Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 15

Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 15 Víxlarar í helgidómnum eftir Þorbjörn Broddason Grein Margrétar Sigurðardóttur í Morgunblaðinu þriðjudaginn 20. júní sl. er fyrsta tilraun sem mér er kunnugt um til að bera blak af stjómendum Tjarnarskóla í Reykjavík vegna mjög alvarlegra mistaka sem þeim urðu á við skóla- slit nú í vor. Ekki má láta þessari grein Margrétar ósvarað með öllu jafnvel þótt skoðanasystkini hennar hljóti að vera fámennur hópur. Margrét vísar í upphafi greinar sinnar til „neyðarúrræðis er stjórn- endur Tjarnarskóla urðu að viðhafa við skólaslit.“ Síðar í greininni ræð- ir hún um „óréttmæta ásökun“ vegna sama atburðar. Margrét lítur því augljóslega svo á að það geti verið rétt og nauðsynlegt að koma fram við bam á þann hátt sem stjómendur Tjamarskóla gerðu og rakið hefur verið í ijölmiðlum. Margrét er haldin þeirri mein- loku, sem illu heilli hefur einnig gripið skólastjómenduma, að hinn óskilvísi faðir sé ábyrgur fyrir fram- komu skólans við bamið. Þama afhjúpa þær hörmulegan misskiln- ing sem verður að leiðrétta. Tjam- Skálholtskirkja Sumartónleik- ar í Skálholti hefjast 1. júlí SUMARTÓNLEIKAR í Skál- holtskirkju hefjast laugardaginn I. júlí og munu standa, yfir fímm helgar í júlí og ágúst. Sumartón- leikar hafa verið haldnir í Skál- holti óslitið frá árinu 1975 og hefúr frá upphafi verið lögð áhersla á að flytja annars vegar íslenska samtímatónlist og hins vegar barokktónlist; einkum tón- list Jóhanns Sebastians Bach. Á sumartónleikunum munu ijöl- margir einleikarar og söngvarar koma fram, flestir íslenskir. Einnig mun barokksveit Sumartónleikanna koma fram í Qórða sinn helgina 29. og 30. júlí og flytja verk frá 18. öld á upprunaleg hljóðfæri. Þá mun sönghópurinn Hljómeyki fmmflylja messu eftir Hjálmar H. Ragnarsson um verslunarmannahelgina, 5. til 7. ágúst. Laugardaginn 1. júlí munu Manuela Wiesler og Pétur Jónasson leika á flautu og gítar í Skálholts- kirlqu. Klukkan 15.00 em á dag- skrá verk eftir Jóhann Sebastian Bach en klukka 17.00 verða leikin nútímatónverk. Sunnudaginn 2. júlí kl. 15.00 munu þau Pétur og Manu- ela leika úrval úr efnisskrá laugar- dagsins og einnig verða þættir úr tónleikaskránni leiknir við messu kl. 17.00. Aðgangur að Sumartónleikunum í Skálholtskirkju er ókeypis. Á sunnudögum em áætlunarferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík að Skálholti. Brottför er klukkan II. 30 en farið til baka klukkan 17.30. „Þess vegna er það sem vel er gert í þessum skóla til álitsauka fyrir forystu skólamála í landinu og borginni, en það sem miður fer varp- ar skugga á allt skóla- kerfi okkar o g við ber- um öll áþví nokkra ábyrgð.“ arskóli er gmnnskóli og starfar samkvæmt gmnnskólalögum. Hann er kostaður að vemlegum hluta af almannafé, jafnvel þótt hann sé kallaður einkaskóli, og mun það óumdeilt að aukakostnaður skatt- greiðenda vegna hans nemi nokkr- um milljónum króna á ári. I 75. gr. gmnnskólalaga segir að menntamálaráðuneytið geti löggilt einkaskóla „enda hlíti slíkir skólar sama eftirliti og reglum og aðrir gmnnskólar." í 59. gr. segir „Er grunnskólanámi lýkur skal nemandi fá skírteini, er votti að hann hafi lokið skyldunámi sam- kvæmt lögum.