Morgunblaðið - 30.06.1989, Side 16

Morgunblaðið - 30.06.1989, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 Aðsókn að Kennara- háskólanum tvöfald- ast frá fyrri árum UMSÓKNIR um almennt kennaranám við Kennaraháskóla íslands næsta vetur eru nú ríflega tvöfalt rektors, Jónasar Pálssonar, bárust umsækjendum synjað um skólavist. Jónas segir að húsnæði og mann- afli skólans leyfi ekki fleiri nýnema en 130 til almenns þriggja ára kenn- aranáms. Sá fjöldi hafi byijað í slíku námi undanfarin ár og hámarksíjöldi samkvæmt bréfi menntamálaráðu- neytis sé 120 manns. Nú hafi hins vegar miklu fleiri sótt en verið hefur Norræna mynt- sambandið þing- ar í Reykjavík DAGANA 30. júní og 1. júlí verður haldinn hér í Reykjavík fundur Norræna myntsambandsins. Að myntsambandinu standa sambönd myntsafnarafélaga á Norðurlönd- um og einstök myntsöfn. Fundir myntsambandsins eru haidnir annað hvert ár og nú í fyrsta skipti í Reykjavík. Á fundinum hér verða haldin nokkur erindi. Anton Holt safnvörður á Myntsafni Seðla- bankans og Þjóðminjasafnsms og formaður Myntsafnarafélags íslands mun ræða um íslenska vöru og brauðpeninga. Aðrir fyrirlesarar verða Dr. Kolbjöm Skaare prófessor og forstöðumaður norska myntsafns- ins, Jörgen Steen Jensen forstöðu- maður danska myntsafnsins, Anne Kroman safnvörður í Danmörku, Pekka Sarvas forstöðumaður finnska myntsafnsins, Lars 0. Lagerqvist forstöðumaður konunglega sænska myntsafnsins og Brita Malmer frá myntrannsóknadeild Stokkhólms- háskóla. Auk þess verða flutt 4 stutt erindi þar sem fjallað verður um mynt í þjóðsögum og^ galdratrú. Myntsafnarafélag íslands gerðist aðili að Norræna myntsambandinu árið 1983 og Myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins árið 1987. Myntsafnarafélag íslands hefir látið slá minnispening úr bronsi í tilefni af 20 ára afmæli félagsins og þessum fundi Norræna myntsambandsins hér á landi. fleiri en undanfarm ár. Að sögn 280 umsóknir í vor og var 150 og nauðsynlegt hafi reynst að vísa frá rúmum helmingi umsækjenda. í fyrra sóttu 160 manns um að verða kennaranemar en megnið af þeim 30 sem ekki komust að heiltist úr lestinni fyrir haustið. Rætt var við alla umsækjendur nú að sögn Jónasar en mestmegnis stuðst við einkunnir úr framhalds- skólum auk starfsreynslu. Bréf hafa verið send til fólksins sem sótti um að komast í kennaranám. 130 um- sækjendum var veitt skólavist, upp undir 30 sem ekki komust að var greint frá að þeir væru á biðlista, en 120 fengu synjun. Að sögn Jónasar eru fjórir af hveijum tíu umsækjendum búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, gömul hefð er fyrir að Norðlendingar sæki talsvert í kennaranám og er svo einn- ig nú. Konur eru í miklum meirihluta umsækjenda, einungis 12% umsækj- endanna eru karlkyns. Meðalaldur umsækjenda hefur verið 24 ár og mun það lítið hafa breyst. Undanfar- in ár hafa þeir sem útskrifast úr kennaranámi skilað sér betur í kennslustörf en fyrr var, eða 70 til 80 af hundraði. Tveggja ára framhaldsnámi við Kennaraháskólann fyrir stjórnendur skóla lýkur í desember næstkom- andi. Fýrsta hópinn sem fer í slíkt nám skipa tuttugu skólastjórar og yfirkennarar. Þeir hafa sótt stjórnun- arnámskeið við KHÍ í sumar og fyrrasumar. Segir Jónas að þetta kunni að vera vísir að formlegu fram- haldsnámi og háskólagráðu fyrir stjórnendur grunnskóla hérlendis. Endurmenntun og símenntun verður að sögn Jónasar æ mikilvæg- ari þáttur kennarastarfsins. Þá eru nú nálægt 150 leiðbeinendur við grunnskóla og framhaldsskóla í rétt- indanámi . við Kennaraháskólann. Kennaraháskólinn býður auk þessa upp á nám í sérkennslufræðum til BÁ gráðu og nýlega útskrifuðust lið- lega 30 sérkennarar af Austurlandi og úr höfuðborginni. Um 30 manns eru við nám í sérkennslufræðum á Akureyri. Eru þeir að fá 'ann "? ■ Langá nánast dauð „Þetta hefur verið afar lélegt það sem af er . Það er eitthvað komið í ána af fiski, en ekki mikið og hann tekur bæði grannt og illa,“ sagði Runólfur veiðivörður við Langá í gærdag. Það sem skiptir