Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
VEÐUR
Sex þeirra sem fóru til Sviþjóðar, frá vinstri Marion Scobie, Krisljana Thorlacius, Erla Marteins-
dóttir, Steinunn Knútsdóttir, Bjarni Einarsson og Magnús Ólafsson.
Bagall páfe. afhentur í Landakotskirkju
SJÖ kaþólsk ungmenni afhentu biskupi kaþólskra
hér á landi bagal páfa við hámessu þar á sunnudag.
Um var að ræða eftirlíkingu af hinum raunverulega
bagal en ungmennin fengu gripinn afhentan við
hátíðlega athöfn norrænna ungmenna með páfa í
Svíþjóð er páfinn heimsótti Norðurlönd. Athöfn þessi
var haldin í Vatnstena í suðurhluta Svíþjóðar og
tóku 2.000 kaþólsk ungmenni, frá öllum Norðurlönd-
unum, þátt í henni auk annarra gesta. íslensku ung-
mennin fóru héðan til Svíþjóðar með tvo gripi sem
þau gáfu páfa. Um var að ræða eftirlíkingu af mið-
aldasilfurkrossi sem fannst á Keldum á Rangárvöllum
og olíulampa. Biynja Halldórsdóttir, ein sjömenning-
anna, segir að lampan hafí þau gefíð páfa sem tákn
ljóssins. „Það var stórkostleg upplifun að taka þátt
í athöfninni með páfa í Svíþjóð," segir Brynja. „Þetta
var stund sem gleymist aldrei þeim sem þátt tóku."
Sem fyrr segir var biskupi kaþólskra hér á landi
afhentur bagallinn til varðveislu og mun hann verða
geymdur í Landakotskirkju.
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa isiands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
I/EÐURHORFUR í DAG, 22. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Vestlæg átt, gola eða kaldi víðast hvar á landinu.
Skúrir voru á Suðvestur- og Vesturlandi en annars víðast þurrt.
Hiti var 7-17 stig.
SPÁ: Norðvestankaldi víðast hvar og kalt í veðri. Lítilsháttar rign-
ing á Norðurlandi og dálitlar skúrir sumstaðar vestanlands, en á
Suður- og Suðausturlandi léttir víðast hvar til á morgun.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Vestan- og suðvestan-
átt og hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi, en fremur svalt á Suð-
ur- og Vesturlandi. Skýjað en dálítil súld vestanlands en þurrt og
víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heii fjöður
er 2 vindstig.
r r r
/ / r r Rigning
/ / /
* r #
r * r # Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* # *
■\0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
*
V
Él
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri 15 skýjaö Reykjavík 8 úrkoma
Bergen 21 léttskýjað
Helsinki 25 léttskýjað
Kaupmannah. 26 skýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk vantar
Ósló 19 skýjaö
Stokkhólmur 21 skýjað
Þórshöfn 10 alskýjað
Algarve vantar
Amsterdam 21 skýjað
Barcelona 27 mistur
Bertín 27 léttskýjað
Chicago 17 þokumóða
Feneyjar vantar
Frankfurt 28 hálfskýjað
Glasgow " 19 léttskýjað
Hamborg 25 skýjað
Las Palmas 25 léttskýjað
London 22 léttskýjað
Los Angeles 17 mistur
Lúxemborg 25 hálfskýjað
Madríd 29 léttskýjað
Malaga 29 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Montreal vantar
New York vantar
Orlando 24 léttskýjað
París vantar
Róm
Vin 17 rlgning
Washington 23 skúrir
Winnipeg vantar
Leitað undanþágu á
útflutningi reiðhesta
ISLENSK stjórnvöld eru að kanna hvort undanþága fáist varðandi
útflutning á reiðhestum til landa Evrópubandalagsins, en samkvæmt
ákvörðun framkvæmdastjórnar EB frá 24. maí síðastliðnum er út-
flutningur á fersku kjöt og lifandi dýrum frá íslandi til landa EB
óheimill frá 1. júní siðastliðnum, vegna skorts á fúllnægjandi upplýs-
ingum um hvort notuð séu hormónalyf í fóður hér á landi.
Að sögn Sigurðar Ragnarssonar,
sem annast hefur útflutning á
hrossum til Evrópulanda, hafa á
þessu ári verið seld úr landi um 500
hross fyrir rúmlega 40 milljónir
króna, og sagðist hann áætla að
um helmingur þeirra hefði farið til
landa innan Evrópubandalagsins.
Hann sagði að hrossaútflytjendum
hefði ekki borist nein tilkynning frá
landbúnaðarráðuneytinu um bann
við útflutningi, og í síðustu viku
hefðu rúmlega 20 hross verið send
með skipi til Þýskalands, en þau
hafí komið til Hamborgar á mánu-
daginn. Hann sagði engar athuga-
semdir hafa borist í því sambandi,
og því væri raunverulega ekki ljóst
hvort banninu yrði framfylgt varð-
andi reiðhesta.
