Morgunblaðið - 30.06.1989, Page 42

Morgunblaðið - 30.06.1989, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÍ) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 80. JÚNÍ 1989 LYFJANEYSLA / A-ÞYSKALAND Vöðvastækkandi raflost FRAMHALDSSAGAIM ívest- ur-þýska blaðinu Bild um lyfjaneyslu austur-þýskra fþróttamanna ætlar engan endi að taka. I gær upplýsti blaðið að íþróttamenn þar í landi fengju raflosttii þess að stækka vöðvana, og sem fyrr var það Hans-Georg Asc- henbach sem skýrði frá þessu. í þessari lokaumfjöll- un Bild kom einnig fram að austur-þýsk knattspyrnulið hefðu tekið inn örvandi lyf fyrir leiki sína í Evrópukeppn- inni. Aschenbach, sem starfaði sem læknir austur-þýskra skíða- stökkvara, sagði að raflostin ættu að þjóna þeim tilgangi að stækka vöðvá íþróttamanna, en væru í raun og veru stórhættuleg, þar sem þau gætu breytt eðlilegum hjartslætti manna. „Það má hins vegar raunveru- lega sjá hvemig vöðvar íþrótta- manna stækka af völdum raflosta, en þeim er beitt meðan á þjálfun stendur,“ sagði Aschenbach. Hann benti einnig á að raflostin hefðu haft í för með sér þær af- leiðingar að vöðvar rifnuðu, og nefndi hann sem dæmi hjólreiða- manninn Olaf Ludwig, en hann var kjörinn íþróttamaður ársins í Austur-Þýskalandi á síðasta ári. • Knattspyrnumenn fá örvandi iyf Þá hafði Bild það eftir Hans- Juergen Noczenski að knatt- spyraulið frá Austur-Þýskalandi fengju reglulega qrvandi lyf fyrir evrópuleiki. „Ég veit það fyrir víst að knatt- spymuliðin taka inn örvandi lyf fýrir Evrópuleiki, og vegna þess að áhrif þeirra vara einungis stuttan tíma og kemur síðan niður á getu leikmanna, þá eiga liðin alltaf léttan leik næst í deildar- keppninn," sagði Noczenski. „Það er alveg öruggt að það lið sem á leik á miðvikudegi í Evrópu- keppni, fær auðveidan mótheija í austur-þýsku deildinni á laugar- degi.“ í framhaldi þessa vitnaði Bild í Karl Allgöwer, leikmann með VfB Stuttgart, sem lék gegn Dyn- amo Dresden í vetur í UEFA- keppninni, og sagði hann að leik- menn liðsins hefðu komið út á völlinn eins og grenjandi ljón, eins og þeim hefði verið gefið eitthvað inn! Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti í Grafarholti fyrir alla kylfinga, 16 ára og eldri, dagana 1. og 2. júlí 1989. Leikin verður punktakeppni - Stableford - með 7/8 forgjöf. Hámarksgefin forgjöf er 18. GLÆSIBIFREIÐ f VERÐLAUN HAIMDA ÞEIM; SEM FER HOLU í HÖGGI A 17. BRAUT: SAAB 900i 20 FYRSTU SÆTIN GEFA VERÐLAUN: 1. Flug og bíll til Luxembourg...................... Úrval 2. Ferðavinningar...................Samvinnuferðir/Landsýn 3. Farseðlar í Evrópuflugi......................Flugleiðir 4. Farseðlar í millilandaflugli..................Arnarflug 5. Áskriftir að Stöð 2..............................Stöð 2 6. Skartgripir.................................Gull & silfur 7. Bag-Boy-golfkerrur.............................Sportval 8. Hjólbarðar......................................Sólning 9. Slazinger graphite trékylfur............John Drummond 10. Siemens útvarpstæki......................Smith & Norland 11. Matinbleu íþróttagallar..............Sportvöruþjónustan 12. Boss peysur...................................Sævar Karl 13. Heimilistæki.....................................Hagkaup 14. Bækur...............................Almenna bókafélagið 15. Pringle golffatnaður..............................