mestu máli er, að menn hafa séð ört vaxandi laxatorfu fyrir neðan Sjávarfoss að undanförnu. Var búist við því að eitthvað af henni gengi upp með Jónsmessustraum- unum, en það gekk ekki eftir og einblína menn nú á 4. júlí þegar næst verður stórstreymt. Það voru aðeins 12 laxar komnir á land úr Langá í gærdag. Glæðist í Þverá og Kjarrá Þær upplýsingar fengust í veiðihúsinu að Helgavatni við Þverá, að veiðin væri loks að glæðast. Um miðjan dag í gær voru komnir um 185 laxar á land, allt að 19 punda, 115 í Þverá, en 70 í Kjarrá. Hollin í báðum ár- hlutunum höfðu aflað þokkalega og var nýgenginn lax þar á ferð- inni. Nú er farið að bera aðeins á smálaxi. Sá stóri, 19 pundarinn, veiddist í Skiptafljóti í Þverá, veiðimaðurinn, Sigurður Sigurðs- son, veiddi laxinn á flugu. Sæmilegt í Grímsá „Þetta er enginn mokstur, en má heita sæmilegt. Það eru komn- ir um 150 laxar á land og það hefur verið líflegt hjá hollinu sem nú er að veiðum. Þá er laxinn aðeins farinn að ganga fram ána, ég taldi fimm fiska undir brúnni yfir Hörgshyl og það veiddust tveir í efri Gullberastaðastrengn- um í morgun,“ sagði Sturla Guð- bjarnarson um veiðina í Grímsá. Stærstu laxarnir til þessa vógu 16 og 17 pund, en all mikið hefur veiðst af 9 til 12 punda fiski. Nú er farið að bera á smálaxi, allt niður í 3 pund. Góð byrjun í Selá „Veiðitíminn var færður fram tii 28. júní og það veiddust 5 lax- ar fyrsta daginn. Það verður að teljast gott þótt maður vilji alltaf sjá fleiri Jaxa á bakkanum," sagði Hörður Óskarsson sem um árabil hefur séð um sölu veiðileyfa í Selá í Vopnafirði fyrir veiðiklúbb- inn Streng. Hörður sagði laxana hafa verið á bilinu 10 til 12 pund. Hafnar íj ör ður: Foreldrarekið barnaheimili NÝTT barnaheimili, Hraunkot, sem rekið er sameiginlega af Ilafnarfjarðarbæ og félagi for- eldra í bænum, er tekið til starfa. Markmiðið með heimilinu er, að sögn forsvarsmanna, að mæta þörfiim ijölskyldna þar sem báðir foreldrar vinna úti. Örn Ólafsson formaður foreldra- félagsins sagði að Hafnarfjarðarbær hefði óskað eftir nýjum hugmyndum um barnaheimilarekstur og var for- eldrafélagið stofnað upp úr því. Félagið samdi við Hafnarfjarðarbæ og lagði bærinn til gamalt hús við Flatahraun, innréttaði það og bjó húsgögnum, og greiðir ákveðna upphæð mánaðarlega til reksturs heimilisins. Foreldrafélagið sér svo um reksturinn að öðru leyti. Örn sagði að hingað til hefði gift fólk, eða fólk í sambúð, ekki átt rétt á að hafa börn sín á dagheimil- um og væri reynt væri að koma til móts við óskir þessa fólks í rekstri Hraunkots. Það hefði í för með sér að að gjöldin væru nokkuð há. Þó yrði reynt að fara ekki yfir dag- mæðrataxta og veita um leið mun betri þjónustu. Forstöðumaður er Kristín Karls- dóttir, en auk hennar vinna 3 fóstr- ur á heimilinu og matráðskona. 30 pláss eru í Hraunkoti og eru enn nokkur laus fyrir eidri börn. Opnun Hraunkot s verður haldin hátíðleg í dag og er börnum og for- eldrum þá boðið í griliveislu. Jarðgöng við Fljótsdalsvirkj- un yrðu þau lengstu á Islandi VERÐI Fljótsdalsvirkjun byggð með jarðgöngum, eins og Landsvirkjun er nú að skoða, yrðu göngin þau lengstu á Islandi, eða rúmir 33 kíló- metrar allt í allt. Þau yrðu einnig yrðu með sérstökum borvélum, en verið sprengd. Áætlanir um Fljótsdalsvirkjun gera ráð fyrir að 47 ferkílómetra uppistöðulón verði myndað við rætur Eyjabakkajökuls, norðaustur af Vatnajökli. Þaðan yrði vatninu veitt í stöðvarhús í Teigsbjargi, milli Val- þjófsstaðar og Hóls í Norðurdal. Fyrri áætlanir voru um að vatninu yrði veitt eftir skurðum að stöðvar- húsinu. En nú hefur Verktakafyrir- tækið Krafttak sf. gert tillögu um að vatninu verði veitt frá uppistöðul- óninu að stöðvarhúsinu gegnum jarð- göng. Þessar tillögur hefur verkfræði- deild Landsvirkjunar yfirfarið ásamt Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. og Electrowatt í Zurich, og bend- ir athugunin til þess að þessi kostur sé mun hagstæðari en skurðveita. þau fyrstu hér á landi, sem grafin hingað til hafa jarðgöng að