Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 19
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 26. JÚLÍ 1989 19 Noregur: Umframseiði á matborð Rússa? Flóð í Kína: NORÐMENN eru að velta fyrir sér að selja Sovétmönnum um- framframleiðslu sína af laxaseið- um, að sögn Aftenposten. Seiðin verða seld sem mannamatur og fást um tvær norskar krónur (um 17 ísl. kr.) fyrir stykkið (Verð á laxaseiðum fór upp í 30 n. kr. eða um 250 ísl. kr. stykkið um miðjan þennan áratug). Sölusamlag norskra fiskeldis- stöðva (NFF)hefur fengið tilboð frá fyrirtækinu Scarus Norway um kaup á allri umframframleiðslu af laxaseiðum, sem eru yfir 50 grömm að þyngd — alls um 20 milljón seið- um. Scarus Norway er dótturfyrir- tæki Scarus Marine Nutrition, sem hefur aðsetur í Helsingborg í Svíþjóð og er í eigu hlutafélagsins Sovrybflot í Moskvu. Það fyrirtæki er einhvers konar framkvæmdarað- ili fyrir sovéska sjávarútvegsráðu- neytið. Sovétmennirnir hugsa sér við- skiptin á þann veg, að þeir sendi flutningaskip til Noregs og smali umframframleiðslunni saman í hin- um ýmsu höfnum. Seiðin verða síðan fryst um borð. Verðið miðast við, að Norðmenn skili framleiðsl- unni að skipshlið. „Okkur virðist tilboðið áhuga- vert,“ segir Paul Birger Torgnes, framkvæmdastjóri NFF, „en það eru margir endar lausir í þessu máli enn þá, einkum að því er verð- ið áhrærir. Ef samningar tækjust, yrði öll umframframleiðsla Norðmanna af laxaseiðum seld á 40 milljónir n. kr. (ríflega 330 millj. ísl. kr.). Bretland: Fangi stakk alla af og lögguna líka London. Reuter. FANGI að nafni Peter Overy misnotaði leyfi, sem hann fékk til að taka þátt í góðgerðarhlaupi i suðurhluta Englands á sunnu- dag. Overy vann hlaupið örugglega, en í stað þess að staðnæmast þegar hann hafði slitið marksnúruna og snúa aftur til fangelsis hélt hann áfram og hljóp laganna verði af sér. Fer hann nú huldu höfði. „Hann er líklega að hlaupa sigurhringinn, ef til vill kringum hnöttinn,“ sagði talsmaður lögreglunnar í gær. Overy er 46 ára og afplánaði þriggja ára fangelsisdóm fyrir þjófnað. Svein Anders Dahl, varaformað- ur samtaka seiðaeldisstöðva, er ekki ýkja hrifinn af tilhugsuninni um þennan samning. „Ég tel rétt- ast, að seiðaframleiðendur taki af- leiðingum gerða sinna án þess að hafa öryggisnet til að koma í veg fyrir, að þeir verði gjaldþrota,“ seg- ir hann. „Tilboð Rússanna er selj- endunum ákaflega óhagstætt, en mun í flestum tilfellum leggja þeim fyrirtækjum, sem þegar eru gjald- þröta, til peninga. Við áætlum, að 100 af þeim 370 seiðaeldisfyrir- tækjum, sem nú eru í rekstri, verði gjaldþrota á þessu ári.“ Varaformannir.um finnst ekkert athugavert við, að laxaseiði séu notuð til manneldis. „Ég hef oft borðað þau steikt," segir hann. „Þau minna á steiktán urriða og eru bragðgóð." Svo kann að fara, að norsk laxa- seiði hafni á hádegisverðarborð- um Sovétmanna. Fyrirtæki i þeirra eigu hefiir boðist til að kaupa alla umframframleiðsluna á þessu ári — yfir 20 milljónir seiða. Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Renault 19 verði mikils metinn á íslandi. Hann keppir við þá vinsælustu í sínum flokki. Samkeppnin á markaðnum Hönnun og þróun Renault 19 miöaö- ist strax í upphafi viö samkeppni frá Evrópskum og Japönskum bílum. Kröfur bílkaupenda aukast jafnt og þétt, þess vegna er þörfin fyrir Renault 19 til staöar. Tæknilegur tímamótabfll Renault 19 GTS, er meö nýja 80 hestafla „Energy" vél, meö 2ja hólfa blöndungi. Vélin er 1390 cc, 4ra strokka og smíöuö til að standast ströngustu kröfur um mengunarvarnir T Evrópu og Bandarikjunum. Spar- neytnin er ótrúleg, bensíneyðslan er milli 5 og 6 lítrar á hundað kílómetr- um. Hámarkshraöi er 173 km/klst. Fjöðrunin er sérstaklega styrkt til aö gefa bílnum góöa aksturseiginleika, jafnt í innanbaéjarakstri sem á malar- vegum. Gírkassinn er 5 gíra og er gírskipting- in eins og best gerist í dýrari bílum. Gírkassi og drif hafa sérstakt smur- olíukerfi sem aldrei þarf aö bæta á eöa skipta um olíu. Renault 19 GTS kostar frá 799.399.- Obreytt kynningarverð Þrátt fyrir gengisbreytingu aö undan- förnu, verður Renault 19 enn um sinn á óbreyttu kynningarveröi. Einfalt mál að semja Þú semur um þau kjör sem henta þér best. Við tökum notaða bíla í góöu ástandi sem greiðslu upp í nýj- an Renault 19. Greiðslukjörin eru til allt aö 24 mán- aöa. Engin áhætta Þú tekur enga áhættu þegar þú kauþir Renault 19. Bilinn kaupir þú meö 30 daga skilarétti, sem þú getur notaö til aö kynnast bílnum nánar. Sértu ekki ánægö(ur) meö kaupin getur þú einfaldlega skilað bílnum innan 30 daga frá kaupdegi. Nánari upplýsingar um skilaréttinn á Renault 19 færöu hjá sölumönnum. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavfk, sfmi 686633 1500 menn hafa farist Peking. Reuter. 141 MAÐUR lést í norðausturhluta Kína í síðustu viku af völdum flóða og aurskriða en alls hafa þá um 1500 manns týnt lífi í flóðum á þessu sumri. Fyrir helgi var greint frá því opinberlega að 84 hefðu látist í norðausturhluta Kína en um helgina gekk fellibylur yfir Fujian og Zhejiang héruðin, á austur- ströndinni. 57 létust og um eitt búsund manns slösuðust. Um 4.000 úmili og mikið af ræktarlandi eyðilagðist ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.