Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 35
í návíst mikilmenna
meyrnar kotkarlinn
eftir Reyni Harðarson
Þessi orð eru skrifuð í tilefni grein-
ar Njarðar P. Njarðvík þann_21. júní
síðastliðinn um komu páfa til Islands.
Vissulega er í því upphefð og virð-
ingai-vottur að þessi drottnari millj-
óna manna kemur hingað en ferð
hans hefur öllu dýpri og háskalegri
tilgang en þann. Páfi vill auka völd
og áhrif katólskrar kirkju. Ef við
þekkjum söguna vitum við að ömurle-
gustu tímar vestrænna þjóða voru
þegar páfastóllinn í Róm var ein-
valdur, bæði í andlegum og veraldleg-
um efnum og það var fyrst og fremst
kirkjan sem drap niður gullaldar-
menninguna hér á landi.
Njörður spyr hvers vegna páfinn
hafi farið sérstaklega tii Þingvalla
og hvort að menn haldi að það hafi
verið gert út í bláinn. Nei, svo græn-
ir eru ekki allir.
Páfi fór til Þingvalla til að minn-
ast sigurs forvera sinna er kristni var
lögtekin hér árið 999. En kristnitakan
var pólitísk ráðstöfun til að forðast
ófrið en ekki viðurkenning á Biblí-
unni. Ólafur Tryggvason Noregskon-
ungur þröngvaði Islendingum til að
taka þessa ákvörðun bæði með góðu
og illu. Nokkrir höfðingjar létu
skírast en varla var trú þeirra mikil,
með skírninni voru þeir þó komnir í
hóp konungsmanna og af því þótti
mörgum virðingar- og vegsauki. Það
er ekkert nýtt að í návist mikilmenna
meyrni kotkarlinn. Fyrsta skrefið var
stigið til glötunar sjálfstæðisins.
Fram til ársins 1200 var stjórnun
kirkjunnar í höndum veraldlegra
höfðingja sem tileinkuðu -sér það
besta úr hinum nýja sið, menntun og
alls kyns fræði. En eftir það var kirkj-
an setti ofar landslögum og kirkjunn-
ar menn tóku við stjórn kirkjustað-
anna. Aðeins 60 árum síðar játuðust
Islendingar Noregskonungi. Hrunið
var algert.
Þessa sögu var páfi að hylla með
samkomuhaldi á Þingvöllum. Það er
sorglegt þegar við minnumst þess að
Þingvellir eiga sér annars glæsta
sögu og eru vitaskuld helgasti staður
þjóðarinnar. Eftir að kirkjan réði lög-
um og lofum á íslandi urðu Þingvell-
ir fljótlega að aftökustað hennar.
Fyrir brot á hennar kreddu var kon-
um drekkt, menn voru hýddir, háls-
höggnir og hengdir. Um þetta vitna
örnefni á Þingvöllum. Kirkjan sölsaði
undir sig eignir landsmanna með
skattpíningu og kúgaði þá til hlýðni
við erlenda menn, drap niður trú
þeirra á mátt sinn og megin, kom inn
hjá skynsömum mönnum trú á alls-
kyns hindurvitni og bábilju þannig
að enn þann dag í dag veit fólk ekki
hveiju það á að trúa í þeim efnum.
Það kom mér á óvart og olli mér
vonbrigðum að sjá dósent í íslenskum
bókmenntum láta frá sér eftirfarandi
orð: „Gullaldarminning okkar, hinn
mikli menningararfur þjóðarinnar,
ritmálið og bókmenntirnar, er sköp-
unarverk rómversk-katólskra manna.
Höfundar íslendingasagna og Snorri
Sturluson voru katólskir — það ættu
allir að vita. Og það sýnir víðsýni
þessara manna að þeir ræktu sinn
menningararf, þótt heiðinn væri. Þeir
forðuðu heimsmynd heiðinna forfeðra
sinna frá gleymsku og glötun.“ Rétt
er að minna á að þegar kirkjunnar
menn loks náðu hér áhrifum gerðu
þeir allt sem í þeirra valdi stóð til
að drepa niður þennan heiðna menn-
ingararf og koma þess í stað að
sínum menningararfi.
