Morgunblaðið - 22.06.1989, Qupperneq 38
MOftGUNBLAÐIÐ UlMMTUDAGUR .22. JÚNÍ1989
38
Minning:
Sigurbjörg HaJldórs■
dóttír, Brekkukoti
Þann 28. apríl sl. lést á sjúkra-
húsi Sauðárkróks, eftir aðeins
tveggja sólarhringa dvöl, kær vin-
kona mín og að nokkru leyti fóstur-
systir, Sigurbjörg Halldórsdóttir,
Brekkukoti í Óslandshlíð, og var
jarðsett að Viðvík 5. maí að við-
stöddu fjölmenni.
Langri og farsælli vegferð er lok-
ið, og Skagaflörðurinn er fátækari
eftir hefir misst eina af sínum dygg-
ustu og fjölhæfustu dætrum.
Sigurbjörg fæddist í Viðvík í
Skagafirði 5. mars 1905, dóttir
hjónanna Guðbjargar Guðmunds-
dóttur og Halldórs Halldórssonar
sem áttu þá heimili þar. Tveggja
ára fiuttist hún að Fjalli í Kolbeins-
dal með foreldrum sínum, og ólst
þar upp til tólf ára aldurs, er þau
fluttu að Brekkukoti í Óslandshlíð,
en þar varð heimili hennar og
starfsvettvangur upp frá því.
Engin furða að hún hafi verið
orðin samgróin Hlíðinni sinni, og
kær sveitungum sínum, sem og kom
skýrt í ljós við útför hennar, er
þeir heiðruðu minningu hennar á
margvíslegan hátt, ekki hvað síst
kvenfélagskonur sveitarinnar, en
þær buðu til höfðinglegra kaffiveit-
inga að Hólum í Hjaltadal að útför
lokinni. Hafði hún verið formaður
kvenfélagsins frá stofnun þess 1941
til 1976, alls 35 ár.
Sigurbjörg var mikil athafna-
kona, ósérhlífin og dugmikil. Vand-
ist snemma á að ganga í öll útiverk
á sveitaheimili, sem ekki voru öll
af léttara tagi á þeim árum. Gekk
að slætti með föður sínum í þýfðu
túni, mótekju á vorin, og hveiju sem
var.
Jafnhliða léku henni í höndum
hverskonar hannyrðir. Ég man hve
oft ég stóð hjá henni og horfði á
hana „baldera" upphlutsborða, en
það iðkaði hún nokkuð. Silfurlit eða
gulllituð blöð mynduðust í höndum
hennar, handbragðið snilld. Ég
horfði á hana flosa mynd, gimba
og hekla blúndur, sauma út og
margt fleira, sem allt voru mér
ævintýrahlutir í þá daga.
Og síðast en ekki síst eru mér
hugljúfar barnsminningar þegar
hún settist við orgelið sitt og söng
sálma eða þjóðlög sem hún kunni
urmul af, og lífgaði það ekki lítið
upp á tilveruna í fámenninu fyrir
lítinn telpuhnokka.
Eina broslega minningu á ég frá
mínum fýrsta degi í Brekkukoti.
Sigurbjörg var þá ung stúlka, og í
heimsókn hjá henni var vinkona
hennar og jainaldra, sem kölluð var
Adda. Þær voru við orgelið og
sungu, Sigurbjörg lék undir. Ég
hlustaði á alveg hugfangin. Svo
hættu þær, en ég vildi meiri söng
og hljómlist. En þar sem ég var
ekki ennþá viss, hvor þeirra var
Sigurbjörg og hvor Adda, sagði ég
einfaldlega: „Spilaðu Sigurbjörg
Adda!“ Eg hlaut þá að hitta á nafn
þeirrar sem spilaði. Þær hlógu báð-
ar, og óskin var uppfyltt. En ég
hefi oft verið minnt á þessa setn-
ingu síðan.
Einn hálfbróður átti hún, Sigurð
Jóhann Gíslason, hann var 11 árum
eldri. Átti hann lengst af heimili á
Akureyri og vann á þessum árum
í versluninni Höpner. Voru hátíðis-
dagar þegar hann kom í heimsókn.
