Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 MORGUNBLÁÐIÐ MlÐVIKUDAÖUR 26/ JÚUÍ 1989 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 80 kr. eintakið. Út úr einangruninni Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, hefur haft um það mörg góð orð að leyfa Islendingum að kaupa og eiga erlend verðbréf, jafnt skulda- bréf sem hlutabréf í erlendum fyrirtækjum. Morgunblaðið hefur oft lýst yfir stuðningi við og skýrt út nauðsyn þess að íslendingum verði leyft að eignast erlend verðbréf. Ástæðurnar eru margar. í fyrsta lagi veitir fátt sparifjáreigendum jafn góða tryggingu gegn verð- bólgji hér á Islandi. í öðru lagi 'gæti frelsi í þessum efn- um gert stjómvöldum erfitt fyrir að brengla gengi íslensku krónunnar gagnvart öðmm gjaldmiðlum. Það yrði nær erfitt fyrir stjórnmála- menn að skrá gengi krónunn- ar of hátt, því þá gæti sparn- aður leitað út úr landinu þar sem sparifjáreigendur vilja tryggja sig fyrir gengisfalli sem ekki yrði komist hjá þeg- ar til lengri tíma er litið. í þriðja lagi er kominn tími til þess að íslendingar eignist hlut í gróða erlendra fyrir- tækja með hlutabréfakaupum og hagnist á því að veita er- lendum skuldumm lán í formi skuldabréfa. Enginn getur haft á móti því að íslendingar hagnist í viðskiptum við út- lendinga. Hví ekki að gefa íslendingum tækifæri til að hagnast á arðsemi erlendra fyrirtækja og þeirra sem við þau starfa? Menn taka þá sjálfir áhættuna eins og af öðrum viðskiptum og það er engin ástæða til að ætla að sparnaður flæði út úr landinu, þótt tækifæri byðust. En við þurfum að minnka forsjár- hyggjuna í þessum efnum eins og öðrum, það er meginatrið- ið. Og hví þá ekki að láta íslenska stjórnmálamenn hafa hitann í haldinu og sterkara aðhald en nú, jafnframt því sem hluti af innlendum sparn- aði yrði látinn- erlendum fyrir- tækjum í té til ávöxtunar. , Aukið fijálsræði í viðskipt- um með erlend verðbréf er skref í þá átt að auka al- mennt fijálsræði í gjaldeyris- viðskiptum. Það er ekki hægt að búa lengur við þau höft sem nú ríkja. íslenska krónan verður aldrei alvörugjaldmiðill ef stjórnmálamenn eru stöð- ugt að skipta sér af eðlilegri gengisskráningu og nota hana reyndar sem eitt helsta stjórn- tæki í efnahagsmálum. Á meðan allur almenningur get- ur ekki keypt og selt erlenda gjaldmiðla fyrir krónur mun traust íslendinga á krónunni aldrei verða það sem nauðsyn- legt er. Á meðan höft eru á gjaldeyrisviðskiptunum mun almenningur aldrei trúa og treysta stjórnmálamönnum þegar þeir lofa að koma bönd- um á verðbólgudrauginn. Höftin væru ekki nauðsynleg ef stjórnun peninga- og ríkis- fjármála væri með skynsam- legum hætti. 0g tiltrú al- mennings á yfirvöldum pen- ingamála er ein forsenda þess að sigur vinnist i baráttunni við verðbólguna, eins og Morgunblaðið hefur bent á. Við verðum að bijótast út úr þeim vítahring verðbólgu og gengisfellinga sem við höf- um verið föst í undanfarna tvo áratugi. Frelsi til að eignast erlend verðbréf er liður í því, líkt og fijáls gjaldeyrisvið- skipti. Og það sem skiptir kannski mestu máli; við verð- um að gera róttækar breyt- ingar ef við ætlum að halda þeim