Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 19

Morgunblaðið - 22.06.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989 19 Alþjóðleg samkeppni arkitekta: Ein verðlaunatillaga frá íslandi TILLAGA Guðmundar Jónssonar arkltekts, er ein af sextán, sem valin hefur verið á sýningu í New York á hugmyndum, sem bárust í alþjóðlega samkeppni um hugsanleg tengsl austurs og vesturs við Diomede eyjarnar í Beringssundi milli Sovétríkjanna og Alaska. Það eru félög bandarískra og sovéskra arkitekta, sem standa að þessari samkeppni og bárust rúmlega 4.000 hugmyndir frá 1.290 arkitektum í 28 löndnum. „Þessi alþjóðlega hugmyndasam- keppni snérist um tvær eyjar í Ber- ingsundi í Norður íshafi, önnur eyjan er sovésk en hin bandarísk og skilja 2 km J)jóðirnar að,“ sagði Guðmundur. „I sundinu milli eyj- anna liggur alþjóðlega tímalínan, sem skilur milli daga. Það er því sama klukkustundin á báðum eyj- unum en mánudagur á vestari eyj- unni og þriðjudagur á þeirri aust- ari. Beðið var um hugmyndir á breiðum grundvelli er gætu orðið innlegg í umræðuna um aukin sam- skipti austurs og vesturs. Átti hug- myndin um leið að tengja eyjarnar og vekja menn til umhugsunar um tímann. Engin forsögn var í þessari samkeppni og mátti . senda inn hvaða hugmynd sem var er tengdi arkitektúr við bætt samskipti þess- ara þjóða.“ Sjö dómarar völdu 80 tillögur hver af þeim 4.000, sem bárust og síðan valdi hver dómari milli tíu og tuttugu er honum þótti áhugaverð- astar. Ekki voru veitt verðlaun fyr- ir hugmyndirnar sem þóttu athygl- isverðastar en þær munu verða sýndar á sýningum víða um heim og fer sýningin sem nú stendur yfir í New York væntanlega til Moskvu og Leníngrad. „Þetta er í fyrsta sinn sem arki- tektar leggja eitthvað til málanna í samskiptum austurs og vesturs,“ sagði Guðmundur. Á sovésku eyj- unni er veðurathugungarstöð en enginn býr sem stendur á þeirri bandarísku. í tillögu Guðmundar er sameining eyjanna og um leið austurs og vesturs táknuð með brú milli eyjanna og snýst sá hluti henn- ar ser sker daglínuna á milli eyj- anna, eins og vísir á klukku. Á sjón- um umhverfis eyjarnar eru leysi- geislar, sem lýsa upp himininn á klukkustundar frestir þegar brúa- rendarnir beinast að þeim, blátt ljós við bandarísku eyjuna en rautt við þá sovésku. „Þannig er hægt að fylgjast með hvað klukkan er, en þegar klukkan er tólf á hádegi og á miðnætti er ljós á öllum kösturun- um,“ sagði Guðmundur. „Með því að láta brúna snúast minnir hún á að tíminn er afgerandi í samskipt- um þjóðanna. Það er einungis tvisv- ar á sólarhring, klukkan sex að kvöldi og sex að morgni, sem ey- jamar tengjast." Leikhópurinn Perlan: Sýndi fyrir fiillu húsi í Kennedy Center FYRIR skömmu var haldin alþjóðleg listahátíð fatlaðra í Washing- ton DC. Leikhópurinn Perlan tók þátt í þessari hátíð en yfir 1000 manns frá 50 þjóðlöndum og 50 fylkjum Bandaríkjanna voru þátttak- endur í hátíðinni. Pétur Johnson, blaðafulltrúi Perl- unnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að leikhópurinn hefði sýnt leikatriðin Sólina og vindinn og Síðasta blómið þann 17. júní sl. í Kennedy Center, fyrir troðfullu húsi. Sagði Pétur, að Perlan hefði fengið frábærar viðtökur og áhorf- endur hefðu risið úr sætum sínum. Perlufélagar voru gestir forseta- hjónanna í Hvíta húsinu og í mót- töku hjá íslenzku sendiherrahjón- unum í Washington. Þeir kynntust fólki frá flestum þjóðlöndum heims og listsköpun þeirra. í skeyti, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá leikhópnum segir, að dvölin í Was- hington hafi í alla staði verið gagn- leg og skemmtileg og að Perlufé- lagar sendi beztu kveðjur heim. Lokiðvið hring’veg á Vestflörðum TILBOÐ hafa verið opnuð hjá Vegagerð ríkisins í nýbyggingu vegar við Langadalsá í IsaQarðar- djúpi. Með þeim vegi, sem á að vera tilbúinn næsta sumar, lýkur hringtengingu úr Steingrímsfirði í ísaflarðardjúp. Sex tilboð bárust í verkið, en veg- urinn verður 2,3 kílómetra langur. Lægsta tilboðið var frá Karli Þ. Bjömssyni á Hoimavík, 6,3 milljónir, en kostnaðaráætlun var upp á tæpar 10,3 milljónir. Tilboð H. Samúelsson- ar sf., Reykjanesi, var einnig undir kostnaðaráætlun eða rúmar 8 millj- ónir. