Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR- 26. JÚLÍ 1989
Sr. Kjartan Jónsson, kristniboði, skrifar frá Kenýu
Nokkrir af nemendum grunnskólans í Chepareria.
skólum, sem kristniboðið hefiir tekið að sér.
Ljosmynd/Kjartan Jonsson
Um 850 nemendur stunda nám í þeim fimm
Menntun er lykill
Ljósmynd Valdís Magnúsdóttir
Skólastofiir með moldarveggjum. Slík hús standa yfirleitt aðeins
í fá ár.
Ljósmynd/Valdfs Magnúsdóttir
Unnið við byggingu skóla. Það tók foreldra heilt ár að hand-
grafa vegi að tveimur skólanna áður en hægt var að hefjast handa
við byggingarframkvæmdirnar. Enn þarf að byggja miklu fleiri
skóla og útbúa þá bæði af bókum og tækjum.
Fyrir framan mig stóð ungur pilt-
ur. Á skyrtunni hans var skrifað:
„Menntun er lykill". Mér fannst
áletrunin sláandi og hún brenndi
sig inn í vitund mína. _Ég hef oft
hugsað um hana síðan. í mínu ung-
dæmi var brýnt fyrir okkur ungling-
unum, að mennt væri máttur og
því yrðum við að leggja okkur fram
í skólanum. Það voru orð að sönnu,
en mér fannst áletrun piltsins eiga
betur við hér í Afríku.
Atvinnuleysi
Þingmáður nokkur hélt því fram
í ræðu um daginn, að 1,2 milljónir
manna væru atvinnulausir hér í
Kenýu. Þetta vandamál eykst ár frá
ári vegna þess hve hratt þjóðinni
fjölgar. Aðeins lítill hluti þeirra, sem
lýkur skólagöngu fær atvinnu. í
mörgum af bestu landbúnaðar-
héijuðunum er fólksfjöldinn orðinn
svo mikill, að það er borin von, að
unga kynslóðin geti fengið akur-
lendi til ræktunar fyrir sig eins og
verið hefur venja mann fram af
manni.
Ríkisstjórnin hvetur menn til að
nota hugmyndaflugið og hendurnar
og hefja sjálfstæðan atvinnurekst-
ur. Margir hafa hlýtt kallinu og í
flestum bæjum gefur að líta óhtjá-
leg iðnaðarhverfi, sem ganga undir
nafninu „Jua kali“ eða „hin steikj-
andi sól“. Þar hefur skúrum verið
hróflað upp með mjög litlum til-
kostnaði. Eins og nafnið gefur til
kynna, stunda menn vinnu sína
aðallega úti undir steikjandi heitri
hitabeltissólinni eða lélegu þaki.
Það er ótrúlegt hvað mönnum tekst
að framleiða með fáum og ófull-
komnum verkfærum. Þarna er
hægt að láta gera við bílinn sinn
fyrir lítinn pening (þó er vissara
að vera viðstaddur, þegar viðgerðin
fer fram svo að annarra hluta úr
bílnum verði ekki saknað síðar!),
kaupa glugga í nýja húsið, hús-
gögn, láta smíða lyka o.s.frv. Allt
milli himins og jarðar fæst þar.
Hráefnið er fyrst og fremst það,
sem á íslandi myndi vera kallað
rusl, svo sem tunnur, tómar olíu-
könnur og brúsar úr járni, ónýt
plógjárn, plastbrúsar, ónýt dekk
o.s.frv. Hjá sumum hefur þessi fá-
tæklega byijun orðið upphafið að
stærra fyrirtæki. Hér nýtist hráefni
mörgum til framfærslu, sem annars
hefði farið í súginn. Hugmyndaflug-
inu er gefinn laus taumur; og það
kostar ekki neitt — nema áræðni.
