Morgunblaðið - 04.06.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.06.1989, Qupperneq 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 laugardögum Allar nýjustu línurnar í klippingu og liíun. Tískupermanent Brúðargreiðslur Tímapantanir í síma 14647 Hárfín tijónusta. mn HARGREIDSLUSTOFA Laugavegi 163 L/EKNISFRÆÐI/i/^^^rþarfekki ab svœfa? DEYFINGAR FYRIR RÚMUM hundrað árum þegar svæfingar voru að ryðja sér til rúms meðal þjóða sem höfðu lærðum læknum á að skipa fóru menn að nota kók- aín til deyfinga. Indíánar í Suður-Ameríku höfðu frá alda öðli tugg- ið blöð kóka-jurtarinnar sér til skemmtunar og uppörvunar. Eftir að þetta nautnalyf var flutt til Evrópu og einkum þegar búið var að vinna kókaín úr blöðunum, en það var um 1860, kom í ljós að efhið hafði deyfandi áhrif á slímhúðir í munni og koki. Á augnlæknaþingi í Heidelberg árið 1884 skýrði einn fúndarmanna frá því að hann fram- kvæmdi sársaukalausar skurðaðgerðir á augum eftir að hafa dreypt í þau kókaíndropum.Þar með var skriðan hlaupin af stað. Fyrstu tvo áratugina var kóka- ínið eitt um hituna, bæði til slímhúðarpenslunar og innspýt- ingar undir húð. En reynslan sýndi að efnið var engan veginn eins meinlaust og haldið var í upphafi. Tölu- vert bar á eitur- áhrifum og meira að segja urðu þau stund- um það svæsin að sjúklingar dóu 1 eða eftir aðgerð. Þetta leiddi til þess að menn fóru að leita fyrir sér um hættuminni deyfingarefni með því að framleiða í rannsóknastofum kókaín-skylt lyf sem hefði til að bera hinn æskilega eiginleika þess, útilokun sársaukans, en væri að öðru leyti sakleysið sjálft, að minnsta kosti samanborið við upphaflega efnið. Nýja lyfíð hlaut nafnið nóvókaín og áfram var haldið leitinni að fleiri og betri lyflum af sama bergi brotnum. v Nöfn þeirra minna sem rétt er og skylt á kókaínið, svo sem perkaín, lídókaín og fleiri og fleiri. Lítum nú á þær mismunandi aðferðir til deyfínga sem þróast hafa á þessum hundrað ára reynslutíma. Staðdeyfíng er það nefnt þegar deyfilyfí er sprautað beint inn í það svæði sem á að hrófla við — skera burtu fæðing- arblett, taka sýni úr vöðva eða fituvef,’hagræða misgengnu bein- broti og þannig mætti lengi telja. Lyfíð dreifist og hefur þau áhrif að taugagreinamar sem kvíslast um svæðið missa leiðsluhæfni sína og geta því ekki flutt sársauka- boð; með öðmm orðum, aðgerðar- svæðið er dofið og sjúklingurinn fínnur ekki til. Eftir 2-3 klukku- stundir er líkaminn búinn að eyða „eitrinu" og leiðni tauganna kemst í eðlilegt horf á ný. Önnur aðferð er svokölluð leiðsludeyfíng. Þá er lyfinu dælt inn að taug einhvers staðar á leið- inni frá aðgerðarstað til mið- taugakerfis. Boðin hætta að ber- ast eins og áður var lýst og nú dofnar stærra svæði en við stað- deyfingu. Sem dæmi má taka að ef gera þarf við fíngurgóm eða naglrót má sprauta inn að fingur- taugum uppi í greip (sjá mynd) og dofnar þá fingurinn allur. Enn víðtækari verður deyfingin þegar sprautað er inn á armtaugarnar í holhendinni þar sem þær eru í einni bendu á leið út í handlegg- inn. Heili og mæna eru einu nafni nefnd miðtaugakerfí. Það er á floti í vökvafylltum himnupoka og samkvæmt íslenskri málvenju er gjarnan talað um heilahimnur