Morgunblaðið - 30.06.1989, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989
Frá mótsstað á Iðavöllum.
Morgunblaðið/Bjöm
Austfirskir hestamenn
halda fiórðungsmót
Egilsstöðum.
Fjórðungsmót austfirskra hestamanna hófst á Iðavöllum við Egils-
staði í gaer. Rúmlega 200 hestar víðsvegar af landinu taka þátt í keppni
á mótínu. Auk þess voru mætt um 400 ferðahross á mótsstað ásamt
Vanskil fiskeldisfyrirtækj a
skipta hundruðum milljóna
fjölda áhorfenda.
í gær fóru fram dómar gæðinga
og kynbótahrossa og hryssna með
afkvæmi. Einnig fór fram unglinga-
keppni 12 ára og yngri og undan-
rásir í tölti. I dag fara fram dómar
í A-flokki gæðinga og stóðhesta,
unglingakeppni í eldri flokki og kapp-
reiðar. í kyöld verður sölusýning á
hrossum. Á laugardag verða kapp-
reiðar ásamt sýningu á hrossum í
ýmsum flokkum auk unglingadag-
skrár og kvöldvöku. Úrslit kappreiða
og verðlaunaafhending verða á
sunnudag.
Búast má við góðri aðsókn og
góðu móti. Það er hestamannafélag-
ið Freyfaxi á Fljótsdalshéraði sem
heldur mótið. Hafa Freyfaxafélagar
lagt á sig mikla vinnu við skipulagn-
ingu og undirbúning aðstöðu. Björn
TRYGGINGASJÓÐUR fiskeldis-
lána hefiir veitt 13 fyrirtækjum
ábyrgð fyrir 385 milljónum króna
af þeim 1800 milljónum, sem
sjóðnum er heimiit að ábyrgjast
á hveijum tíma, en viðskipta-
bankar hafa aðeins veitt lán fyrir
broti af þessum ábyrgðum, að
sögn Friðriks Sigurðssonar,
íramkvæmdastjóra Landssam-
bands fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva. Hann segir vanskil fisk-
eldisfyrirtælga við þjónustuaðila
nú skipta hundruðum milljóna
króna, og langlundargeð þeirra
vera á þrotum.
Boðað hefur verið til almenns
félagsfundar Landssambands fisk-
eldis- og hafbeitarstöðva í dag þar
sem fjárhagsstaða fiskeldisins verð-
ur rædd, og hefur Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra verið
boðið á fundinn.
„Brúnin á mönnum er orðinn
ansi þung þar sem ekkert hefur enn
þokast varðandi aukningu afurða-
lána til fiskeldisfyrirtækj anna, og
ef meiningin er að láta þessa at-
vinnugrein rúlla, þá er alveg eins
gott að gera það strax og almenni-
lega'en vera ekkert að draga menn
á asnaeyrum lengur. Vanskil fisk-
eldisfyrirtækja við fóðursala skipta
nú orðið hundruðum milljóna króna,
og vanskil við tryggingarfélög
SKIPTAFUNDUR í þrotabúi
Hafskips var haldinn í gærmorg-
un. Að sögn Ragnars Hall, skipt-
aráðanda, var frumvarp skipta-
stjóranna, hæstaréttarlögmann-
anna Gests Jónssonar, Jóhanns
H. Níelssonar og Viðars Más
Matthíassonar, samþykkt sem
skiptagerð búsins nærri óbreytt.
Aðeins smávægilegir fyrirvarar
hefðu verið gerðir við frum-
varpið.
Að sögn Ragnars eru ekki til
reiðu allir fjármunir, sem búinu til-
heyra og enn eru nokkrar kröfur í
innheimtu. Það hefur hins vegar
skipta tugum milljóna. Það er alveg
ljóst að þessir aðilar geta ekki hald-
ið áfram við svo búið, en allir þjón-
ustuaðilar við fiskeldið hafa sýnt
alveg ótrúlegt langlundargeð hingað
til,“ sagði Friðrik Sigurðsson.
ekki áhrif á þá úthlutun á fjármun-
um úr búinu, sem nú fer fram. Einn
kröfuhafi gerði jafnframt athuga-
semd um skuldajöfnuð og annar
telur að ekki hafi verið gerð upp
við sig forgangskrafa. „Þetta eru
ekki stórir liðir og trufla ekki þessa
úthlutun," sagði Ragnar.
Ragnar sagði ástæðu til að vekja
athygli á því, að þótt almennir
kröfuhafar fengju greiddar um 50%
af kröfum sínum, hefðu ekki verið
reiknaðar á þær vextir eða verð-
bætur frá því í desember 1985 og
þær væru því allmiklu lægri að
raungildi.
Skiptagerð þrotabús Hafskips:
Samþykkt nær óbreytt
VEÐURHORFUR í DAG, 30. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Norðvestan kaldi á Norðausturlandi, en gola víðast
annars staðar. Léttskýjað var um mest allt iand. Hiti var frá 7 stig-
um á Norðurlandi í 15 stig syðra.
