Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1089
39
Efiiilegur flautuleikari í
New York.
FLAUTULEIKUR
Áshildi
vel tekið í
New York
M
Ashildur Haraldsdóttir
flautuleikari hélt ekki alls
fyrir löngu sfna fyrstu einleiks-
tónleika í Cami Hall í New
York. Á efnisskránni var ein-
ungis nýleg tónlist eftir íslensk
og amerísk tónskáld, þar af
þijú verk sérstaklega samin
fyrir Áshildi.
í umsögn um tónleikana
sagði John Rockwell, aðaltón-
listargagnrýnandi stórblaðsins
New York Times, meðal ann-
ars: „Áshildur Haraldsdóttir er
íslenskur flautuleikari sem hef-
ur mikla tónlistarhæfileika,
töfrandi sviðsframkomu og
héitir auk þess þessu yndislega
hljómfagra nafni... Efnisskrá-
in var metnaðarfull þó ekki
ættu öll tónverkin skilið _að
Áshildur léki þau. Best á tón-
leikunum voru verk tveggja
íslensku tónskálda, „Eco del
Passato“ eftir Hauk Tómasson
og „Xanties" eftir Atla Heimi
Sveinsson. Bæði verkin tókust
á við tæknileg litbrigði sem
Áshildur leysti af hendi með
miklum glæsibrag."
Áshildur Haraidsdóttir lauk
á síðastliðnu vori Masters-prófi
frá Juilliard-skólanum í New
York og var fulltrúi íslendinga
á Tvíæringi norrænna einleik-
ara sem haldinn var í Reykjavík
síðastliðið haust.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUFFLUQVELLI
OG Á RÁOHÚSTORGI
FURÐUR
Sekkjapíputónleikar á Spilli
Eitt sólríkt júníkvöld lögðu tveir
Súgfirðingar af stað í fjall-
göngu. Leiðin lá upp fjallið Spilli, sem
stendur uppaf Suðureyri. Það væri
nú ekki í frásögur færandi nema að
á leiðinni upp fjallið urðu þeir félag-
ar fyrir einstöku atviki, sem fáir fjall-
göngumenn hefðu átt von á. Ferðin
var hugsuð sem náttúruskoðunarferð
og var ætlunin að taka fáeinar ljós-
myndir.
Eftir hálftíma göngu heyrðu þeir
einkennilegt hljóð koma ofan úr fjall-
inu. Fyrsta tilgátan var sú, að hljóð-
ið kæmi hugsanlega frá nærliggjandi
símalínum. En þegar ofar dró fór að
heyrast hugljúft undirspil og þá litu
þeir vinirnir á hvorn annan og urðu
mikið undrandi. Tiigátan um símalín-
umar varð að engu og skyndilega
þagnaði lagið og allt varð hljótt í
fjallinu, nema lækjarniðurinn í
fjarska.
Þá var sú ákvörðun tekin að ganga
af leið til að grennslast nánar um
hljóðið. Eftir dálitla göngu sáu þeir
mann koma gangandi niður í áttina
að þeim og var hann með eitthvað í
höndunum. Maðurinn heilsaði á
íslensku og eftir kurteislega kynn-
ingu, kom í ljós að þama var á ferð-
inni þýskur háskólanemi Stefan
Marcus að nafni. Hann sýndi félög-
unum leyndarmálið, sem var þessi
forláta „sekkjarpípa". En hvers
vegna var hann að leika á pípuna
uppí íjalli? „Jú, hljómgæðin.em best
við þessi skilyrði,“ sagði Stefan,
„tónlistin verður fullkomin þegar
leikið er undir bemm himni". Og
áfram var spurt um t.d. vem hans
á íslandi. Hann sagðist búinn að
vera á íslandi í nokkur ár við nám
í Háskólanum og líkaði bara vel. í
sumar ætlar hann að vinna í fiski
hjá Freyju á Suðureyri.
