Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 30

Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 KVIKMYNDIRÆr hagt að bæta meistaraverkin f Ambíu-Lárens endurbættur Aðeins örfáir sáu hina hrífandi sögulegu stórmynd David Leans, „Lawrence of Arabia“ í sinni upprunalegu lengd. Það voru þeir sem sáu hana í London í desember árið 1962 í allri sinni 223 mínútna dýrð og 70 mm glæsileik. Frá desember til jan- úar hurfu 20 mínútur af henni vegna þess að framleiðandinn, Sam Spiegel, vildi hafa hana á fleiri sýningum. Þegar myndin var endurútgefin árið 1971 hafði jafn- vel ennþá meira verið klippt út svo myndin varð ekki „nema“ 187 mínútur, nóg til að gera viðfangs- efnið, T. E. Lawrence, að hrein- ustu ráðgátu. Og ef þú ert einn af þessum óheppnu sem einungis hefur séð hana í sjónvarpi eða á myndbandi geturðu aðeins ímyn- dað þér hvemig hún liti út á stærsta kvikmyndatjaldi landsins í Háskólabíói — og grátið. Sjálfur vildi David Lean enga af þessum útgáfum. Upprunalega klippingin var gerð í flýti og hann fékk aldrei tækifæri til að fínpússa hana. Það var ekki fyrr en í upphafi þessa árs, 27 árum eftir frumsýninguna í London, sem hinn raunverulegi Arabíu- Lárens leikstjórans leit dagsins ljós og hlaut enn á ný óskaplegt lof gagnrýnenda. Þessi stórmynd stórmyndanna var sett í almenna dreifingu svo það er enn fræðileg- ur möguleiki á að sjá hana hér aftur á breiðtjaldi. En ef tekið er mið af öllum þeim forvitnilegu myndum sem aldrei ná hingað upp eftir Arnald Indriðason Stórmynd stórmyndanna: Quinn, O’Toole og Sharif í end- urgerðinni. Leikstjórinn, David Lean; ioksins, loksins hans út- gáfa. verður það tæpast nema fræðileg- ur möguleiki. Lokaútgáfa hins 81 árs gamla Leans er 216 mínútur en endur- gerðin var ekkert auðvelt verk. Hún er þökkuð framleiðandanum og kvikmyndasafnaranum Robert A. Harris og félaga hans, Jim Painten, sem tókst á tveimur árum og með fjárhagsáætlun uppá 600.000 dollara að raða myndinni aftur saman í fulla lengd. Frumsýningareintakið frá 1962 var horfíð og enginn vissi hvað klippt hafði verið úr því. Félagamir fengu tvö tonn af efni frá Columbia og það tók mánuði að finna týndu filmubútana, sem allir lágu í ómerktum kössum. En jafnvel eftir að búið var að hafa uppá týndu pörtunum voru tíu mínútur af þeim án tals, tón- listar og áhrifshljóða. Það sem leikararnir sögðu fylgdi ekki alltaf handriti Robert Bolts svo heym- leysingjar vom fengnir til að að lesa orðin af vömm þeirra til að fá textann á hreint og svo vom Peter O’Toole, Alec Guinness, Anthony Quinn og Arthur Kennedy fengnir til að tala inná filmubútana. Talið, með hjálp tölvu, varð að smella saman við það sem sagt var fyrir 26 ámm. „Heldur dmngalegt að leika á móti látnum félögum manns“, sagði O’Toole. „Og talaði ég virki- lega svona hratt?“ Á tímabili leit út fyrir að Col- umbia hætti við endurgerðina eft- ir að David Puttnam vék úr for- stjórasætinu en þá komu til sög- unnar Martin Scorsese og Steven Spielberg sem hvöttu eindregið til að haldið yrði áfram með verkið. David Lean, sem fylgst hafði með úr íjarlægð, kom nú inní 223 mínútna myndina og klippti.hana loksins, loksins eins og hann vildi oní 216 mínútur og þannig var hún sett í dreifingu í byijun árs. Uppmnalega fmmsýningarút- gáfan verður að eilífu aðeins til í minningunni. Þakrennur úr stáli og plasti SÍGILD TÓNLISTAV listin að eyða litlum tíma í mikið? Dalaterwr í Dalabúð Er lcomld að því að setja þakrennur á húslð eða endurnýja þær gömlu? t* Lindab Pakrennur eru sænsk gæðavara og annálaðar fyrir: • endingu (sjá mynd) • hversu auðveldar þær eru í uppsetningu • fallegt útlit og fjölbreytt litaval • ótrúlega hagstætt verð • sameina kosti stál- og plastrenna en sneiða hjá göllum beggja. BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 • 1 12 RETOJAVIK • POSTHOLF 4066 • SIMI 685699 TILBOÐ OSKAST í Audi 5000 S, árgerð '85 (fuel injection), Lada Sport, árgerð 88 og Ford Bronco Custom U-15, ágerð ’79 ásamt öðrum bifreiðum er verð sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 6. