Morgunblaðið - 22.06.1989, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
Við eignm okkur draum
Hugleiðing í tilefiii „Drekans’89“, atvinnusýningar á Egilsstöðum 23.júní
Mynd af landvætti er merki sýningarinnar.
eftir Erling Garðar
Jónasson
Hvílíkt heimskunnar vald, þegar vinnufús
þjóð
kringum verkefnin iðjulaus snýst,
meðan skorturinn vex eins og friðvana flóð,
og hans feigð inn í sálimar brýzt!
Hvílíkt heimskunnar vald ræður vilja þess
manns,
sem knýr veikari bróður á hjam,
og sem gína vill einn yfír auði síns lands,
- hann er ekki minn sonur, mitt bam!
Skáldinu úr Kötlum er mikið niðri
fyrir, enda ekki að undra. Skipting
lífsgæða sem þegnamir skapa í
sveita síns andliti úr moldinni, úr
sjónum af hugviti og lífsorku, hefur
verið og er ranglát og verður vafa-
laust enn um tíma. Ekki einungis
milli þjóðfélagsþegna heldur einnig
á milli þjóða og þjóðarbrota.
Hér á landi ríkir sérstæð mis-
skipting — höfuðborgin er orðin
slíkur baggi á landsbyggðinni að
hún notar tvær af hveijum þremur
krónum sem þjóðarframleiðslan
skapar í steinsteyptar menningar-
hallir. Sjúkrahúsarekstur sem fyrir
miljóna þjóðir, marga háskóla og
síðast og síst bankahallir til að
geyma þessa einu krónu sem eftir
er.
Höfuðborgin er þannig að „knýja
veikari bróður á hjam“ - lands-
byggðinni blæðir og baráttan er
hörð og miskunnarlaus að ná til
nokkurra aura af geymdri krónu í
bankamusterum höfúðborgarinnar
með hrikalegum geymslukostnaði.
Ýmsir hafa kallað eftir þjóðar-
sátt og bera ugg í brjósti vegna
þessa.
Sátt milli byggða er ekki á næsta
leiti — hver einasti landsbyggðar-
maður hvort sem er bóndi, sjómað-
ur, verkamaður eða útgerðarmaður
hefur ekki tíma eða orku til sátta-
leitar. Hann og hún spyija nú
hvemig mun takast að hindra hrun
framleiðslufyrirtækja við sjávar-
ströndina. Hvemig er hægt að
koma í veg fyrir gjaldþrot bænda
og heimila? Eða er það kannski
stefna stjómvalda nú, sem skáldið
úr Kötlum segir annars staðar:
Það er eins og heitir heimar
hlæi í fyrsta sinn.
Nú er Island önnum kafið
- einkum fógetinn.
Síðastur allra geri ég mér upp
reiði til náungans — síðastur allra
verð ég svartsýni að bráð, um vel-
ferð náunga minna, ég þekki kraft
að orku þeirra og ég veit að þeir
em fullkomlega færir um að bjóða
náttúruöflum byrginn.
En þegar móðuharðindi verða af
mannavöldum er sem rýting sé
stungið í bak og viðbrögðin verða
eftir því.
Viðbrögð mín em þau sem Jó-
hannes úr Kötlum segir að lokum
í kvæðinu „Þegar landið fær mál.“
Og nú flyt ég til þín þessi alvöruoið,
sem mitt ættarland hvíslaði að mér.
Ekki einungis bindur ösk þess við borð,
- lífið allt krefst hins sama af þér.
Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún?
Hvað er hann?
Sama hönd, sama önd, sama blóð.
- Að slá slqaldboig um réttlætið,
maður við mann,
það er menningin, íslenzka þjóð!
Hugleiðing mín, sem lýst er með
undan skrifuðum málsgreinum, er
síst af öllu ættuð frá hinu hefð-
bundna svartnættisþmgli sem við
næmmst svo vel á, að stórskaðað
hefur landsbyggðina. Hún er ættuð
frá skrifum þáttahöfundar
Reykjavíkurbréfa Morgunblaðsins
ll.júní sl.
Eg ber mikla virðingu fyrir Morg-
unblaðinu, sem vandaðasta blaði
landsmanna og ég les ritstjómar-
og Reykjavíkurgreinar þeirra með
athygli og hef gagn og ánægju af.
Það er ekki nóg með að Morgun-
blaðið sé vant að virðingu sinni í
tæknilegum skilningi, heldur og em
greinar ritstjóra þess vandaðar og
mótaðar af mikilli víðsýni og rétt-
lætiskennd. Skoðanir ritstjórans og
mínar em þrátt fyrir þetta oft ólík-
ar í hita daglegra mála og í lífsskoð-
un.
