Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
45
Þessir hringdu ...
Ósanngjörn hækkun
Eldri kona hringdi:
„Ég vil mótmæla þeim hækk-
unum sem orðið hafa á gjaldskrá
síma. Nú hafa skrefagjöldin
hækkað og getur eldra fólk ekki
notað símann neitt vegna þess hve
símtöl eru orðin dýr. Hjá mörgum
eru þetta einu samskiptin sem
möguleg eru því margt gamalt
fólk og öryrkjar eiga erfitt með
að komast út úr húsi. Þessi hækk-
un er ósanngjörn kemur verst við
þá sem síst skyldi."
Óviðeigandi mótmæli
Haukur Friðríksson hringdi:
„Ég er ekki hrifin af þeim að-
gerðum Heimavarnarliðsins að
fara inn á svæði Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli eins og kom
fram í fréttum sjónvapsins sl.
miðvikudagskvöld. Það var frem-
ur óskemmtilegt að horfa uppá
hvernig fólkið lét.“
Framkoma til fyrirmyndar
Ömmurnar tvær höfðu sam-
band:
„Fyrir skömmu tókum við leið
11 í Breiðholt. Þegar við komum
inn í vagninn byijuðum við á því
að biðja tvo unglinga að standa
upp fyrir okkur en þeir neituðu.
Við örkuðum því aftur eftir vagn-
inum og þar stóðu upp fyrir okkur
tveir ungir menn frá Húnavatns-
sýslu. Við viljum þakka þeim fyr-
ir kurteisina."
Burt með Z
Gunnar hringdi:
„Mér finnst kjánalegt að blaðið
sem ég er áskrifandi að skuli ekki •
hafa í heiðri íslenskar stafsetning-
arreglur. í Staksteinum Morgun-
blaðsins var fyrir nokkru fjallað
um tímaritið Fijálsa verslun og
er birt mynd af forsíðu blaðsins.
í umfjölluninni er nafn blaðsins
skrifað „Fijáls verzlun“ þó að z
sé ekki lengur notuð í íslensku
máli samkvæmt stafsetningar-
reglum."
Fréttamat
Stella Kristjánsdóttir hringdi:
„Mér finnst fréttamat sjón-
varpsstöðvanna dálítið brenglað á
stundum. Þegar til ófriðsamlegra
mótmæla kemur þá taka fjöl-
miðlar við sér og eru mættir á
staðinn. Það var hins vegar ekk-
ert sýnt frá mótmælunum fyrir
framan bandaríska sendiráðið
sem fóru friðsamlega fram. Ég
vil hvetja alla til að mótmæla veru
hersins en gera það á friðsamleg-
an hátt.“
Óþörf launahækkun
Sigurður Jónsson hringdi:
„Mér finnst að þeir menn sem
eru í kjaradómi hefðu átt að segja
hingað og ekki lengra og neita
ráðherrum og þingmönnum um
launahækkun. Það er algjör óþarfi
að hækka laun þessa fólks sem
er á margföldum launum. Þá
langar mig til að fjalla um annað
óskylt málefni sem er ófremdar-
ástandið á gatnamótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar.
Þegar beygt er vestur Miklubraut
þá fara alltaf fímm eða sex bílar
yfir á rauðu ljósi, annað er óhjá-
kvæmilegt ef menn vilja komast
leiðar sinnar. Þarna vantar
beygjuljós og verður því vonandi
komið upp hið fyrsta.“
Kvenúr
Stórt gullhúðað kvenúr tapaðist
fyrir nokkru á leið frá Hlemmi
að æfingadeild Kennaraháskól-
ans. Finnandi vinsamlegast hringi
í síma 32915.
Kettling'ar
Fjórir kettlingar 10 vikna, svartir
og hvítir, fást gefins. Upplýsingar
í síma 687673.
Þijá fallega kettlinga, 10 vikna
gamla, vantar tilfmnanlega heim-
ili. Upplýsingar í síma 43320.
Kettlingur fæst gefins. Upplýs-
ingar í síma 75298.
íslensk framleiðsla:
Matarskattur og há álagning
Til Velvakanda.
Við finnum það íslenskir launþeg-
ar, á meðallaunum, hve óheyrilega
dýr matvaran er orðin. Þessi fasti
liður á hveiju heimili er alltaf að
hækka og þess vegna sperrir maður
nú eyrun og reynir að átta sig á af
hvetju þetta er svona.
Hefur manni virst að matarskatt-
urinn illræmdi ásamt hárri álagningu
kaupmanna ráði þarna mestu um og
því var það að athygli mína vöktu
ummæli forstjóra stórmarkaðar
nokkurs, í sjónvarpi nú á dögunum,
þar sem hann sagðist geta flutt inn
kartöflur og þá dygði sér sáralítil
álagning eða 5-10 kr. á kíló og virt-
ist manni að það sama mætti gilda
um annan innflutning s.s. kjúklinga,
egg o.fl. Þetta fannst mér furðuleg
yfirlýsing því ég veit að stórmarkað-
irnir telja sig þurfa margfalt hærri
álagningu þegar þeir selja ísl. fram-
leiðslu.
