Morgunblaðið - 30.06.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.06.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 I vinnu á sólríkum sumardegi ÞOTT sumarið hafí verið seint á ferð- inni á suðvesturhorni landsins hafa íbúar þessa landshluta notið nokkurra sólríkra daga í júnímánuði. Sumar- verkin eru nú unnin út um alla borg. Hvar sem komið er má sjá fólk við störf utan dyra, við hreinsun og snyrt- ingu garða og viðgerðir á húsum svo að eitthvað sé nefht. Gert við Sundhöllina Nú stendur yfir viðgerð á þaki Sund- hallarinnar í Reykjavík. Að sögn Tryggva Sigtryggssonar verkstjóra þurfti að rífa gamla þakið af Sundhöll- inni en nýja þakið mun verða byggt i sömu mynd og það gamla þar sem hús- ið er friðað. Sundhöllin er opin á meðan á viðgerð stendur en nokkur röskun hefur þó orð- ið á þjónustu hennar. Sólbaðsaðstaða kvenna verður lokuð á meðan viðgerð stendur yfir en karlar geta hins vegar sleikt sólina utan dyra. Lítið hefur verið um að heitu pottunum hafi verið lokað en það getur þó komið fyrir. Viðgerð þaksins á að ljúka 1. ágúst. Fáum dósum skilað Við Snorrabraut stendur stór gámur þar sem tekið er á móti tómum gos- dósum. Skilagjald af dósum sem skilað er í gáminn mun renna til Skátahreyfing- arinnar og Hjáiparstofnunar kirkjunnar. Þrjár ungar stúlkur, þær Áslaug Maríu- dóttir, Ásta Sigmarsdóttir og Helga Snæbjömsdóttir, sátu við gáminn. Þær era í unglingavinnunni og höfðu þann starfa þessa vikuna að taka á móti tóm- um dósum. Stelpurnar era allar í skátafé- laginu Dalbúum. Aðspurðar sögðu þær að margt fólk kæmi til þess að spyrjast fyrir um skilagjald á dósum og sumir hættu við að skila dósum í gáminn þeg- ar í ljós kæmi að ekki væri borgað skila- gjald fyrir dósirnar. Breytt og bætt í Austurstræti er verið að leggja hita- lagnir undir gangstéttina að sunnan- verðu á milli Pósthússtrætis og Aðal- strætis. Þegar komið var þar að unnu verktakar að því að grafa fyrir hitalögn- um. Lokið verður við verkið nú um helg- ina. Það er fleira sem þarf endurnýjunar við í borginni. Starfsmenn Rafmagns- veitunnar voru við Kleppsveginn. Þar var verið að bæta við rafmagnsstreng til þess að auka flutningsgetu hans. Úti á Seltjamarnesi vinna 14 til 16 ára gamlir Seltirningar við að tyrfa varn- argarð sem liggur vestur af Bakkatjörn meðfram veginum út undir golfvöliinn á Suðurnesi. Flokkurinn sem telur á annan tug unglinga er einn af 6 vinnuflokkum sem starfa við hreinsun, ræktun og snyrtingu á Seltjarnarnesi í sumar. Morgunblaðið/Einar Falur Þijár skátastelpur við dósagám við Snorrabraut. Hátt uppi við að bæta við rafstreng til að auka flutningsgetuna. Lífog fjör í Vestmanna- eyjum Tommamótið, árlegt mót 6. flokks í knattspymu, var sett í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld en keppni hófst í gær. Það er knattspyrnufélagið Týr sem hefúr umsjón með mótinu. Alls taka 48 lið frá 24 félögum þátt í því og er gert ráð fyrir að aðkomumenn verði í allt yfir þúsund talsins í Eyjum þessa helgi að meðtöldum foreldrum og öðrum aðstandendum. Á meðfylgjandi myndum eru Stjörnustrákar frá Garðabæ og Keflvíkingar að koma til Eyja í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.