Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JUNI 1989
16
Járn- og málmsmíði eru
undirstöðuatvinnugreinar
Gunnlaugur Axelsson, forslgóri, og Aðalsteinn Jóhannsson, tækni-
fræðingur.
eftir Björgvin
Frederiksen
Fyrir rúmri hálfri öld, 12. mars
1937, skrifaði ég stutta blaðagrein
um kennslu í járniðnaði þar sem ég
vakti máls á því að betur mætti gera.
Eins og vænta mátti þá fannst þáver-
andi fræðurum ekki ástæða til að-
finnslu og fékk ég nokkur ónot fyrir
uppátækið en lét það ekki á mig fá
en bytjaði skömmu síðar við lítil efni,
sjálfstætt eins og það var kallað þá,
í gamalli smiðju. En ég ungur maður
gladdist yfir þeim framförum sem
ég hafði séð í iðngreininni og gerði
mér jafnframt Ijóst að íslendingar
mundu sækja á brattann og efla
þessa mikilsverðu undirstöðuat-
vinnugrein en til þess þurfti að sjálf-
sögðu betri menntun iðnaðarmanna.
Ánægju mína lét ég í ljós í nefndri
blaðagrein með þessum orðum:
„Járn- og málmiðnaði hefur fleygt
fram á síðari árum. Verksmiðjur
hafa fjölgað vélum sínum, tekið upp
ýmsar nýjungar og yfirleitt fylgst
vel með öllum framförum sem til-
heyra iðninni, eins og sjá má af því
að íslendingar geta nú kunnáttu
vegna framkvæmt allar skipa- og
vélaviðgerðir í landinu."
Svo mörg voru þau orð og síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar
eins og sagt er. Á hálfri öld hefur
átt sér stað stórfelld þróun, nánast
iðnbylting, í öllum greinum íslensks
iðnaðar og verkmenntar og enn sem
fyrr eru járn- og málmiðnaður og
þungaiðnaður greinarinnar skip-
asmíðar undirstöðuatvinnugreinar.
Fyrir nokkrum dögum hitti ég
góðkunningja minn og skólabróður,
við útskrifuðumst úr Iðnskólanum í
Reykjavík úr járniðnaðardeild fyrir
55 árum. Hann er Aðalsteinn Jó-
hannsson, tæknifræðingur, lengi
kennari við Iðnskólann og var mörg
ár í einkaatvinnurekstri. Aðalsteinn
er mikill áhugamaður um iðnþróun
og í þetta skiptið bar á góma hjá
okkur samdráttur í skipasmíðum
hérlendis og fleira um iðnað.
Snemma næsta morgun hringir hann
til mín og segir út af þessu sem við
vorum að tala um í gær: „Ertu ekki
til í að skreppa með mér til Vest-
mannaeyja og skoða fyrirtækið
Skipalyftuna hf.“ Ég segi að það
þurfi nú einhvern aðdraganda og
hann segist þá tala við Gunnlaug
Axelsson forstjóra og panta farmiða
hjá Flugleiðum og að við færum
seinnipartinn því ég þyrfti ekkert að
hafa með mér, ekki einu sinni sápu.
Ég sló til, hafði ekki komið til Eyja
eftir gos en nokkrum mánuðum fyrir
gos var Iðnþing haldið í Vestmanna-
eyjum og móttökur allar glæsilegar.
Þá var ekið kringum Helgafell svo
fagurlega smíðað og engan grunaði
það né hlíðar þess um græsku. Við
nutum þekktrar gestrisni vina Aðal-
steins í Eyjum og skoðuðum þetta
myndarlega járniðnaðarfyrirtæki,
Skipalyftuna hf., sem er ákaflega
vel staðsett, athafnasvæðið er á
40.000 fermetrum lands og hefur til
afnota 120 metra viðlegukant, skipa-
lyftan getur lyft skipum allt að 1.000
TDW, auk þess hafa þeir 16.000
rúmmetra plötu og vélaverkstæði
búið hinum bestu tækjum og hafa í
þjónustu sinni þaulvana tækni- og
iðnaðarmenn, vegna þeirrar hagræð-
ingar að gömlu þekktu vélsmiðjurn-
ar, Magni hf. og vélsmiðjan Völundur
hf., sameinuðust sem hluthafar í
Skipalyftunni hf. Þama hefur sem
sagt verið búið í haginn, eins vel og
hægt er, til þess að geta framkvæmt
allar viðgerðir og breytingar á fiski-
flota þessarar miklu verstöðvar
ásamt viðgerðum, uppsetningu og
smíði véla og tækja í vinnslustöðvun-
um í landi. Þeir hafa ekki reist sér
hurðarás um öxl með því að fara út
í skipasmíði. Fyrirtækið á þó í harðri
samkeppni um verkefni þegar skip-
asmíðastöðvamar hafa í mörg ár
enga nýsmíði skipa og reyna því að
lifa á viðgerðum og breytingum. Hér
er aðeins minnst á eitt fyrirtæki á
landsbyggðinni sem er til fyrirmynd-
ar, en þau eru mörg víðsvegar um
land sem berjast í bökkum og þurfa
skilning yfirvalda og viðurkenningu
á þjóðhagslegu mikilvægi. ÖIl eiga
þessi jámiðnaðarfyrirtæki það sam-
eiginlegt að vera byggð upp af bjart-
sýnum, og dugmiklum athafnamönn-
Björgvin Frederiksen
„Öll eiga þessi járniðn-
aðarfyrirtæki það sam-
eiginlegt að vera byggð
upp af bjartsýnum, og
dugmiklum athafiia-
mönnum sem hafa fórn-
að starfskröftum og
fjármunum af ótrúlegri
seiglu miðað við þann
skilningsskort sem
virðist oftast ríkjandi
hér í landi á mikilvægi
skipasmíða.“
um sem hafa fórnað starfskröftum
og íjármunum af ótrúlegri seiglu
miðað við þann skilningsskort sem
virðist oftast ríkjandi hér í landi á
mikilvægi skipasmíða.
Nokkur undanfarin ár hafa skipa-
smíðar lagst niður eða hreinlega ver-
ið bannaðar. Þetta skapar glundroða
SUMARMARKAÐUR
FJOLSKYIDUNNAR
IAXAFENI 14(ÍNÚTIÐ)
Opnum í dag kl. 10. Opiö virka daga frá
kl. 1 2-19 og laugardaga frá kl. 10-16. Gífur-
legt úrval af alls kyns fatnaði — sportvöru -
tjöldum - blómum - sælgæti - o.fl. o.fl. o.fl.
Hjá okkur situr fjölbreytnin í fyrirrúmi.
Það er fjör í Faxafeni 14.
FRABÆRAR VORUR
A NIDURSPRENGD
VERÐI!!!