í lokin vildu fjallgöngumennirnir
fá smá sýnishorn frá þessu skosk-
ættaða hljóðfæri sem þeir höfðu aldr-
ei séð fyrr eða heyrt í svona í beinni
útsendingu. Það var ekkert nema
sjálfsagt og hóf maðurinn að þenja
sekkinn og blés í pípuna og fljótlega
fylltu tónarnir loftið. Vinirnir sátu
skammt frá, báðir dáleiddir með
gæsahúð og heilluðust af undirspil-
inu, sem var engu líkt. Eftir lagið
fékkst það uppúr Stefan að hann
væri búinn að leika á sekkjapípu í
10 ár og að hann væri eini
sekkjapípuleikarinn á íslandi. Með
bros á vör kvöddu þeir manninn og
héldu áfram ferð sinni og hugsuðu
„hvað skyldum við rekast á næst“?
Þá kvað við heldur kunnuglegra
hljóð. Rjúpukarri kom ropandi og lét
sig svífa niður hlíðina og tyllti sér á
stein stutt frá. Myndavélin var tekin
upp og fuglinn festur á filmu eins
og fyrri gesturinn. Fleiri karrar sáust
í sömu ferð, allir snjóhvítir með fag-
urrauða kamba og ropuðu í sífellu.
Sólin varpaði síðustu geislunum á
fjallatoppana og kominn tími til að
haida niður. Ánægðir í bragði snem
þeir við og héldu heim á leið úr fjalla-
ferð sem lengi verður í minnum höfð.
- R. Schmidt
Hér er Stefan Marcus að leika
fyrir Qallgöngumennina tvo á
sekkjarpípuna í fjallinu Spilli í
Súgandafírði.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
RETTU SUMARGRÆ JURNAR
Sölusýning í Sliipholti 33, viö hlidina á Tónabíói
Opið virka daga frá kl. 11 til 18 og um helgar 13 til 18
alpen kreuzer TJALDVAGNAR
Vinsælustu tjaldvagnarnir í Evrópu, enda
sterkir, ríkulega útbúnir og á 13“ dekkjum.
í þeim er m.a. stálvaskur, 3ja hellna gaselda-
vél, eldhúsborð og skápar, matborð, hnífa-
paraskúffa, læst öryggishólf, gluggatjöld,
rúmgott farangursrými, varadekk, fortjald,
sóltjald. Mjög meðfærilegir og tjöldun tekur
á um 5 mínútur. 4 stærðir.
Verð frá kr. 214.000,- til kr. 278.600,-
ilti!
IIA HJÓLHÝSI
Sterk og vel einangruð 12 feta hjólhýsi. Raf-
kerfi 12 og 220 volt. Eldhús, eldavél og renn-
andi vatn. Mikið skápapláss. Gluggar úr tvö-
foldu, lituðu akrylgleri. Neyðarhjálpar- og
stöðuhemlar. VinduQöðrun. 13“ dekk.
Svefnpláss fyrir 4-5. Verð kr. 324.000,- og
kr. 372.900,- með ísskáp og hitakerfi.
Fáanleg með fortjaldi.
'V
KOOLATRON® KÆLIBOX
Frá stærsta framleiðanda heims á kælibox-
um, ætluðum til innstungu í vindlingakveik-
jara og með straumbreyti fyrir 220 volt.
Straumnotkun frá aðeins 2,5 amperum.
Nauðsynleg á ferðalögum fyrir matinn og
ölið. Rúmmál 7 til 34 lítrar. Breytt með einu
handtaki í hitabox. Verð frá aðeins kr.
7.480,- Takmarkaðar birgðir.
Sendum í póstkröfu.
BERGLAND
■Jp Sölusýning í Skipholti 33, sími 678990
Skrifstofa í Skipholti 25, sími 627890
Ofangreint verð er miðað við tollgengi júnímánaðar 1989.