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 17,5 milljónir króna. Einnig hafa verið opnuð tilboð í endurbyggingu og lagfæringu á Skagafjarðarvcgi, frá Varmalæk að Mælifellsá. Fj'ögur tilboð bárust og var lægsta tilboðið frá Vélum og krafti hf., rúmar 4 milljónir en kostn- aðaráætlun var rúmar 6 milljónir. Tvö önnur tilboð voru undir kostnað- aráætlun, frá Króksverki hf. og Firði sf. Sólveig Eyjólfsdóttir og Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, við brjóstmynd Ríkharðar Jónssonar af Eysteini. Verslunarafrnæli Djúpavogs: Brjóstmynd af Eysteini Jóns- syni afhjúpuð Djúpavogi. 400 ára afmæli Djúpavogs, sem verslunarstaðar.var haldið hátíð legt dagana 17. til 20. júní sl. Lokadag hátiðarhaldanna heim- sótti frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Djúpavog. í til- efni afmælisins var afhjúpuð brjóstmynd af Eysteini Jónssyni, fyrrverandi ráðherra. Frú Sólveig Eyjólfsdóttir, eigin- kona Eysteins Jónssonar, fyrrver- andi ráðherra frá Hrauni á Djúpa- vogi, afhjúpaði bijóstmynd af eig- inmanni sínum. Styttu þesa gerði Ríkharður Jonsson myndhöggv- ari. Þá var opnuð sýning í grunnskól anum á listaverkum bræðranna Finns Jónssonar listmálara og Ríkharðar Jónssonar myndhöggv- ara, auk sýningar á ýmsum mynd- verkum heimamanna, gömlum munum og náttúrugripum. Sýn- ingin verður opin til mánaðamóta. Tveir kórar heimamanna sungu á hátíðinni og auk þess fengum við góða gesti sem flutttu tónlist og fleira efni. Fjöldi gesta heim- sótti Djúpavog alla hátíðardag- ana. Flest gesta var á þriðjudag um þúsund manns. Ingimar Afiiotagjöld RÚV: Munur á fastagjöldum og mánaðarlegri áskrift - segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri „Fastagjöld af opinbeiTÍ þjónustu eru annars eðlis en mánaðarleg áski-iftargjöld,“ sagði Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, er hann var spurður álits á því að ekki er hægt að segja upp afhotagjjöldum RÚV skemur en í 3 mánuði. „Þótt gjalddögum afnotagjalda RUV hafi verið fjölgað í 12 á ári fólki til hægðarauka þýðir það aðeins að fasta- gjaldinu hefiir verið dreift á fleiri gjalddaga en áður, auk þess leyfa Qárlög stofnunarinnar sem Alþingi setur engan afslátt" sagði Markús Orn. Útvarpsstjóri sagði rekstur Ríkisútvarpsins byggja á útvarpslög- um og samkvæmt reglugerð sem Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamaálaráðherra, hefði gefið út árið 1986 væri lækkun afnota- gjalda ríkisútvarpsins því aðeins veitt að innsiglt væri í 3 mánuði hið skemmsta. Gjald fyrir að innsigla skuli vera sem svarar útvarpsgjaldi í einn mánuð þegar innsiglun á sér stað. „Þar sem RÚV sendir aðeins út opna dagskrá er ekki hægt að koma við lokun nema með því að innsigla móttökutæki," sagði Markús Örn og bætti við að það gæti orðið ákaflega flókið og kostnaðarsamt fyrir opin- berar stofnanir ef almenningur gæti sagt fastagjöldum upp tímabundið, t.d. vegna sumarleyfa í nokkrar vik- ur. Kvað hann slíkt almennt ekki tíðkast hjá opinberum stofnunum hér á landi. „Einnig ber að hafa hugfast að afnotagjaldið er greitt fyrir þjónustu útvarps jafnt sem sjónvarps þótt gjaldstofn miðist við það að eiga sjón- varp,“ sagði Markús Örn að lokum. kynningarafsláttur af Rosenthal borðbúnaði Matar- og kaffistell í sérflokki Laugavegi91.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.