Útilíf • 16. Kvöldverður..............................Veitingahöllin 17. Kvöldverður..................................Hótel Saga 18. íþróttaskór................................Boltamaðurinn 19. Adidas golfskór..........................Björgvin Schram 20. Golfbækur..................................Tákn og R.Lár AUKA VERÐLAUN FYRIR AÐ VERA NÆSTUR HOLU í UPPHAFSHÖGGI: Á2. braut: Ferðavinningur........................................................Atlantik Á6. braut: Ferðavinningur.........................................................Pólaris Á11. braut: Golfferð til Sundridge Park, London.....................................Saga Á17. braut: Farseðill.................................................................SAS Á 18. braut (næstur holu í 2 höggum): Alfatnaður...........................Herradeild P&Ó Sérstök ferðaverðlaun eru fyrir þá, sem fara holu í höggi á 2. braut frá FERÐASKRIFSTOFUNNIATLANTIK, og á 16. braut fyrir þá, sem fara holu í 2 höggum á 16. braut frá FERÐAMIÐSTÖÐINNI VERÖLD. Þátttökugjald er kr. 3.800.- á mann. Tveir skrá sig saman í lið. Skráning og pantanir á rástímum í síma 82815. matinbleu... fp* w ÍGolfverjlun FntiTnrTiiT A John Drummond AÍ\l\Ai\rLU(j b-LLtUlílí FLUGLEIDIR Gort lóik h/é irtusiu itiaqi A Samvinnuferdir - Landsýn AUSTUHSTR« Tl 1? SIMAH 27Q/T * 78899 6ull & feilfur Lágmúla 7, simi 84477 fBHHGKRKSMMN ÚRWL otwivm »OSlMUSSIH«» FERDASKRFS TOFAN scga 'G/obus? SMITH& NORLAND SIEMENS EINKAUMBOD STÚDTVÖ SÆVAR KARL * SYNIR HAGKAUP ZJBROWNInG ÚTILÍF Glæsibæ. simi 82922 IÍ/ÍIS4S FERÐASKFUFSTOFAN POLARIS BANDARÍKIN Bob Kersee sakaður um notkun stera við þjálfun Hann þjálfaði Jackie Joyner-Kersee og Flor- ence Griffith Joyner ÞJÁLFARI og eiginmaður Jackie Joyner-Kersee, Bob Kersee, hefur nú verið sakaður um að beita ólögiegum lyfjum við þjálfun sína á frjálsíþrótta- fólki. Það var kanadíski sprett- hlauparinn Angela Bailey, sem ásakaði hann um þetta frammi fyrir rannsóknarréttinum, sem settur var á laggirnar vegna lyfjaneyslu Bens Johnson. Bob Kersee þjálfaði bæði eiginkonu sína og mágkonu hennar, Flor- ence Griffith Joyner, fyrir síðustu Ólympíuleika, en sam- tals kræktu þær ífimm gull- verðlaun íSeoul. Angela Bailey æfði undir stjórn Kersees í Los Angeles árið i 1986, og fullyrti hún að hann hefði verið i stökustu vandræðum með þjálfun hennar vegna þess að hún l hefði ekki viljað taka inn lyf. Það kom samt fram í máli hennar að hann hefði aldrei nefnt lyf á nafn við hana, en hún kvaðst hins vegar hafa heyrt orðróm áður, um að hann notaðist við stera í sinni þjálf- un. Hún benti jafnframt á að þeir sem æfðu undir hans stjórn hefðu jafnvel æft alla daga vikunnar, en það hefði hún hins vegar alls ekki getað og það hefði Kersee ekki getað skilið. Angela Bailey hefur verið næst besta kandadíska spretthlaupakon- an lengi — staðið í skugganum af Angellu Issajenko á hlaupabraut- inni; alltaf verið í öðru sæti á eftir henni, en nú fyrir skömmu játaði Issajenko að hafa notast við stera til að byggja sig upp. Fyrrum þjálfari Bailey, John Mumford, sagði fyrir rannsóknar- réttinum að honum hefði dottið í hug að gefa henni sterablöndu, sem kölluð hefur verið „töfrasósan" en aldrei hefði orðið neitt af því. „Töfrasósuna" var hægt að fá hjá lækni Bens Johnson, Jamie Astap- han, og lét núverandi þjálfari Ang- elu Bailey, Bryan McKinnon, hafa eftir sér að læknirinn hefði ekki bara bruggað „sterasósuna" fyrir Ben Johnson og Issajenko, heldur hefðu ástralska landsliðið í krikket og eitt kanadískt fótboltalið fengið að smakka á veigunum. Angela Bailey sagðist aldrei hafa neytt ólöglegra lyfja, og sagði að hefði Mumford boðið henni töfra- sósuna“, þá hefði hún sennilega sagt honum að taka hana sjálfur inn. Fannst henni lítið til þess koma að fólk gæti nánast farið út í búð og keypt sér árangur í íþróttum með notkun hættulegra lyfja. íþróttir á 27 íþróttir eru einnig á bls. 27 í blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.