Morgunblaðið - 30.06.1989, Page 18

Morgunblaðið - 30.06.1989, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 Framkvæmdastjórn EB: Fresta viðræðum við búlgörsk stjórnvöld Brusscl, Sofía. Reuter. VIÐRÆÐUM framkvæmda- nefndar Evrópubandalagsins, Bretland: Óprúttinn unglingur Nottingham. Reuter. SEXTAN ára breskur piltur gekk milli breskra og banda- riskra kaupsýslumanna og þótt- ist vera auðkýfingur sem ætti eigur í mörgum heimsálfiun. Tókst honum að plata suma þeirra en innstæðulausar ávísan- ir að upphæð jafiivirði um 700.000 dollara, eða rúmlega Qögurra milljóna ísl. króna, komu upp um kauða. Pilturinn fékk snemma áhuga á verðbréfaviðskiptum. Ákvað hann að reyna að auðgast með óprúttnum aðferðum en fljótlega komst upp um kauða. Hafði hann þó keypt íbúð í Miami á Flórída að verðmæti 6,5 milljónir króna og keypt hluta- bréf og verðbréf í bresku kauphöll- inni fyrir 250 þúsund punda eða jafnvirði 25 milljóna króna. Þegar gúmmítékkamir tóku að skoppa hallaði hins vegar undan fæti og upp komst um allt saman. Hann híaut skilorðsbundin tveggja ára dóm og skipað að ganga til sálfræð- ings á þeim tíma. EB, og búlgarskra stjómvalda um efnahagsmál hefiir verið slegið á frest og er talið að með því vilji fulltrúar EB lýsa yfir andúð á meðferð búlgarskra stjóravalda á tyrkneskum inn- flytjendum. Án þess að minnast sérstaklega á málefni Tyrlqanna sögðu fulltrú- ar EB að vegna anná fram- kvæmdastjómarinnar og stjóm- málaástandsins í Búlgaríu væri ekki rétt að hefja viðræður í ágúst- mánuði eins og fyrirhugað var. „Vegna atburðanna í Búlgaríu em þarlend stjómvöld ekki lengur í forgangsröð framkvæmdastjóm- ar EB,“ sagði ónafngreindur heim- ildarmaður Eeuíers-fréttastofunn- ar. „Ekki hefur verið afráðið hve- nær fundimir fara fram en það verða engar viðræður í sumar,“ sagði hann. Hugsanlegt er að búlgörsk stjómvöld veiti mörg þúsund víetnömskum og kúbverskum verkamönnum starfsleyfi til að fylla skörð í þeirra sem hafa yfir- gefíð landið. Að sögn háttsetts embættis- manns í opinbem verkalýðsfélagi í Búlgaríu. Yfír 72.000 Tyrkir hafa verið þvingaðir til að yfirgefa Búlgaríu eða þeir flúið til Tyrklands frá því að skipulegar ofsóknir hófust á hendur þeim fyrr í þessum mánuði. Hitabreytingar 1 andrúmsloftinu: „Mesti náttúruógn- valdur sögunnar“ — segir talsmaður SÞ í umhverfísmálum Nairobi. Reuter. MOSTAFA Tolba, framkvæmdastjóri Umhverfisverndarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, sagði á miðvikudag að breytingar á hitastigi í andrúmsloftinu væru „mesti náttúruógnvaldur veraldar- sögunnar" og gæti valdið „náttúruham£örum“. Tolba sagði þetta í setningar- haft aivarleg áhrif á veðurfar og ræðu á þriggja daga ráðstefnu um umhverfismál, sem haldin er í höf- uðstöðvum UNEP í Nairobi. Hann kvaðst vongóður um að alþjóða- samningur um hitabreytingar í andrúmslofti jarðar yrði undirritað- ur árið 1992. Vísindamenn telja að „gróður- húsaáhrifin" geti orðið til þess að meðalhitastigið í andrúmslofti jarð- ar hækki um 1,5-4,5 gráður á Cels- ius á næstu 40 árum. Hitabreyting- amar geti orðið til þess að sjávar- borðið hækki um 1,4 metra og uppskeru um allan heim. Tolba sagði að hita- og veðurfarsbreyt- ingamar gætu víða valdið neyðar- ástandL Hann nefndi sem dæmi að hætta væri á því að flæða myndi yfir fimmtung ræktarlands í Egyptalandi og að milljónir Egypta þyrftu að flytjast búferlum. „FÍætt gæti yfir 70 alda gamla menningu á innan við öld,“ sagði Tolba. Um 120 vísindamenn, embættis- menn og umhverfisvemdarmenn frá 41 landi taka þátt í ráðstefn- unni í Nairobi. Fíll á förnum vegi Reuter Sirkusíllinn Abu lék listir fyrir íbúa í úthverfi Sydney i Ástraliu I gær þegar Ashton-Qölleikahúsið hélt upp á 140. starfsafinæli sitt. Abu, sem er 57 ára gamall, hefixr verið á launaskrá fjölleikahússins í 40 ár. Verðhækkanir í Póllandi: Sljórnin sökuð um dug- leysi og hugmyndaskort Samstaða óttast að verkfallsalda ríði yfír Varsjá. Reuter. PÓLSK stjórnvöld létu undan launakröfiim strætisvagnabilsljóra og sorpeyðingarmanna og tvöfölduðu laun þeirra í gær. Sljórnvöld hafa lagt blessun sina yfir miklar verðhækkanir á nauðsynjavöru að undanförnu og sökuðu fulltrúar Samstöðu, hinna frjálsu verkalýðs- hreyfingar, stjórnvöld um brot á samkomulagi þeirra frá því í apríl um efnahagsumbætur. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, taldi ólíklegt að verkalýðshreyfíng- in gæti hindrað að vinnudeilur blossi upp í landinu og sagði hann að ríkis- stjórn Mieczyslaws Rakowskis for- sætisráðherra væri ekki vandanum vaxin og skorti hugmyndir til lausn- ar hans. Mieczyslaw Wilczek, iðnaðarráð- herra Póllands, sagði í sjónvarpi að vöruverð hækki hvarvetna i heimin- um þegar vöraskortur ríki. Hann sagði jafnframt að Samstöðumenn vildu ekki eiga aðild að ríkisstjórn því þeir yrðu að krefjast þess að landsmenn hertu sultarólamar. Vinna lagðist niður í fimm borg- um Póllands í kjölfar mikilla verð- hækkanna undanfama daga á sykri, bensíni, áfengi og vindling- um. Strætísvagnabílstjórar í borg- inni Toran og sorpeyðingarmenn í Wroclaw náðu fram 90% og 100% hækkun á launum sínum. Strætis- vagnabflstjórar í Kielce og Byd- goszcz náðu fram 80% launahækk- un með tólf stunda vinnustöðvun. Sáttfysi stjómvalda hefur vakið ugg um að aðrar stéttir leggi niður störf til að knýja á um svipaðar hækkanir. í Varsjá gengu um 3.000 læknar og heilsugæslustarfsmenn um götur undir merkjum Samstöðu og kröfðust hærri launa og betri aðbúnaðar. Talsmenn Samstöðu hafa sakað ráðamenn um að ganga á bak orða sinna með því að hækka vöraverð áður en lög um vísitölutryggingu launa taka gildi. Verðbólga í Póll- andi er nálægt 100% á ári. Jaroslaw Kaezynski, háttskrifað- ur félagi í Samstöðu, sagði að ríkis- stjómin hefði engin áform á pijón- unum. „Ráðamenn virðist skorta allan vilja til athafna, ef tíl vill eru þeim allar bjargir bannaðar." Lech Walesa sagði að brýnt væri að Pólveijar kysu sem fyrst forseta sem væri fær um að sameina lands- menn en hins vegar hafnaði Hann Wojciech Jaruzelski, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins, í hið nýja valdamikla embættí. Stuðnings- menn Jarazelskis segja hann hæ- fastan tíl að gegna embættinu ef tryggja eigi stöðugleika Póllands á tímum örra þjóðfélagsbreytinga. Stjörnuvöllur - 2. fleild karla - í kvöld kl. 20 STJARNAN VÍÐIR fínn nf lykilleikjum sumnrsins. Stjarnan er í efsta sætí deildarinnar en Víóir íþvíþriója, SJOVAOOALMENNAR íslensku pottamir og pönnurnar frá Alpan hf. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. FÁLKINN VWNIRMGTi *MUcnmetfjwiSvatuOuei«SönH Sovétríkin: Nauðgaði, drap og át stúlkur 1 sex ár Seldi einnig kjötið til manneldis Moskvu. Reuter. HÚSVÖRÐUR nokkur frá rússneska bænum Kazan nauðgaði og drap að minnsta kosti sjö ungar stúlkur, át síðan kjötið af þeim og seldi það jafhvel á svörtum markaði sem nautakjöt. Þetta kom fram í frétt, sem sovéska vikublaðið Smena birti í gær. Vikublaðið lýsti í smáatriðum undur Smenu. hvemig Alexej Súkletín, um fer- tugur húsvörður í sumarbústaða- hverfi nokkra, bauð til sín ungum stúlkum — allt niður í ellefu ára gömlum. ífyrst nauðgaði hann þeim og síðan myrti hann þær með aðstoð 25 ára gamallar frillu sinnar, Madínu Shakírovu. Næst hlutuðu þau líkin í smátt, matbjuggu safa- ríkustu bitana og átu, en afgang- inn grófu þau úti i garðL „Eg hitti vini hins seka, sem vissu til þess að fyrsta flokks nautakjöt væri að finna í húsi húsvarðarins og fóru þangað í von um að fá eitthvað að narta í í skógarferð," sagði greinarhöf- „Hin blíða Madína seldi þeim nokkur kfló fyrir sama og ekki neitt," bætti hann við. „Einn [vin- anna] kastaði upp yfir skriíborð saksóknarans, þegar honum var gerð grein fyrir því hversvegna nautakjötið hefði haft þennan sér- stæða keim.“ Nautakjöt er af skomum skammti í miklum hluta Sovétríkj- anna. Súkletín náðist, var dæmdur og tekinn af lífi, sex áram eftir fyrsta morðið. Shakíróva og mað- ur nokkur, sem viðriðinn var eitt morðanna, vora dæmd í 15 ára fangelsi hvort, en Smena gat ekki um hvenær ódæðin vora framin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.