Sigurbjöm Bárðarson tamninga-
maður sagði að næði bannið fram
að ganga varðandi reiðhesta væri
fyrirsjáanleg mikil offramleiðsla á
hestum hérlendis, og sala á hrossum
myndi því því væntanlega stöðvast
hjá bændum. Þá sagði hann að ef
ekki fengist undanþága fyrir út-
flutning væri ljóst að landslið Is-
lands gæti ekki flutt með sér hesta
héðan til að taka þátt í Evrópumóti
íslenskra hesta, sem fram fer í
Danmörku í ágúst, en úrtökumót
fyrir Evrópumótið fer fram hér á
landi í byijun júlí.
Háskóli íslands:
Stúdentar vilja
próf í desember
MIKILL meirihluti stúdenta við Háskóla íslands vill flytja haustmiss-
erispróf frá janúar og fram í desember, ef marka má niðurstöður
skoðanakönnunar, sem Stúdentaráð framkvæmdi í vor. 82,3% þeirra
sem afstöðu tóku lýstu sig fylgjandi slíkri breytingu en 17,7% voru
henni andvígir. Könnunin fór fram um leið og endurskráning í
skólann ogtók 1.831 stúdentþátt í henni, eðaum 86% endurskráðra.
Þátttakendur voru spurðir, hvort
þeir vijdu flytja próf haustmisseris
frá jaiiúar og fram-í desember. Já
sögðu* 1.412, eða rúm 77%, nei
sögðu 304, eða um 16% og 117
tóku ekki afstöðu, eða rúm 6%. Ef
aðeins er litið til þeirra sem afstöðu
tóku voru 82,3% fylgjandi breyting-
unni, en 17,7% andvígir henni.
Ef litið er á niðurstöður könnun-
arinnar miðað við einstakar deildir
Háskólans, þá kemur í ljós, að
áhuginn á breytingunni er mestur
í læknadeild, þar sem 91,3% þeirra
sem afstöðu tóku kváðust henni
fylgjandi, og í viðskipta- og hag-
fræðideild, þar sem það hlutfall var
um 88%. Minnstur reyndist áhuginn
vera hjá stúdentum í raunvísinda-
deild, þar sem 72% vildu flytja próf-
in fram í janúar og í guðfræðideild,
þar sem 74% lýstu sig fylgjandi
breytingunni.
Jónas Fr. Jónsson, formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að niðurstöður könnunarinnar væru
ótvíræð vísbending um vilja stúd-
enta; úrtakið hefði verið stórt og
jafnvel í þeim deildum, þar sem
áhuginn á þessari breytingu hefði
verið minnstur, hefðu þrír af hveij-
um flórum lýst sig henni fylgjandi.
Jónas sagði að þessu máli yrði fylgt
eftir á vettvangi menntamálanefnd-
ar Stúdentaráðs auk þess sem nið-
urstöður könnunarinnar yrðu
kynntar í háskólaráði.
Háskólahátíð á laugardag:
Jóhannes Nordal
heiðursdoktor við HI
Háskólahátíð verður haldin í
Háskólabíói laugardaginn 24.
júní nk. kl. 14. Þar verður lýst
kjöri heiðursdoktors jafhframt
því sem kandídatar verða braut-
skráðir. ,
Athöfnin hefst með því að Guðný
Guðmundsdóttir fíðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari leika
Duo eftir Jón Nordal. Prófessor dr.
Ráðherrar heim-
sækja Grænland
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra og kona hans
eru nú stödd á Grænlandi í boði
heimstjórnarinnar þar. v Þar
munu þau taka þátt í hátíðahöld-
um vegna 10 ára afmælis heima-
sljórnarinnar.
í för með forsætisráðherra eru
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra,
Steingrímur Sigfússon landbúnað-
arráðherra og konur þeirra, Páll
Pétursson fulltrúi Norðurlandaráðs
og Jón Sveinsson aðstoðarmaður
forsætisráðherra.
Þorvaldur Gylfason, deildarforseti
viðskipta- og hagfræðideildar, lýsir
heiðursdoktorskjöri dr. Jóhannesar
Nordals, bankastjóra. Háskólarekt-
or, dr. Sigmundur Guðbjarnason,
ræðir málefni Háskólans og ávarpar
síðan kandídata. Deildarforsetar
afhenda kandídötum prófskírteini.
Að lokum syngur Háskólakórinn
nokkur lög undir stjórn Áma Harð-
arsonar.
Að þessu sinni verða brautskráð-
ir 363 kandídatar og skiptast þeir
þannig:
Embættispróf í guðfræði 1, emb-
ættispróf í læknisfræði 39, kandíd-
atspróf í lyfjafræði 9, BS-próf í
hjúkrunarfræði 38, BS-próf í
sjúkraþjálfun 11, embættispróf í
lögfræði 39, kandídatspróf í
íslenskri málfræði 1, kandídatspróf
í íslenskum bókmenntum 3, próf í
íslensku fyrir erlenda stúdenta 4,
BA-próf í heimspekideild 31, loka-
próf í byggingarverkfræði 12, loka-
próf í rafmagnsverkfræði 17,
kandídatspróf í viðskiptafræðum
69, kandídatspróf í tannlækningum
8, BA-próf í félagsvísindadeild 26,
BS-próf í raunvísindadeild 50.
I
\