Morgunblaðið - 30.06.1989, Side 40

Morgunblaðið - 30.06.1989, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3Ö. JÚNÍ 1989 „ hlota.hu hncjurno," ASTER... (,-23 .. sýnd með stuttrí orð- sendingu. TM Reg. U.S Pal OM.—all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicale Því hringir þú núna fyrst, sem áttir að vera hér fyrir hálftíma? Með morgimkaffmu 555 I POLLUX Það er allt í lagi með kail- inn þinn. Hann bað að heilsa. Hann er í öruggum höndum á ölstofunni... HÖGNI HREKKVISI ,/FARÐU i EINHVBR GÖMUL FÖT-• ■ p6 Þungarökks- hljómsveit til Islands Til Velvakanda. Ég hvet þá sem að því standa að fá hljómsveitir til íslands að fá hing- að þungarokkshljómsveit því að þungarokkshljómsveitir hafa alltaf fengið metaðsókn hér hér á landi og standa því fyrir sínu. Má þar nefna Led Zeppelin 1971, Kiss 1976, sem spiluðu fyrir fullu húsi, og nýlega var það Europe sem fékk metaðsókn. Og síðast Kiss sem bjargaði og breytti fimm milljóna króna tapi vegna komu Status Quo í milljóna gróða. Ég mæli með, ef mögulegt er, þungarokkshljómsveitinni Guns’n Roses. Plata þeirra „Appetete for Destruction" hefur selst í næstum því níu milljónum eintaka hingað til, og hún heldur áfram að seljast grimmt. Þessi plata hefur verið efst á vinsældalistum um nær allan heim, auðvitað líka á íslandi. Ég er alveg undrandi yfir því af hveiju það er einmitt þungarokk sem aldrei fær neina umflöllun í íslensk- um íjölmiðlum. T.d. hefur Guns’n Roses verið spilað á útvarpsstöðvun- um á hvequm einasta degi í langan tíma, samt hefur aldrei verið fjallað um hana á músíksíðum fjölmiðlanna. Að lokum vil ég bæta því við að límið á íslenskum frímerkjum er alveg vita gagnslaust og úr því verður að bæta. Gunnlaugur Gunnlaugsson Okkur er sagt að ekki megi þýða erlend vörumerki. Gæti það aukið sölu á undanrennu ef hún væri kölluð dæetmjólk? '7 Þessir hringdu . . Segulbandstæki Grátt útvarps- og segulbands- tæki af tegundinni Gold star hvarf af tjaldstæði við Laugarvatn að- faranótt laugardags. Tækið er gagnslaust fyrir þann er það tók því eigandinn hefur í fórum sínum hátalarana og rafmagnssnúruna. Ef einhveijir skyldu haf a orðið varir við ferðatækið þá vinsamleg- ast hafið samband í síma 92-12242 eða hringið í Ramma hf. 92-16000. Kettlingar Tveir fallegir kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsing- ar hjá Svönu í síma 657572 eða síma 43710. Hjól Nýlegt unglingahjól er í óskil- um í Garðabæ. Upplýsingar í síma 54990. Kápa Hinn fjórða maí var skemmtun fyrir aldraða á Hótel Sögu á veg- um Krabbameinsfélagsins. Ljós- drapplit kápa var tekin þar í mis- gripum og önnur skilin eftir. Upp- lýsingar í síma 56015. Gleraugu Karlmannsgleraugu með svartri umgerð og í svörtu hulstri, sem merkt er „Jan“, töpuðust á laugardag í Miðbæ eða Vesturbæ. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 19187 á kvöldin. Gullhringur Gullhringur fannst á Hressing- arskálanum 17. júní. Upplýsingar í síma 41960. Kettlingar Tveir kettlingar, læður, fást gefins. Upplýsingar í síma 30053. Köttur Blá læða hefur verið á flækingi um hálfan mánuð við Miklubraut 72. Hún er greinilega heimilis- köttur og hefur rauða ól með tveimur kúlum um hálsinn. Eignadi er beðinn að hringja í síma 612229. Mikil umferð Okumaður hringdi: „Á þessum síðustu og bestu tímum hefur einkabílum fjölgað svo í umferðinni að heita má af- rek að komast leiðar sinnar á annatímum. Ef til vill_ er það af þessum ástæðum sem Islendingar flykkjast nú til Svíþjóðar og fleiri landa. Hér hefur eklri verið staðið nógu vel að almenningssam- göngum en eins og flestum mun kunnugt gegna innanbæjarlestir miklu hlutverki í borgum í ná- grannalöndum okkar. Auk þess er Strætisvagnakerfi eins og hér. Hér höfum við bara strætisvagna og þá kem ég að kjarna málsins. Hvernig væri að fjölga strætis- vögnum og fjölga ferðum þeirra þannig að víðast hvar færi vagn á tíu mínútna fresti. Þetta tel ég að yrði til þess að margir myndu leggja einkabílnum og þá myndi draga úr umferðinni svo að um munaði. Mikill kostnaður er af þeirri miklu umferð sem daglega er hér í borginni og með þessu mætti spara borgurunum mikil útgjöld.