Morgunblaðið - 04.06.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.06.1989, Qupperneq 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 SAMLEIKUR EINLEIKARA GUÐNÝ GUÐMUNDSDOTTIR FIÐLULEIRARIOG GUNNAR RVARAN SELLÓLEIRARIRYNNTUST SEM RÖRN, HITTUST Á NÝ OG GIFTUST FYRIR ÞREMUR ÁRUM eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í SITT hvoru herberginu æfa þau sig og ólíkir tónar frá hljóðfærum þeirra óma um loftið og mynda eina sterka heild rétt eins og þau sjálf hafa gert í einkalífi sínu. Á því augnabliki erþau hverfa inn í töfraheim tónlistarinnar hrífst hlustandinn með og eflir þau með orku sinni. Því hann er ekki einungis viðtakandi heldur einnig meðskapandi, segjaþau hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari, og Gunnar Kvaran sellóleikari. Milli herbergjanna flögrar svo fimm ára snót sem getur ómögulega gert það upp við sig hvort hún ætli að verða fíðluleikari eins og mamma eða sellóleikari eins og pabbi. Eg heiti Karól Gunnars- dóttir Kvaran“ segir hún skýrt og ákveðið, horfír á mig um stund og segir svo af mikilli göfugmennsku: „Þú mátt bara kalla mig Karól G. Kvaran." Ég þakka henni af lítillæti og við ræðum aðeins um tónlistina, skólann og umferðina, sem hún hefur kynnt sér rækilega því hún fer í sex ára bekk næsta vetur, en einnig kemst ég að því með aðstoð foreldranna, að hún var ekki orðin fimm ára gömul þegar hún gerði góðan greinarmun á verkum Moz- arts og annarra tónskálda. Svo skottast hún í burtu en ég spyr Gunnar og Guðnýju hvernig það sé nú þegar tveir einleikarar rugli saman reitum sínum? „Það er spennandi,“segir Gunnar og brosir. „Auðvitað vissum við ekki fyrirfram hvernig fara mundi, höfðum ekki áður þekkst náið, en ef manneskjulegur grundvöllur er fyrir sambúð tveggja tónlistar- manna þá eru möguleikaranir stór- kostlegir. Allt okkar líf er svipað og því verður umræðuefnið óþijót- andi.“ „Það er sagt að tónlistarmenn eigi ekki að búa saman,“ segir Guðný. „Þeir séu viðkvæmir, vinn- utími þeirra krefjandi og oft vilji það fara svo að sterkari aðilinn sigri, fái meira en hinn út úr störf- um sínum og lífí. Sambúðin kallar því á mjög nána samvinnu ef vel á að fara. Reglan hefur verið sú, að konan hefur gefíð sín störf upp á bátinn, en við Gunnar höfum reynt að samræma okkar vinnutíma. Ef við tölum um fóm í því sambandi, þá væri það enn stærri fóm ef við gætum ekki lifað eðlilegu íjöl- skyldulífí." Gunnar: „Fóm eða ekki fórn? Ég hef þá skoðun að allt í þessu lífi sé fyrst einhvers virði þegar menn þurfa að leggja sig alla fram. En að sjálfsögðu er þetta jafn- vægislist, við þurfum alltaf að vera vakandi og taka tillit til hvors ann- ars. Bæði emm við til dæmis undir miklu álagi þegar tónleikar em framundan og því getum við ekki ákveðið neitt mikilvægt án þess að ræða það við hinn aðilann." Mozart róandi Þau hafa þekkst frá bamæsku, spiluðu fyrst saman í _ nemenda- hljómsveit Bjöms Ólafssonar, Gunnar þá tólf ára gamall og Guðný átta ára. „Við höfum alltaf vitað hvort af öðm,“ segir Gunnar, „en svo var það fyrir rúmum fímm ámm að við kynntumst alvarlega og emm nú búin að vera gift í þijú ár.“ Verður eitthvað efíns á svipinn og kallar til Guðnýjar sem fór fram til að ná í kaffí: „Heyrðu elskan, emm við ekki búin að vera gift í þijú ár?