Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
27
Kjartan Þorsteinsson
Olafsvík — Minning’
Fæddur 16. október 1913
Dáinn 18. júní 1989
í dag, laugardaginn 24. júní, verð-
ur jarðsettur frá Ólafsvíkurkirkju
Kjartan Þorsteinsson, vélgæslumað-
ur, Ólafsbraut 44 hér í bæ.
Kjartan andaðist að heimili sínu
aðfaranótt 18. júní sl. á sjötugasta
og sjötta aldursári.
Enda þótt heilsu hans hafi farið
heldur hrakandi síðastliðið ár vann
hann fullan vinnudag við vélgæslu-
störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur,
sem hann hefur nú starfað óslitið
hjá í 43 ár. Kom hann heim af vinnu-
vakt aðeins fjórum klukkustundum
áður en hann andaðist.
Með Kjartani er fallinn í valinn
góður og gagnmerkur maður hér í
Ölafsvík þar sem óslitinn starfsvett-
vangur hans hefur staðið í rúm 60
ár. Fyrstu 20 árin var hann sjómað-
ur en eins og áður sagði hefur hann
starfað óslitið hjá Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur frá árinu 1946 sem vél-
gæslumaður. Jafnlangur starfsvett-
vangur hjá sama vinnuveitanda seg-
ir meira um hann sem starfsmann
en mörg orð. Hin dagfarsprúða
framkoma hans og jafnlyndi á vinnu-
stað gerðu það að verkum að hann
var alltaf vinsæll og vel látinn, bæði
af vinnufélögum og stjórnendum
fyrirtækisins.
Á jafnlöngum starfsferli á sama
vinnustað eru vinnufélagarnir orðnir
margir og stór hluti þeirra horfinn
yfir móðuna miklu. En allir þeir sem
nú starfa hjá Hraðfrystihúsi Ól-
afsvíkúr kveðja hér vel látinn og
traustan vinnufélaga.
Kjartan Þorsteinsson fæddist 16.
október árið 1913 í Hlíðarkoti í Fróð-
árhreppi. Hann var yngstur 10
systkina. Foreldrar hans voru hjónin
Kristjana Jónatansdóttir og Þor-
steinn Þórðarson. Hann fluttist með
foreldrum sínum til Ólafsvíkur 9 ára
að aldri og bjó síðan hér og starfaði
í Ólafsvík.
Að honum látnum eru 3'systkina
hans á lífi, systurnar Hugborg og
Hallfríður hér í Ólafsvík og bróðirinn
Gunnar, búsettur í Reykjavik en þar
dvelur hann nú á sjúkrahúsi. Hallf-
ríður býr hér að Sandholti 14 en
Hugborg dvelur á dvalarheimilinu
Jaðri hér í Ólafsvík.
Árið 1932 hóf Kjartan sambúð
með Ingibjörgu Ólafsdóttur úr Ól-
afsvík. Ingibjörg var þá ekkja með
3 ung börn sem Kjartan gekk í föð-
ur stað. Þau Ingibjörg og Kjartan
eignuðust síðan 4 börn. Þau eru:
Haraldur, búsettur hér í Ólafsvík,
Theódóra, sem lést árið 1960, þá
ung húsmóðir tæpra 25 ára, Gunn-
ieifur, búsettur í Reykjavík og Pét-
ur, einnig búsettur í Reykjavík. Þau
Ingibjörg og Kjartan slitu samvist-
um_ 1956.
Árið 1957 hóf Kjartan sambúð
með Huldu Sigurðardóttur og gengu
þau í hjónaband í desember 1959.
Hulda lifir nú mann sinn.
Þau Hulda og Kjartan tóku fljót-
iega í fóstur unga stúlku, Ástrósu
Gunnarsdóttur og reyndust henni
sem bestu foreldrar svo sem, vænta
mátti. Á heimili þeirra hefur einnig
dvalist löngum stundum Hafsteinn
Kristinsson frá unga aldri.
