Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
Typpatal
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Laugarásbíó: Ég og minn
Leikstjóri Doris Dörrie. Aðal-
leikendur Griffith Dunne, El-
len Green. Þýsk- Bandarísk.
Hrútleiðinlegur, óþægilega
vitlaus samsetningur um gauðið
Griffith sem verður fyrir þeirri
einstöku og óþægilegu
lífsreynslu að hrókur hans fær
málið. Vill nú taka ráðin af eig-
andanum og reynir hvað hann
getur að iqafta hann uppá hvern
kvenmann í augsýn. Skiljanlega
eru samræður þessar á heldur
lágu plani, sem og myndin öll
og ekki að sjá að Dörrie hafi
gert góða reisu til Ameríku eftir
að hafa gert það gott í heima-
landi sínu með myndinni Karl-
menn (sýnd hér á vegum ísl.
kvikmyndaklúbbsins sáluga (?)).
Hugsanlega bitastæð hugmynd
í klámmynd en hér er tekið á
tólunum með silkihönskum.
í útistöðum
við ódáma
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó
Gift mafíunni — „Married to
the Mob“
Leikstjóri og handritshöfund-
ur Jonathan Demme. Aðalleik-
endur Michelle Pfeiffer, Matt-
hew Modine, Dean Stockwell.
Bandarísk. Paramount 1988.
Demme er tvímælalaust einn
fyndnasti leikstjóri Bandaríkja-
manna í dag. I fyrra skemmti
hann oss konunglega með mynd-
inni Something Wild. Gift mafí-
unni gefur henni lítið eftir þó
maður sakni þess frjálslega
hömluleysis sem einkenndi þá
fyrrnefndu. Nú er það mafían
sem verður fyrir barðinu á skop-
skyni Demmes. Pfeiffer leikur
konu leigumorðingja Mafíunnar,
(Alec Baldwin). Þau velta sér
uppúr peningum, konan þó ekki
par hrifin af því hvemig þeir eru
fengnir. Þegar svo Baldwin
fremur þá dauðasök að eiga
amorsbrögð með frillu mafíufor-
ingjans (Stockwell), bíður hún
ekki boðanna, gefur allar eigur
þeirra, flyst á brott og hyggst
byija nýtt líf íjarri hinum ítals-
kættuðu skelmum. En málið er
ekki svona einfalt því FBI hefur
hana undir eftirliti spæjarans
Modine og Stockwell viíl ólmur
komast í buxurnar hennar ...
Það er hressandi yfirbragð
yfir myndum Demme. Hann gef-
ur strax tóninn í fjörugu upp-
hafsatriði þar sem Rosemary
Clooney kyijar gamla góða Hey
Mambo undir titlunum. Allir
komnir í gott skap. Þá kemur
meinfyndið atriði inná hár-
greiðslustofu þar sem hýrlegur
greiðslumeistari sinnir Pfeiffer
með stíl og er þar kominn enginn
annar en aukaleikarinn Charles
Napier, sem hingað til hefur
ekki látið bjóða sér uppá annað
en forstokkuð karlrembuhlut-
verk. Svona líður myndin áfram,
ærslafuil og spræk, prýdd líflegri
tónlist Byrnes, léttum skopleik
góðs leikhóps þar sem enginn
er betri en Stockwell sem fer á
kostum í stælingu á farsaleik
Nicholsons í Heiðri Prizzis. Létt
stundargaman,
Á tvöföldum
ljóshraða
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Stjúpa mín geimveran
(„My Stepmother is an Alien“.
Sýnd í Stjörnubíói.
Leikstjóri: Richard Benjamin.
Helstu hlutverk: Dan Aykroyd
og Kim Basinger.
Vísindamaður sem sendir boð
á tvöföldum ljóshraða yfir í ann-
að sólkerfi. Geimvera sem lítur
út eins og Kim Basinger en veit
ekki hvað kynlíf er. Auga í hand-
tösku sem getur hermt fullkom-
lega eftir röddinni í Carl Sagan;
sama handtaska getur eytt jörð-
inni. Ahugamannalegt Jimmy
Durante-atriði sem mistekst að
bjarga jörðinni. Sex aðrar geim-
verur sem líta allar út eins og
Stefanía af Mónakó.