Stundum færði hann mér eða sendi
„auglýsingamyndir“ úr pappa og
þ.h. Voru það dýrmæt leikföng á
þeim árum. Seinna fékkst hann við
kennslu og fræðimennsku, og er
látinn fyrir nokkrum árum.
Sigurbjörg var gæfusöm í einka-
lífi sínu. Hún giftist eiginmanni
sínum, Magnúsi H. Hartmannssyni
frá Melstað í Óslandshlíð, fýrsta
ágúst 1931. Þann dag man ég vel.
Sólbjartur dagur. Brúðkaupsgestir
sátu á hólnum sunnan við blóma-
garðinn, því þröngt var í gömlu
baðstofunni.
Presturinn talaði til brúðhjón-
anna, og hugfestust mér orð hans,
að mál manna væri að hjónabandið
færi eftir veðrinu á brúðkaups-
daginn, og þar sem slíkt sólskin
væri í dag, spáði það góðu!
Og það reyndist svo. Þau hjón
voru samhuga og samstillt í gegn-
um allt, þó stundum væri gengið í
gegnum skúri og skugga. Magnús
var mjög heilsuveill mörg seinni ár,
þó aldrei gæfi hann eftir. Óþijót-
andi eljusemi að byggja upp og
endurbæta, þó oft væri hann sár-
þjáður. Gekk hann að störfum fram
á síðasta dag, en hann lést mjög
snögglega 18. janúar 1985. Veit
ég að það var Sigurbjörgu þung
raun, en hún hélt reisn sinni sem
áður.
Þau hjón eignuðust íjögur börn.
Tvö misstu þau í fæðingu. Þau sem
lifa eru: Halldóra, húsmóðir í
Brekkukoti, gift Jóhannesi Sig-
mundssyni, eiga þau 4 börn: Sig-
mund, Sigurveigu, Magnús og Sæ-
unni Hrönn.
Hartmann Páll, býr í Hofsósi,
kvæntur Herdísi Fjelsted. Þau eiga
2 börn: Sigurlínu og Magnús Óm-
ar. Barnabarnabömin voru orðin
2, yndislegar litlar stúlkur sem áttu
stórt rúm í hjarta ömmunnar, þeim
vom líka helguð síðustu handtökin
hennar. í pijónavélinni var hálfunn-
in flík úr rauðu fínu gami, sem
ætluð var lítilli stúlku, nafnið henn-
ar á miða hjá. Önnur flík nákvæm-
lega eins, samsett og frágengin —
ætluð annarri lítilli stúlku, nafn
hennar hinum megin á miðanum.
Þannig var Sigurbjörg, sístarf-
andi, óþreytandi í umhyggju sinni
fyrir flölskyldunni allri og vinum,
sem hún átti marga.
Með þessum fátæklegu línum
langaði mig að þakka allt sem hún
hefir verið mér frá því ég fýrst kom
á Brekkukotsheimilið, þá tæplega
sex ára gömul, til dvalar hjá foreldr-
um hennar. Var um eins árs dvöl
að ræða í upphafi, en það urðu fimm
og hálft ár, og hefi ég alla tíð síðan
talið Brekkukotsheimilið „mitt“
heimili.
Fóstru minnar Guðbjargar minn-
ist ég með þökk og virðingu, og
manns hennar sömuleiðis. Sérstak-
lega var ég þó bundin henni, sem
reyndist mér alla tíð sem besta
móðir, svo ljúf og trygg til hinstu
stundar, en hún lést 1952. Halldór
lést 1937.
Minningar M þessum tíma renna
eins og á færibandi. Fóstra mín.
kenndi mér að lesa og pijóna. Sigur-
björg erfiðaði með fyrstu skriftar-
kennsluna, ég hugsaði oft seinna
að ég vildi skrifa eins og hún —
en það hefur aldrei tekist.
Hún kenndi mér að leggja saman
fyrstu tölurnar og draga frá, skóla-
skylda var þá seinna en nú.
I rökkrinu, áður en kveikt var á
lömpunum sagði hún mér sögur.
