Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 Atli Konráðsson starfar við hvalarannsóknir hjá Hafrannsókna- stofnun. Sveinn Guðmundsson, kjötmatsmaður, að störfum í hvalstöðinni. „Best er að hella sojaolíu á hvalinn og éta hann hráan“ - segir Sveinn Guðmundsson kjötmatsmaður í Hvalstöðinni í Hvalfirði „HVALKJÖTIÐ er lystakjöt," sagði Sveinn Guðmundsson, kjötmatsmaður hjá Hval hf., í samtali við Morgunblaðið þegar hvalstöðin í Hvalfirði var heim- sótt á fimmtudag. „Best er að hella sojaolíu á hvalinn og éta hann hráan, eins og Japanir gera,“ hélt Sveinn áfram. Leyfi- legt er að veiða 68 langreyðar á vertíðinni og var fyrsti hvalurinn skorinn á þriðjudag. Hvalbátarn- ir Hvalur 8 og Hvalur 9 komu svo með íjórar Iangreyðar í hval- stöðina á fimmtudagsmorgun og fjórar i ga>rmorgun. „Þetta er 41. hvalvertíðin mín,“ sagði Magnús D. Ólafsson, verk- stjóri. Magnús sagði að hér áður fyrr hefðu hvalbátamir stundum verið með fimm hvali á hvorri síðu og til dæmis hefðu veiðst 160 hval- ir í júní 1957. „Síðasta sæmilega vertíðin var árið 1982, en þá mátti líka veiða búrhvali," sagði Magnús. Ilmvötn vom unnin úr búrhvala- lýsi, að sögn Atla Konráðssonar sem starfar við hvalarannsóknir hjá Hafránnsóknastofnun. „Við at- hugum til dæmis hversu gamlir hvalirnir eru en það sjáum við í árlögum í svokölluðum eyrnatöpp- um þeirra," sagði Atli. Hann sagði að kannað væri hversu marga kálfa hvalkýrnar hefðu átt með því að athuga eggjastokka þeirra. Einnig væri skoðað hvað og hve mikið hvalirnir hefðu étið og Blóðbankinn gerði erfðafræðilegar rannsóknir á þeim. Reiknað er með að hvalvertíðin standi í ijórar til sex vikur, að sögn Sveins Guðmundssonar, kjötmats- manns. Sveinn sagði að á vertí- ðinni væri unnið á 8 kiukkustunda vöktum í hvalstöðinni og þar ynnu um 100 manns, þar af um 50 við hvalskurðinn sjálfan. Hann sagði að um 30 manns störfuðu í frysti- húsi Hvals hf. í Hafnarfirði og sam- tals væru um 30 manns á hvalbát- únum tveimur, Hval 8 og Hval 9. Morgunblaðið/Bjami Tæplega 17 metra löng langreyður skorin í hvalstöðinni í Hvalfirði á fimmtudag. Meðallengd langreyða, sem veiddar eru hér viðriand, er 18 til 19 metrar. En á innfelldu myndinni er Magnús D. Ólafsson, verkstjóri. Söftiun hafín á rafhlöðum BORGARYFIRVÖLD hafa gefið út bækling með upplýsingum og leiðbeiningum um hvar tekið verð- ur á móti notuðu rafhlöðum og verður honum dreift í öll hús í borginni. Ætlunin er að gefa út fleiri bæklinga um umhverfismál, sem eru efst á baugi hveiju sinni og varða heill íbúanna. Á næstu dögum hefst innsöfnun á notuðum rafhlöðum í Reykjavík en markmið söfnunarinar er að draga eins mikið og unnt er úr umhverfis- meingun af völdum kadmíums og kvikasilfurs. Notaðar rafhlöður hafa hingað til undantekningariítið verið urðaðar með húsasorpi á sorphaug- unum. Þar tærast þær með tímanum. Þessi efni menga grunnvatnið og berast með því til sjávar og hafa skaðleg áhrif á lífríki hans. Efnin safnast ennfremur fyrir í lífverum, meðal annars þeim sem við nýtum okkur til matar. I frétt frá borgaryfirvöldum segir að þess verði farið á leit við for- ráðamenn bensínstöðva, matvöru- og ljósmyndavöruverslana, að þeir veiti móttöku rafhlöðum í þar til gerð ílát. Munu starfsmenn hverfamiðstöðva borgarinnar losa ílátin reglulega auk þess sem tekið verður á móti raf- hlöðunum í hverfamiðstöðvunum. Standa vonir til að borgarbúar taki þessari málaleitan vel og vilja borg- aryfirvöld hvetja þá til þess að taka þátt í söfnuninn. KÍ og HÍK: * Alyktað um Tjarnarskóla Morgunblaðinu hafa borist ályktanir frá Kennarasambandi Islands og Hinu íslenska kenn- arafélagi, vegna þess atburðar er nemandi í Tjarnarskóla fékk ekki afhent prófskírteini við út- skrift vegna þess að dráttarvext- ir af skólagjöldum höfðu ekki verið greiddir. I ályktununum lýsa KÍ og HÍK furðu sinni yfir þessum atburði. Óviðunandi sé að viðskipti skóía- stjóra við foreldra komi niður á nemendum og peningasjónarmið megi aldrei setja ofar mannúðar- sjónarmiðum. Slíkt gangi þvert á anda grunnskólalaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.