lífskjörum sem við þrátt fyrir allt búum við. Það væri í anda þeirrar fijálslyndis- stefnu sem hvarvetna ríkir á Vesturlöndum og hefur aukið velferð þegnanna þar, svo að ekki sé nú talað um vaknandi áhuga kommúnistaríkja á við- skiptafrelsinu. Slík þróun hér yrði sjálfstæðinu engan veg- inn skeinuhætt, ekki frekar en viðskiptafrelsi og upp- bygging á fyrsta hluta þessar- ar aldar. Sameining Evrópu í einn markað og sameiginlegt myntkerfi gera þessar breyt- ingar enn brýnni en ella. Margir vilja að gengi krón- unnar verði tengt við Evrópu- myntina. Það skiptir ekki mestu, enda umdeilanlegt. Við verðum hins vegar að feta réttu brautina, taka strax ákvarðanir og leyfa íslenskum fjármagnsmarkaði að bijótast út úr einangruninni, lands- mönnum öllum til heilla; þ.e. að hafna núverandi stjórnar- stefnu sem er röng í öllum grundvallaratriðum, enda gamaldags hafta- og forsjár- stefna sem er löngu úrelt í þeim heimi sem við blasir. Philippa Foot eftir Þorstein Gylfason Philippa Foot, prófessor í siðfræði við Háskólann í Los Angeles og Háskólann í Oxford, kemur til íslands í annað sinn um þessar mundir; fyrst kom hún hingað vorið 1976 og vakti heimsókn hennar mikla athygli. Hún flytur fyrir- léstur í Háskóla íslands (Lögbergi) fimmtudagskvöldið 27. júlí kl. 20.30. Fjallar fyrirlestur hennar um hamingjuna og heitir „Happiness". Af þessu tilefiii hefúr Morgunblaðið beðið Þorstein Gylfason að segja frá Philippu Foot og heim- speki hennar. I Philippa Foot er einn fremsti sið- fræðingnr sem nú er uppi. Hún varð fyrst fræg fyrir rúmum þijátíu árum þegar eftir hana birtust tvær framúrskarandi ritgerðir: önnur um frelsi viljans og löggengi („Free Will as Involving Determinism“ eða „Löggengi sem þáttur í fijálsum vilja“ 1957) og hin um eðli sið- ferðilegs ágreinings („Moral Argu- ments“ eða „Siðferðilegar rökræð- ur“ 1958). Síðan hefur hún stundað merkilegar rannsóknir jafnt og þétt og birt niðurstöður sínar, oftar en ekki ákaflega umdeildar, í lærðum tímaritum. Árið 1978 var fjórtán af helztu ritgerðum hennar safnað saman í bókina Dygðir og lesti (Virtues and Vices, útgefandi Basil Blackwell í Oxford) og hefur sú bók hlotið mikið lof. Síðan þá hefur ekkert lát verið á rannsóknum hennar, og má nefna til dæmis tvo víðkunna prentaða fyrirlestra. Fjall- ar annar um afstæðishyggju um siðferðisefni („Moral Relativism" eða „Siðferðileg afstæðishyggja" 1978) og hinn um nytjastefnu í ljósi dygða og Iasta („Utilitarianism and the Virtues“ eða „Nytjastefnan og dygðirnar“ 1983). Hinn síðarnefndi var innsetningarfyrirlestur hennar sem forseta vesturdeildar Ameríska heimspekifélagsins (American Philosophical Association) sem er allsheijarfélagsskapur bandarískra heimspekinga. Philippa Foot er með afbrigðum fjölhæfur heimspekingur. Auk sið- fræðinnar hefur hún skrifað um frelsi viljans eins og fram er komið. Sömu ættar er ritgerð í heimspeki- legri sálarfræði um ástæður til mannlegra athafna og þar með um skýringar á þeim („Reasons for Action and Desires" eða „Ástæður til athafna og löngun“ 1972). Hún hefur líka skrifað leiftrandi ritgerð- ir um siðfræði sígildra heimspek- inga