Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 22
8S
22
CPC' fV'lI'. .22 flT7r)ArTMTVrm ?I3Aiar/TIDR0y
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
Rúmenía;
Gaddavírs-
girðing við
ungversku
landamærin
París. Reuter.
RÚMENSK stjórnvöld eru að
reisa gaddavírsgirðingn meðfram
landamærunum að Ungveijal-
andi. Sir Anthony Williams, full-
trúi Breta á ráðstefhu 35 þjóða
um mannréttindamáf í París, héit
þessu fram í gær.
Williams sagði að hann hefði bo-
rið þetta mál undir rúmensku fulltrú-
ana á lokuðum fundi á þriðjudag.
„Þeir svöruðu engu. Þeir gera það
sjaldnast nema þá til að segja að
þetta sé innanríkismál.“ Hann sagð-
ist hafa gert rúmensku fulltrúunum
grein fyrir þeirri skoðun breskra
stjómvalda að ekki væri þörf á nýj-
um Berlínarmúr í Evrópu.
Ungverska MT/-fréttastofan
skýrði frá því á þriðjudag að bygg-
ingu tveggja metra hárrar
gaddavírsgirðingar væri því sem
næst lokið. Ungverskur landamæra-
vörður sagði að rúmensk stjórnvöld
hefðu einnig helgað sér öryggis-
svæði við landamærin sem er yfir
25 km breitt.
Bygging girðingarinnar er í hróp-
legu ósamræmi við aðgerðir ungver-
skra stjórnvalda sem létu rífa niður
girðingu við landamærin að Aust-
urríki í síðasta mánuði.
„Það er einna líkast sem Járn-
tjaldið hafi staðið upp og fært sig
vestur á bóginn,“ sagði ónefndur
vestrænn stjórnarerindreki.
Noregur;
Halvorsen
játar Ijárdrátt
Skien. Reuter.
Fyrrverandi neytendamálaráð-
herra Noregs hefur játað að hafa
dregið sér fé úr sjóðum verkalýðs-
féfags þar sem hún gegndi gjald-
kerastöðu.
Einfrid Halvorsen sagði af sér
ráðherraembætti í apríl, þegar farið
var að rannsaka hvort hún hefði
dregið sér 80.000 norskar krónur,
eða 640.000 ísl. kr., á meðan hún
var gjaldkeri verkalýðsfélags í suður-
hluta Noregs. Að sögn lögreglunnar
mun Halvorsen verða kærð fyrir fjár-
drátt.
Reuter
Farþegar af Maxím Gorkíj á leið yfir ísinn frá björgunarbátunum til norska strandgæsluskipsins Senju.
„Þegar búið var að láta bátana síga niður og þeim hafði verið siglt á brott frá Maxím Gorkíj vorum
við umlukin ís og enginn annar farkostur í augsýn,“ sagði einn farþeganna. Farþegar og skipveijar
um borð i bátunum notuðu stengur til að ýta ísspöngum, sem ella hefðu getað molað bátana, frá. Eng-
in teljandi slys urðu á fólki við áreksturinn eða björgunaraðgerðimar.
Bleyjum
breyttí
blómapotta
New York. Daily Telegraph.
RANNSÓKNIR em hafiiar á því
hvort endurvinna megi notaðar
bleyjur og búa til úr þeim blóma-
potta eða ruslapoka.
I Bandaríkjunum einum eru not-
aðir um 16 milljarðar bleyja á
hveiju ári. Umhverfisverndarmenn
hafa lýst áhyggjum af því að plast-
húðaðar einnota bleyjur eyðist ekki
og að þar skapist gróðrarstía fyrir
sýkla og veirur sem geti valdið
lömunarveiki, lifrarbólgu og fleiri
sjúkdómum. Þvi hefur stærsti
bleyjuframleiðandi Bandaríkjanna
hafið rannsóknir á því hvort nýta
megi plastið úr bleyjunum og búa
til úr því blómapotta, ruslapoka
og jafn vel garðbekki. Pappírs-
hlutann má svo e.t.v. nota í bygg-
ingarefni og til að búa til pappa-
öskjur.