„Hin steikjandi sól“ veitir mörg-
um atvinnu, en nær ekki að leysa
allan vanda stjórnvalda. Þingmað-
urinn sagði að það væri sem ríkið
sæti á púðurtunnu, sem stækkaði
ár frá ári. Það væri bara tímaspurn-
ing hvenær hún spryngi.
Skortur á sérfræðingum
Á sama tíma leita tugir þúsunda
ungmenna til annarra landa eftir
menntun. Margir snúa aldrei heim
aftur vegna þess að þeim bjóðast
betur launaður stöður í námslönd-
unum eða þeim finnst lífsgæðin þar
svo aðlaðandi. Af þessum sökum
verður landið að kaupa margs kon-
ar sérfræðiþekkingu dýrum dómum
frá öðrum þjóðum, aðallega Vest-
urlöndum. Forsetinn hefur skipað
nefnd til að leggja á ráðin um að
laða kenýanska menntamenn heim
og spara þannig dýrmætan gjald-
eyrinn.
Einn mesti auður hverrar þjóðar
er vel menntaðir þegnar. Hann nýt-
ist þó mun betur þeim sem minna
mega sín ef kristindómurinn mótar
hugarfarið. í þjóðfélagi eins og
Kenýu þar sem lífsbaráttan er jafn-
hörð og raun ber vitni og föst at-
vinna er dýrmætari en gull, verður
það deginum ljósara, að þeir, sem
enga eða litla menntun hafa verða
undir, verða hinum að féþúfu sem
ódýrt vinnuafl, sem auðvelt er að
blekkja.
Áeftir
Pókotherad er mörgum áratug-
um á eftir þeim svæðum, sem lengst
eru komin hvað varðar framfarir
og menntun. Enn eru þar svæði,
sem ekki hafa skóla og flestir skólar
hafa lítinn og lélegan húsakost.
Foreldrum er ætlað að byggja
skólana og til þess fá þeir enga
hjálp frá yfirvöldum. Þegar skiln-
ingur á gildi þeirra er lítill, eins og
sums staðar er, og efnin ekki mikil
í þokkabót, er ekki hægt að reikna
með að vel og mikið sé byggt. Það
finnst varla sá skóli í héraðinu, sem
ekki verður að hafa einhveija
kennslu í skugga trjáa.
Mikið úr peningunum
Oft berast okkur beiðnir um hjálp
við að byggja. Við reynum að
hjálpa, þar sem við höfum kirkju-
starf. En fjárráð eru takmörkuð.
Fimm skólar eru undir okkar vernd-
arvæng. — Annars fæst miklu
Ljósmynd/Kjartan Jónsson
Loftmynd af íslensku kristniboðsstöðinni í Chepareria í Pókothér-
aði. Löngu húsin tvö eru skólahús. Á bak við þau er kirkjan.
Fyrir ofan veginn eru íbúðarhús og þess háttar. Þetta hefiir allt
verið byggt fyrir íslenskt fé.
Ljósmynd/Valdís Magnúsdóttir
Þijár skólastofúr í byggingu. Fyrir 450 þús. kr. framlag kristni-
boðsins og nokkurt framlag foreldra er verið að byggja 13 skóla--
stofúr úr varanlegu eftii á fjórum stöðum.
meira fyrir peningana hér en á ís-
landi. Nú eru fjórir skólar í bygg-
ingu. Við fengum um 450 þúsund
kr. til ráðstöfunar á síðasta og
þessu ári. Byggðar eru að jafnaði
þijár skólastofur í einu. Er pening-
unum hafði verið skipt á milli
skólanna, skýrðum við foreldrum
hvers þeirra frá því hve mikið við
gætum hjálpað. „Hvað eigum við
að gera við þessa peninga," spurð-
um við. „Ef þið leggið líka eitthvað
af mörkum verður hægt að gera
mun meira fyrir þá.“ Eftir fundi
með foreldrum og yfirvöldum, var
ákveðið að aðstandendur söfnuðu
frá 30-45% af byggingarefninu á
móti framlagi okkar. A þann hátt
óx til muna sú upphæð, sem til
ráðstöfunar var. Fyrir þetta fé er
nú verið að byggja 13 (þrettán)
skólastofur! Fólk, sem ekki hafði
getað látið sig dreyma um að
byggja annað en leirhús, fékk þá
hjálp, sem til þurftí til að geta byggt
skóla úr varanlegu efni.
