Morgunblaðið - 26.07.1989, Side 36

Morgunblaðið - 26.07.1989, Side 36
36 MORGÚNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 fólk f fréttum SAMMY DAVIS Maður ársins í Astralíu Hans Jiirgen Eysenck með nýja. g.v.-hjálm- SALARFRÆÐI: Hjálmur sem leysa á greindarprófin af hólmi Langt er síðan sálfræðingar byijuðu að mæla greind manna með þartilgerðum prófum. Dregnar eru ályktanir um greind manna af hæfileika þeirra til að leysa þrautir t.d. í rökfræði, stærðfræði og málfræði. Menn með greindarvísitöluna 100 eru sagðir í með.allagi greindir en til eru þeir sem mælast með greind- arvísitöluna 200 og þar yfir. Deilt hefur verið um áreiðanleika slíkra prófa og hvað sé í raun verið að mæla. Breski sálfræðiprófessor- inn Hans Jiirgen Eysenck hefur nú búið til tæki til að mæla greind manna, hinn svokallaða g.v.- hjálm, sem hann segir mun áreið- anlegra hjálpartæki en gömlu greindarprófm. Eysenck er einn kunnasti full- trúi tilraunasálfræðinnar. Kenn- ingar hans um greind hafa einkum stuðlað að frægð hans. Hann hef- ur ætíð haldið því fram að erfðir hafí mun meiri áhrif á persónu- leika og greind manna en uppeldi og umhverfi. Nýja mælitækið er nokkurs konar hjálmur með 18 rafskaut- um. Skautin nema hraða og sam- hæfingu heilastarfseminnar á 18 afmörkuðum svæðum í heilanum. Eysenck er þeirrar skoðunar að þessi aðferð sé mun áreiðan- legri heldur hin hefðbundnu gáfnapróf. Hann slær þó þann varnagla að hjá sumum mælist greindin oft minni en efni standa til vegna ótta og kvíða þegar mælingin fer fram. Þegar ég fullorðnast ætla ég að verða svo stór, svo voldugur og svo frægur að fólk uppgötvi ekki fyrr en það hefur horft á mig lengi að ég er svertingi og ekki merkilegri en aðrir,“ sagði Sammy Davis á unga aldri. Fyrir skömmu var hann valinn „Maður ársins" í Sydney í Ástralíu. Meðal viðstaddra voru Frank Sin- atra og Liza Minelli. Sammy var afhent tuskubrúða í tilefni útnefn- ingarinnar. Sammy, sem er frægur fyrir söng og dans, nýtur mikilla vinsælda í Ástralíu um þessar mundir. Sammy Davis í hópi aðdáenda. Tyson fagnar sigri Hnefaleikakappinn Mike Tyson var að vonum kampakátur um síðustu helgi en Tyson, sem keppir í þungavigtarflokki, sigraði þá Carl Williams, sem gerst hafði svo djarf- ur að skora heimsmeistarann á hólm. Tyson var fljótur að afgreiða Williams. Viðureign þeirra stóð yfir í nákvæmlega eina mínútu og 33 sekúndur en þá sló Tyson andstæð- ing sinn í gólfið með gríðarlegu vinstri handar höggi. Raunar hefur Tyson gert betur því í júní í fyrra sigraði hann Michael Spinks í fyrstu lotu eftir aðeins 91 sekúndu. Á myndinni heldur Tyson á lofti 100.000 Bandaríkjadölum sem hann fékk í „kaupbæti“ frá Don King (t.v.) sem stóð fyrir keppninni. Ellefu ára gamall drengur lýkur hnattflugi Flugkappinn ungi, Tony Aliengena, lenti flugvél sinni í Santa Ana í Kalifom- íuríki í Bandaríkjunum á laugardag eftir um 30.000 kílómetra flug umhverfis hnöttinn. Tony sem er 11 ára vonast til að fá nafn sitt skráð í heimsmetabók Guin- ness en hann mun vera yngstur þeirra sem unnið hafa þetta afrek. Banda- rískur eftirlitsmaður var um borð í flugvél Tonys til að staðfesta að drengurinn hefði flogið flugvélinni alla leið. Ferðin hófst í Santa Ana þann 5. júní en með Tony í för vom foreldrar hans, Gary og Susan, systir hans, rúss- neskur pennavinur og nokkr- ir blaðamenn. Flugkappinn hafði viðdvöl á íslandi þann 17. júní á leið sinni yfír Atl- antshafíð til Noregs og sagði þá í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði verið fjögurra ára gamall er faðir hans hóf að kenna honum að fljúga. Upphaflega vom tvær aðrar flugvélar með í för en önnur vélin bilaði á leiðinni til íslands og varð að snúa aftur til Grænlands. Frá Norðurlöndunum hélt Tony til Sovétríkjanna þar sem hann hugðist afhenda Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtoga kefli með undir- skriftum 100.000 Banda- ríkjamanna til að treysta vin- áttu ríkjanna tveggja. Gorb- atsjov sá sér ekki fært að hitta Tony og fjölskyldu hans enda hefur maðurinn sá um margt annað að hugsa ef marka má fréttir. Sovéskir embættismenn tóku við kefl- inu í Moskvu en þaðan flaug Tony þvert yfír Sovétríkin og yfír Beringssund til AI- aska. Frá Alaska lá leiðin eftir vesturströnd Banda- ríkjanna til Kaliforníu. Minnstu munaði að illa færi í Alaska er faðir Tonys, Gary Aliengena, hvolfdi Cessna Centurion-flugvél- inni á flugvellinum í Golovin. Eldur kviknaði í flugvélinni en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Gary Aliengena dó ekki ráðalaus og fékk sams konar flugvél lánaða á staðnum og þannig tókst Tony að ljúka hnattfluginu. Tony var hinn rólegasti er blaðamenn hittu hann að máli skömmu eftir lendingu í Santa Ana. „Það var hund- leiðinlegt að fljúga yfír hafíð og eina skemmtunin var sú að hugleiða hvað myndi ger- ast ef hreyfíllinn stansaði," sagði hann og átti þar við flugið yfír Atlantshafíð en ferðin frá Grænlandi til ís- lands tók rúmar fímm klukkustundir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.