eins og þeirra Humes, Kants og Nietzsches. Ritgerð hennar um Kant („Morality as a System of Hypothetical Imperatives" eða „Siðferði sem kerfi skilorðsbund- inna siðaboða“ 1972) er gagnrýni á hina frægu og áhrifamiklu sið- fræði Kants, ein frumlegasta og skarplegasta gagnrýni á hana sem fram hefur komið fyrr og síðar. Ennfremur er þess að geta að Philippa Foot er einn tiltölulegra fárra heimspekilegra siðfræðinga sem hafa gert sér far um að fjalla ekki bara um eðli siðferðis með sértækum heimspekilegum rökum, heldur líka um sérstök áþreifanleg siðferðileg vandamál. Þannig hefur hún samið víðkunnar ritgerðir um bæði fóstureyðingar og líknardráp. Um líknardráp fiutti hún raunar íjölsóttan fyrirlestur í Háskóla ís- lands vorið 1976, en þá kom hún hingað til lands til að sækja al- þjóðlega samdrykkju um siðfræði sem snerist að miklu leyti um kenn- ingar hennar. Auk þess sem Philippa Foot er með afbrigðum fjölhæfur heimspek- ingur er hún í hópi fijóustu hugs- uða samtímans. Kenningar hennar hafa verið í sífelldri mótun í meira en þijá áratugi: henni er alltaf að detta eitthvað nýtt í hug um helztu viðfangsefni sín, og eftir því hafa skoðanir hennar breytzt og eru enn að breytast. Auk þess er hún alltaf jafn óhrædd við að takast á við ný viðfangsefni. Til dæmis hefur hún naumast birt stafkrók um það efni — hamingjuna — sem hún ætlar að fjalla um í Háskóla íslands fimmtudaginn 27da júlí 1989, þótt vitanlegt sé af fáeinum athuga- semdum í prentuðum ritgerðum hennar að hún hefur mikið um það hugsað á síðustu árum. II Heimspekileg siðfræði Philippu Foot er mikil kenning og merkileg, og það er erfitt að vekja nema ofur- lítið hugboð um hana í blaðagrein. Um þessa siðfræði er þess fyrst að geta að hún miðast fyrst og fremst Philippa Foot við einn ákveðinn skilning á orðinu siðferði sem er auðvitað margrætt orð. Orðið siðferði getur til dæmis merkt reglukerfi eins og boðorðin tíu: við getum þá sagt að boðorðin tíu séu uppistaðan í siðferði hinna fornu Gyðinga. En orðið má líka hafa um eiginleika mannlegs ein- staklings og þá tölum við eða spyij- um um siðferði þessa einstaklings, hvert siðferði hans sé sem merkir hið sama og hvort hann sé siðferðis- góður eða ekki. í þessum skilningi er orðið siðferðí heildarheiti um dygðir manns og lesti þannig að við getum sagt að siðferði manns ráðist af dygðum hans og löstum eða sé fólgið í þeim. Það er siðferði í þessum síðarnefnda skilningi, sið- ferði dygða og lasta, sem Philippa Foot hefur mestan áhuga á og mið- ar kenningar sínar við. í þessu efni fylgir hún Platóni og Aristótelesi, fremstu heimspekingum hinna fornu Grikkja, og helzta fylgis- manni Aristótelesar á miðöldum, heilögum Tómasi frá Akvínó sem varð á síðustu öld hinn yfirlýsti opinberi heimspekingur kaþólskrar kirkju og er það til þessa dags. Hún hefur raunar skrifað í ritgerð um dygðir og lesti að Ágrip af guð- fræði (Summa theologicá), sem er höfuðrit heilags Tómasar og fyllir tugi binda, sé einhver bezta og traustasta undirstaða allrar sið- fræði sem til sé í sögu heimspekinn- ar, og er hún þó ekki kristin kona heldur eindreginn trúleysingi. III