Það er ánægjulegt að hjálpa
þeim, sem leggja sig fram. En það
eru mörg ljón á veginum. Það tók
foreldrana rúmt ár að handgrafa
vegi að tveimur skólanna áður en
framkvæmdir gátu hafist. Sums
staðar var enginn sandur nálægur.
Hjá einum skólanum varð að
handmoka öllum sandinum upp úr
ískaldri á í nágrenninu. Engin hent-
ug möl hefur fundist í héraðinu til
að setja í steypuna og því verður
að búa hana til með því að bijóta
gijót með sleggjum. Víða verður
að bera allt vatn til framkvæmd-
anna úr næstu á. Erfitt er að fá
leigða traktora til að flytja bygging-
arefni svo að stundum verður undir-
ritaður að flytja þáð sjálfur á litla
pallbílnum okkar, sem tekur aðeins
eitt tonn. Því er ekki að leyna að
sumir foreldrar eru áhugalitlir, en
þeir eru keyrðir áfram af hinum.
Framkvæmdirnar halda áfram og
innan tiðar verða fyrstu skólastof-
urnar tilbúnar. Með því að láta for-
eldra leggja fram nokkra vinnu,
hefur okkur tekist að ná byggingar-
verði niður i 50-60 þúsund kr. fyrir
livetja skólastofu, en flatarmál
hverrar þeirrar er um 50m2. Reynd-
ar er kristniboðanum ekki reiknuð
laun í þessari upphæð.
Raunveruleg
þróunarhjálp
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga stendur að þessari þróunar-
hjálp. Hér er bætt úr raunveru-
legri þörf. Þeir, sem standa að
hjálpinni þekkja fólkið, tungumál
þess og menningu og vita því hvern-
ig best er að standa að slíku starfi.
Hjálpin er til komin vegna óska frá
fólkinu sjálfu. Unnið er með því í
samvinnu við yfirvöld. Foreldrar
leggja mikið af mörkum bæði í
vinnu og fjármunum. Á þennan
hátt er sjálfsvirðing þeirra ekki tek-
in frá þeim en þess í stað efld. Ef
hægt er að tala um að gjafafé kom-
ist einhvers staðar til skila, þá er
það hér. Óhætt er að fullyrða að
meira verði úr peningunum en gef-
endurna óraði fyrir.
En enn þarf að byggja — miklu
meira. Bæta þarf einnig bóka- og
tækjakost skólanna, sem er mjög
lélegur. Einnig þyrfti að byggja
vatnstanka til að safna rigningar-
vatni svo að skólanemendur geti
haft aðgang að hreinu drykkjar-
vatni. Tilfinnanleg þörf er á bygg-
ingu framhaldsskóla, menntaskóla
og iðnskóla, því að mikill skortur
er á menntuðu Pókotfólki í margs
konar störf, iðnaðarmenn, kennara,
fólk í stjómunarstörf o.s.frv. Hjálp
á sviði menntunar skilar sér marg-
falt til baka í samfélaginu. Hún er
verkfæri, sem gerir fólki kleift að
takast á við nútímaþjóðfélag upp á
eigin spýtur. Hún dregur úr líkum
þess, að það verði undir í samkeppn-
inni og framsækni annarra þjóð-
flokka landsins. Hún skapar at-
vinnu og gerir menn hæfari til að
nýta ill- og ónýtanlegt land og
skapa ný atvinnutækfæri. Auk
kristindómsins, er menntun lykill
Pókotmanna að framtíðinni.
Molar frá allsnægtaborði okkar
gera undur í Afríku.
Höfiindur er kristniboði.
4