Norskir sjómenn gagnrýna skipstjóra Maxím Gorkíj;
Sagður hafa siglt skipinu
allt of hratt imiaii um ísinn
Skipinu siglt á hægri ferð til Svalbarða eftir að steypt var í rifurnar
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara MorgTmblaðsins. Reuter.
LJÓST vlrðist að sovéska skemmtiferðaskipið Maxím Gorkij hafi ver-
ið á of mikilli ferð miðað við aðstæður er það rakst á lagnaðarís
suðvestur af Svalbarða aðfaranótt þriðjudags. Óbreyttir skipveijar
sögðu starfsbræðnim sínum á norska strandgæsluskipinu Senju að
hraði skemmtiferðaskipsins hefði verið um 19 sjómílur er það fyrst
rakst á rekís. Þegar það skömmu síðar rakst á samfellda breiðu af
Iagnaðarís, 2-3 metra þykka, var aðeins búið að minnka hraðann í
17 sjómílur. Skipveijum á Maxím Gorkíj tókst að steypa upp í rifurn-
ar á bóg skipsins í gær og var því siglt með 4,5 sjómílna hraða í átt
til sovéska námabæjarins Barentsbúrg þar sem það var væntanlegt
í gærkvöldi. Þar verður gert við skipið til bráðabirgða en fúllnaðar-
viðgerð er fyrirhuguð í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi.
Vestur-þýskur fararstjóri, sem
var um borð í Maxím Gorkíj, stað-
festi upplýsingar sovésku sjómann-
anna um hraða skipsins. A blaða-
mannafundi var Sigurd Kleiven,
skipherra á Senju spurður hvað
hann hefði talið hæfilegán hraða við
áðurgreindar aðstæður. „Tvær til
þijár sjómílur,“ svaraði hann. Klei-
ven skýrði frá því að Maxím Gorkíj
hefði ekki rekist á ísjaka eins og
fyrstu fréttir af slysinu hermdu;
áhöfn Senju hefði enga jaka séð.
Óvenju stór lagnaðarísbreiða hefði
hins vegar verið á svæðinu, tvær
sjómílur að breidd og 12 - 15 mílur
að lengd, og skemmtiferðaskipið
hefði siglt á hana. Senja þurfti að
bijótast í gegnum 2- 3 metra þykk-
an lagnaðarís til að komast að skip-
inu sem var þá komið á auðan sjó.
„Olduhæðin var tveir til þrír metrar
í nánd við skipið þegar við komum
á staðinn á þriðjudagsmorgun.
Uzbekístan:
Margir björgunarbátanna brotnuðu
í spón á milli ísspanganna og ég
var sannfærður um að þetta myndi
enda með skelfingu," sagði Kleiven.
Áhöfn Senju er um 50 manns og
heppnaðist þeim með aðstoð sex
þyrlna að bjarga öllum fraþegunum
og þeim hluta áhafnarinnar sem
sendur var í bátana á aðeins sex
stundum. Alvarlegasta slysið var
beinbrot og er það talið undravert
hve vel björgunaraðgerð Norðmann-
anna tókst.
Norsku sjómennirnir hafa gagn-
rýnt skipstjóra soveska skipsins,
Marat S. Galímov, harkalega fyrir
að láta 188 skipveija vera eftir um
borð enda þótt hætta væri talin á
að skipið sykki. Að sögn sovéska
sendiráðsins í Ósló var þetta fyrsta
ferð Galímovs sem æðsta ráða-
manns skemmtiferðaskipsins í ferð
um Norðurhöf. Maxím Gorkíj hefur
farið margar ferðir um Norðurhöf.
Vitað er að eitt sinn var hætt við
að sigla skipinu frá Reykjavík fyrir
Horn til Akureyrar vegna hættu á
rekís enda þótt Veðurstofa Islands
teldi leiðina færa.
Mads Gilbert, yfirlæknir frá
Tromso, sem flaug í þyrlu til Senju
fyrir hádegi á þriðjudag, segir að
margir sovésku sjómannanna hafi
augljóslega verið drakknir er þeim
var bjargað. Að sögn hans vora
skipveijar á Senju lítt hrifnir af við-
brögðum Sovétmanna eftir árekst-
urinn, m.a. hafi einn björgunarbát-
urinn hangið lengi utan á skipssí-
ðunni, fullur af fólki, af því að sjó-
mennirnir gátu hvorki dregið hann
upp eða látið hann síga. „Það var
fyrst og fremst áhöfn Senju að
þakka að allt gekk svona vel,“ sagði
Gilbert.
