Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Þegar starfs- ævi lýkur Félög aldraðra starfa í flest- um stærri sveitarfélögum. Þau vinna að margs konar hagsmunum fólks sem komið er á efri ár. Fyrir fáeinum dög- um var síðan stofnað Lands- samband aldraðra, sem á að samhæfa starfsemi félaganna að bættum hag hinna öldruðu. Samtök af þessu tagi eru meir en tímabær og hafa æmum verkum að sinna. Aldursskipting þjóðarinnar hefur breytzt mikið á þessari öld, ekki sízt á næstliðnum ára- tugum. Meðalævilíkur íslend- inga, sem vóru 32 ár hjá körlum og 38 ár hjá konum um miðja öldina sem leið, eru nú 75 ár hjá körlum en 80 hjá konum. Þetta er ein lengsta meðalævi sem þekkist í heiminum í dag. Skýringin á þessari þróun er margþætt, en fyrst og fremst stórbætt aðbúð lands- manna að því er varðar mennt- un, fæði, klæði, húsnæði, vinnuaðstöðu, líkamsrækt og heilsugæzlu. Framfarir í lækn- isfræði fyrirbyggja og/eða lækna ýmsa sjúkdóma, sem fyrrum heijuðu á yngri aldurs- flokka og ungbamadauði, sem var mikill, er hverfandi. Allt hefur þetta áhrif á meðalævi- líkur landsmanna. Hlutfall hinna öldruðu af heildartölu landsmanna hækk- ar jafnt og þétt. Sú þróun held- ur fyrirsjáanlega áfram. íslend- ingar eldri en 70 ára, en það em aldursmörk, sem starfslok þegnanna hafa oftast verið miðuð við, eru í dag um sjö af hundraði landsmanna. Líkur standa til að þetta hlutfall fari hækkandi frá ári til árs og verði átján af hundraði eftir 50 ár. Sú þróun hefur orðið í grannríkjum, að starfslok fær- ast sífellt niður aldursstigann, jafnvel niður á 60-65 ára ald- ursskeiðið. Atvinnuleysi, sem sums staðar er landlægt, liefur ýtt undir þessa þróun; hinir eldri víkja fyrir hinum yngri á vinnumarkaðinum. Þá þykir við hæfí að fullorðnir eigi kost á því, ef þeir kjósa svo, að setj- ast í helgan stein fyrr en verið hefur, án þess að þurfa að ótt- ast um öryggi sitt eða afkomu. Engin ástæða er til að ætla að þróunin verði að þessu leyti önnur hér en annars staðar. Breytt aldursskipting þjóð- arinnar kallar óhjákvæmilega á margs konar viðbrögð í sam- félaginu. I fyrsta lagi þarf full- orðið fólk, sem lætur af ævi- starfi sínu fyrir aldurs sakir, en hefur heilsu og vilja til áframhaldandi starfa, að eiga kost á hlutastörfum við hæfí. í annan stað þarf fólk, sem setzt hefur í helgan stein, að búa að félagsskap og aðstöðu til að sinna áhugaefnum sínum. I þriðja lagi á að gera því kleift að búa í heimahúsum, meðan aðstæður leyfa og vilji stendur til, m.a. með heimilisaðstoð og heimahjúkrun, ef með þarf. Þá er æskilegt að eldra fólk, sem það kýs, geti skipt um hús- næði, þ.e. fengið inni í sér- hönnuðu húsnæði fyrir aldraða, þar sem nauðsynleg þjónusta stendu® til boða, bæði í leigu: húsnæði og eignarhúsnæði. í ijórða lagi — og síðast en ekki sízt — verður heilbrigðiskerfið að laga sig að breyttri aldurs- skiptingu þjóðarinnar, með til- liti til öldrunarsjúkdóma ýmiss konar og nauðsynlegs sjúkra- rýmis fyrir aldrað fólk. Á skortir töluvert að sam- félagið hafi lagað sig að breytt- um þjóðfélagsaðstæðum að þessu leyti, m.a. að því er varð- ar endurhæfmgar- og sjúkra- rými fyrir aldraða. Misrétti í samfélaginu er og óvíða meira en í lífeyrismálum aldraðra, meðal annars að því er varðar mismunun í verðtryggingu eft- irlauna. Þjónusta sveitarfélaga við aldraða — heimilishjálp, heimahjúkrun o.s.frv. — er og mjög