mestu Landsvirkun gerir ráð fyrir því að stærstur hluti ganganna, eða um 27 kílómetrar, verði heilboruð með tveimur borvélum, en frárennslis- göng verði sprengd. Önnur vélin byrji neðst og hin í miðjum göngun- um og bori í sömu átt þannig að vatn renni undan þeim. Jarðgöngin yrðu að jafnaði um 100 metra undir yfírborði jarðar.með 3,5° halla. Borvélarnar, sem notaðar yrðu, eru mikil flykki. enda yrði þvermál ganganna 5,4 metrar. Slíkar vélar kosta um 300 milljónir króna. Ekki hafa verið gerar sérstakar jarðfræðirannsóknir á svæðinu með tilliti til borunar, en bergið á að vera álíka gott og í Ólafsfjarðarmúlanum og mun betra en við Blöndu. Krafttak setti stöðvarhúsið í Teigsfjalli nokkru ofar en fyrri áætl- anir gerðu ráð fyrir. Landsvirkjun gerir áfram ráð fyrir að stöðvarhúsið verði á sama stað og áður, og næst þannig meiri fallhæð, eða 581 meter í stað 577 metra. Með þessu sparast einnig rannsóknarkostnaður. Með því að nota jarðgöng í stað skurða telur Landsvirkjun að Fljóts- dalsvirkjun myndi kosta um 15 millj- arða króna, 3 milljörðum minna en ef aðveituskurðir yrðu notaðir. Sparnaðurinn skapast meðal ann- ars af því að hægt er að vinna að gangagreftrinum allt árið, en aðeins á sumrin að skurðgreftrinum. Þá á ísmyndun í vatninu ekki að hafa áhrif á aðrennslið og einnig hafa jarðgöngin mun minni umhverfis- spjöll i för með sér en skurðirnir. Landsvirkjun gerir ráð fyrir því að aflgeta virkjunarinnar verði 240 megawött og orkugetan verði 1.420 gígawattstundir á ári. Virkjunin yrði því ívið aflmeiri en Búrfellsvirkjun. Forsetar Alþingis telja nafti á nýjum veitingastað vanvirðu Veitingahúsið „Á Alþingi“ að líkindum opnað á hádegi „Á ALÞINGI" stendur á skilti veitingahúss sem líklegt er að verði opnað í Mjóddinni í Breiðholti á hádegi í dag. Forsetar hins eina og sanna Alþingis hafa lýst andstöðu sinni við þetta nafh á veitingastað og kveðst Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, vona að eigend- ur staðarins sjái sóma sinn í að reka hann undir öðru nafni, þetta sé smekklaust. Einn eigenda fyrirtækisins „Þingrofs“ sem reka mun veitingastaðinn segir að naftiinu verði ekki breytt nema þess gerist brýn þörf. Sótt var um leyfi til veitingarekstursins undir firmaheitinu „Þingrof‘. Friðrik Ólafsson segir að ekki hafi verið ákveðið til hvers verði gripið ef staðurinn verði opnaður undir nafninu „Á Alþingi". Hann telji slíkt vanvirðu og til einskis sóma. Aðspurður segir Friðrik að málsókn vegna þessa sé ekki útilok- uð, hann vonist þó til að eigendur staðarins sjái að sér. Eigendur veitingahússins fá líklega veitingaleyfi í dag eða á mánudag að sögn Signýjar Sen, á skrifstofu lögreglustjóra. Signý seg- ir að sótt hafi verið um leyfi fyrir veitingastaðinn „Þingrof", en þann- ig er fyrirtækið skráð í hlutafélaga- skrá, og leyfið verði veitt því fyrir- tæki. Sér komi á óvart að eigendur hyggist kalla hann öðru nafni. Segir Signý að með slíku ætti auðvitað að vera eftirlit, en svo sé vart í raun. Veitinga- og gistihús sem heita erlendum nöfnum hafi til dæmis fengið rekstrarleyfi út á íslensk nöfn, a.m.k. íslensk orð í fyrri hluta nafnsins. En svo noti staðirnir oft aðeins erlendu nöfnin og það hafi yfirleitt verið látið af- skiptalaust. Eiður P. Sv. Kristmannsson er einn fjögurra eigenda fyrirtækisins Þingrofs hf. Hann segir að hug- myndin um nafnið „Á Alþingi“ hafi kviknað við lestur íslendingasagn- anna. „Ég var að lesa um þingstörf- in til foma,“ segir Eiður, „og því fer fjarri að við' viljum vanvirða Alþingi og störf þess með nafngift- inni.“ „Þetta er alíslenskur veitinga- staður, þar sem seldar verða flat- bökur en ekki pizzur, salurinn heitir Lögrétta og básamir eftir búðunum á hinu foma Alþingi. Alþingi er nokkuð sem við eigum öll og það er ólíkt betra nafn en eitthvert út- lent afskræmi. Við höfum sent skrif- stofustjóra Alþingis bréf þar sem þessari skoðun er lýst og honum boðið að koma og kynna sér aðstæð- ur á veitingahúsinu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.