Öfgahreyfingu múslima
kennt um óeirðirnar
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKUR embættismaður segir að herferð fyrir stofiiun Breið-
fylkingar múslima af ólíku þjóðerni í Úzbekístan hafi hrundið af
stað óeirðunum í Sovétlýðveldinu að undanförnu. I þeim hafa að
minnsta kosti 99 manns látið lífið fram að þessu. Edúard Dídor-
enko, sem er varainnanríkisráðherra Úzbekístan, sagði einnig að
leiðtogar herferðar þessarar hafi viljað íslamskt ,jihad“ eða heilag
stríð gegn þeim íbúum Sovétlýðveldisins, sem hneigjast til annarra
trúarbragða.
Dagblað sovésku ríkisstjórnar-
innar, Izvestíja, hermir að enn sé
verið að drepa fólk í nágrannalýð-
veldinu Kazakhstan en þó hafi mik-
ið dregið úr róstunum þar. Mikið
er enn um mótmælaaðgerðir í Úz-
bekístan, en í Ízvestíju sagði þó að
flestar hefðu þær farið friðsamlega
fram.
Dmítríj Seljeznov, talsmaður sov-
éska innanríkisráðuneytisins í
Moskvu, segir að um 100 manns
hafi tjaldað fyrir utan höfuðstöðvar
kommúnistaflokksins í Novíj Úzen,
sem er miðstöð olíu- og gasfram-
leiðslu í Úzbekístan. Fólkið krefst
þess að fólk, sem upprannið er frá
Kákasus, verrði gert brottrækt frá
héraðinu. „Það væri of snemmt að
segja að friður væri kominn á að
nýju,“ sagði Seljeznov.
Didorenko sagði í viðtali við dag-
blaðið Krasnaja Zvezda skoðun sína
á ástæðum róstanna:
„Síðastliðið haust gripu ýmsir
hópar til mjög ákveðinna ráðstaf-
ana til þess að mynda sameinaða
íslamska fylkingu, en helsta hlut-
verk hennar skyldi vera að endur-
lífga þjóðernismóðursýki miðalda,
misrétti og brottrekstur þeirra
þegna lýðveldisins, sem eru af evr-
ópskum uppruna."
Dídorenko sagði, að þegar mesh-
ketar, sem er minnihlutahópur mú-
slima af tyrkneskum uppruna,
hefðu neitað að taka þátt í þessari
breiðfylkingu múslima, hefðu átök
þegar blossað upp.
Flestir þeirra, sem látist hafa í
óeirðunum, hafa verið meshketar.
Meshketar koma upprunalega frá
Georgíu, en árið 1944 lét Jósef
Stalín, þáverandi einræðisherra
Sovétríkjanna, flytja þá nauðungar-
flutningum til Úzbekístan.
Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétforseti,
hefur sagt að íslömsk öfgastefna
hafi „sýnt vígtennurnar" í óeirðun-
um og sovéskir fjölmiðlar hafa
greint frá því að óeirðaseggirnir
hafi borið hinn græna fána íslams
og hrópað nafn Khomeinis heitins,
fyrrverandi erkiklerks Irans.
Þetta er í fyrsta skipti, sem sov-
éskur embættismaður viðurkennir
að íslömsk öfgastefna hafi valdið
vanda innan Sovétrikjanna.
Talið er að Kremlarherrar hafi
miklar áhyggjur af sovéskum mús-
limum og að þeir kunni að smitast
af öfgum þeim, vart hefur orðið í
íran. Múslimir í Sovétríkjunum eru
tæplega 40 milljónir og fjölgar mjög
ört. Það sem Kremlveijar hljóta þó
að telja öllu alvarlegra að þessu
sinni er að margt _ bendir til að
embættismenn í Úzbekístan og
ýmsir flokksleiðtogar séu viðriðnir
áðurnefnda breiðfylkingu.