Morgunblaðið - 30.06.1989, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989
Reuter
Mótmæltmeð bensínsprengjum
Logar bensínsprengju hafa iæst sig í lögreglumann, sem var send-
ur ásamt félögum sinum til þess að brjóta á bak aftur mótmælaað-
gerðir um eitt þúsund námsmanna á lóð Hanyang-háskólans í
Seoul í gær. Námsmennimir mótmæltu því að stjóm landsins
skyldi leggja bann við þátttöku í æskulýðshátíð í Pyongyang,
höfúðborg Norður-Kóreu. Samkoma sú hefet á morgun, laugardag.
Ráðstefiia Þjóðarflokksins í Suður-Afríku:
Réttindi svartra auk-
in en án valdaafsals
Gamalt vín á nýjum belgjum segja sljórnarandstæðingar
Pretoríu. Reuter.
F.W. de Klerk, leiðtogi Þjóðarflokksins sem fer með völd í Suður-
Afríku, hét því á flokksráðstefnu í gær að beita sér fyrir auknum
stjórnmálaréttindum blökkumanna. Hann sagðist jafnframt ávallt
standa vörð um réttindi hvíta minnihlutans. Flokksmenn hafa tiln-
e&it De Klerk sem eftirmann P.W. Botha forseta að loknum kosning-
um sem fara fram 6. september næstkomandi. Botha, sem fékk
hjartaáfall fyrr á þessu ári, neitaði að sitja flokksráðstefnuna og
er talið að hann sé ósáttur við þá ákvörðun flokksmanna að hann
segi af sér vegna veikinda sinna.
De Klerk kynnti stefnuskrá
flokksins sem greinilega er ætlað
það tvíþætta hlutverk að ná hljóm-
grunni á meðal öjálslyndra vinstri-
sinna án þess að styggja hægri-
sinnaða öfgamenn. Fyrirheit de
Klerks um endurbætur á kynþátta-
löggjöfinni féll í grýttan jarðveg á
meðal stjómarandstæðinga sem
segja að stjórnvöld hyggist ekki
koma til móts við væntingar svarta
meirihlutans.
De Klerk sagði að ef stefna Þjóð-
arflokksins kæmi til framkvæmda
gæti lausn á kynþáttavandamálum
verið í sjónmáli. Hann hét því að
veita 26 milljónum blökkumanna,
sem ekki hafa haft kosningarétt,
Frakkland:
Sljórnm í klemmu vegna
gruggugra íjánnála flokkanna
Trier. Frá Steingrími Sigrirgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MICHEL Rocard, forsætisráðherra Frakklands, hefúr dregið til baka
umdeilt frumvarp til breytmga á lögum um fjármögnun starfsemi fran-
skra stjómmálaflokka, sem koma átti til atkvæða á sérstökum fúndi í
þinginu 4. júli næstkomandi. Frumvarpið hafði valdið miklum deilum
í þinginu þar sem i því fólst meðal annars afturvirk sakaruppgjöf til
handa þeim, sem kynnu að hafa gerst brotlegir við lög í þessum efiium.
bréf, þar sem pólitískum þrýstingi
af þessu tagi á hendur réttarkerfinu
er harðlega mótmælt.
full pólitísk réttindi án þess þó að
hvíti minnihlutinn yrði að afsala
sér völdum. Hann sagði að það
kæmi til álita að ógilda byggðalög-
gjöfina, sem kveður á um hvar
hvítir íbúar, svartir, Indverjar og
kynblendingar mega búa, ef ann-
ars konar aðskilnaðarlög yrðu
samin í samráði við leiðtoga ann-
arra en hvítra.
Hann sagði að skilgreina bæri
upp á nýtt aðskilnaðarlögin, sem
eru kjaminn í stjómskipun Suður-
Afríku, og leggja bæri áherslu á
menningarlegan skyldleika kyn-
þáttanna. Hann fullvissaði flokks-
menn um að réttindi hvers kyn-
þáttar yrðu höfð í heiðri og tryggð.
„Höfuðatriðið felst í því að hindra
að einn kynþáttur verði öðrum
valdameiri og komast jafnframt
að víðtæku samkomulagi um
hvernig beri að að skilgreina kyn-
þættina," sagði de Klerk.
De Klerk kynnti tillögur um að
borgarlegum sveitum yrði komið
á fót til að sinna því hlutverki lög-
reglunnar að fylgja eftir fram-
kvæmd byggðalöggjafarinnar.
