Morgunblaðið - 30.06.1989, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR.30. JÚNÍ 1989
II
Otto Lambsdorff greifí:
„Repúblikanar eru nas-
istar og ekkert annað“
Morgunblaðið/RAX
OTTO Lambsdorff greifí, einn
litríkasti stjórnmálamaður Vest-
ur-Þýskalands, var staddur hér
á landi fyrir skemmstu til að sitja
þing alþjóðasamtaka Frjáls-
lyndra flokka. Greifinn sagði af
sér embætti eftiahagsmálaráð-
herra árið 1984 vegna aðildar
að Flick-málinu svokallaða sem
snerti marga helstu stjórnmála-
menn landsins. Lambsdorff var
síðar dæmdur í fjársektir fyrir
brot á skattalögum í tengslum
við greiðslur sem flokkur hans
tók við frá Flick-fyrirtækjasam-
steypunni. I haust komst gamla
kempan svo aftur í sviðsljósið
er Lambsdorff var kosinn. for-
maður Fijálslynda flokksins
vestur-þýska sem nú situr í
stjórn með Kristilegum demó-
krötum. Fer hér á efftir spjall
sem Morgunblaðið átti við
Lambsdorff á meðan dvöl hans
stóð hérlendis.
— Er hugmyndin um samein-
ingu Þýskalands jafn lifandi og
áður fyrr?
„Já, og hún er jafnvel í sókn
vegna þróunarinnar í Austur- og
Mið-Evrópu og einkum í Sovétríkj-
unum. Umræðan um sameiningu
Þýskalands hefur ekki verið meiri
en nú a.m.k. síðustu 10 árin.“
— En er það ekki svo að
jafnaðarmenn og græningjar hafi
sagt skilið við þessa hugmynd?
„Græningjar hafa ekki sagt skil-
ið við hugmyndina því þeir hafa
aldrei stutt hana. Hjá jafnaðar-
mönnum eru einstaka menn- hættir
að styðja sameiningu en stjóm
flokksins er þeirrar skoðunar að
sameiningarmarkmiðið megi ekki
falla í gleymsku."
Heimsókn Gorbatsjovs
og Bush
— Afstaða Þjóðveija til Sov-
étríkjanna hefur breyst mjög mik-
ið. Hvers vegna?
„Vegna þess að afstaða Sov-
étríkjanna til framtíðar Þýska-
lands, samskipta Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) og Varsjár-
bandalagsins og friðsamlegrar þró-
unar í Evrópu hefur breyst. Menn
um víða veröld tóku eftir þeim
hljómgrunni sem heimsókn
Míkhaíls Gorbatsjovs fékk í Vest-
ur-Þýskalandi. Heimsóknir þjóðar-
leiðtoga frá Vesturlöndum eru dag-
legt brauð, franski forsetinn kemur
svo að segja mánaðarlega og allir
Bandaríkjaforsetar koma fyrr eða
síðar. Þetta veldur ekki svo mikilli
hrifningu lengur. Heimsókn Gor-
batstjovs er eiginlega bara hægt
að líkja við heimsókn Johns
Kennedys á sínum tíma. Þá voru
milljón manns á götunum og hrifn-
ingin gífurleg. Núna fengum við í
fyrsta skipti sovéskan flokksleið-
toga í heimsókn sem ekki beitir
fyrir sig hótunum heldur vekur þá
trú meðal almennings að honum
sé alvaja með friðarumleitunum
sínum. í andstöðu við forvera sína
þá skilur hann hvernig á að um-
gangast fjölmiðla og hvernig á að
höfða til fólks.“
— Hvernig metur þú niðurstöðu
heimsóknarinnar?
„Heimsóknin var árangursrík að
mati allra stjórnmálaflokka í Vest-
ur-Þýskalandi. En hún verður að
skoðast í samhengi við heimsókn
George Bush Bandaríkjaforseta
þremur vikum fyrr. Báðar þessar
heimsóknir stuðla að friði í Evrópu
og afvopnun."
Velgengni repúblikana —
mótmæli kjósenda
— Hvemig er því háttað með
repúblikanaflokkinn, nýtur hann
helst fylgis í þeim héruðum þar sem
fjöldi innflytjenda frá Austur-
Evrópu er mikill?
