Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ SUNN.UDAGUR 4. JÚNÍ 1989 OLIVER NORTH: gegndu aðrir stærra hlutverki? REAGAN OG BUSH: nýjar spurningar vakna. fyrirætlanir um að veita grannrík- inu Honduras aukna hemaðarað- stoð, ef ráðamenn þar leyfðu kontr- unum að halda bækistöðvum sínum í landinu, eða tekið þátt í að móta slíka áætlun. Bush hefur neitað því að hann hafi vitað að samið hafi verið um slíkan „gagnkvæman greiða“, þótt skjöl, sem birt vom í réttarhöldun- um og fjalla um Honduras-áætlun- ina, sýni að honum vom send eintök af þeim. Talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins hefur sagt að hætt hafi verið við áætlunina, en málið getur orðið Bush skeinuhætt, þótt sannanir skorti. Hann hefur forðazt að svara spumingum um það í meira en mánuð og telur að almenningur sé orðinn leiður á því, en þingmenn, blaðamenn og dómar- ar krefja hann svara á næstu mán- uðum og búast má við að nýjar upplýsingar komi fram, þegar fjórir aðrir sakborningar verða leiddir fyrir rétt síðar á árinu. Spurningar Stephen Engelberg segir í The New York Times að réttarhöldin gegn North hafi ekki orðið til að auka skilning almennings á íran- kontra- málinu, enda var það ekki tilgangur þeirra. Þau hafi styrkt þá skoðun að allur sannleikurinn um leynilegustu aðgerðir Reagan- stjórnarinnar muni aldrei koma fram vegna þess að North og að- stoðarmenn hans eyðilögðu mikil- væg skjöl um málið 20. nóvember 1986. Þótt réttarhöldin hafi vakið nýjar spurningar um kontra- aðgerðirnar, hafi þau ekki nýja inn- sýn í vopnasendingarnar til írans. Lawrence E. Walsh, hinn opin- beri ákærandi, féll frá almennum ákærum gegn North um samsæri, þegar í ljós kom að North hafði rétt til að nota leynilegar upplýsing- ar, sem leyniþjónustustofnanir höfðu neitað að birta. Eftir það beindist athyglin að því hvort North hefði logið að þinginu og að öðrum atriðum í sambandi við Contra- aðgerðirnar. Að sögn Engelbergs fengust ekki svör við þessum meg- inspurningum: • Hvað vissi Bush um þá ákvörð- un samstarfsmanna sinna í stjórn Reagans að semja við aðrar ríkis- stjómir um að þær fengju banda- ríska aðstoð, ef þær veittu kontrun- um stuðning? • Hvað vissi Reagan í raun og veru um kontra-aðgerðir, sem stjórnað var frá Hvíta húsinu? Var honum sagt að hagnaður af vopna- sölunni til írans væri notaður til að styðja kontrana? • Skipulögðu North og samstarfs- menn hans fleiri aðgerðir en þær sem þegar er vitað um og hveijar voru þær? gegn Mik ilvœgum spumingum ósvaraó eftir réttarhöldin OLIVER NORTH HVAÐ VISSIHANN? eftir Guðm. Halldórsson RÉTTARHÖLDIN GEGN Oliver L. North, fyrrum starfsmanni Hvíta hússins, hafa vakið nýjar spumingar um hlutverk George Bush forseta, Ronalds Reagans, fyrrverandi forseta, og annarra bandarískra ráðamanna í Iran-kontra-málinu. Ef svör fást ekki við þessum spurningum gæti málið vakið tortryggni og haft víðtækar afleiðingar. Mikilvægasta spumingin er sú hvort ráðamennirnir í Washington hafi farið í kringum bann Bandaríkjaþings við beinni eða óbeinni hernaðaraðstoð við kontra-skæmliða í Nicaragua, sem var í gildi frá október 1984 til október 1986. Nýjar upplýsingar, sem komu fram í réttarhöldunum gegn North, benda til þess að Re- agan hafi vitað um aðgerðir til stuðnings kontrunum þrátt fyrir bann þingsins og fyrir- skipað þær sjálfur. Þær benda einn- ig til þess að Bush kunni að hafa vitað meira um leynilegar tilraunir til að hjálpa kontrunum en hann vildi viðurkenna í kosningabarát- tunni í fyrra. Upplýsingarnar um Bush eru í aðalatriðum á þá leið að honum hafi verið kunnugt um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.