“ Hún staðfestir það en spyr hann síðan ísmeygilega hvort hann muni ekki hvaða dag þau giftu sig? En hann fellur á prófinu og lætur því lítið fara fyrir sér um stund. Ekki var það heiglum hent að ná þeim hjónum saman, því þau em upptekin frá morgni til kvölds, spila með Sinfóníuhljómsveitinni, kenna í Tónlistarskólanum í Reykjavík, spila með Halldóri Haraldssyni píanóleikara í Tríói Reykjavíkur, og Pétri Zakari og Helgu Þórarins- dóttur í kvartett, og við þetta bæt- ast svo einleikstónleikar. Guðný spilaði fíðlukonsert Beethovens í apríl og Gunnar er nýkomin úr tón- leikaferð um Norðurland, þar sem hann spilaði ásamt vini sínum Gísla Magnússyni píanóleikara. Allt næsta ár er skipulagt hjá þeim og t.a.m. munu þau leika tvíkonsert eftir Brahms með Sinfóníuhljóm- sveitinni næsta vetur. Þau hafa sitt hvort æfingaher- bergið á heimili sínu og ég spyr hvort þau tmfli aldrei hvort annað? Guðný segir svo ekki vera: „Við heyrum óminn frá hvort öðm, ég get til dæmis alveg hallað mér þótt Gunnar sé að spila. Og nágrannam- ir hafa verið ósköp elskulegir í þessu sambandi.“ - Kannski fegnir að vera þó laus- ir við popptónlistina eins og hún er flutt í nútíma hljómflutnings- tækjum. „Ég get nú ekki orða bundist þegar minnst er á þá tónlist," segir Gunnar. „Ekki það að ég hafi eitt- hvað á móti popptónlist, ég var nú sjálfur í Lúdó sextett í gamla daga, heldur leiðist mér það hvemig henni er bókstaflega neytt inn á alla. Sama hvar maður er staddur, í verslunum eða leigubílum, og ef viðkomandi er beðinn um að slökkva á þessu, þá er litið á slíka bón sem frekju. Guðný: „Það er mjög þreytandi að koma inn í fataverslanir og hár- greiðslustofur þar sem þessi síbylja dynur á manni. Yfírleitt verð ég svo þreytt og pirmð inni í mátunarklef- anum að ég rýk út án þess að kaupa neitt. Og reið út í sjálfa mig fyrir að hafa látið þetta viðgangast. En margir vita. hver ég er og þar af leiðandi fínnst mér óþægilegt að koma með athugsemdir. Auk þess yrði það álitin sérviska úr mér. En ég er sannfærð um að stór hópur fólks er mér sammála.“ „Þessi tónlist er hörð verslunar- vara, og ég er sannfærður um það, að sá hraði og spenna sem hún framkallar gerir aðeins illt verra," segir Gunnar. Karól kemur nú fljúgandi inn í stofu, búin að hátta sig og þvo sér sjálf á bak við eyrun, og ég nota tækifærið og spyr hana hvort hún haldi nú meira upp á Mozart eða Beethoven? „Mozart" segir hún eftir langa umhugsun. „En Beethoven eða Bach?“ spyr móðir hennar. „Bach“ segir svo sú stutta eftir að hafa hugsað sig enn lengur um. Talið berst að tónmenntakennslu í landinu og Gunnar segir, að þrátt fyrir 60 tónlistarskóla víðsvegar um landið þá vanti enn góða tónlistar- kennslu- og fræðslu í gmnnskólum. Guðný tekúr undir þetta:,, Við eig- um marga menntaða tónmennta- kennara, en ég hef það fyrir satt, að vegna þrýstings og til að vera vinsælir, þá spili sumir þeirra popp í stað sígildrar tónlistar fyrir böm- in.“ „Vissar bylgjur í tónlist geta haft sterk sálfræðileg áhrif,“ segir Gunnar, „og það hafa verið gerðar tilraunir með hvort sígild tónlist geti róað geðsjúklinga og sú hefur orðið raunin. Mozart virtist hafa bestu áhrifin og einnig til dæmis ýmis barokk tónlist. Eitt það besta sem menn geta gert þegar þeir em stressaðir er að hlusta á fallega tónlist." Skuggar Tónlistin léttir oft lund manna á þrautastundum og ég spyr Gunnar hvort hún hafí hjálpaði honum til að ná bata þegar hann veiktist og fékk taugaáfall fyrir tæpum fímm ámm? Eða hvort það