Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
Thatcher skorar á de Klerk
að láta Mandela lausan
London. Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, hitti F. W.
de Klerk, forsetaefhi Suður-
Afríku, að máli í London í gær
og ítrekaði við hann þá skoðun
sína að stjórnin í Pretoríu bæri
að láta Nelson Mandela, blökku-
mannaleiðtoga, Iausan úr haldi.
Hefur hún sett það sem skilyrði
fyrir heimsókn til Suður-Afríku
að Mandela verði látinn laus.
Að sögn breskra embættismanna
kom fram á fundinum að aukinn
vilji væri fyrir hendi meðal suður-
afrískra áhrifamanna að leysa
vandamál í sambúð hvítra manna
og litra með samningum. De Klerk
er leiðtogi stjómarflokksins, Þjóð-
arflokksins, og þykir umbótasinn-
aður.
I Evrópuferð sinni heimsækir de
Klerk íjögur ríki Evrópubandalags-
ins (EB), m.a. til þess að kynna
EB-leiðtogum umbótaáætlanir
Pretoríu-stjórnarinnar og hvetja þá
til að grípa ekki til þvingunarað-
Reuter
Moskvu. Reuter.
ALI Rafsanjani, forseti íranska
þingsins, hvatti í gær til aukinna
samskipta milli_ múslima i Sov-
étríkjunum og íran við messu í
stærstu mosku Sovétlýðveldisins
Azerbajdzhans. Þá sagði hann
að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti
Sovétrílganna, væri einn af mikil-
fenglegustu þjóðarleiðtogum
heims.
Rafsanjani sagði, á síðasta degi
opinberrar heimsóknar sinnar, að
för sín til Sovétríkjanna væri afar
mikilvæg og að aldrei fyrr hefði
slík heimsókn átt sér stað.
í gær undirrituðu Rafsanjani,
sem líklegt er að verði kjörinn næsti
COMBI CAMP
sýning um helgina.
Höfum opið frá kl. 14-17
laugardag og sunnudag.
COMBI CAMP er ein
fljótlegasta lausn á
tjöldun er býðst.
Tekur aðeins 15 sekúndur
COMBI CAMP hefur trégólf
í svefn- og í verurými,
sem dregur úr jarðkulda og raka.
gerða gegn Suður-Afríku. Ræddi
hann við Helmut Kohl, kansiara
Vestur-Þýskalands, í fyrradag og
frá Bretlandi heldur hann til Italíu
og Portúgals.
Þrír andstæðingar aðskilnaðar-
stefnu stjórnarinnar í Suður-Afríku
vom handteknir fyrir að kasta
málningardósum að jagúar-bifreið
de Klerks er hann kom til viðræðna
við Thatcher í embættisbústað
hennar við Downing-stræti í gær-
morgun. Slettist hvít málning á bif-
reiðina en de Klerk sakaði ekki.
Andstæðingar aðskilnaðarstefn-
unnar höfðu sig mikið í frammi í
London, m.a. við sendiráð Suður-
Afríku, vegna heimsóknar de
Klerks.
Jose Eduardo dos Santos, forseti Angóla (t.h.) og Jonas Savimbi,
leiðtogi UNITA-skæruliða (t.v) eftir söguleganfund 18 afrískra þjóð-
arleiðtoga í Gbadolite í Zaire á fimmtudag. Á milli þeirra er Ibra-
him Babangida, forseti Nígeríu.
Miklar líkur taldar á
þióðarsátt í Angóla
Luanda, Jóhannesarborg. Reuter, Daily Telegraph.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands (t.v.), tekur á móti
F. W. de Klerk, forsetaefhi Suður-Afríku, og konu hans, Marike, í
embættisbústað sínum í London í gær.
Rafsanjani í Azerbajdzhan:
Hvatti til meiri
samskiptavið
sovéska múslimi
forseti írans, og Gorbatsjov sam-
komulag um efnahagslega og hem-
aðarlega samvinnu landanna.
Talsmaður múhameðstrúar-
manna í Baku, höfuðborg
Azerbajdzhans, sagði að múslimar
fögnuðu innilega batnandi sam-
skiptum Sovétríkjanna og írans.
Azerar, sem eru um sjö miljónir,
játa múhameðstrú en alls búa á
milli 30 og 40 miljónir múslima í
Sovétríkjunum. í íran eru um fimm
miljónir Azera búsettir.
Að undanfömu hafa fjölmargar
moskur verið reistar í Azerbajdzhan
í kjölfar aukins trúfrelsis í Sov-
étríkjunum.
JONAS Savimbi, leiðtogi UN-
ITA-skæruliða í Angóla, og Jose
Eduardo dos Santos, forseti
landsins, hafa samið um vopnahlé
í borgarastríði, sem staðið hefiir
í 14 ár, og tekur það gildi í dag.