Þá ber að nefna það um siðfræði Philippu Foot að hún er uppreisnar- kenning gegn tveimur af máttug- ustu og áhrifamestu kenningum í siðfræði nítjándu og tuttugustu ald- ar. Önnur þessara kenninga er nytjastefna, sem ensku heimspek- ingarnir Jeremy Bentham og John Stuart Mill eru helztu höfundar að, en þeir voru uppi á nítjándu öld. Nytjastefnan kveður í fæstum orð- um á um það að hin æðstu gæði séu heill eða hamingja fólks, aimenn velferð eins og oft er sagt nú á dögum, eða sem mest hamingja handa sem flestum eins og þeir Bentham og Mill komust stundum að orði. Samkvæmt nytjastefnunni skiptir það eitt máli þegar athöfn eða stofnun er metin til góðs eða ills hvaða afleiðingar þessi athöfn eða stofnun hefur fyrir velferð al- mennings. Fólk sér það væntanlega í hendi sér að þetta er ákaflega aðlaðandi kenning. En það sér hitt líka í hendi sér við ofurlitla um- hugsun að þetta er reyfaraleg kenn- ing, meðal annars vegna þess að hún virðist ganga þvert gegn hug- myndum okkar um mannréttindi og raunar um réttlæti yfirleitt. Svo að dæmi sé tekið er það naumast minnsti vafi að það mætti flýta stór- lega fyrir framförum í læknislist, og þjóna þannig velferð handa sem flestum á tvímælalausan hátt, með því að leyfa læknum að gera vísindalegar tilraunir á sjúklingum sínum, eins og á músum og marsvínum, því að tilraunadýrin yrðu aldrei nema brot af þeim fjölda sem mundi með tímanum njóta framfaranna. En þetta teljum við, með réttu eða röngu, vera mann- réttindabrot og leggjum blátt bann við, þvert ofan í öll sjónarmið um velferð sem flestum til handa. Nytjastefna er af þessum sökum ekki einfalt mál heldur firnaflókið. Það hefur reyndar verið eitt af helztu viðfangsefnum siðfræðinga á tuttugustu öld (og sumra hag- fræðinga líka, en hagfræðingar — einkum svonefndir velferðarhag- fræðingar — hafa sýnt þessum efn- um engu minni áhuga en heimspek- ingar) að búa til nytjastefnu — kenningu um almenna velferð sem hin æðstu gæði — sem jafnframt geti gert ráð fyrir mannréttindum og öðrum réttlætishugmyndum og sneitt hjá ýmsum frekari skavönk- um á sígildri nytjastefnu höfunda eins og þeirra Benthams og Mills. Allar þær tilraunir eru umdeilanleg- ar, án þess að það hafi neinu breytt um vinsældir einhvers konar nytja- stefnu, bæði meðal fræðimanna og á síðustu tímum alls upplýsts al- mennings, að minnsta kosti á Vest- urlöndum. En nytjastefnan hefur einnig átt sér andstæðinga, einkum á síðustu tveimur eða þremur áratugum og í þeirra hópi ber hæst John Rawls prófessor á Harvardháskóla, höf- undar Kenningar um réttlæti (A Theory of Justice 1971). Þar ber líka hátt Philippu Foot, og munar þar mest um ritgerð hennar um nytjastefnu og dygðir sem fyrr er nefnd. IV Hin kenningin sem Philippa Foot hefur gert uppreisn gegn, er svolít- ið annars eðlis en nytjastefnan, en ámóta útbreidd — ef ekki útbreidd- ari — og oft með hana farið sem hvern annan sjálfsagðan hlut á síðustu tímum. Þessa kenningu hef ég stundum kallað siðfræðilega tvíhyggju. Hún er í fæstum orðum sú að fullkominn eðlismunur sé á staðreyndum og verðmætum, því sem er og hinu sem á að vera, og allt