Biblíusögumar þekkti ég mest af
hennar munni áður en ég kom í
skóla. Mörg sálma- og bænavers
kenndi hún mér, þar á meðal nokk-
ur vers sem lesin voru við kistulagn-
ingu hennar, og vom kvöldbæn mín
á bemskuárum.
Margt þetta var veganesti sem
ég hefí búið að síðan og fyrir það
þakka ég Guði, sem fyrirbjó mér
þetta kæra heimili í æsku.
Sigurbjörg var mér alltaf sem
stóra systir, og sama tryggðin og
systurþelið lífið í gegn. Hugkvæmn-
in til að gleðja var með fádæmum.
Oft var komið að óvömm, með
gesti með sér, allir vom velkomnir,
og oft sagði hún: „Þú þarft ekkert
að láta vita þó þú komir, komdu
bara hvenær sem er.“ Og það var
notað!
Ég og mitt fólk vomm ekki einu
gestimir, hygg ég að mörg sumrin
hafi verið fáar helgar sem ekki
vom fleiri manns þar á ferð. Sjald-
an hvíldartími fyrir mæðgurnar á
bænum. En ekki var kvartað. Öllum
var tekið með sömu hlýju gestrisn-
inni af þessari samrýndu fjölskyldu,
sem alltaf hefir búið saman sem
ein heild.
Nú er ævistarfi hennar lokið, og
autt sæti sem verður vandfyllt. En
áfram heldur lífið, hvert og eitt
okkar gengur áfram sitt afmarkaða
skeið, þar til kallið nær einnig okk-
ur. Þá er gott að hafa falið sig í
hendur Frelsarans sem sagði. „Sá
sem trúir á mig, mun lifa þótt hann
deyi.“ Það veit ég að hún gjörði.
Ég kveð hana með þakklæti og
söknuði — en einnig í glaðri von
um endurfundi á degi upprisunnar.
Öllum ástvinum hennar og
venslafólki sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur, og
bið Drottin að blessa ykkur öll.
Sigurlaug Kristinsdóttir
t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, SIGRÍÐUR KRISTIIMSDÓTTIR, Grensásvegi 58, lést í Landspítalanum að morgni 21. júní. Alfreð Jónsson, börn og barnabörn. t Faðir okkar, SUMARLIÐl EYJÓLFSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. júní kl. 15.00. Börn hins látna.
1
’ t Bróðir og frændi, GUÐJÓN SIGURÐSSON, Núpi, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 24. júní kl. 16.00. Ólafía Sigurðardóttir, Guðmundur Guðmundsson. + Móðir mfn, SIGRÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR, Efstasundi 84, Reykjavik, sem lést 16. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, föstudag- inn 23. júní kl. 10.30. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna,
1
T Tengdamóðir mín, EDITH KAMILLA GUÐMUNDSSON, fædd KAARBY, lést í Landakotsspítala 19. júní. Otför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudag 27. júní kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd annarra vandamanna, Heimir Áskelsson. + Móðir okkar, MARGRÉT ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, Miðfelli, Hrunamannahreppi, sem lést 16. júní sl., verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju laugar- daginn 24. júní kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30 með viðkomu í Fossnesti á Selfossi.
Synir hinnar látnu.
+
T Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Jón Kjartansson, Ólafur Kjartansson, Sigríður Kjartansdóttir, Garðar Sveinbjarnarson, og barnabörn. + Fóstursystir okkar, DAGMAR HLI'F SIGURÐARDÓTTIR frá Borgartúni, Efstasundi 97, verður jarðsungin frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 24. júní kl. 14.00. Kristrún Sigurðardóttir, j Sigurjón Sigurðsson.
_L
T Útför heiðursborgara Eyrarbakkahrepps, VIGFÚSAR JÓNSSONAR, fyrrv. oddvita, verður gerð frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 24. júní nk. kl. 14.00. Að ósk aðstandenda eru blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim sem vildu minnast Vigfúsar, er bent á að láta Sól- velli, dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka, njóta þess. Bílferð verður frá BSI kl. 12.30. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps. + Eiginmaður minn og faðir, GARÐAR KARLSSON, Kleppsvegi 48, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Hrafnhildur Þorbergsdóttir, Hörður Garðarsson.