hafí verið Guðný sem hafí kannski átt stærst- an þátt í batanum? „Tónlistin var fyrsta merki þess að bati væri í nánd,“ segir Gunnar, „en stuðningur Guðnýjar var ómet- anlegur því hún var sú eina í fjöl- skyldunni sem gerði sér grein fyrir ástandinu og hafði þekkingu og skilning á þessum málefnum." Það var um haustið ’84 sem Gunnar veiktist, en þá hafði hann nýlega skilið við fyrri konu sína, var undir álagi af þeim sökum, og einnig hafði hann gjörsamlega of- keyrt sig á vinnu. „Þetta kom mér hreinlega á óvart því ég hafði aldr- ei verið þunglyndur! En þama vom margir þættir sem lögðust á eitt. Ég var einfaldlega uppurinn, búinn að tæma alla mína orku og kraft.“ „Hann var mjög langt niðri um jólin," segir Guðný, „og ég hélt að verra gæti það ekki orðið, en alltaf versnaði honum og hámarki sínu náðu veikindin fyrstu þijá mánuði nýja ársins. Þegar svona er ástatt þá breytist persónuleikinn og allar tilfinningar. Þetta var mjög erfitt tímabil, sérstaklega þar sem við höfðum nýlega stofnað til ástarsambands, - en ég trúði alltaf á bjartari tírna." Gunnar: Um vorið kom Guðný einn daginn til mín á sjúkrahúsið og þá segi ég við hana: Nú höldum við tónleika hér á morgun! Ég hafði ekki æft mig reglulega á hljóðfærið í marga mánuði, en þama tókum við eina æfíngu sam- an, og spiluðum svo daginn eftir fyrir sjúklingana og starfsfólkið. Tónlistin var því fyrsta merki þess að bati væri í nánd. En þetta var hræðilegur tími og það tekur langan tíma að jafna sig. Ég lærði mikið af þessu, hef elst um mörg ár og þroskast. Efst í huga mér verður þó þakklætið fyrir að hafa fengið heilsuna aftur og geta verið með ástvinum mínum.“ „Það hefur alltaf hvílt skuggi yfir geðrænum vandamálum," segir Guðný. „En þetta er hlutur sem enginn sér fyrir, hér getur jafnvel verið um efnabreytingar í heila- starfsemi að ræða. Viðhorf til alkó- hólisma hefur gjörbreyst eftir að landsþekktir einstaklingar hafa sagt hispurslaust frá reynslu sinni, og svo verður sennilega einnig um geðræn vandamál. Margt fólk hefur leitað til Gunnars eftir að hann tal- aði um reynslu sína í sjónvarpinu." Gunnar: „Það er til félagsskapur hér í bæ sem vinnur mjög virðingar- vert starf, og það er Geðhjálp. Við Gísli Magnússon erum nýbúnir að leika inn á plötu og höfum hugsað okkur að láta ágóðann af henni renna til þess félagsskapar.“ Við ræðum um þá skoðun útlend- inga að íslendingar séu bæði lokað- ir og stundum nokkuð stressaðir, og Gunnar segir að fjármál þjóðar- innar lýsi einkum vel þessum sveifl- um í skapgerð okkar. „Við erum dálitlar óhemjur,“ segir hann sposk- ur, „dugleg og vinnusöm, annars hefðum við heldur aldrei lifað af í þessu landi, en við tökum hlutina of geyst.“ Neistinn - Er hjónaband ykkar ef til vill einnig upphaf að nýju tímabili í líf ykkar sem tónlistarmenn? „Þetta er nýtt tímabil í mínu lífí og það hefur gefið mér mikla mögu- leika,“ segir Gunnar. „Við þrosk- umst saman sem listamenn. Núna til dæmis spilum við saman bæði í triói og kvartett og svo höfum við í hyggju að ferðast um tvö og halda tónleika. Þegar leiðir okkar Guðnýj- ar lágu saman á ný vorum við eng- ir unglingar, bæði með reynslu að baki, og mér finnst ég miklu hæf- ari til að lifa fjölskyldulífi nú en áður. Ég held að manninum sé það eiginlegt og eðlilegt að lifa í fjöl- skyldu." - Guðný, þú vaktir athygli fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.