Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 9
MQfiiGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. .JÚLÍ 1989 9 FÓSTRUR! Námskeið um „Samskipti fóstru og barna“ verða haldin í ágúst. Leiðbeinendur verða sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð. Upplýsingar ísíma 91-62 11 32. Aldrei meira úrval! Sportblússur, • meðal annars yfirstærðir. Buxur, peysur, skyrtur. GEíSlPr „Gerræðisleg vinnubrögð“ Þjóðviljinn spyr Davíð Oddsson borgarstjóra hvort hann hafi ekki beitt gerræðislegum vinnu- brögðum, t.d. við stofiiun Granda, kaupin á Viðey og kaupin á Breiðvangi. Borgarstjóri svarar: „Reyndar er fyrir- komulagið iijá borginni þannig að borgarstjóri getur ekki tekið neina endanlega ákvörðun nema með samþykki kjörinna fulltrúa. Hins' vegar getur borgarstjóri undirbúið mál og það gerir hann. Eii hann verður að bera þau að lokum undir kjörna full- trúa sem hann gerir líka. Staðreyndin er sú að fulltrúar minnihlutans eru oftast nær afskaplega hrifiiir af því sem ég er að gera og kvarta yfir- leitt yfir því að hafa ekki verið hafðir með í ráðum. Þeir voru hrifitir af kaup- unum á Viðey, þeir virð- ast vera hrifiiir af kaup- unum á Breiðvangi, þeir voru eitthvað minna hrifiiir af kaupunum á Granda á sínum tíma, en hinsvegar hefiir Grandi orðið að fordæmi fyrir þróunina í landinu. Nú er það svo að það fær engirni fyrirgreiðslu nán- ast iijá þessum stofiiana- sjóðum sem nú eru uppi nema áður sé gerð krafa um að viðkomandi fyrir- tæki sameinist þessu fyr- irtækinu eða hinu. Svo vel lukkaðist Granda- sameiningin". Framboð borgara - bygging ráð- húss Þjóðviljinn spyr hvort borgarstjóri óttíst ekki að hugsanlegt framboð Borgaraflokksins sem og bygging ráðhúss felli Borgarstjórinn á beininu hjá Þjóðviljanum Það er víðar glastnost og pere-strojka en í Sovétríkjunum. Þjóðviljinn hefur tyllt tám í þíðuna. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að Þjóðviljinn birtir heilsíðuviðtal við Davíð Oddsson, borgarstjóra í Reykjavík, með og ásamt stórri forsíðumynd. Þetta hefur nú gerzt. Staksteinar stiga nefi í árangurinn. meirihluta Sjálfetæðis- flokksins í borgarsljom. Haim svarar: „Ég er nú aldrei viss um það og get aldrei verið, hvort við vinnum eða töpum í kosning- um... Ráðhússbyggingin fékk ekki verulega and- stöðu meðal Sjálfetæðis- manna, því fer flarri. All- ir borgarstjómarfiilltrú- ar flokksins, jafiit aðal- menn sem varamenn, studdu þessa fram- kvæmd og reyndar er það svo eftir að fram- kvæmdir hófust að ég hef orðið var við æ minni efasemdir meðal fólks og einnig hitt fjölda manns sem hefiir snúizt hugur þegar æsingurinn hvarf. Eg lít svo á að þetta mál sé eitt af þeim málum sem muni verða mér og mínum flokki til fram- dráttar í næstu kosning- um. Nei, ég hefi ekki minnstu áhyggjur af því [framboði Borgara- flokks]. Mér virðist það dálítíð kyndugt með Borgaraflokkinn að það virðist vera aðalmálið i þjóðlífinu að fá flokkinn inn í rikisstjómina. Það virkar þannig á mig eins og að lik rísi upp frá dauðum og freniji hara- kírí og það yrði þá í fyrsta skiptí sem það gerðist og verður fróð- legt að sjá það.“ Tuttuguog fímm prósenta ríkisstjóm Þjóðviljinn spyr: Lítur þú á núverandi rikis- stjóm sem þinn bezta bandamann fram yfir sveitarstjómarkosning- amar? Borgarstjóri svar- ar: „Jú, en það er dálítið hart að segja það að þessi stjóm er að þvi leytinu óskastjóm að hún feelir kjóscndur frá sér yfir á aðra aðila. Ég kýs auðvit- að að vinna kosningar, ef þær vinnast á okkar eigin verðleikum en ekki vegna óvinsælda ríkis- stjómarinnar. Ég hefi að vísu tekið eftir því að ráðherramir telja það mjög til bóta að stjómin sé óvinsæl og þess vegna býst ég við að þeir muni reyna að vinna að því að þessi 25%, sem ennþá styðja stjómina, hættí því á þessu tímabili. Þeir virðast telja sér til fram- dráttar að hafa ekki neinn stuðning." « Anægður með flokksfor- manninn Þjóðviljhm: „Ertu ánægður með flokks- formamiinn"? Borgarstjórinn: „Já, ég er ánægður með for- manninn. Við emm mikl- ir vinir og samstarfe- menn og tölum saman reglulega. Ég tel að hann hafi unnið gott starf við erfiðar aðstæður." Framkvæmd- ir og úti- gangsmenn Loks spyr Þjóðviljinn hvort það komi heim og saman að borgin standi í framkvæmdum upp á hundmð mifljónir á sama tima og „útígangsmönn- um fjölgi í borginni". Borgarstjóri: „Ég skal ekkert um það segja, hvort útígangsmöimum hafi flölgað í borginni. Það fer að sjálfeögðu ckki eftir því, hvort borg- , in byggir litíð eða ekki. Reyndar er það svo að þegar drifkraftur er í borginni og mikið um að vara þá er ég sannfærður um að ástandið sé betra en ella. Hinsvegar er gert meira fyrir útí- gangsmenn núna en forð- um daga og betur hlúð að þeim en til dæmis þeg- ar ég var ungur. En því miður er það alltaf ein- hver hópur manna sem lendir, ja kannski tima- bundið, í því að standa i lægstu skör stígans." Ferðafatnaður á góðu verði frá EHingsen Kobra sport-regngallar fyrir börn og unglinga. Fallegir tískulitir., Stærðir: 4-16, kr. 4.895,- STIL ullarnærföt. Dæmi: dömubuxur kr. 1.507-, barnabuxur kr. 1.193-, herrabuxur kr. 1.820- Regn-vinnugallar. Litir: grænt og skærrautt. Stærð 8-16, kr. 2.970,- Þunnir regngallar (polyurethan), litir: grænt, blátt og rautt kr. 5.145- Barnastígvél í litum, stærðir 20—30, kr. 915- Svört barnastígvél, stærðir 24-28, kr. 1.195- st. 29-34, kr. 1.385- st. 35-39, kr. 1.834- SENDUM UM ALLT LAND BOAiassaa Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.