SPÁ: Norðvestan kaldi um norðaustanvert landið en fremur hæg
vestlæg eða breytileg átt í öðrum landshlutum, viða hafgola. Áfram
verður bjart veður um nær allt land, og 10-15 stiga hiti um hádeg-
ið, en kalt að næturlagi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan eða suðaustan strekkingur og
hlýnandi veður. Þurrt norðaustanlands, en einhver rigning í öðrum
landshlutum.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan- og vestanátt. Hlýtt og bjart
um landið austanvert, en skúrir og öllu svalara um landið vestanvert.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / «
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V a
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti vedur
Akureyri 9 skýjað
Reykjavik 12 léttskýjað
Bergen 9 skúr
Helsinki 22 skýjað
Kaupmannah. 15 rigning
Narssarssuaq vantar
Nuuk 2 Þoka
Ósló 18 hálfskýjað
Stokkhólmur 19 skýjað
Þórshöfn 5 rigning
Aigarve 25 heiðskírt
Amsterdam 13 rigning
Barcelona 24 hálfskýjað
Beríin 22 skýjað
Chicago 17 alskýjað
Feneyjar 24 léttskýjað
Frankfurt 21 skýjað
Glasgow 13 léttskýjað
Hamborg 15 rigning
Las Palmas 25 skýjað
London 12 rigning
Los Angeles 12 léttskýjað
Luxemborg 15 rigning
Madríd heiðskírt
Malaga vantar
Maliorca vantar
Montreal vantar
New York 20 léttskýjað
Orlando 24 skýjað
Paris vantar
Róm 25 skýjað
Vín 22 skýjað
Washington 23 léttskýjað
Winnipeg vantar
Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir:
Skortur gæti orðið á
læknum hérlendis
GUÐJÓN Magnússon, aðstoðarlandlæknir, telur að fari svo fram
sem horfir gæti orðið skortur á læknum hérlendis áður en langt
um líður. í samtali við Morgunblaðið sagði hann helstu ástæður
þessa vera aukna sókn íslenskra lækna tíl starfa og náms erlendis
strax að loknu námi hér heima, f
skrifuðust úr læknadeild Háskóla
visi samsettír en áður.
Guðjón sagði, að æ fleiri lækna-
stúdentum bærust boð erlendis frá,
einna helst frá Svíþjóð, um störf
og námsaðstöðu. „Við óttumst
einna helst að brátt muni skorta
lækna til að sinna störfum aðstoð-
arlækna og heilsugæslulækna á
landsbyggðinni. Ef af skorti verður
gæti komið til greina að breyta
aðstoðarlæknisstöðum í sérfræð-
ingsstöður, og höfða þannig til
þess hóps íslenskra sérfræðinga
sem starfar erlendis.
Hann benti á að nú þegar væri
orðinn skortur á aðstoðarlæknum,
og þá einna mest í Reykjavík.
þess sem þeir hópar sem ut-
Islands væru fámennari og öðru
„Færri kandídatar starfa nú í tvö
til fjögur ár sem aðstoðarlæknar
áður en þeir halda til sérfræðináms
erlendis, en þeir hafa löngum verið
uppistaða aðstoðarlækna."
Guðrjón sagði að hlutfall kvenna
hafí aukist í hópum útskrifaðra
lækna, og að þær gerðu aðrar
starfskröfur en karimenn, sæktust
minna eftir embættum á lands-
byggðinni og kysu síður að vinna
vaktavinnu. Þessu til viðbótar væri
væntanleg frekari minnkun út-
skriftarhópa á næstu árum, sem
yki enn hættu á læknaskorti.
Prestastefna íslands:
Mildl bót að löggjöf um
starfemenn kirkjunnar
PRESTASTEFNU íslands, sem
haldin var í safiiaðarheimilinu
Kirkjuhvoli I Garðabæ, var slitíð
í Bessastaðakirkju i gær,
fimmtudag. Þátttakendur í
prestastefnunni þágu í gær boð
forseta íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur, á Bessastöðum
og heimboð fráfarandi biskups,
herra Péturs Sigurgeirssonar.
Pétur lætur af embættí sem
biskup nú um mánaðamótin og
herra Ólafiir Skúlason tekur
við.
Prestastefnan samþykkti nær
einróma ályktun um að hún telji
mikla bót að heildarlöggjöf um
starfsmenn Þjóðkirkjunnar, auk
þess sem breyttar aðstæður kalli
á nokkrar tilfærslur á mörkum
prófastsdæma og prestakalla.
Prestastefnan tekur undir það við-
horf prófastafundar að innan próf-
astsdæmanna skuli leita leiða til
að starfsmenn kirkjunnar nýtist
ætíð vel í margháttuðu og mikil-
vægu boðunar- og þjónustuhlut-
verki.
Prestastefnan hvetur til þess
að reynt verði að tryggja fram-
gang frumvarps um skipun presta-
kalla og prófastsdæma og um
starfsmenn Þjóðkirkjunnar, þar
sem mörg nýmæli, sem horfi til
heilla, sé að finna í frumvarpinu.
Olísmálið:
Landsbank-
inn mótmæiti
tryggingum
VIÐ áframhaldandi málflutning í
kyrrsetningarkröfu Landsbank-
ans á hendur Olis í gærdag lagði
Olís fram lista yfir lausafé tíl
tryggingar kröfii Landsbankans.
Um var að ræða viðskiptakröfur,
víxla, tæki o.fl. sem Olis mat á 230
miiyónir króna. Landsbankinn
mótmæltí flestum þessum eignum
og vildi að borgarfógétí úrskurð-
aði þær ekki hæfar sem ígUdi
trygginga.
Við málflutninginn í gærdag taldi
Olís sig hafa lagt fram tryggingar
í lausafé að upphæð 430-440 miHjón-
ir króna. Eftir að Landsbankinn
krafðist úrskurðar fógeta um hæfi
trygginganna frestaði fógeti mál-
flutningnum fram á miðvikudag í
næstu viku meðan hann íhugar kröf-
una.