Morgunblaðið - 30.06.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989
25
Guðmundur ísleifur Gíslason skipstjóri á Andey (t.v.) og Sigurður
Villyálmsson yfirvélstjóri á skipinu.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. júni.
FISKMARKAÐUR hf. f Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 56,50 48,00 52,22 42,332 2.210.679
Þorskur(smár) 30,00 28,00 28,67 1,500 43.000
Ýsa 73,00 39,00 65,88 4,462 293.995
Karfi 29,00 28,00 28,08 44,525 1.250.265
Ufsi 28,00 20,00 22,12 91,879 2.032.331
Steinbitur 41,00 41,00 41,00 0,328 13.428
Langa 15,00 15,00 15,00 0,230 3.450
Lúða 210,00 160,00 183,37 0,208 33.140
Lúða(frosin) 70,00 70,00 70,00 0,325 22.750
Koli 60,00 60,00 60,00 0,163 9.780
Keila 10,00 10,00 10,00 0,500 5.000
Skata 60,00 60,00 60,00 0,177 10.620
Samtals 31,82 186,694 5.940.712
Selt var m.a. úr Stapavík Sl og Gjafari VE. í dag l verða m.a.
seld 30 til 40 tonn af þorski, 20 tonn af ýsu og óákveðið af
öðrum tegundum úr Otri HF, Óskari Halldórssyni RE og fleirum.
FAXAMARKAÐU R hf. í Reykjavík
Þorskur 69,00 50,00 57,05 28,809 1.643.664
Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,287 4.305
Ýsa 74,00 50,00 69,34 26,835 1.860.837
Karfi 25,50 24,00 25,16 22,999 578.610
Ufsi 23,50 15,00 19,17 64,866 1.243.390
Ufsi(umál) 11,00 11,00 11,00 0,373 4.103
Ufsi(smár) 20,00 9,00 16,13 0,829 13.369
Hlýri+steinb. 36,00 30,00 31,25 0,993 31.031
Langa 15,00 15,00 15,00 0,081 1.215
Lúða 190,00 140,00 169,10 0,455 76.940
Skarkoli 63,00 25,00 48,93 0,254 12.427
Samtals 37,25 146,891 5.471.871
Selt var m.a. úr Haraldi AK og Jóni Vídalín ÁR. í dag verða
m.a. seld 70 tonn af karfa, 70 tonn af ufsa og óákveðiö magn
af þorski, ýsu og fleiri tegundum úr Ottó N. Þorlákssyni RE,
Jóni VÍdalín ÁR, Valdimari Sveinssyni VE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 55,50 51,00 54,91 9,204 505.428-
Ýsa 69,00 24,00 55,22 4,638 256.071
Karfi 27,00 15,00 25,50 9,532 243.099
Ufsi 20,00 15,00 17,79 22,060 392.403
Steinbítur 35,50 15,00 22,92 1,260 28.884
Langa 26,00 15,00 19,50 0,888 17.310
Lúða 165,00 50,00 97,68 0,899 87.815
Skarkoli 25,00 16,00 20,34 0,083 1.688
Keila 10,00 10,00 10,00 0,134 1.340
Skata 10,00 10,00 10,00 0,019 190
Skötuselur 250,00 112,00 160,00 0,046 7.360
Samtals 31,61 48,762 1.541.588
Selt var úr Hrafni Sveinbjamarsyni GK og færabátum. í dag
verða meðal annars seld 7 tonn af þorski, 3 tonn af ýsu, 35
tonn af karfa og 10 tonn af ufsa úr Hörpu GK, svo og óákveð-
ið magn af blönduðum afla úr Hrungni GK og færabátum.
Andey SU 210 1 heunahöfil. Morgunblaðið/AlbertKemp
Breiðdalsvík:
Nýr togan á veiðar
NÝR FRYSTITOGARI, Andey
SU 210, kom til Breiðdalsvíkur
fyrir nokkrum vikum en togarinn
var smíðaður i Póllandi fyrir
Hraðfrystihús Breiðdælinga.
