Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ • MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989
Guðrún Hans-
dóttir — Minning
Fædd 20. ágúst 1903
Dáin 14. júlí 1989
Það verður trúlega eriginn hér-
aðsbrestur við lát Guðrúnar Hans-
dóttur. Hún dó södd lífdaga og var
ekki í hópi hinna þekktari þegna
þessa þjóðfélags. En engu að síður,
eins og séra Bragi Friðriksson
komst svo vel að orði við kistulagn-
ingu hennar, þá finnur maður fyrir
lotningu frammi fyrir kistu hennar
eins og svo margra annarra af
þeirri kynslóð sem fæddist um
síðustu aldamót, gekk í gegnum
margvíslega erfiðleika, en sigraðist
á þeim flestum og upplifði trúlega
meiri breytingar en nokkur önnur
kynslóð Islandssögunnar. Mér
finnst það sérstaklega eiga við um
Guðrúnu, sem fékk mikið að reyna
í lífinu og skilaði góðu dagsverki.
Hún fæddist að Þórkötlustöðum
í Grindavík 20. ágúst 1903. Móðir
hennar var Kristín Vilhjálmsdóttir,
vinnukona í Grindavík, en um föður
sinn fékk hún aldrei neitt að vita,
var aldrei feðruð og einfaldlega
kölluð Hansdóttir þar sem enginn
hafði betri ráð. Guðrún missti móð-
ur sína aðeins tíu ára gömul, og
þarf engum getum að því að leiða
hve mikill missir það var henni. „Ég
grét oft sem bam og ekki síst yfir
því að vita ekki hver pabbi minn
var,“ sagði hún eitt sinn við mig.
A gamals aldri var það henni ennþá
mikið hjartans mál að fá staðfestan
grun sinn í þeim efnum. Var sá
grunur raunar mjög vel rökstuddur.
Ekki er þó ástæða til að ýfa upp
nein sár hér með því að bera á torg
hvern hún taldi föður sinn vera.
Eftir lát móður sinnar ólst Guð-
rún upp hjá móðurafa sínum á
Hvalsnesi. Nítján ára gömul réð hún
sig í vist á Raufarhöfn, og átti þá
að baki langa og erfiða sjúkrahús-
legu. Fór það svo að á Raufarhöfn,
þessum veðurbarðá stað á norðaust-
urhluta landsins — þar sem menn
hafa löngum haft lífsframfæri sitt
nær eingöngu af fískveiðum — átti
hún eftir að dvelja í íjörutíu og fimm
ár. Þar kynntist hún Friðriki Guð-
mundssyni verkamanni og stofnuðu
þau heimili saman. Friðrik var all-
miklu eldri en Guðrún, fæddur 24.
sept. 1887 og lést hann 13. ágúst
1957. Er ekki hægt að segja annað
en að samvistir þeirra hafí borið
ríkulegan ávöxt. Þau eignuðust tólf
börn og eru tíu þeirra enn á lífi.
Afkomendur þeirra eru nú nærri
hundrað talsins. Af mikilli þraut-
seigju og dugnaði tókst þeim að
koma sér upp ágætu húsi á tveimur
hæðum þegar árið 1926 þama á
Raufarhöfn og þrátt fyrir mjög erf-
ið kjör lengst af og með svo stóran
barnahóp þá er vitnisburður barria
þeirra nú að þau hafí í raun aldrei
liðið skort. Sú kynslóð sem nú er
að vaxa úr grasi hefði þó kannski
komið öðmm orðum að því þar sem
oft mun það hafa verið svo að salt-
fiskur var á borðum sex daga vik-
unnar.
Guðrún varð ekkja aðeins rúm-
lega fimmtug, en lét ekki bugast
við það. Árið 1967 flutti hún'frá
Raufarhöfn suður á bóginn og var
m.a. um skeið ráðskona í Keflavík.
Síðustu árin bjó hún í Hafnarfirði
í íbúðum fyrir aldraða að Sólvangi
í Hafnarfírði, og hafði hún þá stund-
um á orði að hún hefði aldrei haft
það eins gott fjárhagslega og þá.
