Morgunblaðið - 22.06.1989, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 198»
€>1980 UniverMl Press Syndicate
„ Er þetta. jakkinn serr) SonarSonur
þinn gaf þér i c*.fmaeLisgijöf'í///
ÁSTER...
... að vera getspakur.
Með
morgnnkaffiriu
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
e 1989 Los Angeles Times Syndicate
o- ^ 'e?
532” '**•' -nZtRMOW&Kl
Styrlgum böm í þróunarlöndum
Ágæti Velvakandi.
Eru einhveijir sem vilja styrkja
fjárhagslega barn í þróunarlöndun-
um?
Til dæmis barn á Grænhöfðaeyj-
um, þar sem við íslendingay höfum
unnið að þróunarhjálp. Ástæðan
fyrir því að ég skrifa þetta er að
mig langaði tii þess í mörg ár að
styrkja barn á þennan hátt en hafði
enga hugmynd um hvernig það
mætti verða. Svo frétti ég af sam-
tökum sem eru dönsk og nú styrki
ég niu ára gamla stúlku á Græn-
höfðaeyjum sem heitir Zulmira.
Hún býr hjá ömmu sinni sem er
um sjötugt og sem hefur fyrir öðru
bami að sjá. Og þetta kostar 120
dkr. á mánuði, sem er um 900 kr.
ísl. Fyrir þessa peninga er henni
séð fyrir fæði, læknishjálp og lyfj-
um. Henni verður tryggð skóla-
ganga í grunnskóla og jafnvel eitt-
hvert iðnnám.
Á Grænhöfðaeyjum er skólanám
annars ókeypis en þar sem fátækt
er svo mikil fara börnin ekki í
skóla, fólk hefur ekki ráð á fötum
og bókum. Þessi samtök heita:
Bornefonden,
0sterbrogade 85,
Dk-2100 Knbenhavn 0.
Danmark.
Hægt er að skrifa (á dönsku eða
ensku) og fá nánari upplýsingar.
Margir íslendingar kannast vafa-
laust við þessi samtök og „eiga“
barn einhvers staðar.
Heiðrún
Betri nýting’
Til Velvakanda.
Öllum ber saman um að minna
er um fisk á miðum við landið en
áður og er þar auðvitað mikilli veiði
um að kenna en menn greinir á um
hvernig bregðast skuli við þessu.
Sjálfsagt er að auka nýtinguna eins
og reyndar hefur verið reynt á
mörgum sviðum. Ég tel það hins
vegar vera skref afturábak að
saumað hefur verið að smábátasjó-
mönnum. Allir vita að þeir stunda
ekki smáfiskadráp og sennilega
kemur besti fiskurinn upp úr trillun-
um. Það er því hagstætt að sem
mest af heildaraflanum komi á
þær. Allir vita að togarar fara illa
með botninn og talað er um mikið
smáfiskadráp hjá þeim. Lítið hefur
verið gert í því máli enda ekki auð-
velt við að eiga. Eina ráðið er að
efla þær veiðar þar sem smáfiska-
dráp kemur ekki til greina.
Trillukarl
Hestamenn:
Verið vel á verði, þar sem ökutæki eru á ferð.
Haldið ykkur utan fjölfarinna akstursleiða.
Stuðlið þannig að auknu umferðaröryggi.
«
i
Hvaða styrkíeiki nægir
ykkur á vélhjólunum?
HÖGNI HREKKVlSI
Yíkverji skrifar
Víkveiji hefur áður minnst á það
í dálkum sínum hversu illa
honum er við, þegar talað er um
verð í fleirtölu. Verslanir og fýrir-
tæki hreykja sér gjarnan af því í
auglýsingum, að „bjóða bestu verð-
in“. Nú hefur Víkveiji fengið í hend-
ur kver, sem nefnist „Málfar í fjöl-
miðlum“, eftir Árna Böðvarsson,
málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins,
en kver þetta er gefið út af Ríkisút-
varpinu og Morgunblaðinu og hugs-
að sem handbók fyrir starfsmenn
þessara fjölmiðla. I kveri þessu er
meðal annars fjallað um nafnorðið
verð. Þar segir:
„Nafnorðið verð hlýtur þungar
búsiljar í fjölmiðlum. Eðli þess er
eintala, þó að formið banni ekki
fleirtölumynd, enda kemur það fyr-
ir þegar í fornu máli og þá með
fleirfaldstölu. Talað er um tvenn
og þrenn verð í Laxdælu þar sem
menn deila um hross. Þar er átt
við tvöfalt og þrefalt verð. Það
hæfír vönduðu máli að tala um
margs eða ýmiss konar verð (í
eintölu), margvíslegt, breytilegt
verð, vöru á (við) öllu (alls kon-
ar) verði, en ekki „?mörg verð“.
Allt verð er lágt í verslun minni,
en hinum manninum mælist illa sem
segir „?öll góðu verðin í minni versl-
un“. Honum gæti líka dottið í hug
að tala um „?ódýr verð“ hjá sér.
En verð er hvorki „dýrt“ né
„ódýrt“, það er hátt, lágt, mikið eða
lítið, og frá öðru sjónarmiði gott
eða lélegt.“
Svo mörg voru þau orð Árna
Böðvarssonar. Vonandi hverfa
„verðin" úr auglýsingum og fréttum
og „verðið“ kemur í staðinn.
xxx
að er ef til vill ekki hægt að
ætlast til þess að fólk vandi
mál sitt, ef óvandað mál er haft
fyrir því í bernsku. Víkveiji horfði
fyrir nokkru á barnatíma á Stöð
2, þar sem „Begga frænka“ brá á
leik með bömunum. Beggu þessa
þurfa forráðamenn Stöðvar 2 að
tukta dálítið til, því hún vandar
mál sitt ekki nógu vel. Hún talaði
um að gott væri að sitja í íslenskum
garði, þvíþar væru „eingvar" slöng-
ur og svo tilkynnti hún að þarna
gæti maður „sitið“ í ró og næði.
Síðar í þættinum var hún að kenna
börnunum leik og útskýra hvernig
ætti að fara að, ef „fleirri" tækju
þátt í leiknum. Hún „spekúleraði“
og dáðist að einhveiju „flottu", en
þó tók fyrst steininn úr þegar kom
að því að hún brá sér í leik með
börnunum, þar sem hún þurfti að
„standa með lappir í sundur". Svo
þurfti einhver „að koma og skríða
í gegnum lappirnar á mér“. Víkveiji
lætur lesendum sínum eftir að geta
sér þess til hvernig það var gert.
Þegar Víkveiji hafði fengið nóg
af að hlusta á þá íslensku sem
Begga frænka hafði fyrir börnunum
horfði hann á bamatíma ríkissjón-
varpsins. Þar var þátturinn um
Heiðu á skjánum og var þar ólíku
saman að jafna. Málfar Heiðu og
félaga var hið vandaðasta og þátt-
urinn því ríkissjónvarpinu til sóma.
XXX
Yíkveiji getur ekki lokið þessum
pistli sínum án þess að vekja
athygli á nýrri tískusögn, „að lág-
marka“. Haft var eftir nýjum for-
manni Vinnuveitendasambandsins
fyrir skömmu að hlutverk sam-
bandsins hefði löngum verið „að
reyna að lágmarka vitleysuna í
efnahagsmálum þessarar þjóðar
...“ Skömmu síðar birtist svo aug-
lýsing frá verðbréfafyrirtæki í
Morgunblaðinu. Þar var að finna
spurninguna: „Hvernig lágmarka
ég skattana?"
Hrifning Víkveija á þessari nýju
tískusögn er afar „lágmörkuð".
i
I
4
4