“ Ekki getur leikið mikill vafi á því að vikið hafi verið frá anda og bók- staf þessara laga þegar hótað var að neita baminu um skólaskírteini til að þvinga fram fullnustu skuld- ar. Þegar þessari hótun var síðan framfylgt í Dómkirkjunni hinn 31. maí sl. vom lögin ekki einungis forsmáð heldur bmtu stjórnendur Tjamarskóla gegn siðbundnum skyldum sínum sem erfitt er að orða og festa á blað þótt reynt hafi verið. Þannig segir í 2. gr. grunnskólalaganna (markmiðs- greininni) að starfshættir skólans skuli „mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu Þorbjörn Broddason samstarfi." Skólinn á að „temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjömm og umhverfi ... og skyldum einstakl- ingsins við samfélagið." í Aðalnám- skrá grannskóla frá 28. apríl sl., sem lengi var í smíðum og almenn- ur einhugur virðist ríkja um, segir á bls. 11: „Aðstæður bama og ungl- inga em mjög misjafnar, uppeldi þeirra og reynsla ólík. Nauðsynlegt er að í skólastarfi sé tekið tillit til þessa.“ Stjómendur Tjamarskóla áttu engar sakir óuppgerðar við bamið umrædda. Þeim hafði hins vegar verið trúað og treyst fyrir velferð þess, ekki einasta af foreldranum, heldur yfirvöldum skólamála í landinu. Þessum trúnaði gleymdu þær vegna uppsafnaðrar gremju í garð erfiðs skuldunauts. Margrét Sigurðardóttir tilgreinir dýrmæta kosti Ijarnarskóla. Þeir njóta sín ekki vel þegar þeim er teflt gegn atburðinum í Dómkirkj- unni. Ef Margrét hefði viðurkennt að viðskiptahættir stjómenda Tjarnarskóla þörfnuðust endur- skoðunar, hefði verið viðeigandi að minnast á jákvæðu hliðamar. Hún gerir það ekki, heldur leggur beinlínis blessun sína yfir aðferðir skólastjórnendanna. Fyrir vikið verða meðmæli hennar með skólan- um að verra öfugmæli en hann á skilið. Höfundur erfiiUtrúi ífræðsluráð. Reykjavíkur. ; :=■ :? ■ ? c»<v ? oj# a 9 .Pf * MADDAMA, KERLING, FROKEN, FRU VEISTU HVERT ÞÚ STEFNIR NÚ? KVENNALISTAKONUR Á FERÐ ALMENNIR FUNDIR, VINNUSTAÐAHEIMSÓKNIR, ÚTIMARKAÐIR. AUSTURLAND VESTURLAND Guðrún Agnarsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir Danfríður Skarphéðinsdóttir og Kristín Einarsdóttir Kristín Halldórsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir. 26. JÚNÍ, MÁNUDAGUR Höfn í Hornafirði. 26. JÚNÍ, MÁNUDAGUR Búðardalur. 26. JÚNÍ, MÁNUDAGUR Reykjahlíð. 27. JÚNÍ, ÞRIÐJUDAGUR Höfn í Hornafirði - Iðavellir. 27. JÚNÍ, ÞRIÐJUDAGUR Stykkishólmur - Grundarfjörður. 27. JÚNÍ, ÞRIÐJUDAGUR Ólafsfjörður - Hrísey - Dalvík. 28. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR Egilsstaðir. 28. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR Ólafsvík - Breiðablik. 28. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR Grenivík - Húsavík - Þórshöfn. 29. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR Borgarnes - Logaland. 29. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR Raufarhöfn - Kópasker - Breiðamýri. 29. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR Borgarfjörður eystri. 30. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR Scyðisfjörður. 30. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR Akrancs. 30. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR Akureyri. Konur mætast, konur kætast. Sjá nánar í götuauglýsingum - Geymið auglýsinguna. ? NORÐURLAND EYSTRA £ í 9 9\ O**® O*- PQ;v<?'g<Vov ? Tó,- o*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.