verðmætamat, þar á meðal sið- ferðilegt verðmætamat, ráðist ekki af náttúrlegum staðreyndum máls, því sem er eða er ekki, heldur af einhveiju öðru sem kemur engum náttúrlegum staðreyndum við, til að mynda smekk eða tilfinningum eða vali þess sem metur, eða þá af síbrej'tilegu almenningsáliti eða einhveijum öðrum félagslegum for- sendum sem velta ekki á neinum náttúrlegum staðreyndum. Sam- kvæmt þessari tvíhyggju geta sið- ferðilegir dómar okkar um okkur sjálf og aðra menn, eða mannfélag- ið og stofnanir þess, aldrei orðið hlutlægir eða algildir, heldur verða þeir ævinlega hlutdrægir og af- stæðir eins og smekksatriði eru afstæð og maður sem stjórnast af smekk sínum hlutdrægur. Þessi sið- fræðilpga tvíhyggja er innbyggð í kenninguna um hlutleysi vísindanna sem svo er nefnd, þá kenningu að vísindin geti aldrei leitt í ljós sið- ferðilegar niðurstöður (eða aðrar niðurstöður um verðmæti) í eigin nafni vegna þess að þau séu eðli sínu samkvæmt við það bundin að lýsa staðreyndum og skýra þær og það sé alger eðlismunur á stað- reyndum og verðmætum og óbrúan- legt djúp staðfest þar á milli. Frá sjónarmiði fræðimanna í heimspeki er helzta afrek Philippu Foot um dagana það að hafa með hárbeittum rökum vakið djúpar efa- semdir um hvert undirstöðuatriði siðfræðilegrar tvíhyggju á fætur öðru,Nog þar með kenningarinnar um hlutleysi vísindanna. Hún hefur gengið á röðina meðal hugmynda tvíhyggjumanúa, allra ' hinna fremstu og rökvísustu í þeim stóra flokki, og leitt í ljós hvers konar bresti, jafnframt því sem hún hefur sett fram, smám saman í gegnum árin, eigin siðfræði sem gerir ráð fyrir því meðal annars, sem hveijum öðrum sjálfsögðum og nánast barnslega einföldum hlut, að sið- ferðisdómar geti stundum verið fyllilega hlutlægir og algildir, til dæmis sá að þeir menn séu ill- mepni sem ætla sér að myrða millj- ónir Gyðinga með köldu blóði. Ef eitthvað er náttúrleg staðreynd í veröldinni þá er það þetta, vill hún segja, öldungis óháð öllum smekk, tilfinningum, vali eða almennings- áliti, eða hvað sem það kann að vera sem tvíhyggjumaður vill binda verðmætin við í staðinn fyrir stað- reyndirnar. V Eins og fram er komið er sið- fræði Philippu Foot ekki orðin til heldur er hún enn að verða til. Þess vegna verður einkar fróðlegt að fá fréttir af því í Háskóla Is- lands hvað hún hefur verið að hugsa upp á síðkastið um hamingjuna, einkum frá siðferðilegu sjónarmiði að vænta má. Eitt af því sem ég veit hún hefur velt fyrir sér er munurinn á vellíðan og hamingju, en Platón varð fyrstur heimspek- inga til að kveikja spurningar um þann mun og nytjastefnumenn hafa jafnan átt í stökustu vandræðum með hann. Þessi munur virðist vera mikill um leið og hug er um hann leitt: eiturlyfj aneytanda eða geð- sjúklingi getur liðið afskaplega vel, en þeir eru ekki hamingjusamir fyrir vikið. Þetta eitt dugir til að sýna að hamingja og vellíðan (eða ánægja) eru sitt hvað. Það virðist líka vera himinhrópandi munur á þeirri ánægju sem venjuleg afþrey- ing, eins og reyfarar eða rokktón- list, veitir fjölda fólks og þeirrí ham- ingju sem alvarleg iðkun skáldskap- ar og tónlistar á ríkan þátt í