Sá sem þessar línur ritar minnist
Kjartans frá barnsaldri, þá sem ungs
og hraustlegs sjómanns, síðar sem
skipsfélaga eldri bræðra minna sem
létust í sjóslysi fáum árum síðar.
Frá upphafi bar hann með sér
einkenni karlmennsku og traust-
leika. Þessi einkenni ásamt unglegu
útliti fylgdu honum alla tíð. Leiðir
okkar sem starfsfélaga í sama starfi
lágu saman á vinnustað fyrir um
20 árum síðan. Áður höfðum við
unnið sams konar störf í aðskildum
fyrirtækjpm hlið við hlið. En á
starfsvettvangi V erkalýðsfélagsins
Jökuls höfum við starfað samtímis
í rúm 40 ár.
Kjartan gekk ungur til liðs við
hinn róttækari arm verkalýðshreyf-
ingarinnar en eins og menn muna
voru deilur og átök daglegir við-
burðir á þeim vettvangi á fjórða og
fimmta áratugnum. Sósíalistar og
jafnaðarmenn voru sjaldnast sam-
mála, hvorki um menn eða málefni.
En mörg ár eru nú síðan liðin að
okkur varð ljóst að félagslegur og
skoðanalegur farvegur okkar bæði
innan og utan verkalýðshreyfingar-
innar var meira sameiginlegur en
aðskilinn og þetta hefur, sem betur
fer, orðið allflestum verkalýðssinn-
um ljóst.
Kjartan fylgdist mjög vel með
gangi þjóðmála og hafði mikinn
áhuga fyrir framförum og eflingu
byggðarinnar hér og upplifði þá
miklu að algjöru umsköpun sem átti
sér stað hér í Ólafsvík á síðastliðinni
hálfri öld og lagði hann sjálfur ekki
svo lítinn skerf til þeirrar umsköpun-
ar með langri og farsælli starfsævi
við sjósókn og fiskframleiðslustörf.
Nú þegar við sem störfum hjá
Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur kveðjum
þennan góða og trausta vinnufélaga
þökkum við honum alla vináttu og
ekki síður það, að á hinum mörgu
starfsárum minnumst við þess ekki
að nokkru sinni hafi fallið styggðar-
yrði í samstarfinu. Fyrir hans hönd
erum við þakklát fyrir að hann
skyldi fá að stíga svo að segja beint
af síðustu vélgæsluvaktinni yfir hin
miklu skil lífs og dauða eftir langa
og farsæla starfsævi. Okkur er vel
kunnugt um að þannig óskaði hann
sjálfur að það gæti gerst.
Við munum lengi geyma minning-
una ujn hinn góða dreng og vinnufé-
laga.
Eftirlifandi eiginkonu, börnum og
öðru vensiafólki sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elinbergur Sveinsson
Að eitt sinn skal hver deyja er
fullvíst það eina sem við vitum með
fuilri vissu að bíður okkar allra í
þessum heimi.
Hvað okkar bíður á morgun vitum
við ekki, því allt annað er breyting-
um háð og enginn veit hvenær kall-
ið mikla kemur, kallið sem allir verða
að hlýða hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Þó svo að við höfum grun
um að hveiju stefndi, þá kom andl-
átsfrétt hans okkur á óvart. Kjartan
var að vinna til miðnættis aðfara-
nótt 18. júní og var hann látinn um
morguninn.
Kjartan var einn af þeim fyrstu
sem gerðist vélstjóri á bátum í Ól-
afsvík. Árið 1945 gerðist hann vél-
gæslumaður í Hraðfrystihúsi Ól-
afsvíkur og vann þar til dauðadags.
Kjartan er fæddur í Hlíðarkoti í
Fróðárhreppi en níu ára gamall flutti
hann til Ölafsvíkur og bjó þar til
dauðadags. 15 ára gamall byijaði
Kjartan sjómennsku á árabátum.