mismikil. Reykjavíkur- borg hefur gegnt forystuhlut- verki að þessu leyti. Víða í strj álbýli er þessi þjónusta hins- vegar mjög takmörkuð, ef nokkur. Aðalsteinn Óskarsson, form- aður nýstofnaðs Landssam- bands aldraðra, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að hlutverk þess væri fyrst og fremst að vinna að bættum hag eldri borgara og koma fram fyrir hönd aðildarfélaga sambands- ins gagnvart alþingi, ríkisstjóm og öðrum sem hafa með mál- efni aldraðra að gera. Morgun- blaðið ámar sambandinu far- sældar í þörfu og aðkallandi starfí. Það er ekki sízti mæli- kvarðinn á menningu og þroska þjóðar, hvern veg hún býr að hinni öldmðu sveit, sem skilað hefur langri starfsævi til sam- félagsins. MORGUNBLAÐH) LAÚGARDAGUR 2Í JÚNÍ 1989' Nýjar blekkingar og heimilisbókhaldið eftir Þorstein Pálsson í vikunni hitti ég norður í landi gamlan og rótgróinn framsóknar- mann. Hann hafði orð á því við mig að nú væri svo komið að best væri að Sjálfstæðisflokkurinn tæki yfir stjóm landsins í meirihluta ríkisstjóm. En hann lét að vísu fylgja með að sennilega yrði það ekki auðhlaupið. Eftir því sem ófarir núverandi ríkis- stjómar verða meiri færa fleiri í tal hugmyndir af þessu tagi. Að sönnu er það svo að forsendur hafa aldrei verið fyrir því að einn flokkur gæti myndað ríkisstjóm á eigin ábyrgð. Og þrátt fyrir miklar sveiflur í íslenskum stjómmálum og stórauk- inn styrk Sjálfstæðisflokksins hafa aðstæður ekki breyst að þessu leyti enn sem komið er að minnsta kosti. Nýtt bræðrabandalag En á það er að líta í þessu sam- bandi að tveir af þeim forystumönn- um stjómarflokkanna sem mestu hafa ráðið um málefnalega stefnu- mótun hennar hafa lýst því yfir að ríkisstjómarflokkamir ættu að bjóða fram undir einu merki í næstu kosningum. Þetta em þeir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. Augljós klofningur er nú kominn upp í Alþýðubandalaginu. Þar tak- ast á fyrrum máttarstólpar Al- þýðubandalagsins og Sósíalista- flokksins annars vegar og svokölluð lýðræðiskynslóð hins vegar. En ein- mitt hún er tákn um meiri forsjár- hyggju í íslenskum stjómmálum en við höfum þekkt í áratugi. í einhverri örvæntingu sl. vetur leiddi Jón Hannibalsson Alþýðu- flokkinn inn í búr Ólafs Ragnars armsins í Alþýðubandalaginu. Þeir stofnuðu þá til lifrarbandalagsins sem þeir kölluðu svo sjálfir og átti að marka upphaf hins pólitíska samstarfs þeirra tveggja. Fátt bendir til þess að Alþýðuflokkurinn komist út úr þessu búri á næstunni. Jafnframt er augljóst að vinstri armurinn í Framsóknarflokknum virðist hafa tögl og hagldir við skoð- anamótun í flokknum. Gömul Möðmvallartengsl Páls Péturssonar og Olafs Ragnars Grímssonar hafa fært Framsóknarflokkinn langt til vinstri. Hræðslan virðist þvi reka flokkana saman og Borgaraflokk- urinn á svo að verða hækja þessa nýja hræðslubandalags. Aðstæður geta breyst í ljósi þessara aðstæðna er ekki útilokað að forystumenn vinstri flokkanna þriggja reyni að bjóða upp á núverandi ríkisstjóm sem áframhaldandi valkost í íslenskum stjómmálum. Svo virðist sem þeir hvorki skilji né skynji það sem er að gerast í íslensku þjóðfélagi. En geri þeir þetta og hafni sam- starfi við aðra flokka gæti auðvitað komið upp sú staða að fólkið í landinu yrði að velja á milli þessara lánlausu margra flokka vinstri stjómar eða frjálslyndrar ríkis- stjóm^r Sjálfstæðisflokksins. Flest bendir til þess að