Skigsfjóri á Andey er Guðmund-
ur Isleifur Gislason en í áhöfii
skipsins eru samtals 18 manns.
Breiðdælingum var boðið í
skemmtisiglingu með Andey þegar
skipið kom til landsins. Séra Gunn-
laugur Stefánsson, prestur í Hey-
dölum, blessaði skipið og bomar
voru fram veitingar í tilefni dagsins.
Skipið er 33,4 metra langt og
8,6 metra breitt. Aðalvél togarans
er af tegundinni Bergen diesel og
er 1.280 kflówött.
Morgunblaðið/EyjólfurM. Guðmundsson
Slökkviliðsmenn eiga við eldinn í Afstapahrauni.
Vogar:
Eldur í mosa í Afstapahrauni
Vogum.
ELDUR varð laus í mosa í Afstapa-
hrauni nálægt Kúagerði eftir há-
degp á mánudaginn, 26. júní, þegar
verið var að brenna umbúðir á
vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna í gryQu með leyfi frá
Brunavörnum Suðumesja.
Slökkvilið Brunavama Suðumesja
var kvatt á staðinn klukkan korter
yfir tvö og var slökkviliðið með 9
menn á þremur bílum í viðureigninni
við eldinn sem var víða í hrauninu.
Auk þeirra voru 4 aðstoðarmenn við
slökkvistörf. Jóhannes Sigurðsson
aðstoðarslökkviliðsstjóri sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að aðstæður
hefðu verið mjög erfiðar. Eldurinn
hefði farið 500-600 metra út í hraun-
ið og þurftu slökkviliðsmennimir að
draga þungar slöngumar á hvössum
gijótnibbum í úfnu hrauninu þar sem
mikil hætta var á að þær yrðu fyrir
skemmdum.
Slökkvistarfi lauk um klukkan
átta um kvöldið.
- E.G.
36. Helgarskák-
mótið á Djúpavogi:
Stórmeist-
arar 1
efstu sætin
Stórmeistararnir Helgi Ólafs-
son og Jón L. Árnason skipuðu
sér í tvö efstu sætin á 36. Helgar-
skákmóti Skáksambands Islands
sem haldið var á Djúpavogi.
Helgi sigraði með 6,5 vinninga
af 7 mögulegum, en Jón fékk 6
vinninga. Þeir félagar voru einu
stórmeistararnir sem tefldu á •
mótinu. Þessi helgarskákmót
hófu göngu sína í mai 1980 og
er þetta í annað skiptið sem teflt
er á Djúpavogi og er það gert i
tilefni af 400 ára verslunarstaða-
afinæli staðarins.
Keppendur á mótinu vom þtjátíu
talsins og er ógetið að Davíð Ólafs-
son varð í þriðja sæti með 5,5 vinn-
inga, en þeir Hannes Hlífar Stefáns-
son, Jón G. Viðarsson og Erlingur
Þorsteinsson hlutu 5 vinninga hver.
Sérstök öldungaverðlaun hlaut
Sturla Pétursson, kominn vel á átt-
ræðisaldurinn, en hann hlaut 4
vinninga. Bestum árangri heima-
manna náði Amar Ingólfsson, best-
um árangri dreifbýlismanna Gylfi
Þórhallsson og bestum árangri
unglinga 20 ára og ungri náði
Magnús Teitsson.
Nýtt nafii
nýir
eigendur
u
NÝIR eigendur eru að veitinga-
húsinu Abracadabra. Mun stað-
urinn bera nafidð Keisarinn frá
og með deginum i dag, fostudag.
Endurbætur hafa verið gerðar
og munu breytingar standa yfir
meira og minna í sumar.
í kvöld opnar Keisarinn með tón-
leikum „Gildmnar" og hljómsveitin
„Spookey blues band“ mun leika
uppi. Á morgun laugardag verða
síðan „Langi seli og skuggamir“
með tónleika.
