Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 38

Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 38
.3» ‘ MOjRGUNgLAÐmfLA,UGARDAGl|R 24. JpNÍ .1989. , fclk í fréttum Stjóm Landssambands veiðifélaga. Talið frá vinstri: Ketill Ágústsson, Jóhann Sæmundsson, Böðvar Sigvaldason, Vigfus B. Jónsson og Halldór Sigurðsson. YEIÐI Aðalfundur Landssambands veiðifélaga Aðalfundur Landssambands veiðifélaga var hald- inn í Dalabúð 9.-10. júní síðastliðinn. Fundinn sátu 40 manns. Árni ísaksson, veiðimálastjóri, flutti ávarp og sagði frá viðhorfum sérfræðinga á fundi um erfðablöndun laxastofna, sem nýlega var haldinn á írlandi. Sigurður Már Einarsson, deildarstjóri Veiðimálastofnunar í Borgarnesi, flutti erindi um veiðimál í Dalasýslu og gat um heistu möguleika í fiskrækt og fiskeldi á þeim slóðum. Þórólfur Sveins- son flutti kveðju Stéttarsambands bænda. Fundarstjórar á aðaifundi. LV voru Pétur Þor- steinsson, sýsiumaður, og séra Ingiberg J. Hannes- son á Hvoli. Á laugardagsmorgun var farið í hring- ferð um Dali, út fyrir Klofing, inn í Saurbæ og um Svínæ'al, undir fararstjóm Einars Kristjánssonar, fyrrve andi skólastjóra að Laugum. Ferðalagið tókst í aila staði vel. GLERÖRN Arnarflugi fært listaverk Halla Haraldsdóttir myndlistarmaður færði Arnarflugi fyrir nokkra glerlistaverk með merki félagsins. Halla flýgur gjarnan með Arnarflugi þegar hún heimsækir glerlista- vinnustofu Oidtmann-bræðranna í Linnich í Vestur-Þýskalandi. í vinnustof- unni hafa verið framleidd glerlistaverk í 130 ár, í samvinnu við ýmsa þekkta glerlistamenn. Halla hefur starfað þar í mörg ár. Fyrir utan mynd- ir eftir hana, sem er að finna víða hér heima og erlendis, hafa verk eftir hana verið valin bæði á póstkort og í listaverkabækur. Halla hefur einn- ig haldið fjölmargar sýningar, bæði heima og erlendis. Erninum frá Höllu verður fundinn viðeigandi staður í húsakynnum Amarflugs. Glerlistaverkið með merki Arnarflugs eftir Höllu Haraldsdóttur. Það er Laufey A. Johansen flugfreyja sem heldur ernin- um selskap. Vinningshafar í ferðagetrauninni ásamt Hólmfríði Júlíusdóttur, deildarstjóra hjá Atlantik. Á myndina vantar Þórunni Sigurðardóttur sem komst ekki til að veita vinningi sínum viðtöku. GETRAUN Dregið um ferðavinninga TÓNLEIKAFERÐ Hringur leggur land undir fót Bítillinn Ringo Starr hyggst leggja land undir fót og halda í sína fyrstu tónleikaferð frá því Bítlamir sálugu hættu að koma fram opinberlega árið 1966. Ringo mun koma fram ásamt tíu manna hljóm- sveit í 30 borgum í Bandaríkjunum og Kanada. Tónleikaferðin hefst í Dallas í Texas þann 23. júlí en henni lýkur í Los Angeles í septembermán- uði. Ringo sagði á blaðamannafundi í New York fyrir skemmstu að sam- starfinu yrði hugsanlega haldið áfram tækist hljómleikaferðin vel. Ringo eða „Hringur" eins og starfsbræður hans í danshljómsveit- inni Stuðmenn nefndu hann er hann kom hingað til lands um árið, tjáði blaðamönnum að hann ætti ekki von á því að hinir Bítlarnir, þeir Paul McCartney og George Harrisson, tækju lagið með hljómsveitinni. „Þetta hefur enn ekki komið til tals og ég vil ekki vekja gyllivonir. Eg veit að Poul er að undirbúa hljóm- leikaferð og George er önnum kafinn við að taka upp nýja hljómplötu." Ringo verður 49 ára í næsta mán- uði. Hann hefur gert lítið af því að syngja opinberlega en hefur á hinn bóginn gefið út nokkrar hljómplötur er náð hafa miklum vinsældum. Valinkunnir hlóðfæraleikarar munu fylgja Ringo á ferð hans um Bandaríkin og Kanada. Joe Walsh, sem í eina tíð lék með Eagles spilar á gítarinn, Levon Helm leikur á trambur og Rick Danko á bassa en þeir voru á áram áður í hljómsveit- inni The Band, Billy Preston leikur á hljómborð og Jim Keltner ber bumbur. „Þessir náungar era allir mjög færir tónlistarmenn. Mitt fram- lag felst í nafninu," sagði Ringo glottandi. Hann sagði að hljómsveitin myndi leika gömul Bítlalög en önnur skemmtileg lög myndu einnig fljóta með. „Ég mun syngja öll gömlu góðu lögin t.d. „Yellow Submarine", „Back off Boogaloo" og „I Wanna Be Your Man,“ sagði Ringo. „Ég er æðisleg- ur,“ bætti hann við en blaðamennirn- ir sögðust ekki hafa setið skemmti- legri fund lengi. Sunnudaginn 4. júní vora dregn- ir út vinningshafar í ferðaget- raun sem ferðaskrifstofan Atlantik efndi til í leiðarvísi sínum fyrir árið 1989. Fyrsti vinningur, Mallorkaferð fyrir tvo, að verðmæti 120.000 krónur, kom í hlut Karis Friðriks- sonar og Grétu Frederiksen, Sand- gerði. Annar, þriðji og fjórði vinningur, ferðir til Mallorka að verðmæti 65.000 krónur, 50.000 krónur og 30.000 krónur, komu í hlut Þórðar Björnssonar, Þórannar Sigurðar- dóttur og Margrétar Oddgeirsdótt- ur. Hátt á þriðja þúsund svör bárust við ferðagetrauninni. Reuter GETRAUN Sælgætiskörfur í verðlaun <r j\ matvælasýningunni Icefood Lárusdóttir, Núpabakka 3, 89, sem fram fór í Laugar- Ríkharður F. Jensen, Kleppsvegi dalshöllinni í vor, stóð Opal hf. 132, Hörður Gunniaugsson, fyrir getraun. Getraunin fólst í Sílakvísl 10 og Margrét Pálsdótt- því að geta upp á hve margar ir, Nesbala 76. Þau búa öll í vörutegundir Opal framleiðir. Reykjavík. Vinningshafamir Hengdur var upp rammi með full- hlutu glæsilegar sælgætiskörfur trúum allra vörutegundanna og frá Opal í verðlaun. gátu menn talið sjálfir. Rétt svar var 40, en af tæplega Sæunn Þorleifedóttir, Margrét 2.000 svörum, sem bárast, vora Lárusdóttir og Áróra Guð- 126 rétt. Af þeim voru dregnir mundsdóttir (hún tekur við út fimm vinningshafar. Vinnings- verðlaununum fyrir Ríkharð hafamir era: Sæunn Þorleifsdótt- Jensen) fá afhentar sælgæti- ir, Langholtsvegi 176, Margrét skörfúr frá Opal. Ringo Starr ræðir við blaðamenn í New York á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.