stórir hópar frjálslyndra kjósenda Fram- sóknar- og Alþýðuflokks kysu þá heldur sterka frjálslynda ríkisstjóm sjálfstæðismanna fremur en glund- roða núverandi vinstri stefnu. Krafa almennings er ekki aðeins um auk- ið fijálsræði á ný heldur einnig um skýrari línur og meiri ábyrgð í íslensk sljómmál. Það gæti því far- ið svo að væntanlegur sammni A- flokkanna og bandalag þeirra við Framsókn breyti aðstæðum í íslenskum sljómmáium á þann veg að raunhæft verði að tala um að kalla einn flokk til ábyrgðar í ríkis- sljóm. Kattarþvottur Af viðtölum við fólk úti á lands- byggðinni undanfama daga ræð ég að kattarþvottur ríkissljómarinnar í byijun vikunnar hafí síður en svo bætt um fyrir henni. Segja má að Ólafur Ragnar Grímsson hafi enn einu sinni dregið samráðherra sína á asnaeyrunum með því að gefa út villandi yfirlýsingar í þeim til- gangi að blekkja kjósendur í landinu. Almenn andstaða við núverandi ríkisstjóm sem er meiri og magn- aðri en við nokkra fyrri ríkisstjóm stafar ekki einvörðungu að því að stefna hennar hefur bragðist og fyrirsjáanlegar afleiðingar vinstri stefnu era að koma fram í atvinnu- rekstri og á heimilum. Hitt skiptir sennilega öllu meira máli í þessu sambandi að á milli ríkisstjómar- innar og almennings hefur orðið trúnaðarbrestur. Fyrri blekkingar Hvað eftir annað hefur ríkis- stjórnin komið fram fyrst og fremst undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar með rangar og villandi upplýsingar. í því sambandi má minna á að fjármálaráðherrann sagði Alþingi ósatt um efni skatta- lagabreytinganna sem hann bar fram á þinginu í vetur. Þá má minna á loforð fíármála- ráðherra tíl opinberra starfsmanna að kjarasamningar við þá hefðu ekki í för með sér efnahagsaðgerð- ir, gengisbreytingar eða neitt það sem mjmdi leiða til frekari verð- bólgu og kjaraskerðingar. Allir vissu þó og ekki síst forystumenn BSRB að yfirlýsingar þessar vora marklausar og ekki annað stóð til af hálfu ríkisstjómarinnar en að svíkja þær. Loks má minna á fyrir- heit til fiskvinnslunnar um raun- hæfar aðgerðir til þess að rétta við rekstrarstöðu hennar. En á það var bent þá þegar er þau loforð vora gefin að til stæði að svíkja þau einn- ig. Og það hefur gengið eftir. Rekstur fiskvinnslunnar er engu betri en fyrir ári og hafa allar ytri aðsæður gengið okkur í hag en voru okkur óhagstæðar 1988. Nýjar blekkingar Nú koma formenn Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks fram undir forystu formanns Alþýðubanda- lagsins til þess að bregðast við hin- um þungu mótmælum launafólks í landinu. Viðbrögðin era fólgin í því að gefa út þá villandi yfirlýsingu að lögbundin hækkun persónuaf- sláttar staðgreiðsluskatta um mitt ár auki ráðstöfunartekjur heimil- anna um fjögur þúsund krónur og létti skattbyrði. Sannleikurinn er hins vegar sá að raungildi persónuafsláttar hefur verið að rýma síðan um áramót og skattbyrði að þyngjast. Og það eina sem gerist með þessari hækkun sem ákveðin var með lögum vorið 1987 er að persónuafsláttur heldur ekki áfram að rýma. Með öðram orðum, það er rangt að verið sé að lækka skattbyrði og auka ráðstöfunartelq- ur. Blekkingaraar ganga ekki upp í heimilisbókhaldinu Flestir fíölmiðlar trúðu því að hér væri verið að fara með rétt mál. Jafnvel sá fjölmiðill sem helst hefur verið á varðbergi í skattamálum áttaði sig ekki á því fyrr en daginn eftir að hér var verið að