Sýnir það vel nægjusemi hennar,
að hún lagði fyrir nokkra upphæð
á hveijum mánuði af ellilífeyri
sínum, og sagðist a.m.k. ætla að
sjá til þess að hún ætti fyrir út-
förinni.
Ég kynntist Guðrúnu er ég
kvæntist dótturdóttur hennar og
nöfnu fyrir ellefu ámm, og dvaldi
hún oft á heimili okkar. Hún var
svipsterk kona, hávaxin, þrekin,
sterkbyggð og bar þess augljós
t
Útför bróður okkar,
GUÐBRANDS HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR,
sem lést 10. júlí á Vífilsstöðum, fór fram í kyrrþey 21. júli að ósk
hins látna.
Steingrímur Þ. Guðmundsson,
Hörður S. Guðmundsson,
Guðfinna H. Jónsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
DÓRÓTHEA HALLDÓRSDÓTTIR,
Hringbraut 116,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunnifimmtudaginn 27. júlíkl. 13.30.
Brynja Tryggvadóttir, Egill Sveinsson,
Björg Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og
jarðarfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
INGIMAGNS EIRÍKSSONAR,
Meistaravöllum 7,
Þuriður Jónsdóttir,
Jón B. Ingimagnsson, Þórdís Karlsdóttir
Guðrún E. Ingimagnsdóttir, Valdimar Stefánsson,
Eirikur Ingimagnsson, Sigrfður Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
merki að hafa unnið mikið um
ævina.
Ekki þurfti lengi að ræða við
Guðrúnu til að komast að raun um
að hún var trúuð kona. Hún hafði
mikinn áhuga á hinum dýpri sjón-
armiðum tilverunnar, á dulrænum
efnum, því sem að stundum er kall-
að þjóðtrú íslendinga. En jafnframt
kunni hún sitt Nýja testamenti. Það
varð ég áþreifanlega var við er við
horfðum saman á sjónvarpsmynd
um ævi Jesú er sýnd var um það
leyti sem ég hafði nýlokið embættis-
prófi í guðfræði. Þá sýndi það sig
að gamla konan þekkti söguþráðinn
a.m.k. eins vel og nýútskrifaður
guðfræðingur.
Börn Guðrúnar eru: Klara f. 1.
apríl 1925, búsett á Akureyri, gift
Bimi Jónssyni; Guðmundur f. 12.
ágúst 1926, búsettur á Raufarhöfn,
kvæntur Helgu Lúðvíksdóttur;
Kristín f. 14. júní 1928, búsett í
Reykjavík, gift Þórði Jónssyni, d.
24. júlí 1977; Þorbjöm f. 11. júlí
1929, búsettur á Raufarhöfn,
ókvæntur; Þorbjörg Sigríður f. 6.
júlí 1930, d. 19. des. 1975, gift
Brynleifi H. Steingrímssyni; Olöf
f. 30. maí 1932, búsett á Seltjarnar-
nesi,, gift Jóni Kristinssyni, d. 26.
febr. 1974, sambýlismaður hennar
er Guðni Björnsson; Hallsteinn f.
18. sept. 1933, d. 3 apríl 1955;
Kári f. 29. des. 1934, búsettur á
Akureyri, kvæntur Kolbrúnu Þor-
steinsdóttur; Hrefna f. 12. apríl
1936, búsett á Raufarhöfn, gift
Jóni Guðmundssyni; Guðrún f. 3.
apríl 1938, búsett í Svíþjóð, gift
Hans Landquisfy Bryndís f. 2. okt.
1941, búsett á Álftanesi, gift Ein-
ari Sturlusyni; Friðrik f. 1. des.
1944, búsettur á'Selfossi, kvæntur
Ragnheiði Ágústsdóttur.
Dauðinn var Guðrúnu án efa
ávinningur. Þegar henni fyrir
skömmu vom færð þau sorgartíð-
indi að tvær efnilegar dótturdætur
hennar frá Raufarhöfn hefðu látið
lífið í hörmulegu bílslysi, slysi sem
segja má að hafi vakið þjóðarsam-
úð, þá þótti henni sem endaskipti
hefðu verið höfð á hlutunum og lét
í ljósi þá von að hún mætti sjálf
fara að kveðja enda orðin sjúk og
minnið farið að gefa sig. í dag kem-
ur því ætt hennar saman öðru sinni
á skömmum tíma á Raufarhöfn í
kveðjuskyni.
