Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JUNI 1989 Há prósenta! Okkur vantar bráðsnjallan sölumann strax. Miklir tekjumöguleikar fyrir góðan mann. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl sem fyrst merktar: „Há prósenta - 2976“. 1. vélstjóri 1. vélstjóra vantar á bv Þrym BA-7, sem gerður er út frá Húsavík. Upplýsingar gefur Kristján á skrifstofu Höfða hf., í síma 96-41710. Hótel vill ráða starfskraft til móttökupantana. Vakta- vinna. Góð tungumálakunnátta er skilyrði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir hádegi föstudag merkt: „Hótel - 2979“. Afgreiðsla -aukavinna Starfskraft vantar í aukavinnu í söluskála í Reykjavík. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. júní, merktar: „Aukavinna - 7075“. Starfsmenn í mötuneyti Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti óskar að ráða starfsmenn í mötuneyti fyrir nemendur skólans. Um er að ræða þrjú stöðugildi, sem hugsanlega má skipta. Starfsreynsla nauðsynleg. Starfsmennirnir sjá um innkaup hráefnis, matseld og fram- reiðslu, svo og önnur skyld störf í mötuneyt- inu. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi reyki ekki. Umsóknum ber að skila til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „N - 7069“, fyrir 27. júní. Öllum umsóknum verður svarað. Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Skemmtileg kvöldvinna Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða hresst og snyrtilegt fólk til dyravörslu, salernis- vörslu og almennra þjónustustarfa. Yngri en 20 ára koma ekki til greina. Upplýsingar á staðnum (ekki í síma) í dag kl. 18.00-20.00. Skúlagötu 30. Afgreiðslustarf Starfskraft vantar í söluskála í Reykjavík. Vaktavinna. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. júní, merktar: „Afgreiðsla - 7074“. Kennarar Kennara vantar að Alþýðuskólanum á Eiðum. Æskilegt að viðkomandi geti kennt stærð- fræði. Upplýsingar í síma 97-13820. Skólastjóri. Ritari Óskum að ráða vanan ritara í heilsdags- starf. Starfssvið: Vélritun, símavarsla, skjala- varsla og frágangur innflutningsskjala. Eiginhandar umsóknir sendist fyrir 30. júní. Upplýsingar ekki veittar í síma. Trésmiðir Hagvirki hf. óskar að ráða nokkra trésmiði nú þegar í skammtímaverkefni (4-6 vikur). Vinna til lengri tíma kemur einnig til greina. Um er að ræða áhugavert verkefni. Allar nánari upplýsingar veita Þórólfur Óskarsson, sími 53999, og Ólafur Pálsson, sími 652863 á skrifstofu Hagvirkis hf., Skúta- hrauni 2. HAGVIRKI HF SÍMI 53999 Atvinna Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða starfs- kraft til að annast tolla- og bankaviðskipti ásamt öðrum skrifstofustörfum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 26. júní merktar: „Atvinna - 2975“. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTlG 47 Heilsuverndarstöð Reykjavík óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga, m.a. við skóla víðs vegar um bæinn, frá og með 1. september nk. Um er að ræða bæð fullt starf og hlutastarf. Starfið er sjálfstætt og má skipuleggja og móta á ýmsa vegu og vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. júlí 1989. Hljómsveitar- flutningar- - aðstoðarmenn Traustur bílstjóri óskast. Þarf að ráða yfir a.m.k. 10 sæta flutningabíl með mjög rúmgóð- um lestum eða farangursrými, e.t.v. kerru. Starfsreynsla og reglusemi nauðsynleg. Einnig er lýst eftir Ijósamanni og vönum rótara. Þeir sem áhuga hafa hringi í síma 612144 og lesi inn nafn og símanúmer ásamt upplýs- ingum um aldur og fyrri störf. Umsóknarfrestur rennur út 25. júní. RAÐAUGÍ YSINGAR HÚSNÆÐIIBOÐI Til leigu skrifstofuhúsnæði ca 65 fm í Kirkjutorgi 4 (Kirkjuhvoll). Upplýsingar í síma 622011. Kristján. í hjarta New York á miðri Manhattan er lítil íbúð til leigu. Leigutími frá 7. júlí-28. ágúst. íbúðin er með húsgögnum, sjónvarpi, myndbandi, síma og ísskáp. Upplýsingar gefur Karl Óskar í síma 27207, á kvöldin í síma 629076. BÁTAR — SKIP Fiskiskip til sölu Vs. Ófeigur VE 324, 103 tonn, byggður á Akranesi 1971. Vél Alpha, 500 hö. Fiskiskip - skipasala, sími 22475, Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, 3. hæð. Sölum. Skarphéðinn Bjarnason, hs. 13742. Gunnar I. Hafsteinsson hdl. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Lækjarbotnaætt Niðjamót Katrínar Brynjólfsdóttur, Ijósmóður, og Sæmundar Guðbrandssonar, hreppstjóra, verður haldið í Brúarlundi í Landssveit laugar- daginn 24. júní næstkomandi kl. 16.00. Næg tjaldstæði. Grill á staðnum, komið með kjötið. Fjölmennum. Nefndin. Jónsmessuhátíð Viðeyingafélagsins hefst með guðsþjónustu í Viðeyjarkirkju laugar- daginn 24. þ.m. kl. 14.00. Prestur séra Þórir Stephensen. Kaffiveitingar í félagsheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Bátsferðir með Hafsteini kl. 13.00. og 13.30. Viðeyingafélagið. Kársnessöfnuður Sumarferð - messuferð Efnt verður til ferðar vestur á Mýrar sunnu- daginn 2. júlí nk. Sögustaðir skoðaðir niður á Mýrum og verið við messu á Ökrum. Lagt verður af stað frá Kópavogskirkju kl. 10 f.h. Frítt er í rútuna, en fólk hafi með sér aura fyrir sjálfvöldu snarli um hádegið í Borg- arnesi og nesti fyrir miðdagskaffið. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöldið 25. júní í símum 22131, 43299 eða 42287. Fyrirtæki- Er sendibíla- kostnaðurinn of hár? Fyrirtæki, sem er með góðan sendibíl í rekstri og nýtir hann ekki til fulls, vill leigja hann út einn til tvo daga í viku eða hluta úr degi í fasta vinnu. Hagstæð kjör. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Samvinna - 12516" fyrir 26. þ.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.