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA GUNNAR Guðbjörnsson tenórsöngvara er sjálfeagt óþarft að kynna. Síðast heyrði ég hans undurfögru rödd í vor í Hafharfirði og var unun á að hlýða hversu góðu valdi hann hefur náð á röddinni. Hann er heima núna, búinn að vera í eitt ár í Berlín í söngnámi hjá Hanne-Lore Kuhse og nýkominn úr upptökum á sjónvarpsóperunni hans Atla Heimis. Gunnar er annars á leið vestur í Dali á heimaslóð- ir en næstkomandi fimmtudagskvöld heldur hann ásamt Guðbjörgu Sigurjónsdóttur, píanóleikara, tónleika í Dalabúð, en daginn áður, miðvikudagskvöld, mun hann syngja í Stykkishólmi. Við Gunnar fengum okkur saman kaffi á Mokka og ég forvitnaðist um námið hjá Kuhse. „Hún kennir fyrst og fremst tækni má segja, ég er tvisvar í viku í tímum hjá henni og fyrri helmingur hvers tíma er hreinar tækniæf- ingar. Hún hefur sína eigin tækni, eða er með æfingar sercyhún hefur sjálf búið til og veit hvað eftir Jóhönnu hún vill. Og svo Þórhallsdóttur förum við í re- pertúarið og við höfum haldið okkur við það þýska, farið í Mozart-aríur og ljóð eftir Schubert, Schumann og Beethoven og svo höfum við líka óratoríur, t.d. Jólaóratoríu Bachs. Hún er sjálf píanóleikari, þannig að hún er eoach (leiðbeinandi) líka. Ég er mjög ánægður með hana og mér finnst hún góð í að kenna mér að læra. Þetta söngnám er jú fyrst og fremst vinna. Auðvitað þarf kannski snefil af hæfíleikum en það er ekki síður mikilvægt að lenda í góðum höndum og læra að vinna rétt. Það er svo auðveldlega hægt að eyða miklum tíma í lítið en listin er að eyða litlum tíma í mikið.“ — Finnst þér nauðsynlegt að hafa kennara? „Já. Og ég hef mikinn áhuga á að reyna að halda áfram hjá Kuhse þótt ég komist ekki nema viku og viku í einu. Þetta er eins og í öllum öðrum fögum. Ég verð að halda mér við. Maður er nú einu sinni þannig gerður að maður gleymir. Það er alveg nauðsynlegt að fara á nám- skeið. Margir óperusöngvarar erlend- is eru alltaf í tímum. Bæði til að læra ný hlutverk svo og til að hressa upp á gömul hlutverk. Maður tekur við ákveðnu magni af upplýsingum og fróðleik, svo verður maður aðeins að þroskast eða að liggja á meltunni áður en hægt er að taka við meiru. Núna langar mig til að komast í leik- listina, læra á sviðið. Ég er búinn að fá tilboð um að syngja með Welsh National Opera í Cardiff og syng Ferrando í Cosi fan tutte að ári. Svo ég er auðvitað byijaður að læra það hlutverk núna. Én það væri sumsé gott að fá þjálfun á sviði og ég hef fullan hug á að dvelja í London í vetur, og það sakar kannski ekki heldur að þar er ég með umboðs- mann svo þá getur maður kannski prufusungið." — Þú fékkst góða dóma þegar þú söngst á Buxton-hátíðinni í fyrra eins og Kristinn Sigmundsson. Og þar ertu með tónleika á næstunni, ekki satt? Gunnar Guðbjörnsson — lang- ar núna að læra á sviðið ... „Jú, þar syng ég í lok júlí og auð- vitað er ég að æfa fyrir þá tónleika núna.“ — Og Dalamaðurinn ætlar svo að skella sér vestur? „Já, ég má til með að fara þang- að. Ég syng lög úr ýmsum áttum, íslensk lög og skandinavísk, ítalskar canzónur og óperettuaríur." Og ég óska Dalamönnum og Hólmurum góðrar skemmtunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.