Morgunblaðið - 22.06.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNI 1989
35
Fermingar sam-
kvæmt sannfeeringu
eftir Hope Knútsson
I hvatvíslegri grein sem séra
Ragnar Fjalar Lárusson skrifar í
Morgunblaðið í dag, 8. júní 1989,
reynir hann að lítillækka mig fyrir
að hafa ekki fæðst á íslandi. Hann
kallar mig „einhvern útlending"
eins og ég sé ekki jafningi íslend-
inga. Eg er reyndar íslenskur ríkis-
borgari en tel mig alls ekki vera
léttvægari fyrir það að hafa fæðst
annars staðar á þessari plánetu.
Eg er manneskja og þess vegna
jafningi annarra manneskja, að
íslendingum meðtöldum. Þetta
segi ég sem siðrænn húmanisti og
lýðræðissinni. Mér blöskrar sá
ókristilegi skortur á kærleika og
umburðarlyndi sem þessi grein
prestsins opinberar öllum lands-
mönnum. Hann virðist hafa nóg
af fordómum þessi þjónn guðs á
þessari litlu eyju!
Skrif séra Ragnars Fjalars eru
einhvers konar svar við grein
minni „Kirkjan hefur ekki einka-
leyfi á orðinu ferming". Talar hann
um að ég fari með órökstuddar
staðhæfingar. En hann hefur nóg
af slíku sjálfur. Hann segir að
skilgreining á orðinu „confirmare“
skipti ekki máli á íslandi. Samt
notar íslenska þjóðkirkjan þetta
útlenda orð mikið í sinni eigin bók
sem nefnist „Kirkjumál: Lög og
reglur“. Ég hef lesið þar þá kafla
sem snerta fermingu og varð þess
áskynja að útlenda orðið „confirm-
are“ er notað þar jafnvel oftar en
íslenska orðið „ferming“. Kirkjan
notar þetta orð sem sagt sjálf i
sínum eigin lögum og reglum. ís-
lensk tunga varð ekki til af sjálfu
sér. Hún sækir iðulega orð til ann-
arra tungumála.
En þetta er ekki meginatriðið.
Dapurlegra er að Ragnar Fjalar
reynir í grein sinni að gera borg-
aralega fermingu tortryggilega.
Hann veit ekkert um innihald eða
gæði fræðslunnar sem böm okkar
hafa fengið en samt gerir hann
lítið úr henni. Hann segir að við
höfum verið að útiloka áhrif krist-
indóms og kirkju á börnin okkar,
en það er ekki rétt. Við höfum
vissulega ekki kennt þeim um
kristindóminn. En það er ekki
vegna andstöðu við hann, heldur
Blombero
eldavélar-úrvals
vestur-þýskt merki.
5 gerðir — 5 iitir.
Hagstætt verð.
Góð greiðslukjör.
Einar Farestvett&Co.hff.
BORQARTÚNI28, SÍM116996.
LelA 4 stoppar viA dymar
er kristindómurinn okkur óvið-
komandi. Af hveiju eigum við
húmanistar að kenna bömum okk-
ar hugmyndafræði sem höfðar
ekki til okkar? Enginn býst við að
kristin kirkja kenni fólki um sið-
rænan húmanisma, búddisma,
ásatrú, gyðingdóm, múhameðstrú
o.s.frv. Hins vegar höfum við frætt
bömin okkar um: siðfræði, sam-
skipti foreldra og ungmenna, sögu
barna og ungmenna, tilgang borg-
aralegrar fermingar, samskipti
kynjanna, vímuefni, rétt unglinga
í þjóðfélaginu, jafnrétti, umhverf-
ismál, friðarfræðslu, mannréttindi
og virka þátttöku í samfélaginu.
Séra Ragnari Fjalar virðist
þykja þessi fræðsla lítið kristileg,
jafnvel andkristileg, pg að ég sé
að reyna að kenna íslendingum
nýja siðþ Til fróðleiks vil ég upp-
„Við höfum vissulega
ekki kennt þeim um
kristindóminn. En það
er ekki vegna andstöðu
við hann, heldur er
kristindómurinn okkur
óviðkomandi.“
lýsa hann iim það, að fyrirlesarar
allir vom íslendingar og sérfræð-
ingar á sínum sviðum: alþingis-
menn, heimspekingur, sálfræðing-
ur, læknir, hjúkmnarfræðingur,
lögfræðingur, sagnfræðingur
o.s.frv. Fermingarbömunum okk-
ar, og reyndar foreldram þeirra
sem tóku þátt í námskeiðinu,
fannst þessi fræðsla mjög gagnleg
og vandaður undirbúningur fyrir
það að lifa ábyrgu og virku lífi í
nútíma lýðræðisþjóðféiagi.
Ég vil taka það fram einu sinni
enn: við emm ekki á móti einum
eða neinum, ekki á móti kristinni
trú, en við emm einfaldlega ekki
kristin! Við höldum að trúfrelsi
ríki á íslandi og að við eigum full-
an rétt á að fræða börn okkar um
mikilvæga hluti sem skólakerfið
gerir ekki nægilega vel. Ennfrem-
ur viljum við halda upp á helstu
tímamót lífsins á húmanískan hátt.
Vissulega höfum við hug á að
bjóða upp á fleiri borgaralega
möguleika en fermingu, t.d. útför.
Sérhver maður sem hugsar málið
skilur, að það er óvirðing við minn-
ingu þeirra látnu sem aldrei hafa
verið kristnir að jarðsyngja þá á
kristilegan hátt. Hvort sem þjóð-
kirkjunni líkar betur eða verr, býr
á íslandi fólk frá flestum menning-
arsvæðum heims. Nú búa yfir
5.000 manns hér sem ekki fædd-
ust á íslandi. Ekki eru allir þessir
menn kristnir. Ekki heldur eru
allir íslenskættaðir menn kristnir.
Samkvæmt könnun sem guðfræði-
deild Háskóla íslands gerði ný-
lega, kemur það skýrt í ljós. Á að
bjóða upp á aðeins eina tegund
útfarar fyrir allt þetta fólk?
Höfundur er samhæfíngarstjóri
borgaralegrar fermingar á
fslandi.
Seglbretti
ÍBlÍ?)
Bretti, segl
Búningar
-
SEGLBRITTI
Skátabúöin hefur nú sölu á seglbrettum, seglum
og öðrum búnaði til seglbrettasiglinga. Eins og í öðrum
vöruflokkum þá býður Skátabúöin aðeins uppá þekkt
vörumerki í öllum verðflokkum.
Við bendum sérstaklega á bretti og búnað frá BIC
i Frakklandi en BIC er stærsti brettaframleiðandi í heiminum í dag.
Eins og ávallt þá leggur Skátabúðin áherslu á góða
þjónustu og leiðbeiningar reyndra mannavið val á útbúnaði.
Vatnið og vindurinn eru ókeypis og verðin hjá okkur
virðast það líka.
Byrjendapakki BIC Melody-bretti með mastri,
segli og bómu á aðeins kr. 39.980,-
Sæti, flot, aukahlutir
SKATABUÐIN
-SKAKAK FRAMÚK
SNORRABRAUT 60 SÍM112045