Otto Lambsdorff greifi
„Merkilegt nokk þá er' raunin
önnur. Reyndar er ekki alveg ljóst
hvaðan repúblikönum kom hið
mikla fylgi í kosningunum til Evr-
ópuþingsins en þeir fengu 7,1%
atkvæða á landsvísu og 14,6% í
Bæjaralandi. Fylgið er ekki mest
þar sem hlutfall innflytjenda er
hátt eða kjör sérlega bág. Þvert á
móti fengu repúblikanar mest fylgi
í Suður-Þýskalandi, Bæjaralandi
og Baden-Wiirttemberg, þar sem
afkoma er góð og lítill straumur
innflytjenda. Fylgi repúblikana er
því fyrst og fremst hægt að skýra
sem mótmæli gegn hinum hefð-
bundnu flokkum og óánægju með
húsnæðismál og fleira af því taginu
þótt andúð á útlendingum komi
þama líka við sögu. Fylgið endur-
speglar einnig djúpa óánægju al-
mennings með það hvernig staðið
er að stjórnmálum í Vestur-Þýska-
landi."
— Nú tilheyrir þú flokki sem er
í samsteypustjóm með kristilegum
demókrötum. Verður þú þess var
að samstarfsflokkurinn hneigist til
hægri i stefnumálum sínum til að
vinna kjósendur repúblikana aftur
á sitt band?
„Nei. En ég hef alltaf sagt það
við kristilega demókrata að það sé
þeirra verkefni að halda fast utan
um kjósendur á hægri vængnum.
Það hafa þeir getað fram til þessa
án þess að verða þar með vafasam-
ir samstarfsaðilar. Kristilegir
demókratar hafa hins vegar enn
ekki fundið mann sem getur komið
í staðinn fyrir Franz Jósef Strauss,
en hann var fær um að höfða til
þessa kjósendahóps og halda hon-
um í skefjum án þess að geta tal-
ist hægri öfgamaður."
Spurning um hlutleysi
Austurríkis
— Hver er afstaða ríkisstjórnar
Vestur-Þýskalands til væntanlegr-
ar umsóknar Austurríkis um aðild
að Evrópubandalaginu?
„Eins og þú gefur til kynna þá
liggur umsóknin ekki enn á borð-
inu. Þess vegna hefur ríkisstjórnin
heldur ekki tekið opinbera afstöðu.
En ef ég ræð rétt í skoðanir meiri-
hlutans þá mun ríkisstjórnin styðja
slíka umsókn. Þarna eru þó ákveð-
in vandkvæði, ekki á efnahagssvið-
inu heldur hvað stjórnmálin snert-
ir. í stjórnarskrá Austurríkis eru
skýr hlutleysisákvæði. Spurning
vaknar því um hvort Austurríki
geti tekið fullan þátt í hinu pólitíska
samstarfi EB.“
— Eru aðildarríki EB á því að
fá fleiri í hópinn?
„Nei, enginn er beinlínis hvattur
til að ganga í bandalagið. Ríkin
tólf hafa sem stendur svo mörg
vandamál sem leysa þarf að á þau
er vart bætandi. Stækkun EB —
umfram Austurríki ef til vill — er
mjög vafasöm um stundarsakir að
minnsta kosti.
Samruni Daimler og MBB
— Nú bíða áhrifamenn í vestur-
þýsku athafnalífi, og ugglaust
fleiri, spenntir eftir ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um það hvort sam-
runi Daimler-Benz og Messer-
schmitt-Bölkow-Blohm verði leyfð-
ur. Það er skoðun margra að þarna
sé stærsta fyrirtæki Vestur-Þýska-
lands, Daimier, að ná enn meiri
einokunarstöðu á markaðnum en
skemmst er að minnast þeirra sem
deilna sem kaup þess á AEG vakti.
Hver er afstaða þín í þessu máli?
„Á flokksþingi Frjálslynda
flokksins var ákveðið á sínum tíma
að eftirláta Helmut Haussmann
viðskiptaráðherra ákvörðun í þessu
máli. Við erum á báðum áttum
vegna stærðar fyrirtækisins sem
út úr þessu kæmi, og skertrar sam-
keppnisstöðu á sviði vopnafram-
leiðslu. Ég vona að Haussmann
grípi til nauðsynlegra hliðarráð-
stafana leyfi hann samrunann."