Framvegis verður opið uppi í
hádeginu um helgar.
(Úr fréttatilkynningu)
Interpol:
Gagnabanki lögreglu...
og hins vegar lögreglu mismunandi
ríkja.
En er ekki hætta á þvi að jafn
mörg ríki, og raun ber vitni, vinna
saman á þessu sviði, að til árekstra
komi, ekki síst þegar haft er í huga
að til em ríki sem leynt og ljóst
styðja hryðjuverkahópa eða em á
kafi í eiturlyfjaviðskiptum? „Auðvit-
að koma upp vandræði þegar 147
ríki eiga samvinnu og kemur þar
margt tíl, s.s. hversu mismunandi
skilvirk lögreglan er í hinum ýmsu
ríkjum eða hversu mismunandi
skilningur er lagður í löggæsluhlut-
verkið. Sum ríki geta líka talist eiga
aðild að eiturlyfjaviðskiptum og er
það til marks um hversu víðtæk
spilling getur orðið. Auðvitað hefur
þetta allt áhrif á samvinnuna, en
ég lít svo á að við eigum að ein-
skorða samvinnuna, en ég lít svo á
að við eigum að einskorða sam-
vinnuna við það sem hægt er að
flokka undir almenn afbrot.“ Kend-
all sagði að þegar um aðild ríkis
að t.d. hryðjuverkum væri að ræða
þá yrði að taka mið af því að gegn
hryðjuverkum yrði að beijast á
mörgum sviðum. Mikilvægast væri
að beijast gegn þeim á stjórn-
málasviðinu. Það væri hans skoðun
að lögreglan ætti ekki að blanda
sér inn í mál sem einungis væri
hægt að leysa á stjómmálasviðinu.
Ásakanir um að ríki ættu aðild að
hryðjuverkum væri einungis hægt
að fást við á mjög háu pólitísku
plani. Lögreglan ætti hins vegar
að einbeita sér að þeim sviðum þar
sem hún gæti átt samvinnu og
gæti sú samvinna oft verið með
ágætum. Sagði Kendall að reynslan
væri sú að þegar Interpol einbeitti
sér að hreinum lögreglustörfum
væm engin vandræði í 90% tilvika.
Nefndi hann sem dæmi að þegar
verið var að rannsaka sprengjutil-
ræðið gegn Margareth Thatcher í
Brighton hefðu verið sendar út um
1.000 fyrirspumir um allan heim.
Hefðu borist 99% þeirra og jafn
Líbýa hefði svarað skilvíslega.
Einnig gætu komið upp vandamál
vegna þess að einhver ríki vildu
ekki eiga nein samskipti hvert við
annað, t.d. vegna þess að þau ættu
í stríði. í slíkum tilvikum gætu ríki
nýtt ér þann rétt sinn að krefjast
þess að deiluaðilinn fengi ekki að-
gang að þeim upplýsingum er það
veitti. Öll aðildarríki Interpol hefðu
fullveldi yfir þeim upplýsingum sem
þau gæfii stofnuninni og rétt til að
meina hveijum sem er aðgang að
þeim.
Þegar hann var spurður í hvað
mesta orka Interpol færi sagði
Kendall að um 35% alls starfsins
væri á eiturlyfjasviðinu. Taldi hann
það mjög eðlilegt að eiturlyf væm
þetta hátt hlutfall þar sem þetta
væri alþjóðleg glæpastarfsemi, eit-
urlyf væm framleidd í einu landi
og þeirra neytt í öðm. Þetta væri
það svið sem Interpol gæti veitt
besta þjónustu á. Um 30% starfsem-
innar snýr síðan að ýmis konar
efnahagslegum og fjárhagslegum
afbrotum s.s. folsunum og svikum.