Má siðleysi stórmarkaðanna vera
mikið þegar þeir pina niður verð á
ísl. framleiðslu — fá hana uppá krít
— leggja síðan á hana 30-35% og
nota svo svigrúmið sem þeir fá út á
þetta til þess að flytja inn erlendar,
niðurgreiddar samkeppnisvörur og
borga kontant. Þetta finnst mér vera
kjaftshögg á innlenda framleiðendur.
Þrennt þarf að haldast í hendur ef
vel á að fara þ.e. íslensk framleiðsla,
íslenskir kaupmenn og íslenskir neyt-
endur, með því eflum við þjóðarhag
og bægjum frá atvinnuleysinu.
Ævintýranámskeið
haldið fyrir fatlaða
AKVEÐIÐ er að halda Qögur Qögurra manna ævintýranámskeið á
vegum skáta, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags
tslands á tímabilinu 26. júní til 9. júlí.
Hvert námskeið er í sex daga frá
mánudegi til laugardags. Þátttak-
endur hittastí Skátahúsinu við
Snorrabraut 60, alla morgna klukk-
an 10 og eru saman við leik og
störf fram til klukkan 16.
Athygli skal vakin á því að húsið
opnar klukkan 8.30 og því er lokað
klukkan 18, þannig að þátttakendur
geta komið fyrr og farið síðar ef
það hentar betur.
A ævintýranámskeiðunum
gefst kostur á að kynnast ýmsum
þáttum skátastarfs, auk leikja, úti-
vistar og ýmis konar fræðslu.
Leiðbeinendur á námskeiðunum
eru allir reyndir skátaforingar og
hafa reynslu í starfi með börnum
og unglingum, fötluðum sem ófötl-
uðum.
Allar nánari upplýsingar og mót-
taka staðfestingargjalda fer fram á
skrifstofu Útilífsskólans í Skáta-
húsinu, Snorrabraut 60.
Fjölmenni við útfor Pét-
urs Gauta firá Gautlöndum
^ Mývatnssveit.
ÚTFÖR Péturs Gauta Péturssonar, Gautlöndum, var gerð frá Skútu-
staðakirkju síðastliðinn þriðjudag að viðstöddu miklu fjölmenni.
Sóknarpresturinn sr. Orn Friðriksson flutti útfararræðu og jarð-
söng. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni talaði einnig í kirkj-
unni. Kirkjukórinn söng en organisti var Kristín Jónasdóttir.
Pétur fæddist á Gautlöndum 6.
september 1914. Foreldrar hans
voru Pétur Jónsson og Sólveig Pét-
ursdóttir. Pétur Gauti lést af slys-
förum 10. júní sl. Eiginkona hans
Gíslíana Bjarnadóttir frá Breiða-
gerði í Skagafirði lifir mann sinn.
Þau eignuðust fjögur böm sem öll
em á lífi.
Pétur hafði ætíð mikinn áhuga á
íþróttum sérstaklega íslenskri
glímu. Þá stundaði hann hesta-
mennsku af lífi og sál. Fróður var -
hann um margt og tók oft til máls
á fundum og mannamótum . Hans
verður ávallt minnst sem góðs
drengs.
Kristján.
Innilegar þakkir fyrir góðar gjafir, blóm og
kveðjur á sjötugsafmœli mínu þann 16. júní sl.
Guð blessi ykkur öll.
Ágústa M. Frederiksen.
aa
Vörulyftaradekk
BUNABARDEILD
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
LÆRIÐ A KYPUR
DIDACTAINTERNATIONAL COLLEGE
★ Flugfreyjunám - með Cyprus Airways
★ Nám í ferðaþjónustu í flugi - sem leiðir til IATA
réttinda
Sendið úrklippuna í umslagi merktu: „K - 8307“
á auglýsingadeild Mbl. Haft verður samband og
nánari upplýsingar gefnar.
Nafn:.................................
Heimilisfang: ........................
Sími:.................................
Ég skora því á káupmenn að
lækka álagninguna á innlendri fram-
leiðslu og ef stjórnvöld vildu svo létta
af okkur matarskattinum þá yrði
þetta hin þokkalegasta kauphækkun
sem öllum kæmi til góða ekki síst
þeim lægstlaunuðu.
Þeir sem koma til Danmerkur taka
sjálfsagt eftir því að víða fæst ekki
annar cola drykkur en Jolly cola.
Astæðan er augljós — Jolly cola er
dönsk framleiðsla dönsk colablanda.
Danir eru ekki svona heimsfrægir
kaupmenn bara af því þeir kunna
að selja, nei, þeir skilja líka hve mikil-
vægt það er að kaupa eigin fram-
leiðslu. Er þetta umhugsunarefni
fyrir okkur íslendinga.
íslen ikur neytandi
H'
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
HOTEL MANAGEMENT
TOURISM - IATA/UFTAA
SCHOOL in
SWITZERLAND
Námskeið sem fara fram á ensku.
Prófskírteini í lok námskeiðs.
9 mánaðatil 2 ára námskeið. hostr
30 ára velgengni.
Skrifið og fáið nánari HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL
upplýsingar: 1854ÐLEYSIN, SWITZERLAND
Tel. 025/34 18 14
Telex 456 347 hos ch
Telefax 025/34 18 21
HHHHHHHHHHHHHHHH