Gamlir siðir lögðust af, vikudag-
arnir voru nefndir nýjum nöfnum,
alls konar alþýðuskemmtan var bönri-
uð og „víkingasögurnar" þóttu hinn
mesti ósómi. í stað alls þessa komu
fáránlegar og ýktar dýrlingasögur
og ævintýri, trú á galdra og alls kyns
illvætti, bænalestur og sálmasöngl.
íslensk börn lærðu þá fyrst og fremst I
um sögu gyðinga en eigin saga þeirra ]
sat á hakanum og svo er reyndar enn.
En það voru ekki kirkjunnar menn
sem þessi rit sömdu heldur íslenskir
höfðingjar sem kirkjan hafði útilokað
í lok 12. aldar. Þessi skoðun kemur
berlega í Ijós hjá Einari Ól. Sveins-
syni í riti þans um Sturlungaöldina,
en fáir eru betur að sér en hann um
fornbókmennimar.
Máli mínu til stuðnings vitna ég
hér í bók Einars, Sturlungaöldin: „En
einmitt nú um 1200 greinist hið
kirkjulega og veraldlega að, kirkjan
hrindir, ef svo má segja, leikmönnum
frá sér, og andi og smekkur hinna
ókirkjulegu höfðingja verður ofan á.
Skriftarkunnáttu sína nota leikmenn
nú til að tjá þann anda. Þeir erfa
gagnrýnishug 12. aldarinnar, og
hann verður eitt megin aflið í hug-
myndalífi margra þeirra, en um sama
leyti beitir kirkjan sér fyrir dýrlinga
og jarteiknatrú og verður því máttar-
stólpi undratrúarinnar. Bókmenntir
þjóðarinnar taka miklum breytingum
á aldamótamannsaldrinum. í stað
fornstílsins, stfls 12. aldar, sem er
nokkuð blandinn klerklegum keim,
mjög viðfelldnum, kemur nú hinn
hreini og tæri klassíski sögustíll, sem
þannig heyrir til Sturlungaaldar, en
meðal klaustramanna og heittrúark-
lerka færist klerkastíllinn í áttina til
þess sem tíðkast erlendis: lotulöng
mælska og tilfinningasöm mærð
verður héðan af einkenni hans.“ (Bls.
124).
Og síðar segir hann: „Um þetta
„Eg hef enga ástæðu til
að ætla að nokkur Guð
sé til og leiðist þegar
menn skríða í duftinu
fyrir þeirri goðsögn.“
leyti eru leikmenn tiltölulega sjálf-
stæðir að hugsunarhætti gagnvart
kirkjuvaldinu; þeir höfðu á 12. öld
numið margar listir í skjóli kirkjunn-
ar, en samtenging innlends og er-
lends er nú rofin. Nú fá leikmenn,
alókirkjulegir að hugsunarhætti, for-
ustuna í andlegu lífi þjóðarinnar. Blóð
af þeirra blóði og hold af þeirra holdi
eru hin miklu meistaraverk í bók-
menntum, sem þá verða til hér. Það
má vel vera, að sumt af því sé skrif-
að af vígðum mönnum, en þeir skrifa
það þá ekki sem vígðir menn, heldur
sem synir þjóðar sinnar. A meðan
þeir eru að skrifa, sýna þeir sama
traust og leikmenn á manninn og
mannleg verðmæti." (Bls 160).