— Þú sagðir af þér embætti
ráðherra vegna Flick-hneykslisins,
er því máli lokið að þínu mati?
„Já, þótt það komi upp öðru
hveiju eins og til dæmis þegar
Franz Schönhuber leiðtogi repú-
blikana nýr þessu máli mér um
nasir. Það hindrar mig aftur á
móti ekki í því að bregðast við repú-
blikönum eins og ég tel nauðsyn-
legt, nefnilega með þvi að afhjúpa
að í raun eru þeir nasistar og ekk-
ert annað.“
Rangfærslur varðandi
neysluvatn Reykvíkinga
eftirTryggva
Þórðarson
Þjóðviljinn birti þann 12. maí sl.
viðtal við Þorleif Einarsson jarð-
fræðing um umhverfismál.
Ekki verður hjá því komist að
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leið-
rétti nokkrar rangfærslur sem slæðst
hafa inn í viðtalið varðandi neyslu-
vatn Reykvíkinga og gætu valdið
óþarfa áhyggjum þeirra.
í viðtaliriu var fullyrt að neyslu-
vatn Reykvíkinga sé að mestu tekið
úr opnum sprungum og stundum svo
mengað, að það sé óneysluhæft. Þar
var einnig vegið að Heilbrigðiseftir-
liti Reykjavíkur, sem sér um eftirlit
með gæðum neysluvatns í Reykjavík,
og gefið í skyn, að ekki sé fylgst
reglulega með hreinleika vatnsins á
kerfísbundinn hátt.
Því er nauðsynlegt að gera grein
fyrir því hvemig neysluvatnsmálum
í Reykjavík er háttað.
Reykvíkingar fá nær allt neyslu-
vatn sitt frá vatnsbólum í Heiðmörk,
aðeins lítill hluti kemur úr Bullaug-
um. Ekkert neysluvatn er tekið úr
opnum vatnsbólum heldur eingöngu
dælt úr borholum frá grunnvatns-
straumum sem stefna neðanjarðar í
átt að dælustöðvunum. Þótt svona
hagi til er samt sem áður nauðsyn-
legt að koma í veg fyrir yfirborðs-
mengun á vatnasvæði dælustöðv-
anna.
Af þessari ástæðu hafa verið af-
mörkuð verndarsvæði umhverfis
dælustöðvarnar í Heiðmörk, sem hér
segir:
1. flokkur, brunnsvæði.
Á þessum svæðum er öll óviðkom-
andi umferð bönnuð. í Heiðmörk
hafa tvö slík svæði, þ.e.a.s. Gvend-
arbrunna- og Jaðarssvæðið, verið
afgirt og unnið er að girðingu
umhverfis dælustöðvarnar á Myllu-
lækjarsvæðinu.
2. flokkur, grannsvæði.
Til þess telst norðausturhluti Heið-
merkur, þ.e.a.s. svæðið frá Strýps-
hrauni að Silungapolli, og er ástæð-
an sú að um þetta svæði fer það
grunnvatn sem dælt er upp í dælu-
stöðvunum. Svæðið er háð ströngu
eftirliti hvað varðar yfirborðs-
mengun af völdum hvers konar
lífrænna- og ólífrænna efna, sem
spillt gætu grunnvatninu.
Reglur um þessa vemdun voru
samþykktar fyrir 20 árum, vegna
sérstakra jarðfræðilegra aðstæðna á
þessu svæði.
Allir sem leið eiga um Heiðmörk-
ina taka vafalaust eftir því að engir
lækir eða uppsprettur eru sjáanleg-
ar, jafnvel í mestu rigningum fyrr
en komið er langleiðina niður að Éll-
iðavatni. Ástæður fyrir þessu eru
tvenns konar þ.e.a.s.:
1. Á svæðinu milli Strýpshrauns
og Hólmhrauns þar sem jarðvegur
þekur yfirborðið eru niðurföll tengd
jarðsprungum, sem beina vatninu
niður í grunnvatnið.
2. Allt vatnasvæðið, utan þess sem
að ofan er talið, allt frá Gvendar-
brunnum að Bláfjöllum, er þakið
úfnu hrauni, þar sem sú úrkoma sem
fellur á yfirborðið á greiða leið niður
til grunnvatnsins.
