Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 29

Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989 29 Skaðvaldur í túnum bænda: Túnamítill þegar farirni að valda tjóni TÚNAMÍTILL hefur gert sig heimakominn í túnum bænda í Eyja- firði og reyndar víðar um Norðurland. Bjarni Guðleifsson ráðunaut- ur lyá Ræktunarfélagi Norðurlands hefur verið á ferðinni undan- fama daga og kannað ástandið og segir hann að allt stefhi í að mikið verði um mítilinn nú í sumar, en þó líti ekki út fyrir að um faraldur verði að ræða. Mítill þessi gengur gjarnan undir nafninu roðamaur og hefur hann á undanförnum árum gert bændum lífið leitt. Bjarni segir nokkuð auð- velt að ráða niðurlögum hans ef lyfinu Permasect sé úðað á grasið strax og grös spretta. Einkum sæk- ir mítillinn á vallarfoxgras, en síður á harðgerð íslensk grös. Mítillinn sígur næringu úr gras- inu og segir Bjarni að samkvæmt Þrotabú Svartfugls: Nauðasamn- inga leitað BJARTSÝNI ríkir um að nauða- samningar takist í þrotabúi Svartfugls hf. eftir skiptafund sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Ásgeir Pétur Ásgeirs- son héraðsdómarí og skiptaráð- andi í búinu sagði að boðið værí að greiða 30% af kröfiun. Nú þegar hefur borist samþykki yfir 50% kröfuhafa að fjöldanum til og 33% af kröfufjárhæð. „Eins og er virðist þetta ætla að ná í höfn,“ sagði Ásgeir Pétur. Gjaldþrotið var upp á um 40 milljónir króna, en eignir búsins eru metnar á um 17 milljónir króna. Næsti skiptafundur verður haldinn að mánuði liðnum. rannsóknum sem gerðar hafa verið þá sé fóðurgildið lakara þar sem mikið er um mítilinn, en óljóst sé hvort uppskerurýmun verði af hans völdum. Mitillinn lifir einna best á norðlægum slóðum, en svo virðist sem ákveðin veðurskilyrði, kalt veð- ur en stillt og þar sem lítið er um rigningar, séu einna best fyrir hann. Bjarni segir túnamítilinn vera vandamál á íslandi, Grænlandi og í Norður-Noregi og er fyrirhugað að norrænar þjóðir hafi með sér samvinnu varðandi rannsóknir á lifnaðarháttum hans og vamir gegn honum. Fyrirhugað er að þeir sem hafa með rannsóknimar að gera beri saman bækur sínar nú í haust. „Það stefnir allt í að mikið verði um mítilinn nú í sumar, en ég sé ekki enn að minnsta kosti fyrir mér að um faraldur verði að ræða,“ seg- ir Bjarni. Hann bendir á að til að ráða niðurlögum hans þurfi að úða mjög snemma, eða strax og grös spretta á vorin, þannig séu sumir bændur orðnir of seinir að úða á þessu sumri. Hann segir fjölgun þessa skaðvaldar vera breytilega frá ári til árs og ræðst það af veður- fari hveiju sinni. Túnamítillinn er einkum virkur á nóttinni, en forðast sólarljósið; hann hverfur ofan í svörðinn yfir hádaginn. Yfirleitt veldur hann mestu tjóni á þurrum túnum og skemmdir af hans völdum eru mun meiri á Norðurlandi heldur en á Suðurlandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Búið að opna Hótel Norðurland HÓTEL Norðurland hefur verið tekið í notkun og strax á öðmm opnunardegi fylltist hótelið af erlendum ferðamönnum. „Ég er mjög ánægð með viðtökumar og bjartsýn á sumarið. Það er vel bókað hjá okkur miðað við að hótelið er nýtt og lítið kynnt,“ sagði Guðrún Erla Gunnarsdóttir hótelstjóri. Á hótelinu eru 28 herbergi, þar af 18 með baði. Herbergin eru búin öllum þægindum, síma og sjónvarpi, og einnig er hægt að ná erlendum stöðvum í gegnum gervihnött. „Minibar“ er á öllum herbergjum. Fundaraðstaða er til staðar fyrir um 30 manna hóp, setustofa,^ koníaksstofa og veitingasalur sem tekur um 50 manns í sæti. Veitingareksturinn er leigður út og er það Íslensk-kólimbíska sem hefur reksturinn á leigu, en veitingastað- urinn ber nafnið Hlóðir. Ahersla verður lögð á ítalskan, suðuramerískan og íslenskan mat, en í miðri viku er í gangi sérréttaseðill og geta menn þá kitlað bragðlaukana með austurlenskum mat. Á mjmdinni fylgist Guðrún Erla hótelstjóri með því er kokkurinn ber fram pizzu á opnunarkvöldinu, en á innfelldu myndinni eru þeir Carlos Mendez og Mario Degado sem umsjón hafa með