og mænuvökva. Ef langri sprautunál er stungið milli hryggjarliða í mjóbaki alla leið inn í pokann er það kallað mænustunga sem er eiginlega rangnefni því að mænan sjálf nær ekki svo langt niður og særist því aldrei af nálaroddinum. Tilgangurinn með þessari ástungu er í fyrsta lagi að ná í nokkra dropa af mænuvökva til rann- sókna, leita að blóðkomum, bakt- eríum o.fl. í öðm lagi má dæla inn í pokann skuggaefni fyrir röntgenskoðun eða í þriðja lagi deyfingarefni sem veldur þá dofa í fótum og neðri hluta kviðar. Þessi aðferð heitir mænudeyfíng, var fyrst reynd um aldamót og hefur henni mikið verið beitt. Einnig hafa menn fundið upp á að sprauta deyfíefninu að pokan- um en ekki í hann og ná þannig sama árangri án þess að stinga gat á himnurnar. Þessi aðferð hefur verið nefnd lendardeyfíng til aðgreiningar frá hinni og síst skyldi því gleymt að hún ein býð- ur upp á framhaldsdeyfingu dög- um eða vikum saman til handa sjúklingum sem að öðmm kosti þyrftu verkjameðul í stómm stíl. Mjórri slöngu er komið fyrir í far- inu eftir deyfíngamálina og lyfin skömmtuð gegnum hana eftir þörfum. - Lendardeyfíng nýtur nú á tímum vinsælda á mörgum skurðdeildum, og við ströngum fæðingarhríðum þykir hún af- bragð. En til hvers að vera með allt þetta deyfingastúss þegar svæf- ingar em á hveiju strái og marg- ir vilja helst ekkert af sér vita meðan skurðlæknirinn er að gera það sem gera þarf? Það er nú svo - hinir em líka ófáir sem í leynd- ustu skotum hugans bera kvíðboga fyrir svæfíngu og em hreint ekki vissir um að þeir muni vakna aftur til þessa lífs. Flestar svokallaðar smáaðgerðir em þess eðlis að fáránlegt mætti telja að svæfa fólk meðan þær era fram- kvæmdar. Er það ekki að skjóta yfír markið að svipta sjúklinginn meðvitund, ráði og rænu þegar hægt er að „svæfa" einn hluta líkamans jafn-rækilega með deyf- ingu? Þeim sem em veikburða vegna aldurs eða langvarandi van- heilsu er líka síður háett við eftir- köstum aðgerðar ef deyfíngu verður við komið. Sem sagt, margt er á boðstál- um; svo margt að stundum er vandi að velja. lAGTHÆÐl/Andsvar vib nasisma? Stjómarskrá V-Þýskalands 40 ára EFTIR AÐ herir nasista höfðu verið brotnir á bak aftur af heij- um bandamanna árið 1945 var Þýskaland hertekið og því skipt upp í 4 afmörkuð hernámssvæði milli Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Sovétmanna. Landinu var stjórnað af sérstöku ráði þessara Qögurra ríkja. Árið 1949 höfðu svæði hinna þriggja fyrst- nefhdu verið sameinuð, starfsemi sfjornmalaflokka leyfð og kosn- ingar til landsþinga farið fram. Örlög austurhlutans sem laut yfirráðum Sovétmanna eru flest- um kunn og verða ekki rakin hér. Lögðu Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar fyrir stjórnir einstakra fylkja (Lánder) að koma saman stjóralagaþingi sem semja skyldi nýja stjórnarskrá fyrir Þýskaland. Skyldi hún bæði í senn byggja á lýðræðishugsjón- inni og skiptingu landsins í fylki (sambandslýðveldi). Þann 8. maí 1949 gekk síðan í gildi stjórnar- skrá Sambandslýðveldisins Vest- ur-Þýskalands. Henni var breytt í nokkrum atriðum 1. janúar .......... ......... Það verður ekki annað sagt en að v-þýska stjómarskráin beri skýr merki þeirra sögulegu