Upp úr 1943 fóru vélar að koma í
bátana og fljótlega byijaði hann að
eiga við þær. 1932 kynntist Kjartan
móður minni, sem þá var ekkja með
3 börn. Tvö þeirra, Ásbjörn Péturs-
son og Guðrúnu Pétursdóttur ólu þau
upp. Þau slitu samvistum 1956.
Börn Kjartans og Ingibjargar eru
Theodóra Sigrún, fædd 13. ágúst
1935, dáin 10. janúar 1960, Gunn-
leifur fæddur 29. janúar 1941, rann-
sóknarlögreglumaður í Reykjavík,
Haraldur Sævar fæddur 8. nóvember
1933, framkvæmdastjóri, Pétur
fæddur 27. nóvember 1946, verk-
stjóri.
1957 giftist Kjartan Ólafíu Huldu
Sigurðardóttur. Fósturdóttir þeirra
er Ástrós Gunnarsdóttir, fædd 4.
desember 1959 og er hún búsett í
Ólafsvík.
Foreldrar Kjartans voru þau
Kristjana G. Jónatansdóttir og Þor-
steinn Þórðarson. Foreldrar Kjart-
ans voru fyrst í Ólafsvík, fluttu síðan
að Hlíðarkoti í Fróðárhreppi en
fluttu svo aftur til Ólafsvíkur. Systk-
ini Kjartans eru: Gunnar Leó, mál-
arameistari, Reykjavík, Hugborg og
Hallfríður, húsmæður í Ólafsvík, en
hin eru látin. Þau voru: Þórður, skip-
stjóri, Haraldur, sjómaður, Guðlaug-
ur, verkstjóri, Sigrún og Sólveig
Lilja, húsmæður, og hálfsystir hans,
Svanfríður, sem Þorsteinn átti áður
en hann giftist Kristjönu.
Nú þegar við kveðjum vin okkar
viljum við votta Huldu og bræðrum
mínum djúpa samúð.
Guðmundur G. Pétursson
Kveðja frá verkalýðs-
félaginu Jökli
Við fráfall Kjartans Þorsteinsson-
ar er horfinn af sjónarsviðinu einn
elsti og traustasti félagsmaður vlf.
Jökuls, Ólafsvík. Kjartan var einn
af stofnfélögum þess árið 1937.
Hann var hæglátur, yfirvegaður og
úrræðagóður, komu þessir eiginleik-
ar Kjartans sér vel fyrir félagið þar
sem hann var nánast samfellt allt
frá stofnun þess fram til dauðadags
í stjórn, eða gegndi fyrir það margv-
íslegum trúnaðarstörfum.
Fyrir félag sitt sótti Kjartan fjöl-
mörg þing og ráðstefnur hjá Al-
þýðusambandi íslands og Verka-
mannasambandi íslands, þá var
hann í fjölda ára í stjórn úthlutunar-
nefndar verkamannabústaða, og frá
upphafi í úthlutunarnefnd atvinnu-
leysisbóta. Kjartan setti sig vel inn
í þau málefni sem efst voru á baugi
hveiju sinni. Fyrir nokkrum dögum
hugðist Kjartan sækja ráðstefnu á
vegum ASÍ um félagslegar íbúða-
byggingar, en þeirri ráðstefnu var
frestað, þótti Kjartani það miður.
Lýsir þetta því hugarfari Kjartans
að fá að fræðast og fylgjast með
þeirri þróun sem á sér stað í þeim
málaflokkum sem hann starfaði við
hveiju sinni fyrir félag sitt.
Um frekari störf og ævi Kjartans
munu mér eldri og fróðari menn trú-
lega rita, en með fáum og fátækleg-
um orðum vill sljóm vlf. Jökuls koma
á framfæri þakklæti fyrir margví-
sleg störf Kjartans í þágu félagsins
og votta eftirlifandi eiginkonu og
öðrum aðstandendum sína innileg-
ustu samúð. Blessuð sé minning
Kjartans Þorsteinssonar.