Þau 35% sem eftir em era síðan
almenn afbrot, þjófnaður, morð og
ofbeldisverk. Hryðjuverk skipuðu
um 10% af þessum 35%. „Við leggj-
um líka æ meiri áherslu á baráttuna
gegn skipulagðri glæpastarfsemi,
sem snertir öll svið afbrota. Við
teljum að við höfum n\jög mikil-
vægu hlutverki að gegna hvað það
varðar."
Innri markaður Evrópubanda-
lagsins myndi leiða tíl þess, sagði
Kendall aðspurður, að lögregiuyfir-
völd yrðu að samræma starfsemi
sína. Hann myndi þó ekki leiða til
neinnar flóðbylgju alþjóðlegra af-
brota frá því sem nú væri. Landa-
mæri ríkjanna hefðu í raun verið
opin um nokkurt skeið og myndi
lítið breytast í þeim efnum fram til
1992. Hins vegar hefði hinn innri
markaður í för með sér að öll skipti
á upplýsingum yrðu að ganga mun
greiðar fyrir sig. í dag væri mjög
takmarkað hvaða upplýsingum
ríkin gætu skipst á. Stjórnmála-
menn væm tregir til að leyfa flæði
á upplýsingum er snertu einstakl-
inga. Kendall sagði að.það yrði þó
að gera lögregluyfírvöldum kleift
að nota upplýsingar sem til væm í
gagnabönkum, annars væm það
afbrotamennimir sem högnuðust á
kostnað frelsis einstaklinganna,
sem einmitt væri verið að reyna að
vemda. Þetta yrði að gera fyrir
árið 1992. „Við höfum lagt til að
settur verði á stofn takmarkaður
gagnabanki sem lögregluyfirvöld
gætu haft aðgang að. Það ætti að
vera lausn sem ætti að vera laga-
lega og pólitískt framkvæmanleg."
En hvaða gagn telur Kendall að
lítið land eins og ísland geti haft
af Interpol?
„Alþjóðleg afbrot em sem stend-
ur ekki mjög hátt hlutfall af öllum
afbrotum en þetta hlutfall á eftír
að hækka mjög. Menn hafa ekki
gefið þessari þróun nægan gaum.
I flestum ríkjum þurfa lögreglu-
menn ekki að fást við alþjóðleg
afbrot í sínu daglega starfi og em
því kannski ekki alltaf vakandi fyr-
ir möguleikanum að um slíkt gæti
verið að ræða. Menn þurfa að ein-
beita sér í ríkara mæli að slíkum
afbrotum og þá munu þeir líka gera
sér grein fyrir mikilvægi Interpol.
Við emm eina stofnunin sem er í
aðstöðu til að fást við afbrot af
þessu tagi.“
Ef löndin vildu hins vegar fá sem
besta þjónustu yrðu þau að gera
sér grein fyrir kostnaðinum við
það. Fjárhagsáætlun Interpol hljóð-
ar nú upp á 20 milljónir svissneskra
franka og sagði Kendall að það
væri mun minna en flestar aðrar
alþjóðastofnanir hefðu til umráða.
Mætti nefna sem dæmi að framlög
sumra ríkja tíl annarra stofriana
væra 200-500 sinnum hærri en
framlög þeirra til Interpol. Interpol
væri ekki að biðja um að þegar í
stað yrði veitt meiri íjármunum tíl
stofnunarinnar, en ef Inteipol þyrfti
allt í einu aukin framlög og færi
fram á það ættí að verða við þvi,
um alþjóðaöiyggi væri að raeða.
Interpol sagði hann vera mjög skil-
virka stofnun íjárhagslega. Til
dæmis hefðu hinar nýju höfuðstöðv-
ar verið fjármagnaðar án auka-
framlaga. Alls kostaði nýbyggingin
120 milljónir svissneskra franka.
40% þeirrar upphæðar fengust með
sölu á eigninni í St. Cloud en eftir-
stöðvamar vom greiddar af fjár-
hagsáætlun og sjóðum stofnunar-
innar.