Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVlKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 Bandaríkin: Kvennasamtök kanna stofimn stj órnmálaflokks St. Cloud, Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMTOK bandarískra kvenna, „The National Organization for Wom- en“, hafa ákveðið að kanna möguleika á stofhun nýs sljórnmála- flokks, sem mundi fyrst og fremst berjast fyrir jafinrétti. Við lok landsfundar samtakanna í Cincinnati í gær var einnig samþykkt mótatkvæðalaust að berjast fyrir að minnsta kosti sex breytingum á stjórnarskránni varðandi jafhréttismál. „Við konur erum rúmlega helm- ingur íbúa Bandaríkjanna en erum hunsaðar,“ sagði Molly Yard forseti samtakanna. „Við höfum fengið okkur fullsaddar af því að fara bón- arveg að valdhöfunum." Eleanor Smeal, formaður stjórn- ar sjóð kvenréttindameirihlutans (Fund for the Feminist Majority), var enn harðorðari: „Við viljum ná fram meiri háttar pólitískum breyt- ingum. Konur eru yfirleitt óánægð- ar með báða stjórnmálaflokkana." Af blaðafregnum má ráða að MINOLTA Ljosritunap- vélar Nettar, sterkar og vandaöar vél- ar sem nánast ekkert fer fyrir. IVSnoltaD-10 Lítil einföld og traust. Sú ódýrasta á markaðnum! R/inoítaEP-30 Þægileg og sterk vél sem skilar hámarksgæðum. K KJARAN Síðumúla 14,108 Reykjavík, s:(91) 83022 samstaðan meðal kvenna sé þó ekki eins sterk og ætla mætti af mótat- kvæðalausum samþykktum. í fyrsta lagi var tilgangur lands- fundarins að mótmæla þeirri aftur- för, sem samtök kvenna telja felast í nýuppkveðnum úrskurði hæsta- réttar Bandaríkjanna varðandi fóst- ureyðingar, en pólitískar ákvarðanir aukaatriði. Sumar konur telja að stofnun nýs stjórnmálaflokks jafn- gildi sjálfsmorði fyrir kvennasam- tökin og telja margar þeirra að betra væri fyrir samtökin að flyklq'a sér um stefnu demókrataflokksins. Meðal stjórnarskrárbreytinga sem konurnar vilja ná fram er bann gegn kynferðislegri mismunun, bann gegn afskiptum ríkisstjórnar- innar af fóstureyðingum, að réttur til mannsæmandi lífskjara verði tryggður og einnig réttur til ómeng- aðs umhverfis. Sovéski tundurspillirinn, er ber heitið Gremjastsíj, á siglingu um dönsku sundin síðastliðinn föstudag. Skip er af Sovremennij-gerð, um 7.300 tonn að stærð með 230 manna áhöfh og er talið vera búið kjama- vopnum. Sovétmenn eiga nú þegar tíu slík skip en sex em í smíðum. Sovétmenn styrkja enn flota sinn í Norðurhöfiun Ósló. Reuter. EMBÆTTISMENN í norska vamarmálaráðuneytinu skýrðu frá því í gær að Sovétmenn hefðu bætt nýju herskipi við Norður- flota sinn er hefur aðalbækistöðv- ar á Kóla-skaga, austur af Norð- Bandarískur stjórnarerindreki grunaður um njósnir: Fékk viðvörun firá sov- éskum njósnara í París Washington. Reuter. SOVÉSKUR leyniþjónustumaður í Paris varaði bandariska stjómarer- indrekann Felix Bloch við því að bandaríska alríkislögreglan (FBI) fylgdist grannt með ferðum hans. Skýrt var frá þessu í fréttum banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC í gær en Bloch er gmnaður um njósn- ir í þágu Sovétstjórnarinnar. í fréttum bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar sagði að sovéski sendi- maðurinn hefði notað dulmál er hann skýrði Bloch frá því að grunur hefði fallið á hann. „Það gengur illskeytt flensa og við teljum að þú hafir sýkst,“ mun sá sovéski hafa sagt Bloch er þeir hittust í París í vor. Fréttastofa ABC skýrði fyrst frá máli þessu um síðustu helgi og kvaðst þá hafa heimildir fyrir því að bandarískir leyniþjónustumenn hefðu í fórum sínum myndbandsspólu er sýndi Bloch afhenda þekktum so- véskum njósnara í París skjalatösku. í fréttum ABC í gær sagði að sá hinn sami hefði tjáð Bloch að fylgst væri með honum og voru heimildar- menn fréttarinnar sagðir ónefndir bandarískir leyniþjónustumenn. Bloch er enn fijáls maður og ákæra hefur ekki verið gefin út á hendur honum. Þykir það gefa til