Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22/ JUNI 1989 '
Dansinn á uppleið
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Helstu Shell-
og Esso
-stöðvar og helstu
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás hf.
S. 77878, 985-29797.
Eigum
fyrirliggjandi
HUNDRAÐS V GGIR
Hagstœtt verð
Leitið upplýsinga
OliVFUR OÍSIASOM
4 CO. ilr.
SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800
/3x67
Steindór Sendibflar
eftir Hermann Ragnar
Stefánsson
íslenzki jazzballettflokkurinn
hélt síðustu sýningu sína á þessu
leikári á litla sviði Þjóðleikhússins
2. júní sl.
Sýning flokksins að þessu sinni
var í „consert formi“, það segir
tólf stutt atriði án samhengis og
voru ellefu þeirra samin af Karli
Barbee aðalþjálfara flokksins og
eitt verkið samdi Bára Magnús-
dóttir. Atriðin voru ólík að formi
„Tilkomajazzballett-
flokksins hefiir sannað
tilveru sína á þeim
stutta tíma sem hann
hefiir verið starfandi og
á Bára Magnúsdóttir
þar heiðurinn allan.“
og gerð og gaf það sýningunni
ferskan blæ og dönsurunum mögu-
leika á því að sýna hvað í þeim býr
á fleiri en einu sviði og notfærðu
dansararnir sér það og sýndu oft
góð tilþrif.
Meðlimir flokksins eru allt góðir
dansarar og hefur greinilega farið
fram og náð mun meiri tækni en
var í byijun undir stjórn þjálfarans
Karls Barbee sem flokkurinn hefur
notið allt frá stofnun en flokkurinn
er ungur að árum en ljóst er að
Karl hefur unnið mjög gott verk
sem ber að þakka.
Með flokknum dönsuðu að þessu
sinni Katrín Ingvadóttir, Sveinbjörg
Þórhallsdóttir og Kari Barbee
ásamt Ron Altman frá Banda-
ríkjunum sem einnig sá um dans-
búningana. Búningar dansaranna
voru misvel hannaðir, sumir frá-
bærir en annað ekki sem skyldi og
er þar ef til vill um að kenna efninu
sem ekki lagðist jafn vel að líkama
dansaranna. En hattarnir við
„Legs“-dansinn settu punktinn yfir
i-ið.
Ég ætla ekki að fjalla hér mikið
um einstaka dansa en get ekki lát-
ið hjá líða að minnast á „Ragnar-
rök“ múgsefjun eða hvað, frábær
nútímadans sem allur flokkurinn
dansaði og „Andvökunætur", dans-
höfundur Bára Magnúsdóttir, sem
Irma Gunnarsdóttir dansaði af mik-
illi snilld og þarna sýndi Bára okk-
ur enn einu sinni hvað hún er góð-
GARÐÚÐARAR
ÚÐUNARKÚTAR
SLÖNGUSTATÍV
SLÖNGUTENGI
GARÐVERKFÆRAÚRVAL
HEKKKLIPPUR
GREINAKLIPPUR
GRASKLIPPUR
SLÁTTUORF
SMÁVERKFÆRI
# BLACKS DECKER
RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR
VERÐ FRÁ KR. 7.950
ÞÖRf
ÁRMÚLA11
smá ouglýsingor
t*JÓNUSTA
National ofnaviðgerðir
og þjónusta.
National gaseldavéiar meö grilli
fyrirliggjandi.
RAFBORG SF.,
Rauöarárstíg 1, s. 622130.
Wélagslíf
AGLOW
- Kristileg samtök kvenna
Fundur verður í Menningarmiö-
stöðinni i Gerðubergi mánu-
dagskvöldið 26. júní nk. kl.
20.00-22.00. Björg Halldórs-
dóttir talar um efnið: Vilji manns-
ins. Kaffiveitingar kr. 250.00.
Allar konur eru hjartanlega vel-
komnar.
íhlutverk
YWAM - fsland
Almenn samkoma
Almenn samkoma verður í
Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30.
Lofgjörð, vitnisburðir og fyrir-
bænir. Allir velkomnir.
Ath. engar samkomur í júlí.
Skipholti 50b, 2. hæð
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Sámhjálp
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42.
Mikill söngur. Vitnisburðir. Sam-
hjálparkórinn syngur. Ræðu-
maður er Bára Friðriksdóttir.
Allir velkomnir. Samhjálp.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Jónsmessunæturganga
Ferðafélagsins:
Föstudaginn 23. júni, kl. 20.00:
Jónsmessunæturganga um
Svfnaskarð.
Um Svínaskarð lá fyrrum alfara-
leið milli Mosfellsveitar og Kjós-
ar.
Skemfntileg gönguleið.
Göngunni lýkur um kl. 01.00.
eftir miðnætti.
Verð kr. 800-.
Helgarferð til Þórsmerkur
23.-25. júní:
Gist í Skagfjörðsskála/Langadal.
Munið ódýrt sumarleyfi í Þórs-
mörk og góða hvíld fyrir hvern
sem er i kyrrð óbyggðanna.
Skipuleggið sumarleyfiö með
Þórsmörk í huga.
Upplýsingar á skrifstofunni,
Öldugötu 3. Ferðafólag Islands.
[Bíj Útivist
Helgarferðir Útivistar
23.-25. júní:
1. Jónsmessuferð í Núpsstaðar-
skóga. Svæði sambærilegt við
okkar þekktustu ferðamanna-
staði. Tjöld. Brottför kl. 18.00.