Athyglisverðar ályktanir ritstjór-
anna undanfarið um frjálsa vöm-
flutninga til landsins, um fijálsar
tryggingar og um innflutning land-
búnaðarafurða, hafa skapað miklar
umræður og jafnvel orðið til þess
að skoðanabræður blaðsins hafa
endurskoðað viðhorf sitt til þess.
Þetta kallast kjarkur í minni
sveit.
Lykilþátturinn í ofangreindu
Reykjavíkurbréfí er sú ályktun höf-
undar, sem hægt er að lesa beint
úr texta, að skammtímasjónarmið
ráði gangi atvinnumála á lands-
byggðinni og að stuðningur við
umbætur í sjávarútvegi muni fyrst
og fremst koma frá kjósendum á
höfuðborgarsvæðinu.
Framsetning slíkra skoðana sýnir
landsbyggðarmönnum það svart á
hvítu að það er ekki þjóðarsáttar-
tónn í röðum atvinnurekenda á höf-
uðborgarsvæðinu eða hjá Morgun-
blaðinu um þessar mundir. Víst er
að vandinn er mikill og staðreyndin
er að vandinn er af mannavöldum,
en sökudólgamir em ekki þingmenn
landsbyggðarinnar eða skammsýnir
Iqósendur á landsbyggðinni.
Sökudólgarnir era heimilisfastir
á höfuðborgarsvæðinu, þar geisaði
fjárfestingaæðið, þar búa höfundar
fastgengisstefnu og fijálsra vaxta
og þar búa þeir sem vilja bara
smyija eitt tannhjól i efiiahagsvél-
inni, peninganna.
Mönnum um allt land er það ljóst
að allir þjóðfélagsþegnar verða nú
að borga fjárfestingafylliríið á höf-
uðborgarsvæðinu og sjálfsagt er
útilokað að viðhalda jákvæðum
raunvöxtum vegna afleiðinga þeirra
„Lykilþátturinn í ofan-
greindu Reykjavíkur-
bréfi er sú ályktun höf-
undar, sem hægt er að
lesa beint úr texta, að
skammtímasjónarmið
ráði gangi atvinnumála
á landsbyggðinni og að
stuðningur við umbæt-
ur í sjávarútvegi muni
fyrst og fremst koma
frá kjósendum á höfiið-
borgarsvæðinu.
Framsetning slíkra
skoðana sýnir lands-
byggðarmönnum það
svart á hvítu að það er
ekki þjóðarsáttartónn í
röðum atvinnurekenda
á höfuðborgarsvæðinu
eða hjá Morgunblaðinu
um þessar mundir.“
í rekstri stórfyrirtælqa á Reykjavík-
ursvæðinu.
Rétt er hjá höfundi bréfsins að
samstaða væri afar kærkomin og
þægilegt verkfæri til að leysa þessi
mál, en hvemig í ósköpunum ætlar
blaðið að ná samstöðu við menn á
friðsamlegan hátt, með því að taka
frá þeim lifibrauðið.
Hér á Austurlandi fysir okkur
að vita hvar offjárfesting hefur
verið í fiskvinnslustöðvum eða út-
gerð undanfarin tíu ár eða svo. Við
þekkjum það ekki hér og eram orðn-
ir leiðir á þeim frasa frá höfuð-
borgarsvæðinu að fjárfestingar á
landsbyggðinni séu ástæða vandans
í efnahagsmálum og spyijum: Hvort
kom á undan, hænan eða eggið?
Nei, skyldi það ekki verða eins
og Jóhannes segir annars staðar í
sama kvæði:
Þannig mælti mitt land. - Og ég reis upp
úr rúst
þeirrar ráðlausu borgar, er féll.
Og hin dagelska sól skein á dauðblakka þúst
og brá dýrðlegum roða yfir fell.
Og ég gekk upp á hæðina hljóður og sæll,
- mér var hoifin öll iðrun og sorg,
og sem herra míns lífs, en ei hégómans
þræil,
lagði ég homstein að annarri borg.
Atvinnusýningin
„Drekinn ’89“
í ljósi þeirra tíma og þeirra við-
horfa sem áður er lýst, er það meira
en tilviljun að undirbúningsnefndin
velur landvætt Austurlands sem
heiti kærkominnar sýningar.
Það hlýtur að liggja að baki frels-
isþrá frá oki miðstjómarvalds höf-
uðborgarsvæðisins sem er orðin
eins og tröllvaxið höfuð í dvergbúki
þjóðarinnar.
Þann 25. maí 1985 hófst iðnsýn-
ing Austurlands á Egilsstöðum og
þann 23. maí birti ég í Morgun-
blaðinu hugleiðingu í tilefni þeirrar
sýningar undir sama nafni og nú,
„Við eigum okkur draum“. Þar
sagði m.a.:
„17. júní er í meðvitund allra
Islendinga frelsisbaráttudagur
þjóðarinnar — þann dag minnumst
við Jóns Sigurðssonar með virðingu
og þökk.
