Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 44
Fangapresti bannað að hitta þrjá gæslufanga Úrskurðar saka- dóms að vænta SAKADÓMUR í ávana- og fíkni- efhamálum mun, að sögn Ás- geirs Friðjónssonar sakadóm- ara, innan skamms úrskurða hvort fangapresti þjóðkirkjunn- ar verði heimilað að heimsækja þijá fanga sem eru í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar um- fangsmikils kókaínsmygls. Lögreglustjóraembættið í Reykjavík og Fangelsismálastofn- un ríkisins tóku þá ákvörðun að banna prestinum að heimsækja fangana vegna gruns rannsóknar- aðila um að hann hafi borið upplýs- ingar á milli þeirra. Sú ákvörðun fór til sakadóms í ávana og fíkni- efnamálum til staðfestingar, en fangapresturinn hefur mótmælt þessum ásökunum og Iagt fram kröfu um að sakadómurinn hnekki ákvörðunininni um að hann megi ekki heimsækja fangana. Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana og fíkniefnamálum sagðist í gærkvöldi ekki vita hvenær úr- skurður yrði kveðinn upp, en það yrði fljótlega. Síhækkandi verð fyrir æðardún MIKIL eftirspurn er eftir æðar- dún, og hefur verð á honum farið síhækkandi að sögn Árna Snæ- bjömssonar, hlunnindaráðunaut- ar hjá Búnaðarfélagi íslands. Hann segir æðarvarp nú líta vel út víðast hvar á landinu, þrátt fyrir þau áföll sem víða urðu í vor vegna óhagstæðs veðurfars. „Dúnninn selst núna jafnóðum og menn hafa ekki við að afgreiða upp í pantanir. Verðið hefur farið síhækk- andi, og fær bóndinn nú um 28 þús- und krónur fyrir kílóið af hreinsuðum dún. Mest er selt til Þýskalands, en vaxandi markaður hefur verið í Jap- an undanfarið ár,“ sagði Árni. Hann sagði að á síðasta ári hefðu verið flutt út rúmlega 3 tonn af æðardún. Kaupsamningur þriggja banka á hlut rikisins í Utvegs- bankanum var undirritaður í gær að viðstöddu starfs- fólki bankanna. Á innfelldu myndinni skrifa þeir undir, Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra, Ásmundur Stefáns- son, formaður bankaráðs Alþýðubankans, Brynjólfur Bjarnason, formaður bankaráðs Iðnaðarbankans, og Gísli V. Einarsson, formaður bankaráðs Verslunarbank- ans. Morgunblaðið/Þorkell 500 bankastarfsmenn áttu samleið Á SAMKOMU um 500 bankamanna á Kjarvalsstöðum í gær hittist starfsfólk Alþýðubanka, Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Útvegs- banka til að fagna undirritun kaupsamnings þriggja fyrrnefiidu bankanna á hlut ríkisins í hinum síðastnefiida. Yfirskrift samkomunn- ar var „við eigum samleið". Að loknu ávarpi Jóns Sigurðs- sonar, bankamálaráðherra, var kaupsamningur undirritaður. Þá hélt fulltrúi kaupenda, Gísli V. Sig- urðsson,.formaður bankaráðs Út- vegsbankans, stutta tölu og sagði m.a. að undirskriftin hafi með formlegum hætti markað upphaf sameiningar bankanna fjögurra. í ávarpi fulltrúa starfsmanna, Bjargar Þórarinsdóttur, formanns starfsmannafélags Alþýðubank- ans, hvatti hún félaga sína til að taka vel á móti þeim sem flyttust milli banka. Birna Einarsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Iðn- aðarbankans, kynnti samkeppni um nafn á nýja bankanum og söng- kvartett bankanna íjögurra flutti tvö lög. Þá talaði Jón Örn Marínóson fyrir hönd viðskiptavina. Hann spurði m.a. hvort hægt yrði áfram að fá lán í einum banka til að greiða skuld í öðrum. Hvort þjón- ustan yrði kannski fjórfalt betri og innheimtukostnaðurinn fjórfalt hærri. Yfirvinnubann háseta hefur tafir og kostnað í for með sér LJÓST er að ef boðað yfirvinnu- bann háseta á farskipum kemur til framkvæmda hefiir það marg- vísleg óþægindi og aukinn kostnað í for með sér fyrir kaupskipaút- gerðirnar, að sögn tveggja tals- manna þeirra. Yfirvinnubannið kemur til fram- kvæmda næsta miðvikudag hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Farmenn felldu þá kjarasamn- inga sem voru sambærilegir við samninga ASÍ og BSRB, en at- kvæðagreiðslu um þá lauk fyrr í þessum mánuði. Farmenn voru síðast í fimm vikna verkfalli snemma árs 1987. Ríkissáttasemjari tekur ákvörðun um fund með deiluaðilum eftir helgina. Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskipafélags Mun fleiri kennarar sækja í kennslustörf en undanfarið Aðsókn að Kennaraháskólanum tvöfalt meiri en síðustu ár „ÞAÐ ER greinilegt að kennarar eru viljugri að sækja um lausar stöður í sínu fagi en verið heíur lengi,“ segir Áslaug Brynjólfsdótt- ir, fræðslustjóri í Reykjavík. Sömu sögu er að segja af Reykjanesi og Norðurlandi eystra og telja fræðslustjórarnir ótryggt atvinnu- ástand helstu ástæðuna. „Fólk vill komast í öruggt starf," segir Guðjón Ólafsson, skrifstofu- stjóri á fræðsluskrifstofu Reykja- ness. „Margir sem vinna hjá einka- fyrirtækjum telja tryggara að vera í skólakerfmu og vilja fasta stöðu hjá hinu opinbera." Áslaug Brynj- ólfsdóttir segir að þetta sé ástæðan fyrir því að margir settir kennarar sæki nú um skipun í starfið. Ekki megi heldur gleyma því að kenn- aralaun hafi hækkað. Þá nefnir Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, að nýútskrifaðir kennarar skili sér betur til skólanna nú en verið hef- ur, það sé líklega einnig afleiðing þess að þrengst hefur um á vinnu- markaði. í Reykjavík sækja mun fleiri um kennarastöður við grunnskólana en þörf er fyrir. Að sögn Áslaugar hefur nálægt fimmtíu kennurum verið synjað um stöður, en endan- lega verður gengið frá ráðninga- málum á fundi fræðsluráðs nk. mánudag. Áslaug segir að minnst aðsókn sé í kennslu raungreina. Á Reykjanesi vilja flestir kenna íslensku, stærðfræði og aðrar raungreinar að sögn Guðjóns Ól- afssonar. Þar voru vandræði vegna manneklu í fyrra, en nú hefur tek- ist að manna flestar stöður og vantar helst kennara í afskekkt- ustu skólana. Trausti Þorsteinsson segir að flestir grunnskólanna í hans umdæmi séu fullmannaðir. Auknar vinsældir kennara- starfsins lýsa sér einnig í því að liðlega tvöfalt fleiri sóttu um al- mennt kennaranám við Kennara- háskólann nú en undanfarin ár. Að sögn Jónasar Pálssonar, rekt- ors KHÍ, bárust 280 umsóknir um skólavist næsta vetur og nauðsyn- legt reyndist að vísa 150 umsækj- endum frá. Rætt var við alla um- sækjendur en helst stuðst við ein- kunnir úr framhaldsskólum og starfsreynslu þegar ákveðið var hveijir fengju inni í skólanum. Sjá nánar um KHÍ á bls. 16 íslands, sagði að yfirvinnubannið hefði margvísleg áhrif og félagið hefði þegar þurft að gera ráðstafan- ir, til dæmis hvað varðaði truflanir á flutningunum yfir Norður-Atlants- hafið. Þegar hefði verið hætt bókun- um í þessa flutninga, þar sem ekki væri tekin áhættan af því að vörurn- ar lokuðust inni hérlendis. „Þá getur yfirvinnubannið raskað og tafið áætlun okkar eitthvað og valdið kostnaðarauka einkum í er- lendum höfnum. En við gerum ekki ráð fyrir að það trufli þjónustuna það mikið fyrst um sinn að það hafi alvar- leg áhrif fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Þórður ennfremur. Eimskip er með 14 skip í milli- landasiglingum og er auk þess með tvö leiguskip í sinni þjónustu. „Ég held að það sé ljóst að það mun hafa talsverð áhrif á okkar starfsemi,“ sagði Þórir Sveinsson, framkvæmdastjóri markaðs- og flutningasviðs hjá Ríkisskip. Hann sagðist búast við að ferðir skipanna myndu taka lengri tíma en venjulega og að ekki yrði hægt að veita jafn góða þjónustu. „Á þessari stundu er hins vegar fullsnemmt að segja unl heiidaráhrif af þessu yfirvinnu- banni,“ sagði Þórður. Reynslan yrði að leiða það í ljós. Til að mynda kæmi til greina að aka með vörur frá smærri höfnum til þeirra stærri, en það hefði aukakostnað í för með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.