Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 iiii ni Morgunblaðið/Sverrir ég verð í tvo til sex mánuði. Umboðsskrifstofan í Kaup- mannahöfn sér um að bóka menn um alla Evrópu og ég er að velta því fyrir mér að fara til Danmerkur næsta sumar og vera með Kaupmannahöfn sem mið- stöð í einhvern tíma og spila þá í Þýskalandi, Portúgal og víðar. Þú ert búinn að vera á ferð- inni meira og minna sfðan í fyrra, er þetta gott líf? Þetta er betra en togaralífið, enn sem komið er í það minnsta. Ég fór úr einu besta togaraplássi á landinu til að fara að spila og kveið svölítið fyrir því að ég fengi ekki nóg að gera. Það hefur farið fram úr björtustu vonum og ég hef fengið meira að gera en ég kemst yfir með góðu móti. Ég tek spilamennskuna eins og vertíð og stend allar frívaktir, það verð- ur því afslöppun að spila bara sex daga í viku í Danmörku. Á Nýja-Sjálandi ætla ég að vera í einn til sex mánuði og byrja á að taka mér gott frí; mitt fyrsta frí frá því ég byrjaði að spila. Hvar ertu með mörg lög á dagskránni og hvernig lög eru það? Lagst í ferðalög Siggi Björns farand- söngvari og sjómaður Að vera farandsöngvari, trúbadúr, freistar sjálfsagt margra sem sjá það í hillingum að vera sífellt á ferðalagi og spila fyrir nýja og nýja áheyr- endur. Þeir eru þó fáir sem láta sig hafa það að leggjast í ferða- lög með gítar eða annað hljóð- færi og framfleyta sér með því að troða upp á krám og knæp- um um heim allan. Sigurður Björnsson, sem þekktari er sem Siggi Björns, sagði upp skipsrúmi á aflatogara fyrir vestan og lagði á braut far- andsöngvarans á síðasta ári og segist ekki iðrast þeirrar ákvörð- unar. Hann hefur verið á ferðinni síðan og spilað hér á landi sem og í Danmörku og Noregi og er með í bígerð að leggja undir sig fleiri lönd og jafnvel aðrar heim- sálfur. Það var vandkvæðum bundið að ná tali af Sigga, enda spilar hann sjö daga vikunnar þegar hann er hér á landi, en tókst þó að lokum. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að hætta til sjós og leggjast í ferðalög? Fyrir fjórum til fimm árum kom Bubbi vestur á firði til að spila og gisti hjá mér. Ég var þá búinn að spila á rafgítar í danshljóm- sveitum í nokkur ár, en mér hafði aldrei dottið í hug að reyna við kassagítarinn. Þessi heimsókn Bubba varð til að vekja hjá mér áhuga og ég fór að sanka að mér lögum og spila í góðra vina hópi. Á síðasta ári bað kunningi minn mig um að spila með sér á Fógetanum í tvö kvöld og þá sá ég að þetta var ekkert mál; að skemmta fólki með kassagítars- lætti. Þá ákvað ég að hætta á sjónum og fara að spila. Ég reyndi fyrst fyrir mér hér heima, en ákvað síðan að fara út. Ég fór til Kaupmannahafnar og Ósló í febrúar sl. og gekk á milli staða og bað um að fá að spila og gaf mönnum kynningar- kassettur. Ég fór svo aftur til Danmerkur og Noregs í apríl og þá fékk ég nóg að gera í Dan- mörku, spilaði þar á hverju kvöldi í þrjár vikur, en minna f Ósló. Eru fleiri utanlandsferðir í aðsigi? Ég fer út núna í byrjun júlí og verð þá öllu lengur. Ég byrja á að spila í á einum stað í Suður- Noregi í hálfan mánuð og þaðan fer ég til Danmerkur, en ég er búinn að bóka mig í að spila vítt og breitt