Morgunblaðið - 22.06.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 22.06.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989 15 Guðsþjónusta að Hólum í Hjaltadal: Verður útvarpað um öll Norðurlönd SIÐASTLIÐINN sunnudag var hljóðrituð guðsþjónusta á Hólum í Hjaltadal, sem útvarpað verður á öllum Norðurlöndunum. Predik- ari í guðsþjónustunni var Guðrún Asmundsdóttir leikkona, en þetta, mun vera í fyrsta skipti sem koná predikar við slíka guðsþjónustu, og einnig í fyrsta sinn sem leik- maður stígur í stólinn við þetta tækifæri. Altarisþjónustu annaðist séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, en karlakórinn Heimir og kirkjukór Hóladóm- kirkju sungu. Guðsþjónustunni verður útvarpað hér á iandi 23. júlí næstkomandi, en guðsþjónusta af þessu tagi er haldin árlega á Norðurlöndunum til skiptis. Síðast var hún haldin hér á landi í Skálholti, en þá predikaði séra Sigur- björn Einarsson biskup, sem einnig annaðist altarisþjónustu. í tengslum við hljóðritun guðs- þjónustunnar að Hólum var haldinn fundur þeirra starfsmanna útvarps- stöðvanna á Norðurlöndum sem hafa umsjón með trúarlegu efni, en þeir hittast jafnan árlega af þessu tilefni og ræða skipulagsmál. Morgunblaðið/Rúnar Þór Að lokinni hljóðritun guðsþjónustunnar í Hóladómkirkju. Talið frá vinstri: Frank Tangen frá norska útvarpinu, sr. Bernharður Guðmundsson, Evan Th. Westergaard frá danska útvarpinu, Gun Lundell frá sænskudeild finnska útvarpsins, sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, Viena Inkeri Lounela frá finnska útvarpinu, frú Aðalbjörg Halldórsdóttir vígslubiskupsfrú, Kari Saastad frá norska útvarpinu, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Ingeborg Gayer Fosman dagskrárstjóri finnska útvarpsins, Rögn- valdur Valbergsson organleikari, Jan Erik Andelin frá finnska útvarpinu, Birna Friðriksdóttir, Claes Hollander frá sænska útvarpinu og Stefan Cederlöf frá sænska útvarpinu. Þrír hval- ir veiddir ÞRIR hvalið höfðu veiðzt um miðjan dag í gær. Sá fyrst barst að landi á þriðjudagsmorgun, en hinir tveir veiddust í gærmorg- un. Hvalur 8 kom með fyrstu lang- reyðina á þessari vertíð að hvalstöð- inni í Hvalfirði á þriðjudagsmorgun um klukkan 8. Hvalurinn var skor- inn fyrir hádegi. Milli klukkan 10 og 11 í gærmorgun náðu bátarnir hvor sínum hvalnum og dokuðu síðan fram eftir degi í leit að fleir- um. Bræla var þá á miðunum og búizt var við því að bátarnir héldu inn með hvalina. Um sólarhringur má líða frá því hvalur er skotinn og þar til hann þarf að vera kominn til vinnslu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að útlit væri fyrir stutta vertíð og rólegt sumar. „Við megum aðeins taka 68 langreyðar og þykir ekki mikið. Á'árum áður var þetta góð sumarveiði á hvern bát, en þeir hafa stundum farið yfir 70 hvali hver á sumri,“ sagði Kristján. Tónleikar í Norræna húsinu Á sunnudag 25. júní klukkan 20.30 verða tónleiar í Norr- æna húsinu. Örn Magnússon leikur á píanó toccötu í fís og enska svítu í a eftir J.S. Bach og sónötur ópus 26 og 109 eftir Ludwig van Beethoven. Örn Magnússon lauk burt- fararprófí frá Tónlistarskóla Akureyrar vorið 1979. Hann stundaði framhaldsnám í píanó- leik í Manchester, Berlín og London á árunum 1980-1986. Örn hefur haldið fjölda tónleika í Reykjavík og út um lands- byggðina jafnframt því að stunda kennslu við Tónlistar- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar í Reykjavík. Embætti þriggja héraðsdýra- lækna auglýst LANDBÚNAÐARRÁÐUNEY- TIÐ hefúr auglýst laus til um- sóknar embætti hérðasdýra- lækna í Gullbringu- og Kjósar- sýsluumdæmi, Strandaumdæmi og Norðausturlandsumdæmi. Embætti héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi veitist frá 1. ágúst næstkomandi, og er umsóknarfrestur til 10. júlí. Embætti héraðsdýralæknis í Strandaumdæmi veitist frá 1. sept- ember næstkomandi, og er umsókn- arfrestur til 1. ágúst. Embætti hér- aðsdýralæknis í Norðausturlands- umdæmi er laust nú þegar. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.