Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 44
Vega
HANDBÓKIN
Traust leiðsögn um land allt
ÖRN OG LflBJ ORLYGUR
SJÓVÁDÍoÁLMENNAR
FÉLAG FOLKSINS
MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
125 tonn af
þýskum kart-
öflum í búðir
ÁGÆTI er að taka á móti 125
tonna sendingu af kartöflum frá
Þýskalandi og verða þær teknar
til dreifingar á morgun, fimmtu-
dag. Kartöfluskortur er í mörgum
verslunum, en það stendur til bóta
nú.
Sturla Guðmundsson, forstjóri
Ágætis, staðfesti þetta í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, þó með
þeim fyrirvara að kartöflurnar stæð-
ust heilbrigðiskröfur, en kartöflu-
þurrðin að undanförnu stafar meðal
annars af því að farmur af ítölskum
kartöflum var dæmdur óhæfur vegna
hnúðorms sem fannst í sýnum.
I kjölfar þýsku kartaflnanna kem-
ur farmur af dönskum kartöflum og
einhver þriðja tegund mun koma til
eftir það.
M
Þekkt tímarit
kaþólskra:
Fjögur raðhús
við Lagholtsveg:
Fengu bif-
reiðastæði í
sárabætur
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
úthlutun á sérstakri lóð undir
bifreiðastæði fyrir Qögur raðhús
við Lágholtsveg 4 til 10 eftir að
í ljós hefur komið að bifreiða-
geymslur húsanna eru ónothæf-
ar, þar sem engin bifreið kemst
þar inn.
Fljótlega eftir að bifreiðageymsl-
urnar höfðu verið byggðar kom í
ljós að gólfplatan var það há að
þangað kæmist engin bifreið inn.
Að sögn Hjörleifs Kvarans fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn-
sýsludeildar, mun byggingarnefnd
skila áliti sínu á næstunni vegna
mistakanna, en ekki er ljóst hvern-
ig mistökin urðu. Hafa arkitekt
hússins, verkfræðingur og bygging-
arverktaki skilað greinargerð til
byggingarnefndar vegna þessa.
Landsmenn eiga von á glaðningi frá skattyfírvöldum::
Morgunblaðið/Erjendur Guðmundsson
Vélin enn á hvolfí
Bandaríska sjóflugvélin, sem sökk á Skeijafirði um
síðustu helgi, liggur þar enn. Hópur manna hefur hug
á að bjarga henni á þurrt en þar sem vélin liggur nú
er grunnt og erfitt um vik að athafiia sig við hana. Er
helst rætt um að draga vélina að svæði hafnarsljómar
í Kópavogi, þar sem meira dýpi er, og hífa hana þaðan
á land. Stærri myndina tók kafari af vélinni neðansjávar.
3.600 milljónir sendar í
pósti um mánaðamótin
Heimsókn
páfa til Is-
landstókst
einna best
VIRT tímarit kaþólikka í Bret-
landi, „The Tablet“, birtir í
júníhefti frásögpi af Norður-
landaheimsókn Jóhannesar
Páls páfa. Þar segir að meðal
þess sem best tókst í ferðalagi
páfa hafi verið heimsóknin til
Islands.
Sagt er frá að páfi hafi hitt
kaþólska söfnuðinn i Krists-
kirkju og tekið þátt í samkirkju-
legri guðsþjónustu á Þingvöllum.
Þar hafi hann enn á ný rætt um
sárin sem klofningur innan
kirkjunnar valdi, hvatt til þraut-
seigju á leið til sameiningar
kirkjudeilda en varað við flýti
og óþolinmæði.
HÁTT Á annað hundrað þúsund manns fá sendar ávísanir í byrjun
ágúst frá fjármálaráðuneytinu, samtals að upphæð um 3.600 milljónir
króna. Er þarna um að ræða endurgreiðslu á ofgreiddum tekjuskatti,
barnabætur, barnabótaauka og húsnæðisbætur.
Hjón með tvö börn yngri en 7
ára, sem keypt hafa fyrstu íbúð sína
eftir 1984 og njóta því húsnæðis-
bóta, geta átt von á að fá 129.590
krónur frá fjármálaráðuneytinu um
mánaðamótin, skuldi þau ekki skatt.
Ef þau eru tekjulág og fá bamabóta-
auka, eða fá endurgreiddan tekju-
skatt, hækkar upphæðin sem því
nemur.
Samtals fá 81.754 einstaklingar
endurgreiddan tekjuskatt, alls um
2.100 milljónir króna. Þar af er
vaxtaafsláttur um 862 milljónir
króna, en hann fá 22.075 manns.