að skapa. Hamingjan krefst þess, sem veilíðan eða ánægja gerir ekki, að það sem við leggjum stund á sé einhvers virði, og því miður er flest venjuleg afþreying næsta lítils virði. Nú gæti ég haldið áfram góða stund, en það er hyggilegt af mér að hætta og gefa Philippu Foot orðið um hamingjuna. Bæktun beimnerffs fyrir utan líkain- ann gæti gert bloðbanka óþarfa - segir Bernharð Pálsson, ungur prófessor við Michiganháskóla í Ann Arbor ÞRÍR ungir prófessorar við Michigan-háskóla í Ann Arbor, tveir læknar, annar sérfræðingur í erfðafræði og hinn í frumulíffræði og einn eftiaverkfræðingur, sérfræðingur í líftækni, rannsaka nú í sameiningu hvort hægt sé að rækta beinmerg úr fólki fyrir utan líkamann, fyrst og fremst til blóðframleiðslu. Rannsóknir þessar eru komnar stutt á veg og verður ekki ljóst hvort slík framleiðsla er möguleg fyrr en eftir um það bil þrjú ár. En ef svo verður verða blóðbankar óþarfir og hætta á vírussýkingum vegna blóðgjafar úr sögunni. Hugmyndin er ekki ný af nálinni því til dæmis rannsóknar- stofa Bobs Gallo, sem fann eyðnivírusinn, reyndi að rækta bein- merg fyrir meira en 10 árum. En framfarir sem orðið hafa í lífifræði á síðustu árum eru gífúrlegar og gefa mönnum von um að nú sé hægt að skapa nógu góð skilyrði til þessarar ræktunar. Bernharð Pálsson efnaverkfræðingur er einn þremenninganna. Morgunblaðið náði tali af honum er hann var staddur hér á landi fyrir skömmu. Upphaf málsins má rekja til þess að fulltrúi lyijafyrirtækisins Pfizer kom í heimsókn til Ann Arbor til að kynna sér hvað væri verið að rann- saka við háskólann þar. Á fundi sem haldinn var með honum gerði Bern- harð grein fyrir rannsóknum sínum. Annar ungur prófessor við háskól- ann, Steve Emerson frumulíffræð- ingur, sagði einnig frá sínum rann- sóknum og gerðu þeir sér þá báðir grein fyrir því að með því að sam- eina krafta sína gætu þeir hafið rannsóknir á ræktun beinmergs. „Ákveðnar framfarir sem átt hafa sér stað í líffræði á undanförnum tveimur árum hafa skýrt betur hvernig beinmergur virkar. Nýlega hefur til dæmis verið uppgötvaður fjöldi vaxtarhormóna. Nú eru milli tíu og fimmtán slík hormón þekkt, en þegar við vorum að byija að safna styrkjum vegna þessara rannsókna fyrir tveimur árum eða svo voru ekki nema fimm til tíu þeirra þekkt,“ sagði Bernharð. Tæki sem líkir eftir umhverfinu í líkamanum „Menn eru farnir að gera sér grein fyrir að í hveijum vef er flókið sairi- spil þessara hormóna. Þetta samspil þarf að vera hægt að endurskapa fyrir utan líkamann því það stýrir því hvort stoðfrumurnar breyta sér yfir i rauðar frumur, blóðflögur eða hvítar frumur, hvað það gerist hratt og svo framvegis. Til þess þarf að búa til tæki sem skapar umhverfi sem líkist því sem er í líkamanum. Streymi súrefnis og annarra næring- arefna til frumnanna þarf að vera það sama og einnig þarf það að hreinsa út úrgangsefni eins og nýrun gera. Þá þarf að fjarlægja frumurnar sem eru framleiddar jafnóðum því annars drepa hvítu blóðfrumurnar beinmerginn. 