F.h. stjórnar vlf. Jökuls,
Kristján Guðmundsson
Kveðja frá Kiwanis-
félögum í Ólafsvík
Við fráfall Kjartans Þorsteinsson-
ar félaga okkar í Kiwanisklúbbnum
Korra, langar okkur að minnast
hans með fáum orðum.
Kjartan var einn af stofnfélögum
Kiwanisklúbbsins í Ólafsvík árið
1976. Góðir hæfileikar hans sem
félagsmanns komu klúbbnum til
góða við uppbyggingu starfsins. Það
var Kjartan sem átti hugmyndina
að nafninu á klúbbnum, sem var
sótt til fjallsins Korra sem er að
austanverðu á Fróðárheiðinni. Hann
gegndi ýmsum embættum í starfi -C*
klúbbsins sem komið hefur okkur
félögum hans til mikilla góða. Einn
af bestu eiginleikum Kjartans var
glaðværðin, hann var síungur í anda
og átti mjög gott með að starfa með
öðrum, jafnt þeim yngstu sem elstu.
Kjartan var ekki einn af þeim
mönnum sem sífellt lét skoðun sína
í ljós, hann var góður hlustandi og
yfirvegaður í orðum og gjörðum. I
rökræðum og ágreiningsmálum var
yfirleitt settur punktur á eftir skoð-
unum og úrlausnum Kjartans, slíkv_,
var virðing félaganna fyrir hinum
reynda og trausta félagsmálamanni.
Kjartan var gerður að heiðurs-
félaga í Kiwanisklúbbnum Korra
árið 1987, þá 74 ára. Við Korra-
félagar vorum stoltir af því að eiga
hann sem heiðursfélaga í klúbbnum.
Með þessum fáu orðum viljum við
félagar Kjartans í Kiwanishreyfing-
unni þakka honum samstarfið á liðn-
um árum.
Eftirlifandi eiginkonu og öðrum
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Félagar í
Kiwanisklúbbnum Korra
ÁRBÆJAR- OG Grafarvogs-
sókn: Guðsþjónusta í Arbæjar-
kirkju sunnudag kl. 14.00. Guðný
Hallgrímsdóttir guðfræðinemi
predikar. Orgelleikur Jón Mýrdal.
Athugið breyttan messutíma. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA:Guðþjónusta kl.
14.00. Athugið breyttan mess-
utíma. Sr. Arni Bergur Sigur-
björnsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Organisti
Sigríður Jónsdóttir. Sr. Gísli Jón-
asson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14.00. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Jens
Sigurðsson.
DOMKIRKJAN: Sunnudagur 25.
júní kl. 10.30: Biskup (slands Hr.
Pétur Sigurgeirsson setur Ólaf
Skúlason vígslubiskup inn í emb-
ætti biskups íslands. Lesarar:
Sr. Sigurður Guðmundsson
vígslubiskup, sr. Auður Eir Vil-
Guðspjall dagsins:
Lúk. 5.:
Jesús kennir af skipi.
hjálmsdóttir og sr. Guðmundur
Þorsteinsson dómprófastur. Alt-
arisþjónustu með biskupunum
annast sr. Jón Einarsson prófast-
ur og sr. Hjalti Guðmundsson
dómkirkjuprestur. Kór Bústaða-
kirkju frumflytur tónverk eftir Jón
Ásgeirsson tónskáld. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn H.
Friðriksson.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl.
14.00. Organisti dr. Orthulf
Prunner. Sr. Kristinn Ágúst Frið-
finnsson.
VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl.
14.00. Á Jónsmessuhátíð Viðey-
ingafélagsins í dag laugardaginn
24. júní. Dómkórinn syngur. Org-
anisti Marteinn H. Friðriksson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Athugið
breyttan messutíma. Prestur sr.