hafa blekk- ingar í frammi. En launamenn skilja meir en hin- ir seinheppnu forystumenn vinstri stjómarinnar undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Þeir skilja að enn einu sinni er verið að gera tilraun til þess að blekkja. Sennilega hafa yfirlýsingar ráð- herranna því orðið verri en engar. Sama má auðvitað segja um þá yfirlýsingu ráðherranna að kaup- máttur launafólks hafí aukist vegna ákvörðunar um lækkun raunvaxta. Sannleikurinn er auðvitað sá að sú lækkun er að mjög litlu leyti komin fram og nafnvextir hafa á hinn bóginn verið að hækka. Og fíár- málaráðherrann er enn að bjóða Þorsteinn Pálsson „Krafa almennings er ekki aðeins um aukið fijálsræði á ný heldur einnig um skýrari línur og meiri ábyrgð í íslensk stjórnmál. Það gæti því farið svo að væntanlegur samruni A-flokkanna og banda- lag þeirra við Fram- sókn breyti aðstæðum í íslenskum stjórnmálum á þann veg að raunhæft verði að tala um að kalla einn flokk til ábyrgðar í ríkisstjórn." spariskírteini sín til sölu á miklu hærri vöxtum en hann lætur sér- fræðinga sína notast við þegar ver- ið er að reikna út hagsbætur al- mennings. Hér er því enn ein sýndar- mennskan á ferðinni. Það er hugs- anlega hægt að blekkja nokkra blaðamenn í fáeina daga með yfir- lýsingum af þessu tagi og treysta því að þeir verði komnir á kaf í ný viðfangsefni þegar sjónhverfingin kemur í ljós. En allan almenning í landinu er ekki hægt að blekkja í marga daga með flugeldasýningum eins og þessum. Yfirlýsingar Olafs Ragnars Grímssonar, Steingríms Hermannssonar og Jóns Sigurðs- sonar ganga einfaldlega ekki upp í heimilisbókhaldinu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Rétt að skoða vafa- málin hvert fyrir sig Steingrímur ábyrgur þótt Ólafúr ráði Augljóst er að Ólafur Ragnar Grímsson hefur forystu fyrir þess- um vinnubrögðum en það dregur auðvitað ekki úr ábyrgð hinna stjórnarflokkanna. Og þó að verk- stjórn Steingríms Hermannssonar sé aðeins að formi til ber hann þó auðvitað stjórnskipulega ábyrgð á þessari lágkúru. Og jafnvel þó að- hann verði hissa, undrandi og for- viða allt í senn breytir það engu um þá ábyrgð. Forystumenn Al- þýðuflokksins ætlast á hinn bóginn greinilega ekki til að þeir séu leng- ur teknir alvarlega í íslenskum stjómmálum. í raun réttri var orðin víðtæk samstaða á íslandi að fylgja hér fram almennt fijálslyndum aðferð- um við stjórn efnahagsmála. Þjóðin hafði fyrir löngu snúið baki við gengisfölsunum, miðstýringu, milli- færslum og uppbótarkerfi. Núver- andi ríkisstjóm undir hugmynda- legri forystu Ólafs Ragnars Grímssonar en stjómskipulegri ábyrgð Steingríms Hermannssonar er að draga þessa efnahagslegu fortíð inn í ísland nútímans. Maður finnur sárlega fyrir afleið- ingum þessarar fortíðarhyggju þeg- ar komið er í heimsókn í sjávarþorp úti á landi þar sem era traust og vel rekin fyrirtæki. Stjómarstefnan er að grafa undan þeim á meðan verið er að hygla hinum sem verr hafa staðið í gegnum einn sjóð í dag og annan á morgun. Og loku er skotið fyrir rekstur nýrra vaxta- sprota í útflutningsgreinum. Þannig er stjórnarstefnan að kæfa sam- keppnisiðnaðinn og hún er á góðum vegi með að lama fískeldið. Krafan um það að færa stjómun efnahagsmála á ný til nútíðarinnar er því almenn og víðtæk í þjóð- félaginu. Það er óveijandi að sitja uppi með ríkisstjóm sem er eins og náttröll í fortíðinni þegar varða þarf veg íslands inn í nýja framtíð mikilla breytinga, örra ramfara og aukins frálsræðis. Höfundur er formaður Sjilfstæðisflokksins. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra telur rétt að beita lok- unaraðgerðum við innheimtu söluskatts að undangegnum eðlilegum viðvörunum, en þó eigi að skoða sérstaklega mál, þar sem deilt er um réttmæti skattskulda fyrir dómstólum Um mál Hagvirkis vildi Steingrím- ur ekki tjá sig sérstaklega, en sagði að forstjóri Hagvirkis hefði haft sam- band við sig í gær. Spumingu fréttamanns, um hvort ekki væri alvarlegt að 300 manna fyrirtæki eins og Hagvirki væri lokað fyrirvaralaust svaraði Steingrímur: „Slíkt má ekki gerast nema að vel athuguðu máli, en það er einnig mjög alvarlegur hlutur að greiða ekki sölu- skattinn," og bætti við að hann gæti ekki á nokkum hátt gripið fram fyr- ir hendurnar á innheimtumönnum ríkissjóðs. Vinnuveitendasamband íslands sendi forsætisráðherra bréf, þar sem því er meðal annars haldið fram, að heimildir söluskattslaga til lokuna- raðgerða takmarkist við ótvíræðar kröfur og heimili ekki skattyfirvöld- um að beita þvingunaraðgerðum til að knýja fram greiðslu krafna sem bíða úrskurðar skattyfirvalda eða dómstóla. „Ég tel að það eigi að beita þess- um aðgerðum afdráttarlaust hafi aðilarnir fengið eðlilega viðvörun og eðlilegan frest. Ef þeir hafa þá ekki brugðist við og greitt, verður að beita svona aðgerðum. En ég get vel ski- lið að Vinnuveitendasambandið, og þeir sem eru með umdeild mál fyrir dómstólum mótmæli, og slík mál þarf að skoða hvert fyrir sig. En það kann að vera að slíkt hafi verið gert í þessu sambandi,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Formaður ríkisskattanefiridar: Málsmeðferðin tekur alltaf nokkurn tíma DEILUMÁL um réttmæti söluskatts, sem komið hafa upp vegna inn- heimtuaðgerða fjármálaráðuneytisins, hafa sum beðið úrskurðar ríkis- skattanefiidar í yfir tvö ár. „Málsmeðferðin tekur alltaf tíma. En aðilar málsins ráða nokkuð hrað- anum,“ sagði Gunnar Jóhannsson formaður nefndarinnar við Morgun- blaðið. Hann sagði að þegar kæra bærist ríkisskattanefnd fengi ríkisskatt- stjóri afrit af kæranni, en hann flyt- ur málið af opinberri hálfu. Ríkis- skattstjóri aflaði sér gagna, semdi kröfugerð og afhenti ríkisskatta- nefnd. Að því loknu færi málið til úrskurðar í nefndinnj. Gunnar sagði það fara eftir eðli málsins hvað ríkisskattstjóri væri lengi að skila kröfugerð. í ýmsum af þeim málum, sem nefnd hafí verið í tengslum við söluskattsinnheimtuna undanfarið, hefði kröfugerð borist ríkisskattanefnd á síðustu vikum, þótt kæran hefði borist fyrir tveimur árum. í þeim tilfellum hefði að vísu farið fram sérstakur málflutningur og þá gildu engin tímamörk um úr- skurði. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði aðspurður við Morg- unblaðið, að sér hefði heyrst að í ýmsum þeim málum, sem umdeild hafa verið vegna söluskattsinnheimt- unnar, hafi orðið miklar tafir hjá ríkisskattanefnd. „Það er nú satt að segja rannsókn- arefni. Og ef að þessir aðilar era svona seinvirkir verður að bæta úr því,“ sagði Steingrímur. Gunnar Jóhannsson sagði að ríkis- skattanefnd kvæði upp um 1000 úr- skurði á ári að jafnaði. Þegar væru komnir milli 4-500 úrskurðir á þessu ári, þar af um 40 í þessari viku, en 4-500 kærur væru óafgreiddar. Sex menn sitja í ríkisskattanefnd. Tveir hafa það að fullu starfi en