“ Víkverji skrifar Fyrir nokkru sagði Víkveiji frá kunningja sínum og viðskiptum hans við Flugleiðir. Þar kom fram að starfsfólk Flugleiða í New York gerði mistök við farskráningu sem ekki reyndist hægt að leiðrétta og komst því vinur Víkveija og sex ára gömul dóttir hans ekki heim frá Bandaríkjunum fyrr en nokkrum dögum síðar en áætlað var. í bréfi sem Flugleiðir rituðu viðkomandi fyrir skömmu er beðist afsökunar á umræddum mistökum og sendu Flugleiðir dótturinni armbandsúr, sem þegið var með þökkum. í bréfi Flugleiða kemur fram að Flugleiðamenn telja sig ekki hafa einokun á flugi milli Bandaríkjanna og íslands, þar sem hvaða bandarískt flugfélag sem er hafi Ieyfi til að fljúga til íslands, auk þess sem SAS hafi heimild íslenskra stjórnvalda til að fljúga milli Reykjavíkur og New York. Þá seg- ir einnig að Flugleiðir kappkosti að veita farþegum sem besta þjónustu, hvort sem félagið flýgur eitt ákveðna flugleið eða er í samkeppni við aðra. Víkveiji ætlar svo sem ekkert að skattyrðast við Flugleiðir. Það er rétt að félagið hefur ekki einokun á flugi milli íslands og Banda- ríkjanna. En félagið er í einokunar- aðstöðu, þar sem ekkert annað fé- lag flýgur á þessari leið. Fyrir Víkveija og aðra viðskiptavini Flug- leiða er útkoman sú sama. xxx að er hreint með ólíkindum, hvers konar vitleysu sumir menn setja saman og ætla blöðun- um að birta. Víkveiji hefur áður gert slíkar sendingar að umtalsefni og getur ekki stillt sig um að segja eina sögu í viðbót. Fyrir nokkru barst fréttatilkynn- ing um þáttöku íslendings í Evrópu- meistaramóti. Og þar stóð: „Einn þáttakandi var frá Islandi í Evrópu- meistaramótinu ... (Víkveiji slepp- ir nöfnum viðkomandi og keppnis- greininni.) Hann stóð sig með ágæt- um og sem dæmi hefði hann náð bronsinu, ef þetta hefði verið Norð- urlandamót.“! Skyldi maðurinn ekki hafa náð gullinu í Grímsey? xxx íkvetji dagsins er satt að segja alveg öskureiður út í ríkisút- varpið. Það ná engin orð yfir stirð- busaháttinn þar á bæ. Nú inn- heimtir ríkissjónvarpið afnotagjöld- in mánaðarlega sjálfu sér til hags- bóta. En þegar notandi vill sjálfum sér til hagsbóta losna við að greiða afnotagjald á meðan hann bregður sér af bæ, þá er engin leið að gera það öðru vísi en að innsigla tæki hans og það er ekki gert fyrir minna en þijá mánuði. Og vilji menn losna við að greiða fyrir ríkisfjölmiðilinn engu að síður, þá verða þeir sjálfir að borga fyrir innsiglið og rof þess. Aðrir fjöl- miðlar bera sjálfir kostnaðinn af því, þegar notandi hættir áskrift um stundarsakir. En auðvitað ekki ríkisútvarpið! Víkveiji sá útvarpsstjóra og fjár- málasstjóra hans hrökkva við vegna ummæla fjármálaráðherra um rekstur útvarpsins. Báðir bentu á að nú skili reksturinn hagnaði. Þá spyr Víkveiji: Að hve miklu leyti er sá hagnaður fenginn með þeirri rangsleitni að þvinga menn til að greiða afnotagjald fyrir enga notk- un? Og svo skýla útvarpsmenn sér á bak við reglugerð, þegar neytand- inn sækir á um sjálfsagða þjónustu. Það tók starfsfólk Hagvirkis hádeg- ið að framkalla sinnaskipti hjá fjár- málaráðherra varðandi Hagvirki og söluskattsmál. Og ráðherrann gerði meira en breyta reglugerðinni, þeg- ar hann sá mátt fólksins og mundi eftir Reykjaneskjördæmi. Hann gaf út tvær nýjar, sem kúventu öllu frá því sem var fyrir hádegið. Ætli menntamálaráðherra yrði ekki jafn- handfljótur við að breyta útvarps- reglugerðinni, ef neytendur tækju sig saman til aðgerða líkt og starfs- menn Hagvirkis? Víkveiji trúir því, að ráðherrann myndi þá ráma í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.