi að halda í náttúrunni, það gildi hvort heldur sem er á landi og í sjó. „Hvalir eru ein af okkar auðlindum og hana ber okkur að nýta. Ég er sannfærð- ur um að ört stækkandi hvalastofn á sinn þátt í minnkun annarra físki- stofna og manni þykir ansi súrt í brotið að horfa upp á þessa þróun og ekkert er að gert,“ segir Sigurð- ur. ptariptiN í Kaupmannahöfn FÆST I BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI Morgunblaðið/RAX Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri og forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins á skrifstofimni við Skúlagötu. stjittri vinnutíma, en álagið á mannskapinn verður mun minna, þetta fer betur með mannskap- inn. Öll hagræðing varðandi vinnu um borð hefur mikið breyst síðustu 3 árin og það má vafa- laust gera betur. Við erum á tímamótum í sjó- sókninni. Eg tel að við eigum að takmarka eitthvað sóknina og vera með eins fáar tegundir í kvótaskiptingu og mögulegt er í hverri skipagerð. Með aukinni tækni um borð í skipunum geta þau afkastað meira. í ljósi þess þarf að stuðla að fækkun skipa við núverandi aðstæður og styrkja aflaheimild hinna. Þetta er hægt með stjómvaldaákvörð- un, kaupa skip án þess þó að ráðuneyti fái aflann, því það þýðir endalausa vitleysu. Einnig er hugsanlegt að festa rammann í núverandi stjómun til einhvers tíma þannig að menn geti keypt I Ml.■■■!—. I ... ■»■"— ...— ■ H.1.IUNU.MMUI.M II..... til sín afla og þannig fáist fækk- un í flotanum. Jafnhliða þessu yrði þó að stýra markvisst inn í meira fijálsræði án þess að koll- sigla okkur í veiðum og afkomu. Auðvitað tökum við alltaf áhættu í fiskveiðum eðli málsins sam- kvæmt, en það gætir tvímæla- laust mikillar meðalmennsku í stjómuninni og það er verið að útdeila aflanum á alla þótt þeir hafi ekkert verið á ákveðnum veiðum. Gott dæmi er grálúðan, þar sem menn sitja allt í einu uppi með að þurfa að sækja á grálúðumið, kaupa nýjan út- búnað og sigla sólarhringum saman. Hvers vegna var karfan- um þá úthlutað misjafnt á togar- ana, 1.600 tonn á suðurskip og 600 á norðurskip, eða þorskinum þar sem liðlega 1.000 tonn eru á suðurskip og liðlega 1.500 tonn á norðurskip? Nei, við þurfum að ná meiri hagkvæmni og nýt- ingu og treysta stöðu sjómanna. Það er mest um vert í stöðunni að fylgja öðrum stéttum. Fis- kverðið em þrír fjórðu hlutar af kaupi sjómanna og því verður fískverðið að mótast af því að sjómenn sitji við sama borð og aðrir launþegar. Ýmis önnur at- riði eru óklár. Við sjáum til dæm- is ekki hvemig staðgreiðslukerf- ið kemur út fyrr en endanleg álagning liggur fyrir á þessu ári með tilliti til sjómannafrádrátt- arins. í tryggingarmálum þurf- um við að taka á ýmsum þáttum, barnabótum og fleiru og það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að iðnaðarmaður sem kemur um borð í togara til þess að gera við sé með helmingi hærri laun en skipstjórinn á aflaskipi fyrir utan það að skipstjóramir þurfa oft og iðulega að segja iðnaðar- mönnunum nákvæmlega hvað þeir eigi að gera. Það er svona ósköp svipað og það að ég færi með bílinn minn á bílaverkstæði og stæði yfír viðgerðarmannin- um og segði honum fyrir verkum. Grandvallarmálið er þó það að sjómenn silji við sama borð og aðrar stéttir í landi. Frá 1987 er talið að launabreytingamar í landi nemi 38%, en við höfum á þessum tíma fengið 5 plús 9% hækkun. Það kraumar því allt undir niðri og þarf lítið til þess að kveikja í bombunni. Það er því ýmislegt sem brennur á auk öryggismálanna sem aldrei klár- ast, því þau er endalaust hægt að lagfæra. Styrkari Slysavama- skóli, ný þyrla og fleira og fleira era á dagskrá og sérstakt átak þarf að mínu mati að gera í kennslu á öryggistækin sem eru um borð í flotanum, því þau era orðin verulega mikil, en þjálfun vantar." EFTIR ÁRNA JOHNSEN SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU. KIRKJUSANDI, 105 REYKJAVÍK SIMI 698300, TELEX 2101, TELEFAX 678151

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.