Á mörgum stöðum í bókinni kemur
fram að það var fyrst og fremst kirkj-
an sem hafði næstum drepið þessa
menningu okkar sem við erum hvað
stoltust af í dag. Um þetta segir Ein-
ar: „Og eins og hver önnur baráttu-
stofnun leggur ecclesia militans, hin
stríðandi kirkja, áherslu á það, sem
getur stutt að veldi hennar, og hvað
þurftu menn á henni að halda, ef
þeir voru eitthvað af sjálfum sér og
hugðu sér eitthvert hjálpræði utan
hennar? Kirkjan hlaut því að reyna
að mola það sundur, sem var kjarninn
í lífskoðun hinna fomíslensku þjóð-
veldismanna. Verk hennar varð
harmleikur. Kirkjan hafði stutt að
menningu og bókmenntum íslend-
inga m.a. með því að kenna þeim
ritlist og ýmiss konar vísindi, en sam-
kvæmt eðli sínu hlaut hún að bijóta
niður þá menningu og bókmenntir,
undir eins og hún hafði afl til.“ Hún
spratt af hugsjónum og lífsviðhorfi
heiðinna manna eða trúlausra. Skyn-
semin var í fyrsta sæti, þá drengskap-
ur og vinátta en ekki trú á Biblíubók-
staf. Það er því sorglegt að sjá Njörð
eigna þessar perlur okkar rómversk
katólskri kirkju sem reyndi allt til
að eyða þeim og breyta.
Það er hins vegar gaman að sjá
hvað Njörður er heillaður af dulúð
katólsku kirkjunnar. Fornmenn heil-
luðust einmitt af því sama, skraut-
klæðunum, reykelsisilmnum, skrök-
sögunum og mikilfenglegu erlendu
valdi. Mannskepnan er söm við sig.
Karmelsystur vöktu líka athygli
hans vegna trúargleði sinnar. „Sú
gleðrog hamingja sem lýsti af andlit-
um þeirra sem hafa afneitað öllu
nema Guði, hlýtur að vekja undrun
og spurn hjá þeim sem dýrka dauða
hluti og hégómleika hins ytri heims.“
Mér þótti hins vegar vandræðalegt
að horfa á þessa barnslegu gleði
kvennanna sem máttu vart vatni
halda þó hingað kæmi '.yfirmaður
kirkju þeirra. (Persónudýrkun hélt
ég reyndar að væri andstæð kristnum
boðskap.) Mér varð þá hugsað til
sveitamanna á vorin. Þeir geyma kýr
sínar allan veturinn inni í fjósi en
sleppa þeim svo út einn góðan veður-
dag. Allir sem sjá fagnaðar- og gleði-
læti skepnanna heillast af þeim en
fáa langar á básinn.
í lok greinar sinnar segir Njörður:
„Guð talaði til okkar með því að senda
okkur Krist. Boðskapur hans og
kenningar eru verk Guðs.“ Hér talar
sá sem veit. Hvemig Njörður veit
þetta eða hvers vegna hann telur sig
knúinn til að halda þessu fram veit
ég hins vegar ekki. Ég hef enga
ástæðu til að ætla að nokkur Guð sé
til og leiðist þegar menn skriða í
duftinu fyrir þeirri goðsögn. En
Njörður á svar til efasemdarmanna
og trúleysingja Og á það bíta hvorki
rök né skynsemi: „„Skaparinn er nú
samt sá sem ræður,“ sagði gamli
maðurinn í Bláskógaheiðinni inn af
Þingvöllum.
Og svo mun verða enn um sinn.“
En það er ekki á valdi neins guðs
hve lengi svo verður heldur okkar
sjálfra. Þegar allt kemur til alls er
hver sinnar gæfu smiður, líkt og forf-
eður okkar vissu.
Höfundur er kennari.
AHA
AFMÆLISUTGAFA
AUKABÚNAÐUR FYRIR KR. 35.000 - ÓKEYPIS
í tilefni 35 ára afmælis BIFREIÐA & LANDBÚNAÐAR-
VÉLA, gefur fyrirtækiö nú aukabúnað aö verömæti kr.
35.000, meö hverjum 5 dyra Lada Samara 1300.
r
í ‘‘
S , A, 1
Aukabúnaður: Stereo útvarps- og segulbandstæki,
hátalarar, límrendur á hliðar,
hjólkoppar, sportgrill,
hliðarlistar og fl.
Allt þetta ókeypis í
afmælisútgáfunni.
um
LAPA
góóur kostur í bílokuupum
Bein lina i söludeild 312 36 If.L Jf
BIFREIÐAfí & LANDBUNAÐARVELAfí HF.
Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ?? 681200
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26: JÚLÍ 1989