011 skilyrði þurfa þvi að vera rétt og ekki síst nánasta umhverfi hverrar frumu. Þekking á þeirri tækni sem þarf til að endurskapa þessi skilyrði hefur aukist mjög að undanförnu. Miklar framfarir hafa til dæmis orðið í að rækta húð í bökkum sem siðan er hægt að græða á fólk sem til að mynda hefur fengið brunasár. Slíkt hefur verið kallað vefjaverkfræði— eða„Tissue Engineering", það er að segja að vefir eru búnir til. Það ætti að vera auðveldara að rækta bein- merg en marga aðra vefi einmitt vegna þess að hann hefur enga ákveðna lögun." Beinmergur til blóðframleiðslu og ígræðslu — En hver er ástæðan fyrir því að svo mikilvægt er að rækta bein- merg fyrir utan líkamann? Bernharð segir að þær séu margar en helsta ástæðan ér sú að í bein- mergi myndast allar blóðfrumur líka- mans. Með því að rækta beinmerg er hægt að framleiða blóð eftir þörf- um sem leiðir til þess að óþarft verð- ur að geyma mikið magn af blóði í blóðbönkum. Þörfin fyrir blóð í heim- inum er gífurleg en ýmis vandamál fylgja starfsemi blóðbanka sérstak- lega vegna vírusa sem þeir sem gefa blóð geta borið, svo sem eyðnivírus og lifrabólguvírus sem hafa valdið mestum skaða. Vegna þeirra er orð- ið erfitt að halda blóði í blóðbönkum hreinu. Þá er framboð á blóði víða takmarkað og víst að við meiriháttar hamfarir yrði verulegur skortur á bióði. En með því að láta beinmerginn ekki breyta sér yfir í blóð, heldur vaxa áfram utan líkamans, verður einnig hægt að nota hann til bein- mergsígræðslu til dæmis ef fólk verð- ur fyrir geislun. Þá deyja stoðfrumur líkamans og beinmergurinn getur ekki endurnýjað sig. Einnig . yrði hægt að laga erfðagalla með því að geisla fólk svo að stór hluti bein- mergsins eyðilegði og græða síðan ræktaðan beinmerg í það. Dýrar rannsóknir „Þetta eru gífurlega kostnaðar- samar rannsóknir og kostar rekstur þeirra yfir hálfa milljón Bandaríkjad- ala á ári,“ segir Bernharð. „Við vor- um mjög heppnir því fyrirtæki sem styrkir áhættusöm verkefni ákvað að styrkja okkur og veitti okkur tvær og hálfa milljón dala til þriggja ára. Fyrirtækið leggur út í mikla áhættu því það er óvíst hvort það hagnast nokkurn tíma á þessum rannsóknum. Þá hefur verið stofnað fyrirtæki í tengslum við rannsóknirnar, svipað og Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor hefur haft forgöngu um að koma á hér á landi til að reyna að tengja starf háskólans við atvinn- ulífið. Fyrirtækið heitir Ann Arbor Stroma Inc. Þetta fyrirtæki er bara stofnað til að svara í síma á meðan á þessum rannsóknum stendur. En það er svolítið óvenjulegt að í stað þess að háskólinn leigi einkaleyfið gegn endurgjaldi á hann hlut í fyrir- tækinu. Ef hægt verður að sýna fram á að hægt sé að rækta beinmerg fyrir utan líkamann má gera ráð fyrir að stórt lyfjafyrirtæki, sem hef- ur yfir að ráða góðum markaðsmögu- leikum, kaupi litla fyrirtækið og þá hagnast háskólinn af þeirri sölu. En þetta tekur allt langan tíma. Eftir um það bil þijú ár verður fyrst hægt að segja til um hvort hægt sé að rækta beinmerg fyrir utan líka- mann eða ekki. Eftir þijú til fimm ár má búast við að þetta litla fyrir- tæki taki við og átta til tíu árum eftir það er hægt að gera ráð fyrir að framleiðslan sé komin á markað. Það tekur upp undir fimm ár að koma