Vaxtaafsláttur lækkar tekjuskatt-
greiðslur, en ónýttur afsláttur er
ekki greiddur út til einstaklinga.
Ástæður fyrir endurgreiðslu á
tekjuskatti eru helstar þær, að vaxta-
afsláttur lækkar tekjuskattstofn, ein-
staklingar eða hjón hafa ekki full-
nýtt persónufrádrátt sinn, innheimt
hefur verið of há útsvarsprósenta eða
viðurkenndur hefur verið kostnaður
á móti dagpeningum og bifreiða-
styrk.
Húsnæðisbætur nema nú 51.590
krónum á einstakling og fá alls
13.508 manns þessar bætur greidd-
ar. Heildarupphæð bótanna er 697
milljónir króna en ríkið heldur rúm-
um 100 milljónum eftir vegna skatt-
skulda þeirra sem fá bæturnar, þann-
ig að til útborgunar koma 593 millj-
ónir króna.
Þriðji hluti barnabóta Verður
greiddur út um mánaðamótin.
Bamabætur eru nú ails 23.476 krón-
ur á ári með fyrsta barni eldri en 7
ára, og síðan 35.214 krónur á bam.
Séu börn yngri en sjö ára bætast
23.476 krónur við. Einstæðir foreldr-
ar fá að lágmarki 70.428 krónur
með fyrsta bami.
Alls fær 69.031 einstaklingur
greiddar barnabætur nú, og þar af
eru um 31 þúsund hjón. Heildarupp-
hæðinn er um 772 milljónir króna,
en um 290 milljónum er skuldajafnað
vegna skattskulda, til dæmis eignar-
skatta, þannig að til útborgunar
koma um 481 milljón króna að þessu
sinni.
Fyrri greiðsla barnabótaauka er
Borgarbókasafti:
2,2 milljónir í nýtt útibú
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 2,2 milljónum króna í auka-
Qárveitingu til að ljúka framkvæmdum vegna útibús fyrir Borgar-
bókasafhið, sem vera á við Grandaveg 47. Er gert ráð fyrir að úti-
búið verði tekið í notkun í október í haust.
Nýja útibúið við Grandaveg verð-
ur í fjölbýlishúsi, sem Samtök aldr-
aðra eru að byggja fyrir sína félags-
menn í samvinnu við Byggingafélag
Gylfa og Gunnars. Að sögn Hjör-
leifs Kvaran framkvæmdastjóra
lögfræði- og stjórnsýsludeildar,
mun núverandi útibú Borgarbóka-
safnsins við Hofsvallagötu, að öllum
líkindum verða lagt niður þegar
nýja útibúið opnar.
Sigurður Jónsson til Arsenal:
„Stórt skref að fara til
Englandsmeistaraima“
SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað í gær
að ganga til liðs við Arsenal, en auk þess var hann með tilboð
frá Chelsea og Nottingham Forest hafði sýnt áhuga. „Arsenal er
eitt af fimm stóru félögunum í Englandi og það er stórt skref upp
á við að fara til Englandsmeistaranna," sagði Sigurður Jónsson,
landsliðsmaður í knattspymu, í samtali við Morgvnblaðið eftir
að hafa tekið tilboði félagsins.
Sigurður, sem er 22 ára Akurnes-
ingur, hefur verið atvinnumaður
hjá Sheffield Wednesday síðan
haustið 1984 og er einn lykil-
manna íslenska landsliðsins. Hann
gerir ráð fyrir að skrifa undir
þriggja ára samning við Arsenal
á morgun.
Sérstakur dómstóll sker úr um
kaupverðið. „Kaupverðið skiptir
mig engu, -því upphæðin rennur
óskipt til Sheffield, en ég er
ánægður með samninginn, sem
Arsenal bauð mér,“ sagði Sigurð-
ur.
Sjá nánar á bls. 43.
nú greidd út til 28.988 einstaklinga.
Óskertur barnabótaauki er 55.752
krónur á einstakling. Samtals eru
greiddar út um 840 milljónir í barna-
bótaauka í ár, og verður helmingur-
inn, 420 milljónir, greiddur út nú.
Skattskráin fyrir árið í ár verður
lögð fram þann 31. júlí nk. Álagning-
arseðlarnir koma síðan í pósti næstu
daga á eftir, en á þeim kemur fram
upphæð tekjuskatts og eignarskatts,
húsnæðisbóta, vaxtaafsláttar og end-
urgreiðslu.
Vangoldinn skattur dreifist á fimm
mánaðarlega gjalddaga og er fyrsti
gjalddaginn 1. ágúst.