Hreinn Hjartarsson. Organisti
Guðný Margrét Magnúsdóttir.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK:
Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel-
leikari Kristín Jónsdóttir. Sr. Cec-
il Haraldsson.
GRENSÁSKIRKJA:Guðsþjónusta
kl. 14.00. Organisti Árni Arin-
bjarnarson. Sr. Gylfi Jónsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14.00. Athugið breyttan
messutíma. Sr. RAGNAR Fjalar
Lárusson. Þýskur kór Paulus
Kontori frá Haam syngur. Sunnu-
dag kl. 16.00. Tónleikar í Hallgr-
ímskirkju vegna innsetningar
biskups. Þriðjudag: Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
Kvöldbænir og fyrirbænir eru í
kirkjunni á miðvikudögum kl.
18.00. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14.00. Sr. Þorbergur
Kristjánsson. í safnaðarheimilinu
Borgum verður samvera á veg-
um samtakanna um sorg og
sorgarviðbrögð nk. þriðjudag kl.
20.00-22.00. Allir velkomnir.
LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14.00. Athugið breyttan
messutíma. Síðasta guðþjónusta
sr. Sigurðar Hauks Guðjónsson-
ar fyrir árs leyfi. Kór Langholts-
kirkju syngur allur við athöfnina.
Organisti Jón Stefánsson. Sókn-
arnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Laugar-
dagur 24. júní. Messa í Hátúni
10b. 9. hæð. kl. 11.00. Minni á
guðsþjónustu í Áskirkju. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA: Helgistund kl. 11 í
umsjón Ágústs Einarssonar
stud. theol. Orgel- og kórstjórn
Reynir Jónasson. Miðvikudag:
Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
18.20. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta er
í kirkjunni sunnudag kl. 20.00.
Sr. Ingólfur Guðmundsson pred-
ikar. Jónas Þórir og Friðbjörn G.
Jónsson flytja tónlist. Organisti
Jónas Þórir. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 14.00. Organ-
isti Sighvatur Jónasson. Prestur
Solveig Lára Guðmundsdóttir.
DÓMKIRKJA Krist Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Þessi messa er stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18 nema á laugar-
dögum þá kl. 14. Á laugardögum
er ensk messa kl. 20.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18.
KFUM & KFUK: Samkoma kl.
20.30 Amtmannsstíg 2B: ræðu-
maður Fransis Stefanos forseti
Lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu.
Einsöngur Magnús Baldvinsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila-
delfía: [ dag laugardag er almenn
bænasamkoma kl. 20.30. Al-
menn samkoma kl. 20.00. Ræðu-
maður Sam Daniel Glad.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn
samkoma kl. 20.30. Mikill söngur
og hljóðfæraleikur.
NÝJA postulakirkjan: Messa
Háaleitisbr. 58-60 kl. 11.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14.
Fermd verður Ásta Lilja Magnús-
dóttir Kóngsbakka 4 í Breiðholts-
hverfi. Sr. Ingimar Ingimarsson á
Þórshöfn annast guðsþjón-
ustuna. Prófastur.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón-
usta í Hrafnistu kl. 13.30. Kór
Víðistaðakirkju syngur. Organisti
Krisín Jóhannesdóttir. Sr. Guð-
mundur Örn Ragnarsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Guðsþjónusta fellur niður vegna
innsetningar biskups í embætti.
Sr. Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta kl. 14. Orgel- og kór-
stjórn Smári Ólafsson. Síðasta
guðsþjónusta fyrir sumarleyfi.
Sr. Einar Eyjólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspftala:
Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga
daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
k| q
KAPELLAN Hafnargötu 71
Keflavfk: Messur á sunnudögum
kl. 14.
SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl.
17. Organisti Jón Ólafur Sigurðs-
son. Flautuleikur Kolbeinn
Bjarnason. Sóknarprestur.