slíkri framleiðslu í gegnum matvæla- og lyfjaeftirlil Banda- ríkjanna." Gott samstarf hefúr skipt miklu Hann leggur mikla áherslu á að Bemharð Pálsson til hægri og Steve Emer- son stoltir yfir veiðinni í Langá á Mýmmá dögunum. Steve veiddi þá sinn fyrsta lax sem vó 14 pund. samstarf þremenninganna sé það sem máli skipti i upphafi. Nokkuð hefur verið um að frumulíffræðingur og erfðafræðingur hafi unnið saman áður, en það er óvenjulegt að þeir fái verkfræðing í lið með sér. Frá Steve Emerson doktor í frumulíf- fræði og blóðmeinafræði kemur þekkingin um þarfir frumanna. Hann er einnig sérfræðingur í að draga beinmerg úr fólki, en það er víst mjög þjáningarfullt fyrir sjúklinginn. Hlutverk Bernharðs er að búa til tækið og umhverfið sem rækta á beinmerginn í. Þar sameinast í raun- inni verkfræðin og líffræðin því mik- ilvægt er að skilja hvernig frumurnar virka svo hægt sé að finna hagstæð- ustu skilyrðin. Michael Clarke erfða- fræðingur sér um að útvega litninga Morgu nblaðið/Asdís til rannsóknarinnar og hefur meðal annars reynt að taka litninga váxtar- hormónanna og setja þá í svokallaðár aðstoðarfrumur. Tilgangurinn er að fá þær til að framleiða vaxtarhormón sem nauðsynleg eru til rannsóknar- innar. — En er það ekki langur tími að bíða eftir árangri, ef einhver verður, í þijú ár? Verða það ekki mikil von- brigði ef enginn árangur verður af rannsóknunum? „Hvort sem hægt verður að rækta beinmerg utan líkamans á hag- kvæman hátt eða ekki verður.alltaf einhver árangur af rannsóknunum. Þær leiða til aukinnar þekkingar á ýmsum sviðum,“ sagði Bernharð að lokum. ÁH Morgnnblaðið/Jón Sigurðsson Njáll Þórðarson fijótæknir sfyður við hreiðrið þar sem það er í gluggasillunni. Blönduós: Þrastarhjón á skrifstoíu Búnaðarsambandsins Blönduósi. SKÓGARÞRÖSTINN þekkja allir sem á annað borð vita hvað fúgl er. Og flestir vita að skógarþrösturinn velur sér oft hreiðurstæði í nágrenni við híbýli manna. Þrastarhjón þau sem hér um ræðir völdu sér hreiðurstæði í gluggasillu inni á skrifstofú Búnaðarsambands A-Húnavatnssýslu á Blönduósi. Um mánaðamótin júní-júlí gerðu þrastarhjónin sér hreiður á glugga- sillunni á rúmum 12 klukkustund- um og um tuttugu dögum seinna hafa skriðið ungar úr eggjum þeirra hjóna. Þrastarmamma hefur legið á eggjum sinum í þijár vikur í ekki meira en tveggja metra fjarlægð frá framkvæmdastjóra Búnaðar- sambandsins. Hún hefur mátt þola snarpar umræður um vanda loð- dýraræktarinnar, samræður um hversu fuilvirðisrétti í hefðbundnum búgreinum sé nú misskipt og margt fleira. Þrátt fyrir þetta og margar símliringingar hefur þrastarm- amma haldið sínum hlut og nú eru þrastarungarnir skriðnir úr eggjum eins og fyrr greinir. Þau þrastar- hjón eru að vonum nokkuð „stres- suð“ þessa dagana og veitast nokk- uð hart að nágrönnum sínum. Það er ljóst að þeir sem næst búa geta ekki hengt þvottinn sinn út á snúr- ur fyrr en þau þrastarhjón hafa horfið á braut með unga sína. Þó svo að þessari þrastarfjölskyldu fylgi svolítil óþægindi í stuttan tíma þá er þessi tilbreyting í hversdags- leikann kærkomin. Jón Sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.