Blessuð sé minning hennar.
Gunnlaugur A. Jónsson
tsjom Bjamason
Jón Jónsson, tré-
smiður — Minning
Birting
afmælis-
ogminning
argreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldsiaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal-
strætí 6, Reykjavík og á skrif-
stofii blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort Ijóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta tilvitnariir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar aftnælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 60 ára
eða eldra.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Illar og góðar hugsanir
Þú mundir líklega lýsa mér svo að ég væri illa innrætt-
ur. Ég reyni að bægja ftá mér saurugiun hugsunum en
tekst það ekki. Þær smjúga inn i hugann áður en ég veit
af og ég er orðinn gagntekinn af þeim á augabragði.
Hvers vegna er ég svona?
Vera má að í umhverfí þínu og uppeldi sé að einhveiju leyti
að fínna skýringuna á því hvers vegna slíkar hugsanir sælga
sérstaklega á þig. En í raun og sannleika eiga allir í þessari
glímu við og við, að hrekja á brott ljótar hugsanir. Biblían
segir að nauðsynlegt sé að takast á við þennan vanda og af-
saka sig ekki, því að við getum syndgað í hugsun alveg eins og
í verki. Einnig er þess að gæta að við gerum það sem er rangt
vegna þess að við hugsuðum fyrst um það.
Jesús varaði okkur við: „Frá hjartanu koma illar hugsanir,
manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, last-
mælgi. Þettaer það sem saurgar manninn." (Matt. 15,19—20.)
Þú ert svona innrættur, segir Biblían, vegna þess að hjörtu
okkar hafa snúið sér frá Guði og vilja hans varðandi líf okk-
ar. Við erum eigingjöm. Við viljum snúast í kringum það sem
við höldum að veiti okkur ánægju, jafnvel þó að einhver ann-
ar hafí illt af því. __
Við þörfnumst þess að Guð snerti við huga okkar og taki
í burtu þessar ljótu hugsanir, sem saurga okkur, og fylli okkur
í staðinn hugsunum sem em réttar og siðlegar.
Játaðu syndir þínar fyrir Guði, líka syndir huga og hjarta.
Bið síðan Jesúm Krist að koma inn í líf þitt og hreinsa þig.
Minnstu loforðs Biblíunnar:
„Ef vér segjuln: „Vér höfum ekki synd,“ þá svíkjum vér
sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. En ef vér játum synd-
ir vorar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur
oss syndimar og hreinsar oss af okkur ranglæti." (1. Jóh.
1,8—9.) Þú hefur þegar komist að raun um að þú getur ekki
af eigin kröftum losað huga þinn við þessar hugsanir. Þú
þarfnast Krists og þegar þú helgar líf þitt honum tekur hann
þær ekki aðeins í burtu heldur fyllir þig nýjum hugsunum
þegar þú gengur með honum.
Gef sjálfan þig Kristi á vald, og þá líka huga þinn. Síðan:
„Hugsið um það sem er hið efra en ekki um það sem á jörð-
inni er.“ (Kóloss. 3,2.) Þetta gerir þú einkum þegar þú lest
orð Guðs, Biblíuna, hugleiðir sannindi hennar og lærir ritning-
arorð utanbókar. Þú gerir það líka þegar þú snýrð þegar til
Guðs í bæn, jafnvel þegar þú kannt að freistast til að snúa
baki við Kristi.
Kransar, krossar
W ogkistuskreytingar.
‘ Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
ÁHhcimum 74. sími 84200
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og ómælda hjálp við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og tengda-
föður,
BJÖRNS M.L. KRISTJÓNSSONAR,
Borgarholti 8,
Ólafsvlk.
Guð geymi ykkur öll.
Jóhanna Elísabet Pálsdóttir,
Páll Snæfeld Björnsson,
Hrafnhildur Snæfeld Björnsdóttir,
Birgir Snæfeld Björnsson, Elínborg Lárusdóttir.