hin- ir í hlutastarfi. Að auki starfa 5 manns á skrifstofu nefndarinnar. Vinnuveitendasamband íslands: Réttaröryggi þegn- anna stórlega skert - segir í bréfi VSÍ til forsætisráðherra Vinnuveitendasamband íslands sendi Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, eftirfarandi bréf í gær: „Undangengna daga hafa lög- reglumenn farið um landið skv. fyrirmælum fjármálaráðherra og stöðvað atvinnurekstur í fjölda fyr- irtækja og stofnana. Vinnuveitendasamband íslands dregur ekki í efa heimildir skatt- yfírvalda til þessara aðgerða í þeim tilvikum, þar sem um er að ræða ótvíræðar kröfur um skil á álögðum og innheimtum sköttum. í fjölda tilvika hefur hins vegar verið beitt lokunaraðgerðum til að knýja fram greiðslur á meintum skattskuldum, sem ágreiningur er um og bíður úrlausnar hjá ríkis- skattanefnd og eða dómstólum. Vinnuveitendasamband íslands telur ótvírætt að heimildir sölu- skattslaga til lokunaraðgerða tak- markist við óumdeildar kröfur og heimili ekki skattyfirvöldum að beita slíkum þvingunaraðgerðum til að knýja fram greiðslu um- deildra krafna, sem bíða úrskurðar þar til bærra skattyfirvalda eða dómstóla. Með þvingunaraðgerðum sem þessum grípur framkvæmdavaldið fram fyrir hendur dómsvaldsins og skerðir stórlega réttaröryggi þegn- anna í þessu landi. Það eru því eindregin tilmæli Vinnuveitendasambands íslands til yðar, hr. forsætisráðherra, að þér hlutist til um það, að dómstólar og ríkisskattanefnd fái starfsfrið til að ljúka umfjöllun um þau deilu- mál, sem hér um ræðir, þannig að látið verði af framangreindum þvingunum í öllum þeim tilvikum, þar sem deilur um skattgreiðslur era til meðferðar hjá dóms- og úrskurðaraðilum. Með slíkum hætti stuðlar ríkis- stjóm íslands að því réttaröryggi, sem henni ber að tryggja þegnum sínum og virðir þá grandvallarreglu um þrígreiningu ríkisvaldsins, sem íslenska stjómarskráin grandvall- ast á. Virðingarfyllst, Þórarinn V. Þórarinsson.“ i— % t.z, • Skrifstofur Hagvirkis. Á innfelldu myndinni má sjá innsigli fógeta á aðal- dyrunum. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra: Ekki nóg að kæra tilefni lok- unar til að komast hjá henni JÓN Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra segir nauðsynlegt að beita heimild til lokunar fyrirtækja í söluskattslögum ef efiii standa tíl. Og ekki sé nægilegt að fyrirtæki sem eigi í hlut geri ágreining eða kæri tilefnið til lokunarinnar til þess að komast hjá henni. Jón Sigurðsson vildi ekkert segja um málefni Hagvirkis sérstaklega þar sem hann væri því ekki kunnug- ur. „Ég segi það eitt, að lokunar- heimildin í söluskattslögunum er þar ekki að ástæðuíausu og náttúrlega nauðsynlegt að henni sé beitt þegar efni standa til þess,“ sagði Jón. Vinnuveitendasamband Islands segir í bréfi tíl forsætisráðherra, að með því að loka fyrirtækjum vegna söluskattskulda sem bíða úrskurðar skattyfirvalda eða dómstóla sé fram- kvæmdavaldið að grípa fram fyrir hendur dómsvaldsins og skerða stór- lega réttaröryggi þegnanna. „Ég ætla ekki að leggja dóm á svo viðamikla yfirlýsingu að óathuguðu máli,“ sagði Jón Sigurðsson. „Að sjálfsögðu verða úrræði eins og lokun á fyrirtæki að styðjast við lög í öllum greinum og hvergi fara út fyrir þau. Það segir sig sjálft, en ég bendi á að auðvitað er ekki nægilegt að fyrir- tæki sem á í hlut geri ágreining eða kæri tilefnið til lokunarinnar til þess að komast