umbrota sem hún varð til í. I fyrsta lagi var um að ræða togstreitu milli stærsta og öflugasta stjórnmálaflokks V-Þýskalands, flokks kristilegra jafnaðarmanna, sem vildi skapa sameinað sterkt Þýskaland að nýju og bandamenn sein lögðu áherslu eftir Davíð Þór Björgvinsson á skiptingu landsins í meira eða minna sjálfstæð sambandslýðveldi með eigin þing og stjóm, í þeim tilgangi að halda^ eflingu Þýska- lands í skeíjum. í öðm lagi vom menn minnugir þess hversu grimm- úðlega nasistar tróðu fótum mann- réttindi og í þriðja lagi var reynt að koma í veg fyrir að Þýskaland gæti orðið jafn öflugt herveldi að nýju og það var fyrir heimsstyijöld- ina síðari. Af 146 greinum v-þýsku stjóm- arskrárinnar fjalla 71 um stjóm- skipunina og verkaskiptingu _ milli Frð Bonn sambandsstjómarinnar og stjóma einstakra sambandslýðvelda. Þar er reynt að bræða saman þau and- stæðu sjónarmið sem lýst er hér að framan. Niðurstaðan er samband sjálfstæðra ríkja, sambandslýð- velda, sem hvert um sig hefur eigið þing og stjórn. Að auki er svo sér- stakt sambandsþing og sambands- stjóm, með aðsetur í Bonn. Fyrir- mynd að þessu skipulagi er helst að fínna í Bandaríkjunum. Megin- hugmyndin að baki því var annars vegar að koma í veg fyrir að upp risi á ný öflugt og sameinað Þýska- land, sem gæti orðið til að ógna valdajafnvæginu í Evrópu, og hins vegar að slípa þá vankanta af stjórnarskrá Weimar-lýðveldisins sem menn töldu hafa opnað nasist- um leið til æðstu valda þar í landi. Kemur_ þetto _ekki_ síst fram _ítþví t að forsetaembættið er svipt völdum að mestu leyti og þau sett í hendur kanslara, sem kjörinn er af sam- bandsþinginu. Ástæða þess var m.a. sú að von Hindenburg, forseti Weimar-lýðveldisins, þótti hafa misnotað vald sitt þegar Hitler komst til valda 1933. Mannréttindaákvæðum þýsku stjómarskrárinnar er skipað í I. kafla hennar. Kaflinn ber merki minninganna um alræði nasismans og virðingarleysi þeirra fyrir rétt- indum borgaranna. Þar er kveðið á um ýmis gmndvallarmannréttindi, svo sem skoðana- og ijáningafrélsi, félagafrelsi, jafnrétti gagnvart lög- um, friðhelgi einkalífs, friðhelgi eignaréttarins og einstaklingsfrelsi o.s.frv. í kaflanum er að fínna regl- ur sem heimila sérstökum stjóm- skipunardómstólum að dæma um stjómskipulegt gildi laga og ákvarðana stjómvalda og ganga þær lengra en þekkist meðal ann- arra ríkja í Evrópu. Þá kemur fram að þau gmndvallarmannréttindi sem tali era hér að framan séu óumbreytanleg og standi ofar stjómarskránni. Þá er að finna í stjómarskrá V-Þýskalands ákvæði sem setja stjórnarhernum skorður við upp- byggingu herafla að nýju. Þar búa að sjálfsögðu að baki hagsmunir bandamanna, einkum Frakka og Breta, af því að halda hemaðaryfir- burðum sínum í Evrópu. Sem dæmi um þetta má nefna 2. mgr. 24. gr. stjórnarskrárinnar. Stjómarskrá sambandslýðveldis- ins frá 8. maí 1949, sem er ekki síður verk Bandaríkjamanna, Breta og Frakka en Þjóðveija sjálfra, er því í einum skilningi uppgjör við nasismann og þann hrikalega hild- arleik sem hann kom af stað, en í öðmm skilningi vitnisburður um virðingu fyrir lýðfrelsi og gmndvall- .armannréttindmn...„.íw.huíj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.