Andstæðingar aðskilnaðar-
stefnu Suður-Afríkustjómar sögðu
að umbætumar sem kveðið er á
um í stefnuskránni séu tálsýn ein.
Reuter
F.W. de Klerk, leiðtogi Þjóðar-
flokksins i Suður-Afríku, hét því
að beita sér fyrir víðtækum um-
bótum í landinu á flokksráð-
stefiiu í gær. Hann sagði að næði
áætlun flokksins fram að ganga
myndi umheimurinn taka suður-
afrísk stjómvöld í sátt.
Khulu Sibiya, ritstjóri vikurits
blökkumanna, City Press, sagði að
tillögumar virtust hafa upp á
margt að bjóða við fyrstu sýn en
að blökkumenn hefðu lært að
greina kjarnann frá hisminu. „A
meðan umræðan gengur út á
„hópa“ hefur okkur ekki miðað
spölkom í baráttunni gegn aðskiln-
aði kynþáttanna," sagði hann.
Borgaralegu flokkamir höfðu
harðlega gagnrýnt þessa „náðun" og
eftir að Kommúnistaflokkurinn hafði
einnig sett sig upp á móti frum-
varpinu var ljóst að ríkisstjómin
myndi bíða ósigur í atkvasðagreiðsl-
unni. Er þetta í. fyrsta sinn síðan
minnihlutastjóm Rocards tók við
völdum fyrir ári að hún á það á
hættu að bíða slíkan ósigur, sem
myndi í raun jafngilda vantrausts-
yfirlýsingu á rflcisstjómina.
Mörg hneykslismál sem tengjast
jQármálum stjómmálaflokkanna
velkjast nú um í franska dómskerf-
inu. Það sem varð til þess að magna
upp þessar deilur í þinginu var mál
er tengdist hinum ríkisreknu Lec-
haire-vopnaverksmiðjum. Þrátt fyrir
að bann hafi verið lagt við vopnasölu
til írans árið 1982 selti Lechaire
þangað lauslega 450.000 fallbyssuk-
úlur á árunum 1983-1986. Ríkis-
stjóm Jacques Chiracs, sem tók við
völdum árið 1986, ljóstraði upp um
þessi viðskipti fyrir tveimur árum og
leiddi sérstök rannsókn í ljós að svo
virðist sem Sósíalistaflokkurinn hafi
hlotið sérstaka þóknum frá Lechaire.
Tvær og hálf milijón franka hafa
verið lagðar inn á bankareikning eins
samstarfsmanna Charles Hemu,
vamarmálaráðherra sósíalista, þegar
viðskiptin áttu sér stað, sem síðan
hafa ratað sem leið lá í flokkssjóð
sósíalista.
í síðustu viku tilkynnti hins vegar
ríkissaksóknari Frakklands að ekki
yrði lögð fram kæra á hendur yfir-
manni Lechaires og samstarfsmanni
Hemus, þar sem varnarmálaráðu-
neytið neitaði að veita ákæruvaldinu
aðgang að tilskildum gögnum. Hafa
tvenn samtök franskra lögfræðinga
af þessum sökum sent Rocard og
dómsmálaráðherranum Arpaillange
Kínverjar vara EB við
því að beita refsiaðgerðum
Kínversk útlagasamtök stofnuð á Vesturlöndum
Borgar sig ekki
að ræna hlaupara!
New York. Reuter.
NORSKA hlaupadrottningin Grete Waitz gat sig hvergi hreyft af
undrun er hún var rænd á götu í New York-borg í gær en snairáð-
ur eiginmaður hennar, Jack, hljóp þjófinn uppi og kom honum i
hendur lögreglu.
Waitz er ein mesta hlaupakona
fyrr og síðar og hefur m.a sigrað
níu sinnum í New York maraþon-
hlaupinu, fyrst 1978 og í níunda
sinn sl. haust. Þau hjónin voru á
göngu í leikhússhverfínu við Broad-
way á Manhattan er maður vatt
sér að þeim og sprautaði sápulegi
á bakpoka, sem Grete bar á öxlum.