„Vírað?“ Gaddavírað. Þú finn-
ur allt þetta og meira til í gaman-
myndinni Stjúpa mín geimveran
og ekki vera hissa þótt þú stopp-
ir í miðri mynd, sennilega miklu
fyrr, og hugsir: Á hvað er ég
að horfa? Hún er skrýtin, furðu-
lega fyndin og furðulega ófynd-
in, pínleg, hallærisleg, lostafull,
eggjandi, kolklikkuð „deliu-
mynd“. Veljið sjálf. Það má vera
að þú hlægir að öllu. Það má
líka vera að þér stökkvi ekki
bros á vör. Stundum er hún eins
og Spielberg á sýru, stundum
eins og misheppnað geimskot.
Ef þú gefur henni færi á því
getur hún látið þig tárast úr
hlátri. Mín tillaga: Bíddu með
að hrista hausinn yfír henni þar
til þú hefur séð hana alla.
Loksins fékk Dan Aykroyd
handrit sem er skrýtnara en
hann sjálfur. Hann verður heidur
dauflegur í hlutverki vísinda-
manns sem kallar yfir sig geim-
veruna Basinger frá plánetu sem
er á 55. öldinni miðað við okkur.
Það er því fátt sem hún getUT
ekki á krummaskuðinu Jörð en
hún kynnist líka ýmsum nýjung-
um eins og ást, kynlífi og skinku-
samloku!
Gamansemi „Stjúpu“ byggir
auðvitað á árekstri geimverunn-
ar við jarðlífið og stóri plúsinn
við myndina er himinhátt hug-
myndaflugið sem ber hana útí
annað sólkerfi og til baka aftur
með stjömuvitlausum uppákom-
um; kossaatriðið, morgunverðar-
hlaðborðið, Carl Sagan eftir-
herman (mitt uppáhald) . . .
Allt gerir þetta „Stjúpu" að
fáránlegustu (notað hér í já-
kvæðri merkingu) gamanmynd
síðan Bjölludjúsinn gekk af göfl-
unum.
Lélegasta
þrjúbíó
Kvikmyndir
Arnaldurlndriðason
Allt á hvolfí í þjóðgarðinum
(„State Park“).
Sýnd í Regnboganum.
Það er komið að valinu á
verstu mynd ársins. Árið er að
vísu ekki liðið, en það er erfitt
að ímynda sér að við eigum eftir
að sjá verri mynd en þessa í
Regnboganum. Það' er raunar
erfitt að ímynda sér að verri
myndir séu yfirleitt til.
Allt á hvolfi í þjóðgarðinum
(heitið ætti að vara ykkur strax
við) er svo heimskuleg mynd að
12 ára strákarnir á 15. bekk
voru farnir að stynja „djísus
kræst“ í heilagri vandlætingu
áður en tíu mínútur voru liðnar.
Myndin, sem í ofanálag var
afburða illa þýdd, íjallar af öllum
sínum dæmalausa barnaskap
(sama myndskeiðið er notað
tvisvar og allir láta eins og þeir
séu að leika fyrir sjö ára krakka)
um lífið í útilegu, þijár gellur
og gæjana þeirra plús eiturefna-
iðjuhöld sem ætlar að grafa eit-
urefnin sín á tjaldstæðinu þeirra
en er svo vitlaus að maður efast
um að hann geti hneppt jakkan-
um sínum sjálfur.
„Allt á hvolfi“ er lélegasta
þijúbíó á fullorðinssýningum.
Það er vonandi að Regnboginn
verði ekki ruslakista fyrir þriðja
flokks myndir í framtíðinni.
iVeitingahúsið
Strandgötu 30, Haj
Meiriháttar dansleikur
með hljómsveitinni
KAKTUS
í Firðinum f kvðld.
Frítt inn til miðnættis.
Aldurstakmark 20 ár - Snyrtilegur klæðnaður
GUÐMUNDUR
HAUKUR
Leikur í kvöld
&HOTEL#
nucuioA noni
FriB mntyw W 2t 00
Adgangseynrw 3M tfW 2100
9
T
FLUGHÓTEL
keflavIk
SÍMI 92-15222
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^stóum Moggans!
—... ■iiii—» iii
BINGÖ!
Hefst kl. 13.30
Aðalvinninqur að verðmæti
________100 þús. kr._______
|?
Heildarverðmæti vinninqa um
__________300 þús. kr._______
TEMPLARAHOLUN
Eiríksgötu 5 — S. 20010