Svæðið milli Strýpshrauns og
Hólmshrauns er sennilega fjölsótt-
asta útivistarsvæðið í Heiðmörk og
því mikilvægt að allir þeir sem vilja
njóta útivistar þar geri sér ljóst að
svæðið er jafnframt nýtt sem vatns-
tökusvæði. Samnýting á grannsvæði
vatnsbóls til vatnsvinnslu og útivistar
almennings er möguleg ef mengun-
arvarna er gætt, en þá væri nauðsyn-
legt að banna umferð hesta, hunda
og annarra dýra um svæðið. Verndun
grannsvæðis vatnsbólanna er for-
senda þess að gæði vatnsins fyrir
Reykvíkinga og nágrannasveitarfé-
lögin (um 120 þús. íbúa) geti áfram
verið jafngóð og þau eru nú.
Fjölmörg ár eru síðan vatnsbólin
í Heiðmörk hafa mengast. Á þeim
tímum var notast við opin vatnsból
sem gátu spillst í miklum leysingum.
Aðeins einu sinni hefur mengunar
orðið vart í Bullaugum. Það var árið
„Neysluvatn Reyk-
víkinga er eins heil-
næmt og unnt er að
hafa það og er leitun
að jafhgóðu vatni í
heiminum. Vatnið er
ekki klórblandað ogþví
án krabbameinsvald-
andi klórsambanda sem
kunna að fínnast í
klórblönduðu neyslu-
vatni.“
1983, þegar vatnsæð opnaðist milli
annarrar borholunnar og nálægrar
tjarnar, sem fugl sótti í. Þessari bor-
holu var lokað þegar í stað og er
ekki lengur I notkun. Síðan hefur
ekki orðið vart mengunar í Bullaug-
um.
Gott eftirlit er með bakteríuinni-
haldi neysluvatns. Fylgt er stöðlum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og
ákvæðum heilbrigðisreglugerðar um
tíðni rannsókna. Tíðni rannsóknanna
miðast við fjölda neytenda. Þannig
eru tekin sýni til rannsókna af vatni
úr vatnsbólunum í Heiðmörk tvisvar
í viku og einu sinni í mánuði úr
Bullaugunum, sem mun færri fá vatn
úr. Að auki eru að jafnaði tekin viku-
lega tvö sýni af veitukerfinu. Þar sem
Kópavogur og Seltjamames fá vatn
úr vatnsbólunum í Heiðmörk og
Mosfellsbær úr Bullaugum er enn-
fremur fylgst vel með vatninu af
heijbrigðiseftirliti þeirra staða.
í viðtalinu var haft orðrétt eftir
Þorleifi: „Mér er kunnugt um það,
að gosdrykkjaverksmiðja í Reykja-
vík, sem framleiðir drykki á erlendu
leyfí, hefur fengið aðvaranir erlendis
frá vegna þess að framleiðslan hefur
mælst óneysluhæf samkvæmt er-
lendum stöðluVn vegna mengunar
vatnsins." Hér er enn gefið í skyn
að vatnið sé mengað og auk þess
að eftirliti yfirvalda og framleiðenda
sé ábótavánt.
Þessi saga um gosdrykkjaverk-
smiðjuna er harla ótrúverðug í Ijósi
þess sem hér hefur komið fram. Við
það má bæta að flestir gosdrykkja-
framleiðendur hafa tæki sem drepa
bakteríur í vatninu áður en það er
notað í framleiðsluna. Þeir hafa enn-
fremur matvælafræðinga sem fylgj-
ast reglulega með gæðum vatnsins
auk eftirlits með fullunninni vöru.
Af þessu tilefni var haft samband
við þær gosdrykkjaverksmiðjur sem
framleiða samkvæmt erlendu einka-
leyfi og gat engin þeirra staðfest
sannleiksgildi þessarar sögu.
Neysluvatn Reykvíkinga er eins
heilnæmt og unnt er að hafa það og
er leitun að jafngóðu vatni í heimin-
um. Vatnið er ekki klórblandað og
því án krabbameinsvaldandi klór-
sambanda sem kunna að finnast í
klórblönduðu neysluvatni. Til að
tryggja áframhaldandi heilnæmi
vatnsins er hins vegar mikilvægt að
vatnsbólin séu vernduð og gengið
verði ríkt eftir því, að reglur um
umgengni á vemdarsvæðum séu virt-
ar.