hjá henni. Það væri alls ekki í samræmi við anda laganna." Innheimtuaðgerðir ráðu- neytisins fyllilega löglegar - segir Snorri Olsen, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu SNORRI Olsen, deildarsfíóri í fjármálaráðuneytinu, segir- að inn- heimtuaðgerðir ráðuneytísins gegn fyrirtækjum, sem talin eru skulda söluskatt, séu fyllilega samkvæmt lögum og miði að því að öll fyrir- tæki séu jöfh fyrir lögunum. Snorri vísar í söluskattslögin, en þar segir í 10. grein að vanræki aðili að taka söluskatt af vöru, vinnu eða annarri þjónustu, sem skattskyld sé samkvæmt lögunum, beri honum eigi að síður að standa skil á skattinum. Þá stendur í 5. málsgrein 13. greinar laganna að áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu fresti ekki eindaga skattsins né leysi undan neinum þeim viðurlögum, sem lögð séu við vangreiðslu hans. Sé skattur lækk- aður eftir úrskurði eða dómi, skuli þegar endurgreiða það, sem lækk- uninni nemur. Snorri var spurður hvort ekki hefði komið til greina, þrátt fyrir þessi lagaákvæði, að.þrýsta frekar á um að úrskurðir í deilumálum yrðu kveðnir upp sem fyrst heldur en að fara út í harðar innheimtuað- gerðir og eiga á hættu að ríkið þyrfti að endurgreiða skuldir. Hann sagði að það væri rétt að það mætti velta þvi fyrir sér, hvort hægt væri að kveða úrskurði í öllum málum og fara svo í innheimtuað- gerðir. „Við hefðum getað sagt að nú mættu menn ekki deila um ein- hvern tíma á meðan við væram að hreinsa út, og tekið svo upp nýjar reglur. Það náttúrulega gengi ekki,“ sagði Snorri. „Þessi tími var valinn, og það þýðir að einhveijir lenda í þessu sem sleppa ef við hefðum byijað fjóram mánuðum seinna, og einhveijir sleppa sem hefðu orðið fyrir barðinu á aðgerð- um fjóram mánuðum fyrr." Snorri sagði að krafa skattyfír- valda stæði þar til henni væri breytt með dómi, samkvæmt söluskatts- lögunum. „Það er engin spuming um að við höfum lagaheimild til að gera þetta og þessir aðilar era greiðsluskyldir. Ef þeir vinna deil- una um skattskylduna, fá þeir end- urgreitt." Snorri sagði að menn hefðu velt þvi fyrir sér hvort innheimtuaðgerð- imar væra ósanngjamar gagnvart þeim sem væra með deilumál í gangi. „Það er líka ósanngjarnt gagnvart þeim sem standa í skilum, að þeir sem deila sleppi. Við getum hugsað okkur tvo aðila, sem era að bjóða í verk. Annar segist ekki telja vinnu sína skattskylda og reiknar ekki með söluskatti í tilboð- um sínum. Hinn aðilinn, sem fer að fyrirmælum skattyfirvalda eins og þau eru túlkuð hveiju sinni, reiknar með skatti. Þó svo að báðir reikni kostnaðinn alveg eins, er ekki spuming að munurinn á tilboð- unum verður 25%. Sá, sem ekki vill hlíta lögunum, fær þá verkið. Þessi ákvæði, sem verið er að fara eftir núna, era einmitt til að tryggja jafnræði aðila,“ sagði Snorri. Snorri sagði að enn lægi ekki fyrir hversu mikið hefði komið í ríkiskassann eftir innheimtuaðgerð- imar undanfarið. Þeim væri að mestu lokið útí á landi, en enn væri fjöldi fyrirtælq'a í Reykjavík, sem grípa ætti til aðgerða gegn. Hann sagði að útistandandi skuldir hefðu lækkað, bæði vegna þess að menn hefðu greitt skattskuldir sínar og eins hefðu menn skilað inn skýrslum og leiðréttingum og feng: ið skuldir sínar lækkaðar. I Reykjavík hafa þrettán lögreglu- þjónar verið í innheimtuaðgerðum, en þeir verða færri í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.