kynna að ekki liggi fyrir nægar sann- anir til að höfða sakamál. Þess í stað munu bandarískir leyniþjónustu- menn einkum leggja áherslu á að fá hann til að játa á sig njósnimar, að sögn lögfræðings í bandaríska dóms- málaráðuneytinu sem sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær að oftar en ekki lægju ónógar sannanir fyrir í málum sem þessum. Banda- ríska dagblaðið The Washington Post skýrði frá því í gær að starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar hefðu þegar í síðasta mánuði sakað Bloch um njósnir og lagt fyrir hann gögn máli sínu til stuðnings. Hann hefði á hinn bóginn lýst sig saklausan. George Bush Bandaríkjaforseti sagði á mánudag að honum hefði um alln- okkurt skeið verið kunnugt um að Bloch væri grunaður um niósnir og kvað málið „mjög alvarlegt". Hugsanlegt er talið að Bloch hafi starfað fyrir sovésku leyniþjón- ustuna, KGB, í 15 ár. Bloch, sem er 54 ára, hefur starfað í þijá ára- tugi í utanríkisþjónustunni og var næst æðsti embættismaður banda- ríska sendiráðsins í Vínarborg um sex ára skeið. Sendiráðið hefur m.a. aðstoðað fulltrúa Bandaríkjastjórnar í viðræðum við sovéska sendimenn um niðurskurð á sviði hins hefð- bundna herafla í Evrópu. Fullvíst er talið að Bloch hafi haft aðgang að ýmsum skjölum er vörðuðu viðræður þessar og önnur ríkisleyndarmál. Bandarískir fjölmiðlar kveðast hafa heimildir fyrir því að Felix Bloch hafi löngum talið sjálfsagt og eðlitegt að hann yrði skipaður sendiherra og að hann hafi af þessum sökum verið óánægður í starfi sínu. Reynist ásak- anir á hendur Bloch réttar telja sér- fræðingar að þetta geti reynst mesta njósnamál í Bandaríkjunum frá því á sjötta áratugnum. ur-Noregi. Um er að ræða tund- urspilli af gerðinni Sovremenníj sem borið getur kjarnavopn og var hann smíðaður í Leníngrad. Norsk yfirvöld segja að Sovét- menn hafi á síðasta ári styrkt við- búnað sinn á Kólaskaga með 20 langdrægum Backfire-sprengjuþot- um, nýju flugvélamóðurskipi, kjarn- orkuknúnu orrustu-beitisskipi, fjór- um nýjum tundurspiilum og all- mörgum nýjum kafbátum. „Sé öll þessi aukning höfð í huga er ekki hægt að segja að tal Gorbatsjovs Sovétforseta um að draga úr flota- styrk hafi fram til þessa haft neina raunhæfa merkingu," sagði Gullow Gjeseth, ofursti hjá norska hernum. Vestrænir sérfræðingar telja að mörg herskipa sovéska flotans séu gömul og úrelt og tæknilega séu flotar Vesturveldanna mun fremri. Míkháil Gorbatsjov Sovétforseti hefur margoft hvatt ríki Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til þess að hefja viðræður um niðurskurð flotastyrks austurs og vesturs. NATO er á hinn bóginn mun háð- ara flotastyrk en Varsjárbandalagið þar sem Vesturveldin hyggjast flytja.liðsauka og birgðir frá Norð- ur-Ameríku yfir Atlantshafið til Vestur-Evrópu ef til átaka kemur. Herskip NATO halda oft æfingar á hafsvæðunum við Norður-Noreg en komi til stríðs munu sovésk ofan- sjávarherskip og kafbátar sigla frá Kólaskaganum út á Atlantshafið til að reyna að granda skipum á leið til Vestur-Evrópu. HAUSTFERÐ í hvíld og hressingu á Fyrsta brottför 5. september Vikudvöl í sól, sandi og sumaryl á sumardvalarstaðnum Elenite, sem stendur við ómengaða og tandurhreina strönd Svarta hafsins. Hægt er að fara stutta ferð til Istanbúl. Síðan er dvalið í eina eða tvær vikur á Sandanski heilsuhótelinu við landamæri Grikklands, sem hefur ýmislegt upp á að bjóða til að auka vellíðan t.d. nudd, heita bakstra, vatnsnudd og meðferð við: öndunarfærasjúkdómum t.d. asma og húðsjúkdómum t.d. psoriasis og exemi. Nálarstungur við ýmsum kvillum og fl. - að ógleymdum tannviðgerðum. Farnar verða sér ferðir til Grikklands og ýmissa staða í Búlgaríu. Farið verður í gegnum Lux- emborg á útieiðinni en Kaupmannahöfn í lok ferðar. Gefst farþegum kostur á að dvelja á báðum stöðunum ef þeir óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.