Frelsisbarátta hans er hvatning
til hvers íslendings, að færast aldr-
ei undan þeirri ábyrgð og þeim
skyldum sem fengið sjálfstæði set-
ur.
Ábyrgðin er meðal annars fólgin
í því að vera sér þess að öllu Ieyti
meðvitandi að frelsisbaráttu lítillar
þjóðar lýkur aldrei. Við íslendingar
höfum byggt land okkar og atvinn-
ulíf af mikilli bjartsýni og raunsæi.
Við höfum flust á undraskömm-
um tíma úr kyrrstöðuþjóðfélagi inn
í hraðfara heim tækni og visinda.
Grandvöllur þessarar byltingar er
að hugur og hönd hvers íslendings
hefur seilst bæði til hæðar og dýpt-
ar.
Sú þjóð sem ekki býr við' frelsi
til hugsana og tjáningar er ekki
fijáls þjóð. Sú þjóð sem ekki býr
við flárhagslegt jafnrétti þegnanna
Frá fiskvinnslu á Austurlandi.
Erling Garðar Jónasson
er ekki fijáls — á þessum vettvangi
megum við íslendingar vissulega
gæta okkar nú.
Frelsisbarátta okkar landsbyggð-
armanna hlýtur því í næstu framtíð
— meðal annars — að vera sú að
vekja okkur sjálf af þeim dvala sem
háð hefur hreyfingu í átt að raun-
veralegu jafnrétti allra þegna þjóð-
félagsins.
I öllum landshlutum er það stað-
reynd — að framkvæmdahugur og
bjartsýni er að efiast og aukast —
þetta er engin blekking — enginn
óraunsær draumur — þetta er ekk-
ert síldarævintýri — þetta er raun-
sæi þess fólks sem vill byggja land
sitt allt og nýta gæði þess til sjávar
og sveita. Þetta er staðreynd þrátt
fyrir tímabundna erfiðleika í
íslenskum efnahagsmálum.
Þetta er arðurinn af vinnu þess
fólks sem byggt hefur líf sitt á
óstöðugri afkomu — en hefur nú
undirstöðu til að byggja framtíð
sína á.
Þetta er gróandi þjóðlíf.
Við Austfírðingar glímum við
sömu vandamál og fólk í öðram
dreifðum byggðum — þó þessi
vandamál séu á margan hátt aug-
ljósari hér en víðast annars staðar
— fjórðungurinn er stór og byggð-
imar dreifðar.
Við ætlum ekki okkur né öðrum
landsbyggðarmönnum það óraun-
sæi að félagsleg þjónusta nái þeim
gæðum sem í höfuðborg okkar. Við
ætlum heldur ekki að atvinnutæki-
færi verði hér jafn ijöl- skrúðug og
í höfuðborg okkar, en við viljum
nálgast þessa stöðu eins og okkur
er frekast unnt — með kyrrstöðu
og ábyrgðarleysi tekst það ekki.
Austfirðingar krefjast ekki
bættrar stöðu á kostnað annarra
íbúa þessa lands — því þar með
væri skapað óraunhæft ástand fyrir
landshlutana. Ástand sem ekki.
byggir á náttúragæðum landshlut-
ans — þekkingu og getu.fólksins í
landshlutanum er óraunhæft
ástand. Fremsta krafa Austfirðinga
— er — að auka hag sinn — efla
menningarlega viðleitni sína —
skapa börnum sínum þau skilyrði
til hugar og handar að sambærilegt
sé við það besta í þessu landi.
Það er þetta sem við viljum og
það er fyrir þetta sem við heyjurr.
okkar frelsisbaráttu.
En umfram allt viljum við vera
íslendingar og taka þátt í íslenskri
sjálfstæðisbaráttu — baráttunni
sem aldrei lýkur. Við viljum taka
þátt í að bijóta hveija þá ógnaröldu
er á þjóð okkar kann að skella —
eins og harðar bergnasir okkar
sæbröttu austfírsku strandar bijóta
þungar og svalar öldur Atlants-
hafsins."
Framtak þeirra sem að atvinnu-
sýningunni standa verður seint full-
þakkað, sérstaklega með það í huga
að atvinnufyrirtækin á Austurlandi
og landbúnaður búa nú við skilyrði
sem fæsta þeirra hafði dreymt um
að sköpuðust í góðæri.
Framtakið ber vott um hugrekki
þeirra og þor að fást við vandann
og mun auka bjartsýni og baráttu-
þrek íbúa landshlutans og er bjart
og boðunarríkt andsvar við svart-
sýnisboðskap fjölmiðla og musteris-
riddara helreiðarinnar á Reykjavík-
ursvæðinu.
Á „Drekanum ’89“ sýna milli 60
og 70 austfirsk fyrirtæki mátt sinn
og megin.