2. Jónsmessuferð f Þórsmörk.
Það verður sannkölluð Jóns-
messustemmning í Mörkinni.
Gist í Útivistarskálunum Básum.
Brottför kl. 20.00.
Sumarleyfi í Básum, Þórsmörk.
Fjöldi daga að eigin vali. Ódýrt
sumarleyti í fallegu umhverfi og
við bestu aðstæður til gistingar
í óbyggöum. Dvöl milli ferða.
Brottför föstudagskvöld, sunnu-
dagsmorgna og miðvikudaga frá
28. júní.
, Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, símar 14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
Hjálpræðisherinn
Vitnisburðasamkoma í kvöld kl.
20.30 í umsjá Áslaugar Haug-
land. Allir velkomnir.
SÍJ Útivist
Föstudagur 23. júní
kl. 20.00.
Jónsmessunæturganga Útivistar
1989. Langistigur - Þingvellir.
Létt og skemmtileg gönguleið.
Landnámsganga nr. 14. Verð
1.000,- kr. frítt f. börn m. fullorðn-
um. Brottför frá BSl’, bensínsölu.
Fjölmennið. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðaféiags-
ins sunnudaginn 25. júní
Kl. 8.00 - Þórsmörk. Dvalið 3-4
klst. Verð kr. 2000,-.
Kl. 10.00 — Móskarðshnúkar —
Trana - Eyjadalur. Móskarðs-
hnúkar eru liparíthnúkar austur
af Esju mjög Ijósir tilsýndar og
skera sig þannig úr fjöllunum í
kring. Trana (743 m) er tindur
norður af Móskarðshnúkum.
Verð kr. 1000,-.
Kl. 13.00 - Eyjadalur - Meðal-
fellsvatn. Ekið að Sandi (austan
Meðalfellsvatns) og gengin
hringferð um Eyjadal.
Verð kr. 1000,-.
Miðvikudagur 28. júní:
Kl. 8.00 - Þórsmörk. Við veitum
afslátt af gistigjaldi fyrir sumar-
leyfisgesti í Þórsmörk. Ódýrasta
sumarleyfiö er dvöl í Þórsmörk
hjá Ferðafélagi íslands.
Kl. 20.00 - Síðasta kvöldferðin
í Heiðmörk. Fararstjóri: Sveinn
Ólafsson. Ókeypis ferð.
Brottför í ferðirnar er frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmeg-
in. Farmiðar við bfl.
Frrtt fyrir börn að 15 ára aldri.
Ferðafélag islands.
Soffia Marteinsdóttir og Ron Alt-
man í „Ástardúett".
ur danshöfundur. Ég hafði einnig
sérstaklega gaman af dansi þeirra
Soffíu Marteinsdóttur og Ron Alt-
man í „Ástardúett" og fannst mér
gott að heyra laglínuna í tónverkinu
sem er vei þekkt við þennan ljúfa
dans og mættu danshöfundar gera
meira af því að nota tónlist sem
allir þekkja þegar þeir semja dansa.
Tilkoma jazzballettflokksins hef-
ur sannað tilveru sína á þeim stutta
tíma sem hann hefur verið starf-
andi og á Bára Magnúsdóttir þar
heiðurinn allan með fjárframlögum
og útvegun á góðum þjálfurum fyr-
ir flokkinn og má nú ekki láta stað-
ar numið heldur halda hiklaust
áfram á sömu braut.
Flokkurinn hefur sýnt við erfiðar
aðstæður á liðnum vetri hvað hús-
næði varðar og var þessi sýning að
því leyti frábrugðin að hún var í
leikhúsi, en heldur þótti mér þröngt
um dansarana og salurinn óvistleg-
ur.
Ég vil óska öllum sem þarna áttu
hlut að máli til hamingju með
skemmtilega sýningu og ánægju-
legt kvöld. Eitt er það þó sem ég
var ekki ánægður með og það var
framkall dansara og danshöfunda
í lokin. Þegar við sem á áhorfenda-
pöllunum erum, viljum hylla og
þakka fyrir góða frammistöðu,
verðum við að fá tækifæri til að
sýna aðdáun okkar í verki með lófa-
klappi dálítinn tíma. Þarna var í
lokin eins og enginn vissi hvernig
hann ætti að snúa sér og hneiging-
ar ekki góðar. Þetta læt ég fara
hér með vegna þess að framkall
þarf að vera vel undirbúið í iok
hverrar sýningar, þannig að áhorf-
andinn, sá sem notið hefur sýning-
arinnar, fái tækifæri til aðdáunar í
verki.
Dansinn er á uppleið, það er eng-
inn vafi.
Höfiindur er dnnskennnri.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
GOLFEFNI
Steinprýði býður fjölbreytt úrval gólfefna bæði á ný gólf og til
endurnýjunar.
Aðalatriöið er að velja rétt efni fyrir viðkomandi álag og umferð.
Vélaverksteeði, bilaverkstæði, smiðjur, bllskúrar o.þ.h. þurfa slit-
sterk gólf. Mjólkurhús, sláturhús, fiskvinnslustððvar, iðnaðarhús-
næði allskonar þurfasýruþolin eða vatnsþolin gólf I skemmtilegum
litum.
Vertu viss um að velja rétt gólf — leitaöu upplýsinga hjá okkur.
steinprýði
Stangarhyl 7, sími: 672777.