veitingarekstrinum. Kaupleiguíbúðir: Þremur íbúðum óúthlutað ÞREMUR ibúðum sem verið er að byggja í kaupleiguíbúðakerf- inu er enn óúthlutað af tiu sem þyggðar verða í almenna kerfinu. íbúðirnar eiga að vera tilbúnar frá verktaka um mánaðamótin mars/apríl á næsta ári, eh húsið stendur við Helgamagrastræti 53. Upphaflega sóttu sextán um Dagsprent tapaði 9 milljónum króna DAGSPRENT tapaði 9 milljónum á síðasta ári, en aðalfiindur félagsins var haldinn fyrir skömmu. „Þetta gekk ekki nógu vel, en nú stefhum við að því að rífa reksturinn upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið f,“ sagði Hörður Blöndal framkvæmdasfjóri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Talsvert fleiri unglingar eru nú í unglingavinnunni en undanfarín sumur og mun fleiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á aðalfundinum var samþykkt að auka hlutafé um 12 milljónir króna og sagði Hörður að reksturinn ætti að geta gengið, með því að aðhalds væri gætt sem unnt væri. „Aðhalds- aðgerðir sem gripið var til á síðasta ári eru farnar að skila árangri. Við drögum saman í rekstrinum, reynum að auka tekjurnar og ef við fáum það hlutafé sem við þurfum þá á þetta allt að geta gengið,“ sagði Hörður. Fyrir skömmu var skrifstofu Dags í Reykjavík lokað og sagði Hörður að blaðið myndi einbeita sér að Norð- urlandi í framtíðinni. Hann sagði að rekstur skrifstofunnar hefði ekki komið nægilega vel út. „Við erum of litlir í stóru landi þar.“ íbúðimar tíu, en fimm uppfylltu ekki skilyrði sem gerð voru til kaup- enda. Á meðal skilyrða má nefna að umsækjendur verða að vera láns- hæfir hjá Húsnæðisstofnun og með fjölskyldutekjur á bilinu 115-120 þúsund á mánuði. Dan Brynjarsson hagsýslustjóri Akureyrarbæjar sagði að íbúðirnar yrðu að líkindum auglýstar aftur í haust. Hann sagði að á sama tíma og kaupleiguíbúðirnar voru auglýst- ar í vor hafi einnig verið auglýstar íbúðir í verkamannabústöðum og, íbúðir fyrir aldraða þannig að urii' 90 íbúðir í bænum voru auglýstar á sama tíma. Þá sagði hann einnig að við samanburð á verði kaupleigu- íbúðanna og íbúða í verkamannabú- stöðum hafi þær fyrrnefndu þótt dýrari og það hafi áhrif. Fleiri í unglingavinnunni en áætlað var: Sótt hefiir verið um 8-10 millj ón króna aukaíjárveitingu é||||% Stýnmanntideild Dalvíkurskóla Kennara vantar í siglinga- og sjómennskugreinum. Umsóknarfrestur til 27. júní. Upplýsingar gefnar í símum 96-61380, 96-61162 og 96-61355. Skólanefnd Dalvíkur. UMHVERFISNEFND hefiir farið firam á 8-10 milljóna króna auka- gárveitingu úr bæjarsjóði, en fjöldi unglinga í unglingavinnunni í sumar er um það bil eitt hundrað fleiri en gert var ráð fyrir í áætl- unum. Fjallað var um eríndið í bæjarráði fyrir skömmu, en af- greiðslu var frestað. í bókun umhverfisnefndar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1989 hafi fjárveiting til unglingavinnunnar verið lækkuð miðað við tillögur nefndarinnar. Á fjárhagsáætlun var úthlutað um 15,5 milljónum króna til unglinga- vinnunnar, en fyrstu tillögur um- hverfisnefndar voru um 22 milljónir króna. Rúmlega 450 unglingar á aldrin- um 13-15 ára hafa skráð sig í ungl- ingavinnuna í sumar og starfar hver hópur alls í átta vikur. Valdi- mar Pétursson umsjónarmaður unglingavinnunnar sagði það stefn- una að allir þeir sem vildu fengju vinnu. Reynsla fyrri ára væri sú að talsvert stór hópur skráði sig til vinnu í upphafi, en dytti síðan út ef önnur vinna fengist. Slíkt hafi ekki gerst nú og því væru mun fleiri unglingar við störf nú en á síðustu árum, en síðustu flögur ár hafa að jafnaði verði um 300 ungl- ingar í vinnu. Valdimar sagði að næg verkefni væru fyrir hendi við fegrun og snyrtingu bæjarins, við gróðursetn- ingu og ýmislegt fleira. DALVIKURSKDLI Dalvíkurskóli Yfirkennari Staða yfirkennara við Dalvíkurskóla er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 4. júlí 1989. Upplýsingar gefnar í símum 96-61380, 96-61162 og 96-61355. ‘ Skólanefnd Dalvíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.