Margt er þó enn á reiki um sam-
komulagið, sem náðist á söguleg-
um fundi 18 afrískra þjóðarleið-
toga í Gbadolite í Zaire á fimmtu-
dag. Vestrænir sljórnarerindrek-
ar í Luanda sögðu að leiðtogam-
ir hefðu báðir skuldbundið sig til
þess að að beita sér fyrir þjóðar-
sátt í Angóla og erfitt yrði fyrir
þá að víkja sér undan þeirri
skuldbindingu.
Dos Santos sagði er hann kom
til Luanda í gær að samkomulagið
væri fyrsta skrefið í átt til varan-
legs friðar í Angóla. Margt er þó á
reiki um samkomulagið og greinir
menn til að mynda á um hvort i
því felist að Savimbi eigi að fara í
útlegð til bráðabirgða eftir að hafa
viðurkennt dos Santos sem lögmæt-
an forseta landsins. Kenneth
Kaunda, forseti Zambíu, hélt því
fram að svo væri, en Mobuto Sese
Seko, forseti Zaire,. sem hafði milli-
göngu um samkomulagið, vísaði því
á bug. Stjórnarerindrekar sögðu að
Dos Santos og flokkur hans, Þjóð-
frelsisfylking Angóla, MPLA,
skuldbyndu sig til þess að beita sér
fyrir þjóðarsátt og veita öllum
UNITÁ-skæruliðum sakaruppgjöf.
UNITA myndi einnig deila völdun-
um með MPLA innan stjómkerfis-
ins og hersins. Mobuto vísaði á bug
fregnum um að í samkomulaginu
fælist að Savimbi yrði ráðherra í
stjórn landsins.
Savimbi og Dos Santos höfðu
aldrei ræðst við frá því stríðið í
Angóla hófst árið 1975 og þótti það
því söguleg stund er þeir tókust í
hendur á fundinum í Gbadolite.
„Báðir sýndu mikið hugrekki að
gera þetta, einkum þó forseti Ang-
óla,“ sagði vestrænn stjómarerind-
reki í Luanda. Nokkmm dögum
áður höfðu fjölmiðlar í Angóla kall-
að leiðtoga UNITA-hreyfingarinnar
„Júdas“ Savimbi vegna tengsla
hans við Suður-Afríkumenn í
stríðinu. Margir Luanda-búar áttu
bágt með að trúa því í fyrstu að
dos Santos hefði heilsað Savimbi
með handabandi, en flestir þeirra
viðurkenndu þó að lokum að það
hefði verið óhjákvæmilegt. Robert
Mugabe, forseti Zimbabwe, sagði
að dos Santos hefði látið svo um-
mælt eftir að leiðtogi UNITA hefði
fallist á vopnahlé að Savimbi væri
„föðurlandsvinur“.
UNITA (Samtök fyrir algjöru
sjálfstæði Angóla) hefur náð
stærstum hluta Suðaustur-Angóla
á sitt vald og nýtur stuðnings
Bandaríkjastjómar. Sovétmenn
hafa stutt stjóm MPLA, sem að-
hyllist marxisma, og er talið að stór-
veldin hafi lagt hart að báðum
hreyfingunum að binda enda á
borgarastríðið. Tugþúsundir manna
hafa fallið í stríðinu og hefur það
einnig valdið miklum efnahags-
þrengingum í Angóla.
Leiðtogar sunnanverðrar Afríku
fögnuðu í gær samkomulaginu í
Gbadolita og sögðu það mikilvægt
skref í átt til friðar í þessum
stríðshijáða hluta álfunnar. Stjóm-
völd í Suður-Afríku, sem hafa stutt
.UNITA, fögnuðu því einnig og
sögðu að miklar líkur væru á þjóð-
arsátt í Angóla.
Flugslysið í Perú:
60 manns
fórust alls
Líma, Perú. Reuter.
60 MANNS létust þegar herflug-
vél fórst í Perú á miðvikudag-
inn, en áður var talið að um 40
manns hefðu verið um borð.
Vélin var að flytja timbur og
farþega frá afskekktum svæðum
til borgarinnar Líma þegar hún
rakst á fjallshlíð og brotnaði í
tvennt. Talið er að orsök slyssins
sé sú, að vélin hafi verið ofhlaðin
þegar hún lagði af stað frá bænum
San Ramon stuttu fyrir slysið en
ekki er vitað hvort veðrið gæti átt
þarna líka hlut að máli en rigning
og slæmt skyggni var á miðvik-
daginn. Þegar björgunarmenn
komu að flakinu á fimmtudag vom
allir um borð látnir.
BEN
LAGMULA 7
COMBICAMP
Family
Verð kr. 208.475,-
staðgreitt.