Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JUNI 1989
17.
Iðnsýningarnar 1977 og 1985
vöktu undrun og aðdáun íbúa iands-
hlutans á hvað iðnaðarmenn og iðja
á Austurlandi gátu framleitt og
boðið í þjónustu. í þetta sinn eru
allar atvinnugreinar til staðar á
einni sýningu undir forystu At-
vinnuþróunarfélags Austurlands og
átaksverkefnisins á Egilsstöðum og
Seyðisfirði.
Atvinnugreinarnar
Sjávarútvegur og fiskvinnsla
ásamt landbúnaði eru undirstöðu-
greinar í atvinnu Austfirðinga.
Við alla strandlengjuna, frá sönd-
um í suðri að Langanesi í norðri,
eru blómlegar byggðir, þar sem
dugmiklir einstaklingar og félög
reka myndarleg og öflug fyrirtæki
í sjávarútvegi. Fiskeidisstöðvar eru
víða að hasla sér völl í flörðum og
víkum. Og í skjóli ofangreindra
framleiðslugreina þrífst blómlegur
þjónustuiðnaður með iðnaðarmenn
að störfum á heimsmælikvarða í
fagþekkingu og handverki.
Verslun og verslunarþjónusta er
til staðar með framsýnu starfsfólki
sem þekkir sinn markað og þjón-
ustuskyldu.
Landbúnaðurinn í umhverfinu, í
íjörðum og héruðum, framleiðir
heilnæma matvöru og skirskotar til
uppnma fólksins í öðrum atvinnu-
greinum og þess sem íslensk þjóð
hefur fram yfir aðrar, þekkingu á
Blomberq
vaskar í
stáli og hvítu.
15gerðir.
Hagstætt verð.
Góð greiðslukjör.
__________sél_
Einar Farestveit&Co.hf.
BORQARTÚNI28, SÍMi 16995.
Lalð 4 stoppar vlA dymar
Success
GUARANTEHD ^
FERFECriN IfSf^P
8 MINUTES
Framandi og ógleymanlegur
hrísgrjónaréttur. Löng
hrísgrjón blönduð með ses-
am, möndlum og núðlum og
kryddað á afar sérstæðan
hátt. Svo sannarlega öðruvísi
kjúktingaréttur.
Fyrir 4 - suóutími 8 mín.
Heildsölubirgðin
KARL K. KARLSSON&CO.
Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32
náttúruöflun og ávöxtun moldar í
brauði og menningu.
í „Drekanum ’89“ fögnum við,
með þessum atvinnugreinum, unn-
um sigrum og fylkjum liði, allir sem
einn, til að standa vörð um atvinnu-
greinarnar og renna enn frekari
stoðum undir tilvist þeirra og
framtíð.
Höfuðmarkmið okkar íslendinga
er að tryggja að allar vinnandi
hendur geti fengið vinnu við sitt
hæfi.
Eina færa leiðin til að ná þessu
markmiði og búa við þá stöðu, er
að stórauka úrvinnslu hráefna bæði
frá landbúnaði og sjávarútvegi.
Já, nú þegar er þessi bylting
hafin. Stóraukin ijölbreytni er i út-
flutningi sjávarfanga og markaðs-
svæðið hefur stækkað ‘ mikið nú á
síðustu árum og enn er svigrúm
óendanlegt.
Það er þrátt fyrir allt bjart yfir
börnum þessa lands.
Atvinnuþróun
Nýting vísindalegrar þekkingar
og samheldni landsmanna eru horn-
steinar þeirrar atvinnuþróunar sem
nauðsynleg er — þessa steina verða
stjórnmálamenn að festa í þjóð-
félagsbyggingunni og skapa bjart-
sýni og raunsæi í stað stöðugrar
svartsýni sem dregur mátt úr lands-
mönnum.
Það verður að vera til hvati til
að efla menn til átaka — sá hvati
felst auðvitað í því frumkvæði sem
á að vera til staðar hjá löggjafar-
og framkvæmdavaldi þjóðarinnar —
þeirra er að skapa skilyrði fyrir því
að hver einstaklingur geti virkjað
hug sinn og hönd til jákvæðrar
þátttöku í uppbyggingu þjóðfélags-
ins.
Leikreglur settar í lögum verða
að vera réttlátar og mótaðar af
víðsýni og skilningi á grundvallarat-
riðum mannlífs í þessu landi.
Nýjar atvinnugreinar eru fólgnar
i nýtingu auðlinda sem þjóðin á og
eru vannýttar eða ónýttar með öllu
— stóriðjan svokallaða er af þessum
meiði.
Efnaiðnaður í stórum stíl er
mögulegur á íslandi í framtíðinni —
jafnvel iðnaður sem alfarið vinnur
úr íslenskum hráefnum í formi orku
og fastra efna.
Til að fórnarkostnaður í þróun
nýrra greina verði ekki of hár þarf
að stórauka vísindalega rannsókn-
arstarfsemi — alltof litlum hluta
þjóðartekna hefur verið varið til
siíkra starfa ef miðað er við önnur
lönd.
Það er einnig bjart yfír Austur-
landi í þessum efnum. Landshlutinn
býr yfir stærsta hluta óbeislaðrar
vatnsorku landsins. Dýrmæt hrá-
efni, gabbróið, er inniheldur títan —
króm og járn ásamt öðrum málm-
söltum er til staðar í landshlutanum.
Margir aðrir kostir efnaiðnaðar
eru til staðar.
Austurland er ekki bara vatns-
orkusvæði, háhitasvæði eru í
Kverkfjöllum og víðar í vestur-
mörkum landshlutans. Með slíka
auðlegð og náttúrugæði, ásamt með
auðlindum til sjávar og sveita og í
steinefnum og málmsöltum þurfa
Austfirðingar engu að kvíða í
framtíðinni.
Nálægð Austurlands við megin-
land Evrópu og breyttar áherslur í
samskiptum Evrópuþjóða gera
Austurlandið enn mikilvægara en
áður og skerfur þess mun sífellt
stækka til sameiginlegra þarfa
íslenskrar þjóðar.
En meginatriði nú er að efla
manninn í samfélagi byggða á
Austurlandi, í mótstöðu gegn svart-
nættisrugli því sem heltekið hefur
málefnalega umræðu á íslandi og
hefja þess í stað málefna- lega
umræðu um heiðarlegar leikreglur
vegna skiptingar þeirrar auðlegðar
sem íslensk þjóð vissulega á, í mold-
inni, í sjónum og orkú fallvatna.
Það er okkar draumur.
Atvinnusýningin „Drekinn ’89“
sem hefst 23.júní nk. er hluti af
slíkri umræðu og þar taka menn
undir með skáldinu, Jóhannesi úr
Kötlum; sem talar í nafni landsins.
Æ, hví sérðu ei, mitt bam, það hið sígilda
pund,
er ég sál þinni í vögguna gaf:
Þennan öfluga foss, þessa ilmandi grund,
þetta auðuga, ljósbláa haf?
Em ei gæði mín nóg, ef þér giftan er léð
til að greina þau, skipta þeim rétt?
V íst er saklaust mitt blóð, og þó sit ég hér
með
þessa synd: hina kúguðu stétt.
Höfundur er rafveitustjóri á
Austurlandi.
Fagurt umhverfi bætir mannlífið!
HÚSA
SMIOJAN
Búsáhaldadagar: Afsláttur
af búsáhöldum þessa viku.
SKÚTUVOGI 16 SÍMI 6877 00
Efni, áhöld og góðar hugmyndir.
•tíiiisn
5 .#
i.íli t-r