Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 Eru þeir að fá 'ann ■ Tónleikaförinni lokið New York-borg. Frá Árna Matthíassyni, blaðamanni Morgfunblaðsins. Sykurmolarnir luku í siðustu viku tónleikafór sinni um Banda- ríkin og fóru siðustu tónleikarnir fram í Meadowland Arena í New Jersey á miðvikudag, en þaðan eru þessar myndir af þeim Ein- ari Erni Benediktssyni og Björk Guðmundsdóttur. Molarnir hafa leikið á tónleikum ásamt Public Image Ltd. og New Order. Mest tónleikaefnið var af skífunni Life’s Too Good, en einnig nokkuð af væntanlegri plötu þeirra, sem gert er ráð fyrir að komi út í september. Hljómsveitarmeðlimir komu flestir heim til íslands á sunnudag og verða hérlendis þar til hin nýja plata kemur út, en þá verður lagst í tónleika- og kynning- arvíking að nýju. „Of rólegt“ í Vatnsdalnum. „ÞETTA hefur verið rólegt, of rólegt, í Vatnsdalsá það sem af er, en við erum að gæla við það að laxinn eigi eftir að skila sér, það var það slæmt vorið og ástand ár- innar lengst af eftir því. Það voru komnir 200 laxar á land í morg- un,“ sagði Gylfi Ingason leiðsögu- maður við Vatnsdalsá í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Gylfi sagði enn fremur, að hollið sem væri að ljúka veiðum hefði fengið 40 laxa á 5 dögum og hefðu laxamir nær allir verið lúsugir. Mest af því smálax sem veiddist víða í ánni. Það voru þó stórir inn- an um og meðalþyngdin fram að umræddri veiði var mjög góð, „við höfum þó enn þau forréttindi að hafa hér óvenjustóran fisk þótt það sé minna um hann nú en áður,“ sagði Gylfi og skaut með að einn 22 punda fiskur hefur komið á land, þrír 20 punda og tveir 19 punda. Smálax að „sullast inn í“ Víðidalsá. „Það er eitthvað af smálaxi að sullast inn í ána og við höfum orð- ið þeirra víða varir. I nótt fórum við með ánni í logni og kyrru veðri og sáum boða af göngunum hér og þar. Vonandi veit það á gott, því veiðin hefur verið mjög rólég það sem af er í Víðidalsá," sagði Lúther Einarsson leiðsögumaður við ána í gær. Hann sagði um 340 laxa vera komna á land og væri meðalvigtin minnkandi. Einn 20 punda veiddist í síðustu viku, en nærri 14. júlí veiddust tveir 23 punda fiskar. Dalsárósinn hefur verið drýgsti veiðistaðurinn, en annars hefur veiðst um alla á. Reytingur í Eystri Rangá. Morgunblaðið/Ásgeir Heiðar Derek Balls frá Essex í Eng- landi heldur hér á 9 punda hrygnu sem hann veiddi í Laxá í Kjós fyrir nokkru. Þetta reyndist vera eitt þúsundasti laxinn úr ánni þetta sumar, en Laxá var fyrst áa til þess að ná fjögurra stafa tölu. „Það eru komnir 10 laxar á land hjá mér í Fiskánni og efsta hluta Eystri Rangár. Það er slæðingur af físki og þetta er nokkuð gott því besti tíminn er eftir,“ sagði Lúðvík Gizurarson í samtali við Morgunblaðið. Laxarnir eru á bil- inu 4 til 11 pund og hafa fengist merktir smálaxar úr gönguseiða- sleppingu frá síðasta sumri. Nokkr- ar vænar bleikjur hafa einnig veiðst og vottur af sjóbirtingi, en báðar tegundirnar eiga trúlega eftir að skila sér í ríkari mæli er á sumarið líður. Neðar í Eystri Rangá bg í Ytri Rangá hefur verið reyting- sveiði og blandaðum afli, lax, bleikja eða urriði, þetta er ekki svæði sem gefur mönnum fullt bílskott af fiski, en það sem veiðist er yfirleitt rokvænn fískur. Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir Sykurmolarnir: Morgunblaðið/Björn Bjömsson Bifreiðin, sem ekið var á brúarstólpa við Stafárbrú í Fljótum á sunnu- dag, er gjörónýt svo sem sjá má. Guðrún Guðjónsdóttir rithöfundur látin Bifreið ekið á brúarstólpa Sauðárkróki. TILKYNNT var um slys við Stafárbrú í Fljótum kl. 5.30 á sunnudagsmorgun. Þar hafði fólksbifreið af BMW-gerð verið ekið á miklum hraða á brúar- stólpa. Svo heppilega vildi til að ferðafólk hafði tjaldað við ána og gat það kallað til lögreglu og sjúkrabifreiðar frá Hofsósi og Sauðárkróki. Þá voru tveir læknar kallaðir á slysstað. Fjórir voru í bílnum og tók það alllangan tíma að ná þeim úr flakinu, sérstaklega bílstjóranum. Voru allir fjórir fluttir á sjúkrahúsið á Sauðár- króki, en tveir áfram með sjúkra- flugi til Reykjavíkur, mjög mikið slasaðir. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Sauðárkróki var mikið annríki um síðustu helgi. Fjögur umferðaróhöpp urðu og slösuðust menn í tveimur þeirra. Fjölmargir voru teknir fyrir of hraðan akstur og grun um ölvunarakstur. Við Djúpdalsána í Blönduhlíð lenti bifreið út af veginum og niður í ána um kvöldmatarleytið á sunnudag. Farþegi sem var í bílnum skarst í andliti en ökumaður slapp ómeiddur. Þá lenti bifreið út af veginum við bæinn Kross í Hofshreppi og hafnaði úti í skurði. Farþegi í bílnum slasað- ist nokkuð og var fluttur í sjúkrahús- ið á Sauðárkróki en ökumaðurinn slapp ómeiddur enda var hann spenntur í bílbelti en farþeginn ekki. - BB. GUÐRÚN Guðjónsdóttir rithöf- undur andaðist á Borgarspítalan- um þann 25. júlí, 85 ára að aldri. Guðrún fæddist í Reykjavík þann 24. desember 1903 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Guðjón Brynjólfsson verkamaður og Guð- laug Eyjólfsdóttir húsmóðir. Árið 1926 giftist hún Stefáni Jakobssyni múrarameistara í Reykjavík og áttu þau þrjá syni, Hreggvið, Hrafnkel, og Stefán Má. Guðrún lét sig samfélagsmál miklu varða. Hún gekk snemma til liðs við sósíalistahreyfinguna og var m.a. félagi í Sósíalistaflokknum, starfaði með kvenfélagi sósíalista, Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og MÍR. Aðalstarf hennar á sviði félagsmála var þó innan kRON en hún sat í stjórn félagsins 1945—1969. Guðrún var listhneigð og stund- aði vefnað um nokkuð langt skeið, bæði myndvefnað og nytjavefnað auk pijónahönnunar. Hún hélt nokkrar sýningar á verkum sínum. Guðrún stundaði ritstörf frá fimmtugsaldri ásamt húsmóður- störfum. Út komu eftir hana tvær ljóðabækur, Opnir gluggar árið 1976 og Gluggar mót sól árið 1988. Aðrar bækur sem út hafa komið á prenti eftir Guðrúnu eru barna- og unglingabækur, bæði frumsamdar og þýddar. Guðrún Guðjónsdóttir. Á laugardaginn tók bifreiðaumboðið Ingvar Helgason hf. formlega í notkun nýtt húsnæði við Sævarhöfða. Ingvar Helgason hf.: Nýtt húsnæði tekið í notkun BIFREIÐAUMBOÐIÐ Ingvar Helgason hf. hefúr nú formlega tekið í notkun nýtt húsnæði við Sævarhöfða í Reykjavík. í apríl flutti fyrir- tækið starfsemi sína þangað frá Melavöllum við Rauðagerði, en nýja húsnæðið var ekki formlega vígt fyrr en öllum frágangi var lokið. Hús Ingvars Helgasonar við Sævarhöfða er á fimmta þúsund fermetra að stærð og er það byggt úr límtré. Arkítektastofan að Tún- götu 3 sá um hönnun hússins en Steintak hf. sá um mestan hluta byggingarframkvæmdanna. Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri, segir að mikil bót sé að flutningunum í nýja húsnæðið. Til dæmis sé þar sýningarsalur sem taki með góðu móti 15 til 18 bíla og aðstaða fyrir varahlutaþjónustu fyrirtækisins hafi batnað til muna. Stækkunarmöguleikar séu auk þess miklir, þar sem húsið standi á tólf þúsund fermetra Ióð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.