Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
23
Reuter
Miklir hitar í Evrópu
Óvenjuheitt hefur verið í Norður-Evrópu það sem af er sumri. Ferða-
menn í París kældu sig [ gosbrunni nálægt Effeil-tuminum í gær en
þá var þar 30 stiga hiti. í Munchen var fólk sektað fyrir að lauga sig
nakið í almenningsgarði. Danir kaupa meiri bjór en venjulega en einn
verðbréfasali kvartaði yfir að því hærri sem hitinn væri utandyra, því
minna væri að gera innandyra. í Lundúnum skein sólin í 15 stundir
á þriðjudag og hitinn var 28 stig en hafði lækkað í 24 stig í gær. Kalt
loft berst hins vegar suður til Italíu. Þar hefur rignt mikið í júní og
á mánudaginn var haglél í Róm.
Búrma:
Skotíð á mótmælendur
Bangkok. Reuter.
HERMENN skutu á stjóraarand-
stæðinga, sem komið höfðu saman
í úthverfi Rangoon, höfiiðborgar
Búrma, með þeim afleiðingum að
einn maður lést. Þá var Aung San
Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstæð-
inga handtekinn. Útvarpið í
Rangoon greindi frá því að atvikið
hefði átt sér stað þegar stjórnar-
andstæðingar iögðu blómsveig að
minnisvarða um námsmenn sem
féilu er þeir efndu til andófs gegn
stjórnvöldum á síðasta ári.
Útvarpið í Rangoon sagði að um
500 stórnarandstæðingar hefðu verið
við athöfnina. Um 100 stuðnings-
menn hefðu snúist til varnar Aung
San Suu þegar embættismenn
reyndu að handtaka hana og þá
hefðu hermenn hleypt af skotum.
Aung San Suu var látin laus
klukkustundu síðar og vöruð við því
„að hvetja fólk til að snúast gegn
stjórnvöldum".
Aung San Suu, sem er dóttir sjálf-
stæðishetjunnar Aungs Sans, er leið-
togi Þjóðfylkingarinnar fyrir lýð-
ræði, (NLD), stærstu samtaka
stjórnarandstæðinga. Hún hefur sagt
að kosningarnar í maí á næsta ári
verði ekki ftjálsar meðan herlög eru
í gildi.
BOSCH
RAFGEYMAR-FLESTAR STÆRÐIR
ókeypis ísetning
B R Æ Ð U R N
ERICSSON 0
Þessi litli, létti og lipri
nú á aðeins kr.
109.940,-
stgr. (ísetning í bíl innifaiin)*
Fáum aðeins 60 farsíma á þessu einstaka verði.
Viltu græda ^
25.000,- •
GÍSLI J. JOHNSEN SF. M1 P
NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Lágmúla 9, simi: 38820
Það er engin spurningaðIsuzuTrooper
- 3ja dyra - er rúmgóður og þœgilegur
ferðabíll.
'A' Mjög stórt og rúmgott farangursrými
'A Þcegileg og vel hönnuð innrétting.
^ Léttur og lipur í akstri.
'A Sparneytin og kraftmikil vél.
Ríkulega búinn aukahlutum.
HOFÐABAKKA 9 5IMI 687BOO
ISUZU