Annar maður kom þar að og lét
hana vita. Þegar hún tók pokann
af sér tii þess að skoða hvers kyns
var vatt þriðji maðurinn sér að
þeim hjónum, greip pokann og tók
til fótanna. „Ég varð stjörf af undr-
un og gat mig hvergi hreyft en
Jack brá skjótt við og hljóp á eftir
kauða," sagði Grete Waitz. Elti
hann þjófinn brátt uppi og komu
tveir lögregluþjónar honum til að-
stoðar og tóku ræningjann, hinn
24 ára gamla Carlos Fagardo,
fastan. Allt sem hann hafði upp
úr krafsinu var því skömm og
þjófnaðarákæra. I bakpokanum
voru tveir regnjakkar og 40 doilar-
ar í reiðufé.
Peking’, Hong Kong, Austur-Berlín. Reuter.
KÍNVERJAR vöruðu ríki Evrópu-
bandalagsins við þvi að beita refe-
iaðgerðum vegna framgöngu
kínverskra stjórnvalda gegn leið-
togum andófcmanna; þær hefðu
engin áhrif en yrðu einungis til
að skaða samskipti Kina og EB-
ríkjanna. Talsmaður kinverska
utanrikisráðuneytisins sagði að
yfirlýsingin leiðtogafúndar EB
væri óskammfeilin íhlutun í
kinversk málefiii. Leiðtogar EB
fordæmdu aðgerðir kinverska al-
þýðuhersins, sem sigað var á um-
bótasinna á Torgi hins himneska
friðar í Peking 4. júní sl., en talið
er að herinn hafi þá myrt þúsund-
ir manna.
Talsftiaður ráðuneytisins var
spurður að því á vikulegum fundi
með blaðamönnum hvar Zhao Ziy-
ang, fyrrum flokksleiðtogi, væri nið-
urkominn og hver yrðu örlög hans.
Hann sagðist ekki hafa hugmynd um
það. Málgögn hins opinbera hafa
ekki skýrt neitt frá hver öriög Zhao
verða. Hann var sviptur öilum emb-
ættum í kínverska kommúnista-
flokknum sl. laugardag. Erlendir
sendifulltrúar álfta að hann sé í stofu-
fangelsi.
Hermt er að kínverskir náms-
menn, sem tókst að flýja úr landi
er aiþýðuhemum var sigað á andófs-
menn í Peking og víðar, undirbúi
stofnun útiagasamtaka í Vestur-
Evrópu. Hermt er að stúdentaleið-
toginn Wuerkaixi, sem komst til
Hong Kong með leynd, sé nú komin
annað hvort til Bretlands eða Frakk-
lands og undirbúi stofnun útlaga-
samtaka kínverskra umbótasinna.
Rcutcr
Liðsmaður úr kínverska alþýðuhernum stendur vörð við Torg hins
himneska friðar í Peking. Á skiltinu eru gangandi vegfarendur varað-
ir við því að fera inn á torgið.
Búist er við að stofnun samtakanna
verði kunngerð opinberlega, hugsan-
lega á blaðamannafundi í Banda-
ríkjunum 4. júlí, þegar mánuður
verður liðin frá morðunum á Torgi
hins himneska friðar.
Dagblað alþýðunnar í Peking
skýrði frá því í gær að leiðtogi and-
byltingarsamtaka í héraðinu Qinghai
í vesturhluta Kína hefði verið hand-
tekinn. Hermt var að samtökin hefðu
efnt til aðgerða fyrir framan bygg-
ingu héraðsstjómarinnar í borginni
Xining í maí og eru það fyrsta opin-
bera staðfestingin á því að dregið
hafi til tíðinda í Qinghai í kjölfar
aðgerða umbótasinna í Peking.
A annað þúsund manna komu
saman í Samveijakirkjunni í Austur-
Berlín í fyrrakvöld til þess að láta í
ljós andúð sína á aðför kínverska
hersins að umbótasinnum í Kína í
kirkjunni var lesið upp opið bréf til
kínverska námsmanna þar sem lýst
var gremju yfir aðförinni og tekið
undir málstað þeirra og baráttu fyrir
„lýðræðislegum sósíalisma". Aust-
ur-þýsk stjórnvöld hafa hins vegar
lýst stuðningi við aðförina að umbót-
asinnum, sem þau hafa nefnt and-
byltingaröfl. Á sama tíma og kirkju-
gestir í Samveijakirkjunni í Austur-
Berlín sungu sálma og héldu á
hvítum blóm, sem áttu að vera tákn
sorgar, sjónvarpaði austur-þýska
sjónvarpið þriðja sinni hinni opinberu
kínversku kvikmynd um óeirðimar í
Kína í maí og júní.