um landið í fimm vikur, sex daga í viku. Ég er skráður hjá umboðs- skrifstofu í Danmörku sem sér um að bóka mig og þar vildu menn bóka mig lengur og senda mig í Þýskalandsför, en ég hef ekki tíma. Ég kem hingað heim í ágúst og fer síðan til Nýja- Sjálands í nóvember, þar sem Ég reyni að hafa lög frá sem flestum og þá sem ólíkust til að geta spilað fyrir hvern sem er og eftir því hvernig stemmningin er á staðnum. Ég byrja gjarnan á hlutlausum lögum og spila svo eftir hendinni. Eg er með á pró- gramminu 250—300 lög eftir ýmsa höfunda og þar á meðal lög eftir Bubba og Megas og fleiri íslenska höfunda. Ég hef það líka fyrir reglu að ef beðið er oft um eitthvað lag sem ég er ekki með á dagskránni þá æfi ég það inn. Ég sem líka lag og lag sjálfur og skýt þeim inní við hentugleika. Færðu aldrei ógeð á lagi sem þú ert kannski búinn að spila einu sinni eða tvisvar á dag í margar vikur? Ég fæ vitanlega leið á lögum sem ég er búinn að Spila oft, en ég reyni að láta það ekki á mig fá, enda er ég ekki að spila fyrir mig, ég er að spiia fyrir áheyrend- ur. Hvað heldurðu að þú endist lengi í þessu? Ég velti því stundum fyrir mér, en hef ekkert svar við því. Ég hitti oft menn úti sem lifa á því að spila á smástöðum og eru búnir að spila um allan heim í tíu til fimmtán ár. Það er markaður fyrir pöbbatónlist um allan heim og það er ekkert því til fyrirstöðu að eyða ævinni í þetta ef maður hefur til þess þrek. _________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bikarkeppnin Öllum leikjum nema einum er lokið í 32ja sveita úrslitum bikar- keppninnar. Sveit Jóns Baldurssonar vann sigur á sveit Baldurs Bjartmarsson- ar, með 124—73. Leikurinn var spilaður 17. júlí. Sveit Ásgríms Sig- urbjörnssonar frá Siglufirði gerði sér ferð til Reykjavíkur og lék gegn sveit Sigmars Jónssonar. Leikurinn var úr fyrstu umferð Bikarkeppn- innar. Sveit Ásgríms hafði sigur með 84—52. Daginn eftir lék sveit Ásgríms gegn sveit Modern Iceland, og varð að lúta í lægra haldi í mjög spennandi leik. Munurinn í lokin var aðeins 10 impar, 81—71. Fyrir síðustu lotuna var munurinn aðeins 5 impar. Sveit Sigurðar Vilhjálms- sonar gerði góða ferð að Skógum, og vann sigur á sveit A-Skaftfell- inga. Munurinn í lokin var 70 imp- ar, en sá munur kom allur í tveim- ur fyrstu lotunum. Lokatölur 138—68. Á sunnudaginn, 23. júlí, áttust við sveitir Gylfa Baldursson- ar og Samvinnuferða/Landsýnar, ♦ V og hafði síðarnefnda sveitin sigur, 96-59. Leikjum í 16 liða úrslitum skal vera lokið fyrir 10. ágúst, og eru sveitir beðnar að ljúka leikjum sínum innan þeirra tímamarka. Ef einhveijir vankantar eru á því, verða viðkomandi sveitir að hafa samráð við mótanefnd BSÍ um lausn á málinu. Einum leik er lokið í 16 liða úr- slitum Bikarkeppninnar. Mánu- dagskvöldið 24. júlí áttust við í Sig- túni 9 sveitir Guðlaugs Sveinssonar og Sigmundar Stefánssonar. Leik- urinn var jafn og spennandi, og endaði með sigri Sigmundar og fé- laga 84—77. Sveit Sigmundar er þar með komin í 8 liða úrslit. SK/L. TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ! Vinnufatabúðín, Kringlunni 3. hæð - Hverfisgötu 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.